Morgunblaðið - 18.07.2019, Side 34

Morgunblaðið - 18.07.2019, Side 34
34 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2019 18. júlí 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 125.94 126.54 126.24 Sterlingspund 156.49 157.25 156.87 Kanadadalur 96.43 96.99 96.71 Dönsk króna 18.921 19.031 18.976 Norsk króna 14.71 14.796 14.753 Sænsk króna 13.4 13.478 13.439 Svissn. franki 127.71 128.43 128.07 Japanskt jen 1.1661 1.1729 1.1695 SDR 173.89 174.93 174.41 Evra 141.3 142.1 141.7 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 173.1431 Hrávöruverð Gull 1416.1 ($/únsa) Ál 1809.5 ($/tonn) LME Hráolía 66.31 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Festi hækkaði mest allra félaga í Kauphöll Íslands í gær, en hækkun bréfa félagsins nam 2,4% í 461 milljónar króna við- skiptum. Stendur gengi bréfa félags- ins í 128 krónum. Næstmest hækk- uðu bréf Marels, eða um 2,11% í 654 milljóna viðskiptum og nemur gengið 580 krónum á bréfið. Fasteignafélagið Eik hækkaði um 1,75% í 183 milljóna króna viðskiptum og bréf Haga hækkuðu um 1,17% í 543 milljóna viðskiptum.. Mest lækkuðu bréfin hjá upplýsingatæknifyrirtækinu Origo, eða um 1,57% í afar takmörkuðum við- skiptum, upp á fimm milljónir króna. Hlutabréf í Kviku lækkuðu um 0,66% í 39 milljóna króna viðskiptum og hluta- bréf í Sjóvá lækkuðu um 0,27% í 28 milljóna króna viðskiptum. Festi hækkaði mest allra í kauphöllinni Viðskipti Kauphöll Íslands. STUTT BAKSVIÐ Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Nokkrar leiðir eru færir við sölu á eignarhlutum ríkisins í Íslands- banka og Landsbanka. Sérfræðingar sem Morgunblaðið hefur rætt við eru ekki á eitt sáttir um hvernig hátta eigi sölunni, en allir geta þeir þó sammælst um að fjölmargar leiðir eru færar. Þá sé mikilvægt að bönk- unum verði komið í hendur einka- aðila sem tilbúnir eru að grípa til nauðsynlegra aðgerða. Að því er heimildir Morgunblaðs- ins herma eru mestar líkur á því að hafist verði handa við sölu annars bankans í nokkrum hlutum. Nær engar líkur eru á því að kaupandi finnist að öðrum bankanum, Íslands- banka, í heilu lagi. Þá hefur ríkið gef- ið það út að það ætli sér að halda allt að 40% prósenta hlut í Landsbanka Íslands. Í kjölfar sölu annars bank- ans verður kannað hvort áhugi sé fyrir frekari kaupum á eignarhlutum ríkisins í bönkunum. Einhliða skráning innanlands Að mati sérfræðinga er stærð út- boðs íslensku bankanna ekki þess eðlis að hægt sé hægt að réttlæta tví- hliða skráningu á markað. Niður- staðan verði þess í stað sú að farið verði í einhliða skráningu á innlend- um markaði. Þó verði lögð áhersla á að fá tvo útboðsaðila að skráning- unni, sem ná eiga fjárfestum að borðinu. Annars vegar innlendan og hins vegar erlendan aðila. Þá er ekki loku fyrir það skotið að við bætist einn erlendur útboðsaðili. Miklar getgátur hafa verið uppi um hvers konar dreifing verður á eignarhaldi bankanna að skráningu lokinni. Þannig telja viðmælendur Morgunblaðsins að líklega verði lögð áhersla á að fá hornsteinsfjárfesti (e. corner stone investor) sem fara á með 15%-35% hlut í Íslandsbanka. Slíkur fjárfestir myndi, gegn því að kaupa stóran eignarhlut, fá dágóðan afslátt af kaupverðinu. Með tilkomu hornsteinsfjárfestis eykst tiltrú ann- arra fjárfesta á útboði sem ráðist yrði í auk þess sem það gæti innleitt mikilvæga þekkingu á vettvangi bankans. Þá yrði sá hluti bréfanna sem ekki er seldur til framangreinds aðila boðinn innlendum og erlendum aðilum af öllum stærðum og gerðum. Gangi ekki eftir að fá hornsteins- fjárfesti að útboðinu væri mögulegt að ganga til svokallaðra stofnana- fjárfesta. Með því er átt við nokkra aðila sem kaupa myndu, hver um sig, hlut í bankanum fyrir tiltekna lág- marksupphæð, t.d. einn milljarð króna. Að sögn viðmælenda Morgun- blaðsins yrði fyrsti kostur líklega sá að fá norræna banka sem þátttak- endur í útboðinu auk þess sem reynt yrði að komast hjá sölu stórra hluta til erlendra vogunarsjóða. Litlar lík- ur eru þó á því að slíkar áætlanir gangi eftir enda segja sérfræðingar sem Morgunblaðið hefur rætt við að fátt bendi til þess að bankar í Skand- inavíu vilji fjárfesta í fjármálastofn- unum hér á landi. Bankarnir verði sameinaðir Meðal hugmynda sem hlotið hafa góðan hljómgrunn meðal sérfræð- inga er sameining Arion banka og Ís- landsbanka samhliða sölu Lands- bankans. Með sameiningunni færi ríkið með u.þ.b. 40% eignarhlut í stórum banka, sem skráður er á markað í Svíþjóð og á Íslandi. Þannig fengist aukin stærðarhag- kvæmni og söluvænni banki. Ríkið myndi jafnframt eftirláta sérfróðum aðilum að straumlínulaga bankann ásamt því að tryggja öflugt aðhald. Í framhaldinu yrði eignarhlutur ríkis- ins seldur smám saman þegar hag- stætt verð fengist. Hlutum dreift til almennings Á sama tíma og slík sameining er framkvæmd væri losað um eignar- hald ríkisins á Landsbankanum. Hægt er að gera það á nokkra vegu, en til að ná góðri verðmyndun og dreifðu eignarhaldi er einfaldast að dreifa um 30% hlutafjárins til al- mennings auk þess að selja um 30% til innlendra og erlendra fjárfesta. Ríkið myndi þannig halda eftir 40% hlut og um leið tryggja sátt um sölu bankanna. Að auki myndi framan- greind aðferð tryggja virkan eftir- markað og góða verðmyndun hluta- bréfa bankanna. Á næstu vikum er að vænta skýrslu Bankasýslu ríkisins þar sem ákvörðun verður tekin um hvort hefja eigi söluferli ríkisbankanna. Athyglisvert verður að fylgjast með niðurstöðu Bankasýslunnar, en líkur eru á því að söluferli bankanna hefj- ist síðar á þessu ári. Sameining banka myndi einfalda söluferlið talsvert Bankar Sérfræðingar telja vel gerlegt að sameina tvo viðskiptabanka.  Ýmsar leiðir færar við sölu ríkisbanka  Skiptar skoðanir meðal sérfræðinga Flug til Asíu er ekki á teikniborðinu hjá flugfélaginu Icelandair á næst- unni að sögn Boga Nils Bogasonar, forstjóra félagsins. Tilefnið er um- mæli Malasíumannsins Vincent Tan, stofnanda Berjaya Corporation, sem keypt hefur 75% hlut í Icelandair Hotels, þess efnis að hann telji að Icelandair hafi burði til þess að hefja flug til Asíu og það bjóði upp á tækifæri fyrir félagið. Í samtali við Morgunblaðið segir Bogi að Ice- landair hafi skoðað gaumgæfilega möguleikann á Asíuflugi árið 2018 og að félagið hafi sagt á þeim tíma að það stefndi á flug á þann markað árið 2019. „Síðan þá hefur ýmislegt gengið á í umhverfinu í okkar rekstri. Okkar fókus núna er fyrst og fremst að gera betur í okkar núverandi leiða- kerfi. En þegar við erum sátt við stöðuna þar getum við horft aftur til Asíu. Við sjáum klárlega tækifæri í því eins og hann,“ segir Bogi og vís- ar m.a. til þess að leysa þurfi úr vandræðunum með Max-vélarnar sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars. Miklir möguleikar fyrir Ísland og Icelandair í Asíu Berjaya-samstæðan rekur 19 hót- el víða í Asíu og í Bretlandi og sagði Tan m.a. við Morgunblaðið að mikil tækifæri væru fyrir Ísland í að trekkja frá Asíu vel borgandi ferða- menn til landsins. „Það eru miklir möguleikar fyrir Ísland sem ferðamannaland og þar af leiðandi Icelandair. Við sjáum fyrir okkur að hann verði mjög góð- ur samstarfsaðili hvað þetta varðar,“ segir Bogi. Á meðal þeirra þátta sem liðka fyrir Asíuflugi er sú staðreynd að rússnesk stjórnvöld gera ekki leng- ur kröfu um að íslensk flugfélög haldi uppi beinu áætlanaflugi til áfangastaðar í Rússlandi til þess að fá að nota Síberíuflugleiðina, sem er stysta leið frá Íslandi til Asíu. „Rússnesk stjórnvöld eru búin að heimila þetta og það liggur fyrir við hverja þarf að ræða og hvers konar samninga þurfi að gera ef til þess kæmi að skoða þetta af alvöru á ein- hverjum tímapunkti,“ segir Bogi. peturh@mbl.is Asíuflug ekki á teikniborðinu  Vilja gera betur í núverandi leiðakerfi Bogi Nils Bogason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.