Morgunblaðið - 18.07.2019, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.07.2019, Blaðsíða 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2019 ✝ Kristín HarðaStefánsdóttir fæddist á Sauðár- króki 12. júní 1927. Hún lést á Land- spítalanum Foss- vogi 12. júlí 2019. Foreldrar henn- ar voru: Stefán Jó- hannesson, f. 5.8. 1892, d. 12.3. 1971, og Helga Júlíana Guðmundsdóttir, f. 28.1. 1892, d. 2.6. 1988. Kristín á eina systur, Mar- gréti Ólöfu, og uppeldisbróður, Steinar Skarphéðinsson. Bjarney Magnúsdóttir og á hann tvö börn frá fyrra hjónabandi og fimm barnabörn. 4) Óli Grétar, f. 14. september 1956, d. 12. mars 1957. 5) Stefán Gunnar, f. 15. mars 1962, maki Birna Björnsdóttir og eiga þau þrjá syni og sex barnabörn. Kristín var verslunarkona allt sitt líf, byrjaði 17 ára að vinna í verslun á Sauðárkróki en flutt- ist síðan á Skagaströnd, Akra- nes, Hafnarfjörð, Seyðisfjörð og til Hveragerðis. Í Hveragerði stofnuðu þau hjónin fata- og byggingarvöruverslun sem þau ráku frá 1983 til 1997. Síðustu árin bjuggu þau á Dvalarheimilinu Ási í Hvera- gerði. Kristín verður borin til graf- ar frá Hveragerðiskirkju í dag, 18. júlí, og hefst athöfnin klukk- an 14. Kristín giftist 26.1. 1946 Gunnari Axel Davíðssyni, f. 1.5. 1921, d. 13.7. 2002. Börn þeirra: 1) Rebekka, f. 19. febrúar 1947, maki Hallgrímur Guð- mundsson og eiga þau þrjá syni, sjö barnabörn og tvö barnabarnabörn. 2) Helgi Kristján, f. 2. mars 1949, maki Ásdís Berg- þórsdóttir og eiga þau fjögur börn og tíu barnabörn. 3) Davíð Ómar, f. 11. maí 1951, maki Í dag verður til moldar borin elsku mamma mín, nú ert þú farin og komið að kveðjustund. Það verða viðbrigði að setjast ekki við símann og hringja í þig og spjalla sem við gerðum á hverjum degi í mörg ár. Þú varst einstaklega ljúf og góð við mig og þegar við komum í heimsókn var alltaf fastur liður að koma með uppáhaldið þitt með kaffinu sem var vínarbrauðs- lengjan. Þú komst líka alltaf til okkar á jóladag og varst með okkur í fjöl- skylduboðinu þar sem allur hóp- urinn minn var saman kominn. Þar var oft spilað og slegið á létta strengi og varst þú þá í ess- inu þínu. Þú fylgdist vel með öllum ætt- ingjunum stækka og þroskast og komast til vits og ára. Þér þótti mjög gaman að spila og leggja kapla og þá var jafnvel stundum reynt að plata mót- spilarann og svo var hlegið og haft gaman af. Þú varst glæsileg kona, vildir hafa hárið fínt og fötin falleg og helst vera á háhæluðum skóm. Svo varstu mikil hannyrða- kona, saumaðir púða og myndir, prjónaðir sokka og vettlinga á öll börnin í fjölskyldunni og það var prjónað fram á síðustu stundu. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú varst mér og minni fjölskyldu. Guð veri með þér og hvíl í friði, elsku mamma. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt, sem miður fer, Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér, því veit mér feta veginn þinn, að verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson) Þín dóttir, Rebekka. Andlát ömmu bar brátt að, þó hún hafi verið orðin 92 ára. Ég og synir mínir vorum hjá henni dag- inn áður en hún veiktist og aðeins fimm dögum síðar hefur hún kvatt okkur. Það var ekki að sjá á henni þegar hún hellti kaffi í bollana okkar og við sátum, spjölluðum saman, skoðuðum myndir og rifj- uðum upp gamla tíma. Amma hafði alltaf verið stór partur af lífi mínu. Hún hélt á mér undir skírn þar sem mér var gefið nafnið hennar. Hún og afi bjuggu á hæðinni fyrir ofan okkur fjölskyld- una frá því ég var u.þ.b. þriggja ára til sex ára, þá fluttu þau. Fyrst til Seyðisfjarðar í eitt ár og svo til Hveragerðis þar sem þau bjuggu alla tíð síðan. Frá því ég var 10 ára og þar til ég var 14 ára var ég hjá þeim öll sumur. Vann hjá þeim og með þeim í búðunum þeirra í Hveragerði. Þar lærði ég að selja skrúfur, rær og skinnur, galvan- íseraða nagla, hosuklemmur og lagnaefni og siðar bættust við prjó- nagarn, tvinnar og alls kyns text- ílefni. Amma var mikil handa- vinnukona og eiga flest, ef ekki öll, barnabörnin og þeirra börn peys- ur, sokka, vettlinga, teppi, púða og fleira sem hún hefur ýmist prjón- að, heklað eða saumað út. Amma var einstaklega glaðvær og jákvæð og það var alltaf stutt í hláturinn og glensið. Hún hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefnum og lá ekki alltaf á skoð- unum sínum þannig að úr urðu stundum hressilegar samræður. Hún lifði sig líka inn í íþróttaleiki – sérstaklega handbolta. Líklega hefði hún getað orðið mikil íþrótta- kona. Hún talaði stundum um hve mikill spretthlaupari hún var þeg- ar hún var yngri og ég efast ekki um það, miðað við kraftinn sem ávallt bjó í henni. Hún var alltaf kvík í hreyfingum. Það var bara undir það síðasta sem hún fann fyrir verkjum í mjöðmum og öxl- um. En hún lét það ekki aftra sér frá því að skarta háum hælum eða því að setjast upp í tré fyrir myndatökur þegar hún fagnaði 90 ára afmæli sínu með stórfjölskyld- unni fyrir tveimur árum. Ég er þakklát fyrir að hafa feng- ið að eiga ömmu svona lengi. Ég er ánægð að hún hafi ekki þurft að liggja veik lengi. Það var ekki í hennar anda. Hún vildi aldrei láta hafa mikið fyrir sér og var þakklát fyrir allt sem gert var fyrir hana. Ég kveð elsku ömmu með söknuði og þakklæti fyrir allt. Kristín Helgadóttir. Elsku amma. Nú hefur þú sagt skilið við okkur. Okkur hefur þótt erfitt að sitja eftir og missa af að fá að kveðja þig almennilega áður en þú fórst. Það er því með tregablöndn- um söknuði sem við skrifum niður þessi kveðjuorð. Við vorum allir svo heppnir að þekkja þig frá því að við munum fyrst eftir okkur. Allar veislurnar sem þú hélst, oftast með stórfjöl- skyldunni. Hressleikinn og gleðin var alltaf við völd. Alltaf var tekið vel á móti manni og undir það síð- asta varstu svo forsjál að kaffið var komið í sigtið og vatnið tilbúið svo ekki þurfti annað en að ýta á takka til að koma uppáhellingnum af stað. Alla tíð hafðir þú á hreinu hvað var efst á baugi hjá öðrum í fjöl- skyldunni. Ekki skorti fréttir af fólkinu þínu. Allir hafa eignast vettlinga og sokka sem þú prjón- aðir enda ótrúlega handlagin með prjónana. Upp koma mörg atvik í huga okkar þegar við hugsum til baka. Ekki ætlum við að rekja þau frekar hér en við munum varðveita þau í hugum okkar að eilífu. Nú ertu sest við hlið afa og saman horfið þið yfir okkur sem eftir lifum. Þú varst okkur amma svo undur góð og eftirlétst okkur dýran sjóð, með bænum og blessun þinni. Í barnsins hjarta var sæði sáð, er síðan blómgast af Drottins náð, sá ávöxtur geymist inni. Við allt viljum þakka amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili) Guðmundur Gunnar, Hafþór og Hallgrímur Már. Sunnudagskvöldið 7. júlí lauk ég við að pakka niður fyrir ferða- lag fjölskyldunnar til Íslands. Við ætluðum þó að eyða nokkrum dög- um hjá vinafólki í nágrenni Oslóar og fljúga til Íslands 11. júlí. Þegar ég hafði lokið við að pakka niður, fannst mér eins og klappað væri á öxlina og þessi setning kemur upp í huga minn: „Taktu svarta kjólinn með, þú munt þurfa hann.“ Þessi setning söng í höfðinu á mér, þar til ég tók svarta kjólinn og setti í töskuna. Þessa nótt veikist amma. Ég fékk ekki fréttir af veikindum hennar fyrr en 11. júlí, þegar við vorum nýlent á Íslandi. Á þeim tíma- punkti vissi ég strax hvað var í vændum. Afi hafði látið mig vita á sunnudeginum með sínum hætti og passað að ég hefði klæðnað til útfarar. Fyrstu minningar mínar um ömmu eru frá Heiðarbrúninni. Ár- leg jólaboð, pönnsur og boltaís, glamra á orgelið hans afa og enda- laus leikur að tómum skyrdósum á skrifstofunni, þar sem við gátum setið heillengi að stafla dósum og fella með tómum ísboltum. Ekki má gleyma lyktinni þegar afi sett- ist í ruggustólinn og kveikti í píp- unni. Dásamlegt. Amma var alltaf voðalega pen og fín til fara. Fal- legu hringirnir og hálsmen sem hún hafði fengið frá afa og háhæl- aðir skór voru í uppáhaldi og gekk hún í þeim til 90 ára aldurs, en í þeirri afmælisveislu prílaði hún m.a. upp í tré fyrir myndatöku. Alltaf stutt í fíflaganginn og stríðnispúkann. Hún var líka með munninn á réttum stað. Þegar ég sagði henni að við fjölskyldan ætl- uðum að flytja til útlanda sagði hún: „Hvað ætlar þú að gera þarna lengst úti í rassgati?“ Hún hafði mjög sterkar skoðanir og var óhrædd við að láta þær í ljós. Hún gerði son minn einnig algjörlega kjaftstopp þegar hún þuldi upp hvert einasta íslenska blótsyrði yf- ir handboltaleik. „Ég vissi ekki að gamlar konur gætu blótað svona,“ sagði hann. Amma var einkar handlagin og fengum við oft handunnar gjafir frá henni og jólakort föndraði hún sjálf og var alltaf gaman að fá þau kort. Þegar ég bjó á Íslandi reyndi ég eftir bestu getu að halda þeirri hefð að skreppa með krakkana í Hveragerði á afmælisdegi afa heit- ins. Við fórum í Blómaborg, keypt- um eina hvíta rós og eina bleika. Við fórum út í kirkjugarð til afa og sungum afmælissönginn og fórum svo í kaffi til ömmu og gáfum henni bleika rós. Þetta þótti henni af- skaplega vænt um. Þess á milli hringdumst við á en amma passaði vel upp á budduna og voru því sím- tölin frá henni alltaf þannig að hún reyndi að segja sem mest á sem stystum tíma og svörin skiptu ekki endilega máli, símtalið mátti ekki vera of langt. En þegar ég hringdi, teygðist oft á spjallinu hjá okkur. Mér þykir endalaust vænt um þessi samtöl okkar. Hún talaði allt- af um afa, í hverju símtali og hverri heimsókn. Hún saknaði hans hvern einasta dag. Nú eru þau loks sameinuð, eftir 17 ára aðskilnað. Hafdís. Ég fór á sjúkrahúsið til ömmu við fyrsta tækifæri eftir að ég kom til landsins. Hún var ósköp smá og mikið veik. Ég söng fyrir hana og strauk yfir fallegu silfurlitu lokk- ana og við þetta róaðist hún. Af og til talaði hún til afa heitins, og inn á milli gat hún talað smávegis við okkur og þau orð voru svo dýr- mæt. Ég sagðist elska hana og hún gat sagt það á móti, ég hélt í hönd hennar og hún sagði „ekki sleppa“. Hún vildi aldrei láta hafa fyrir sér og þakkaði oft og mikið fyrir að við værum hjá henni, bað Guð að blessa okkur og bauð góða nótt, hún vissi í hvað stefndi. Þó að við vissum í hvað stefndi, þá er ekkert sem undirbýr mann fyrir þann blá- kalda raunveruleika þegar ástvin- ur er farinn, þú færð aldrei að heyra hláturinn aftur, sjá stríðnis- glottið eða fá ömmuknús, með smávegis kitli. Það er ólýsanlega sárt að kveðja ömmu Stínu og ég er alls ekki tilbúin til þess. En hún átti 92 ár að baki, 5 börn og fjöldann allan af afkomendum. Það er stór hópur sem sér á eftir þess- ari glæsilegu konu sem skilur eftir sig stórt skarð, en við munum halda minningu hennar á lofti og passa upp á fjölskylduböndin og huggum okkur við það að nú eru þau sameinuð á ný, amma, afi og litli drengurinn þeirra, sem kvaddi allt of snemma. Elsku amma. Mikið finnst mér þetta vera óraunverulegt allt sam- an. Að ég skuli vera að skrifa minningargrein um þig, ég næ varla utan um þetta. Við sem ætl- uðum saman á KFC, sem þér þótti svo gott. En við gerum það bara seinna. Takk fyrir allt sem þú hef- ur gefið okkur, minningarnar, kærleikann og pabba. Engin orð ná yfir það hvað ég elska þig mikið og sakna. Við sjáumst síðar. Ég leit eina lilju í holti, hún lifði hjá steinum á mel. Svo blíð og svo björt og svo auðmjúk – en blettinn sinn prýddi hún vel. Ég veit það er úti um engin mörg önnur sem glitrar og skín. Ég þræti ekki um litinn né ljómann en liljan í holtinu er mín! Þessi lilja er mín lifandi trú, þessi lilja er mín lifandi trú. Hún er ljós mitt og von mín og yndi. Þessi lilja er mín lifandi trú! Og þó að í vindinum visni, á völlum og engjum hvert blóm. Og haustvindar blási um heiðar, með hörðum og deyðandi róm. Og veturinn komi með kulda og klaka og hríðar og snjó. Hún lifir í hug mér sú lilja og líf hennar veitir mér fró. (Þorsteinn Gíslason) Fyrir hönd fjölskyldunnar í Førde, Róbert. Kristín Stefánsdóttir Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Sigurður Bjarni Jónsson umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Klettaskóli, Suðurhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Sálm. 17.5-6 biblian.is Skref mín eru örugg á vegum þínum, mér skrikar ekki fótur. Ég hrópa til þín því að þú svarar mér, Guð,... Bróðir minn, mágur og föðurbróðir, GUNNAR GUNNARSSON, Hátúni 10b, lést á Landspítalanum laugardaginn 29. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir til starfsfólks 11G á Landspítala fyrir frábæra umönnun og hlýhug. Haukur Gunnarsson Una N. Svane Guðrún, Eiríkur og Svani Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, dóttur, tengdamóður, systur og ömmu, MARGRÉTAR BJÖRNSDÓTTUR, Seiðakvísl 18, Reykjavík. Jón Hrafnkelsson Björn Jónsson Guðbjörg Jónsdóttir Hrafnkell Jónsson Þorbjörg R. Guðmundsdóttir Guðmundur Á. Björnsson Þórey Björnsdóttir Henný Hraunfjörð Ásgeir Þ. Másson og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, KRISTÍN STEFÁNSDÓTTIR, Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði, lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 12. júlí. Hún verður jarðsungin frá Hveragerðiskirkju í dag, fimmtudaginn 18. júlí, klukkan 14. Við viljum þakka starfsfólkinu á Ási fyrir hlýju og góða umönnun síðustu ár. Rebekka Gunnarsdóttir Hallgrímur Guðmundsson Helgi Gunnarsson Ásdís Bergþórsdóttir Davíð Gunnarsson Bjarney Magnúsdóttir Stefán Gunnarsson Birna Björnsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Okkar ástkæra HRAFNHILDUR TOVE KJARVAL, Tranum, Danmörku, lést þriðjudaginn 8. júlí. Útförin hefur farið fram. Robin Løkken Unna Løkken Michael Sindberg Andersen Tor Kjarval Løkken Anette Løkken Sørensen Ása Kjarval Løkken Gerður Helgadóttir Kolbrún S. Kjarval Ingimundur S. Kjarval Temma Bell María S. Kjarval Niels Erik Hald barnabörn og aðrir aðstandendur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.