Morgunblaðið - 18.07.2019, Page 38

Morgunblaðið - 18.07.2019, Page 38
38 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2019 SKÚTUVOGI 1C | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 550 8500 | WWW.VV.IS Á tilboði í janúar! d line baðherbergissett, hönnunar- vara eftir danska arkitektinn og iðnhönnuðinn Knud Holscher. Í settinu er: 1 wc rúlluhaldari, 1 aukarúlluhaldari, 1 wc bursti með upphengi og 2 snagar. Tilboðsverð í janúar: 31.677 kr. Fullt verð: 39.596 kr. Sendum um allt land. 20% baðherbergissett afsláttur í janúar Í síðustu viku héldu þau Katrín Jakobs- dóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson um- hverfisráðherra blaða- mannafund um aðgerð- ir í loftslagsmálum. Ell- iðaárdalurinn varð fyrir vali ráðherranna. Rétt er að velta því upp hvort staðsetningin hafi verið hrein tilviljun eða hvort ráðherrarnir hafi jafnvel verið að senda oddvita Vinstri-grænna í borgarstjórn skilaboð undir rós. Það vakti furðu mína að þau skyldu kynna þessar metnaðarfullu aðgerð- ir einmitt á þessum stað í Reykjavík. Þá sérstaklega í ljósi þess að tveim- ur dögum síðar samþykkti meiri- hluti borgarstjórnar deiliskipulag upp á tæpa 43 þúsund fermetra í dalnum sem Umhverfisstofnun, und- irstofnun umhverfisráðherra, hafði gert alvarlegar athugasemdir við. Að mati Umhverfisstofnunar mun ofangreind áætlun yfirtaka stóran hluta af útivistarsvæði sem nú er fyrir almenning og þrengja að vatna- sviði Elliðaánna. Að auki er fjallað um þéttingu byggðar en stofnunin telur mikilvægt að hún sé fram- kvæmd án þess að gengið sé á græn svæði borgarinnar. Þannig telur stofnunin að með nýrri deiliskipu- lagstillögu sé gengið á þetta græna svæði. Niðurgrafinn hluti bygging- arinnar muni skapa mikið rask og munu upplýstar byggingar rýra það útsýni sem íbúar í nágrenninu hafa nú þegar. „Við ætlum að hlúa að grænum svæðum“ Allt þetta ferli skýtur skökku við enda stendur orðrétt í svokölluðum „meirihlutasáttmála“ Samfylkingar, Vinstri-grænna, Viðreisnar og Pír- ata í borgarstjórn: „Við ætlum að hlúa að grænum svæðum.“ Orð þessi eru í besta falli kaldhæðnisleg enda er þessi framkvæmd í algjörri mót- sögn við sáttmála núverandi meiri- hlutaflokka þar sem fyrirhugaðar stórframkvæmdir eru ekki gerðar í sátt og samlyndi við náttúru og menn. Í aðalskipulagi Reykjavíkur kem- ur fram að uppbygging á reitnum, Þ73, þurfi að henta vel í nálægð við útivistarsvæði, tengjast útivist, sam- félagsþjónustu eða íþróttastarfsemi. Að mati Umhverfisstofnunar kemur enn fremur fram að fyrirhugaðar framkvæmdir uppfylli ekki þessar kröfur enda fellur starfsemin sem á að hýsa í glerhýsinu ekki undir sam- félagsþjónustu, útivist eða íþrótta- starfsemi. Um er að ræða mjög sér- hæfða atvinnustarfsemi. Með samþykktu deiliskipulagi af þessu tagi er gengið á eitt dýrmætasta úti- vistarsvæði Reykjavíkur til að koma þar á fót umdeildu tilraunaverkefni. Er það í takt við ofuráhersluna á þéttingu byggðar, sem gerð hefur verið á kostnað grænna svæða í borginni. Hrein ósannindi Þrátt fyrir þau undarlegu vinnu- brögð meirihluta borgarstjórnar að sniðganga þessar at- hugasemdir ætla þau að halda málinu til streitu. Borgarstjóri hefur talað um að búið sé að friðlýsa Elliðaár- dalinn en það eru hrein ósannindi. Enn fremur hafa fulltrúar meiri- hlutaflokkanna ýmist sagt fyrirhugað svæði vera utan dalsins eða á jaðri hans. Hins vegar er lagt til að mörk dals- ins séu skilgreind í skýrslu frá árinu 2016 um sjálfbæran Elliðaárdal, en þar kemur fram að mörkin liggja við akbraut Stekkjarbakka. Því er ljóst að meirihluti borgar- innar ætlar að keyra málið í gegn án umræðu í borgarstjórn en málið fór fyrir borgarráð um leið og hinir hefðbundnu borgarstjórnarfundir fóru í „sumarfrí“. Svokölluð lýð- ræðisvinnubrögð og gegnsæi sem vinstristjórnin talar fyrir á tylli- dögum eru aðeins í orði en ekki á borði. Í því ljósi er áhugavert að fletta upp í „meirihlutasáttmála“ flokkanna en þar stendur: „Við vilj- um auka enn frekar gagnsæi í stjórnsýslunni sem nær til allra ferla við ákvarðanatökur.“ Ljóst er að þær efasemdaraddir sem heyrst hafa vegna stór- framkvæmda í dalnum eiga við rök að styðjast þegar litið er til fjöl- margra þátta, m.a. umsagnar Um- hverfisstofnunar. Góður bragur væri á því ef meirihlutinn í borginni tæki ákvörðun um að hætta við þessar framkvæmdir, umhverfinu og svæð- inu til góða. Yfirgangur og samráðsleysi Afgreiðsla og málsmeðferð þess- arar fyrirhuguðu framkvæmdar í Elliðaárdalnum er eitt skýrasta dæmið um virðingarleysið sem meirihlutinn hefur sýnt gagnvart íbúum borgarinnar á liðnum árum. Rísi í dalnum risavaxin gróðurhvelf- ing í óþökk íbúanna í kring verður hvelfingin enn ein birtingarmynd þess yfirgangs og samráðsleysis sem viðgengist hefur í stjórnartíð vinstri- flokkanna í Reykjavík. Einungis þarf að líta til síðustu 12 mánaða til að sjá dæmi um vinnu- brögð sem þessi. Má þar nefna til- raunir til sameiningar leikskóla í Breiðholti og lokunar skóla í Grafar- vogi, samráðsleysi við verslunareig- endur, Reykvíkinga og hagsmuna- aðila við lokun Laugavegar og afar umdeilt en nýsamþykkt skipulag við Furugerði. Enn fremur rímar þetta við viðbrögðin og ósannindin sem komu frá fulltrúum meirihlutans í tilsvörum vegna braggamálsins auk misheppnaðra sparnaðaraðgerða með vanrækslu á viðhaldi grunn- skóla borgarinnar, svo fátt eitt sé nefnt. Málefni Elliðaárdalsins eiga ekki að snúast um pólitík. Það ætti að vera sjálfsagt að standa vörð um þau grænu svæði Reykjavíkur sem eftir eru, en framkvæmdir af þessu tagi munu hafa óafturkræf áhrif á dalinn og rýra gildi hans sem útivistar- svæðis til framtíðar. Eftir Egil Þór Jónsson »Rísi í dalnum risa- vaxin gróðurhvelf- ing verður hún enn ein birtingarmynd yfir- gangsins sem viðgengist hefur í stjórnartíð vinstriflokkanna í Reykjavík. Egill Þór Jónsson Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. egill.thor.jonsson@reykjavik.is Mótsagnir meiri- hlutans í málefnum ElliðaárdalsinsLand er og hefurverið auðlind í augum Íslendinga frá upp- hafi byggðar og bera margar af Íslend- ingasögunum þess merki að barátta um land og eignarhald á því hafi verið einn af meginásteytings- steinum í gegnum sögu okkar. Þá ber Jónsbók þess merki að Íslend- ingar hafi frá fyrstu tíð haft metn- að til þess að ramma skýrt inn réttindi jarða og landeigenda. Þetta endurspeglar vel þá stöðu sem land og auðlindir þess hafa fyrir almenning á Íslandi og nauð- syn þess að um það sé staðinn vörður. En jarðeignir og land eru ekki bara mæld í hekturum eða fermetrum, því landi fylgja oft ríkuleg hlunnindi og auðlindir. Þar má meðal annars nefna vatns- og malarréttindi, veiðihlunnindi, dún- og eggjatekju ásamt reka. Ekki síst eru ekki upptaldar þær auð- lindir sem felast í góðu ræktar- og beitilandi sem er ómetanlegt fyrir framtíð búskapar á Íslandi sem er forsenda matvælaöryggis þjóðar- innar og órjúfanlegur hluti menn- ingar okkar og sögu sem þjóðar. Með manni og mús Bújarðir og land almennt hefur ríkulegt gildi fyrir íslenska þjóð. Landið með sínum auðlindum er grundvöllur búsetu og atvinnu víða á landsbyggðinni. Það er því alláhuga- vert að fylgjast með þeirri þróun sem hef- ur átt sér stað á undanförnum árum þar sem jarðir hafa verið keyptar upp í stórum stíl, jafnvel heilu dalirnir, með hurðum og gluggum. Skapast hefur mikil umræða í kjölfar upp- kaupa bresks auð- manns á jörðum í Vopnafirði og Norður-Þingeyjarsýslu, þar sem búið er að kaupa upp allt að því heilu laxveiðiárnar og vatnasvæði þeirra. Hefur því eðlilega fylgt mikil gagnrýni á lagasetningu og þann ramma sem skapaður hefur verið vegna jarðakaupa á Íslandi í kjölfar breytinga á jarðalögunum sem gerð voru í upphafi þessarar aldar. Þá hefur hluti af gagnrýni þeirri sem komið hefur fram vegna innleiðingar orkupakka þrjú, hér á landi, einnig snúið að eignarhaldi á auðlindum og vatns- réttindum á Íslandi. Það er rétt- mæt gagnrýni sem hlusta þarf á vegna þess að sagan hér á Íslandi og nágrannalöndum okkar kennir okkur það að fjármagn leitar sér farvegs þar sem um miklar og öfl- ugar auðlindir er að ræða og þar eru ekki alltaf hagsmunir heildar- innar hafðir að leiðarljósi, því miður. Styrkja þarf rammann strax Nauðsynlegt er því í þessu ljósi að fara að styrkja þær stoðir sem snúa að lagasetningu vegna bú- jarða og slíkt getur ekki lengur beðið í tæknilegum öngstrætum stjórnsýslunnar eins og verið hef- ur síðustu ár. Jarðalögum þarf að breyta þannig að hægt sé að setja ákveðnar reglur varðandi eignar- hald á jörðum og að ekki sé hægt að selja auðlindir okkar úr landi. Frændþjóðir okkar hafa stigið slík skref þannig að fordæmin eru til þannig að nú verða verkin að tala á löggjafarþingi þjóðarinnar þegar það kemur saman á haustdögum. Slíkt þolir enga bið. Ekki er held- ur eðlilegt að búið sé að rýra byggðir víða um land með þeim hætti að sveitarfélög hafa misst stóran hluta útsvarstekna sinna vegna þess að stór hluti jarðanna er í eigu fólks sem býr í öðrum sveitarfélögum eða erlendis og borgar því ekki skatta í viðkom- andi sveitarfélagi. Þá um leið er líka búið að kippa undan heilu samfélögunum grundvelli þess að byggð þar haldist áfram og sam- hjálparhugsjónin sem sveitir þurfa á að halda getur ekki þrifist vegna fámennis. Það er ekki síst brýnt nú á tím- um að við hyggjum að arfleifð okkar og því sem við ætlum að skila til komandi kynslóða. Ábyrgðin er okkar að tryggja að land sé í eigu þeirra sem landið ætla að byggja og nýta til fram- tíðar og það fylgi því ýmsar skyld- ur að eiga land. Það er óviðunandi að heilu sveitirnar á Íslandi séu með lögheimili í London. Með lögum skal land tryggja Eftir Jón Björn Hákonarson Jón Björn Hákonarson » Jarðalögum þarf að breyta þannig að hægt sé að setja ákveðnar reglur varð- andi eignarhald á jörð- um og að ekki sé hægt að selja auðlindir okkar úr landi. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og ritari Framsóknarflokksins. jon@ts.is Allt um sjávarútveg ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.