Morgunblaðið - 18.07.2019, Page 35
FRÉTTIR 35Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2019
VILTU TAKAVIÐ
GREIÐSLUMÁNETINU?
KORTA býður uppá fjölbreytta þjónustu sem hentar
bæði minni og stærri fyrirtækjum. Kannaðu málið.
Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík, 558 8000 / korta@korta.is / korta.is
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Methiti hefur verið á nyrsta byggða
bóli jarðar, Alert í Kanada, að sögn
veðurstofu landsins. Hitinn hefur
mælst allt að 21 stig á Celsius.
„Þetta er ótrúlega há tala, aðeins
eitt dæmið af mörgum hundruðum
um hitamet sem staðfesta hlýnun
jarðar,“ hefur fréttaveitan AFP eft-
ir Armel Castellan, veðurfræðingi í
umhverfisráðuneyti Kanada.
Alert er byggð nyrst í sjálf-
stjórnarhéraðinu Núnavút, um 817
kílómetra frá norðurpólnum og á 82.
breiddargráðu. Hún er nyrsta
byggð heimsins þar sem fólk hefur
fasta búsetu, með rúmlega sextíu
íbúa. Kanadíski herinn er þar með
bækistöð til að fylgjast með fjar-
skiptum Rússa á norðurslóðum og
hefur veðurstöð verið í Alert frá
árinu 1950.
Hitabylgja á norðurslóðum
Hitinn í Alert mældist 21° C á
sunnudaginn var og 20° C daginn
eftir. „Þetta er algert met, við höf-
um aldrei séð þetta áður,“ sagði
Castellan og kvaðst telja það
„ískyggilegt“ að svo mikill hiti
skyldi mælast svo norðarlega. „Það
hefur verið miklu hlýrra hér en
venjulega í hálfa aðra viku.“
Fyrra metið var frá 8. júlí 1956,
þegar hitinn mældist 20° C. Hitinn
hefur nokkrum sinnum mælst á
bilinu 19-20° C á síðustu níu árum. Í
meðalári er hámarkshitinn í Alert
um 6,1° C í júlímánuði.
„Það væru ekki ýkjur að tala um
þetta sem hitabylgju á norður-
skautssvæðinu,“ hefur AFP eftir
David Phillips, loftslagsfræðingi við
umhverfisstofnun Kanada. Hann
segir að útlit sé fyrir óvenjumikil
hlýindi á nyrstu svæðum landsins út
júlímánuð og fram í byrjun septem-
ber.
Castellan segir að hlýindin nú
stafi af hæð yfir Grænlandi sem sé
„mjög óvenjuleg“ og valdi suðlæg-
um vindum í Norðuríshafi. Norður-
skautssvæðið hlýni þrisvar sinnum
hraðar en aðrir heimshlutar og hlý-
indin staðfesti viðvaranir vísinda-
manna sem telja brýnt að draga úr
losun koltvísýrings til að stemma
stigu við hlýnun jarðar.
Þörf á víðtækum breytingum
Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóð-
anna um loftslagsbreytingar, IPCC,
sagði í skýrslu í október að þörf
væri á skjótum og víðtækum breyt-
ingum í orkumálum, landnýtingu,
iðnaði, samgöngum og skipulagi
borga í heiminum til að afstýra
loftslagsbreytingum sem gætu haft
mjög alvarlegar afleiðingar fyrir
mannkynið. Nefndin sagði að með-
alhitinn á yfirborði jarðar væri nú
þegar 1° C hærri en fyrir iðnbylt-
inguna og það hefði m.a. leitt til
aukinna öfga í veðurfari og hærra
sjávarborðs. Nefndin varaði við því
að ef svo færi fram sem horfði gæti
hlýnunin numið 3° C eða jafnvel 4° C
fyrir lok aldarinnar. Yrði ekki dreg-
ið úr losun gróðurhúsalofttegunda
væri mjög líklegt að meðalhitinn
yrði 1,5° C meiri en fyrir iðnbyltingu
eftir aðeins tólf ár, eða ekki síðar en
um miðja öldina.
Árin 2015, 2016, 2017 og 2018 eru
fjögur hlýjustu árin á jörðinni frá
því að samfelldar mælingar hófust.
Árið 2018 var um einni gráðu hlýrra
en meðalhiti jarðar fyrir iðnbyltingu
og er fjórða hlýjasta árið.
KYRRAHAF
NORÐUR-
ÍSHAF
ATLANTSHAF
KANADA Norður-
póllinn
Methiti mældist á nyrsta byggða bóli jarðar
Grænland
RÚSSLAND
Hitamet á norðurskautssvæðinu
Samfelld þekja Ósamfelld Dreifð Einangruð
Heimild:Woods Hole Research Center
21°C stiga hiti
14. júlí
Ottawa
Sífreri á norðurhveli jarðar:
Alert, Núnavút
Methiti á nyrsta byggða bóli heims
Óvenjumikil hlýindi hafa verið á norðurskautssvæðum Kanada í sumar 21 stigs hiti mældist
í nyrstu byggð jarðar, Alert, þar sem hámarkshitinn í júlímánuði hefur verið 6° C í meðalári
AFP
Á nyrsta hjara Skilti sem sýna upprunastaði starfsmanna herstöðvar og
veðurstöðvar í Alert, nyrstu byggð jarðar. Myndin var tekin í október.
Alríkisdómstóll í New York-borg í
Bandaríkjunum dæmdi í gær einn
illræmdasta glæpamann og eitur-
lyfjabarón allra tíma, Mexíkóann
Joaquín „El Chapo“ Guzmán, í lífs-
tíðarfangelsi fyrir stórfellt fíkni-
efnasmygl til Bandaríkjanna og
fleiri glæpi.
Guzmán stjórnaði smyglhringn-
um Sinaloa sem bandarísk yfirvöld
segja að sé sá stærsti sem smygli
fíkniefnum til Bandaríkjanna.
Hann fór fyrir hringnum í tæpa
tvo áratugi áður en hann var hand-
tekinn í Mexíkó árið 2016 og
seinna framseldur til Bandaríkj-
anna.
Kviðdómur í New York hafði
fundið Guzmán sekan um glæpina
og lífstíðarfangelsi var lágmarks-
refsingin samkvæmt bandarískum
lögum. Dómstóllinn dæmdi hann í
30 ára fangelsi til viðbótar og
kvaðst hafa gert það vegna þess að
glæpir hans væru til marks um
„yfirþyrmandi illsku“. Dómarinn í
málinu sagði að Guzmán hefði ver-
ið „miskunnarlaus og blóðþyrstur“.
Bandarísk yfirvöld telja að var-
lega áætlað hafi tekjur Sinaloa af
smyglinu til Bandaríkjanna numið
12,6 milljörðum dala, jafnvirði
1.600 milljarða króna, og Guzmán
var dæmdur til að greiða þá fjár-
hæð í sekt. Yfirvöldin hafa þó ekki
getað lagt hald á neina fjármuni í
eigu Guzmáns eða smyglhringsins.
Guzmán var dæmdur fyrir að
standa fyrir smygli á hundruðum
tonna af kókaíni til Bandaríkjanna,
auk stórfellds smygls á heróíni,
metamfetamíni og marijúana.
Hann er einnig sagður hafa fyr-
irskipað morð á hundruðum manna
og vitni sögðust hafa séð hann
pynta og myrða fólk. Hann er m.a.
sagður hafa pyntað keppinauta,
skotið þá í höfuðið og fyrirskipað
að þeir yrðu brenndir, eða jafnvel
látið grafa þá lifandi. Þá er hann
sagður hafa látið byrla barnungum
stúlkum ólyfjan og síðan nauðgað
þeim.
Glæpamaðurinn ávarpaði dómar-
ann fyrir dómsuppkvaðninguna og
sagði meðal annars að réttur sinn
til sanngjarnrar málsmeðferðar
hefði ekki verið virtur. bogi@mbl.is
Guzmán dæmdur í lífstíðarfangelsi
AFP
Blóðþyrstur Joaquín Guzmán þegar hann var framseldur til Bandaríkjanna
árið 2017. Hann er kallaður „El Chapo“ eða „Sá stutti“ (er 168 cm á hæð).
Einum illræmdasta eiturlyfjabarón
allra tíma refsað í Bandaríkjunum