Morgunblaðið - 18.07.2019, Side 45

Morgunblaðið - 18.07.2019, Side 45
MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2019 Það voru gefandi og yndisleg kynni þegar Einar Bogi Sigurðsson kom inn í líf Krist- jáns Inga frænda okkar og tengdist fjölskylduböndum þess- um stóra og líflega hópi frá Bjarnahúsi á Húsavík. Þessi hljóðláti en brosmildi maður hafði ekki hátt en í hvert sinn sem við hittumst umlukti hann hvert okkar með ástríku brosi, hlýju hjarta og innilegu faðm- lagi. Frá honum stafaði einstök góðvild og alltaf skildi hann eftir sig hlýju og kærleika, sem fylltu mann bjartsýni og trú á það góða. Nú er djúp sorg í hjarta, sökn- uður og missir hjá fjölskyldu og vinum, en sá kærleikur, sem Ein- ar Bogi gaf ríkulega á vegferð sinni er okkur leiðarljós, minning sem lifir áfram. Líkt og Páll post- uli, lærisveinn meistarans boð- aði, þá undirstrikaði þessi hug- ljúfi drengur með lífi sínu þau orð hans að kærleikurinn væri mikilvægasta leiðarljós lífsins. Við þiggjum hann að gjöf og fær- um hann næstu kynslóð. Einar Bogi var sannur og trúr þjónn kærleikans og þannig lifir hann áfram með okkur. Bjarni Sigtryggsson. Einar Bogi Sigurðsson ✝ Einar Bogi Sig-urðsson fædd- ist 28. júlí 1959. Hann varð bráð- kvaddur 30. júní 2019. Útför Einars Boga fór fram 15. júlí 2019. Það er orðið all- langt síðan Einar Bogi tengdist kær- um frænda mínum Kristjáni Inga ástar- böndum og um leið fjölskyldu hans og vinum. Eftir því sem árin hafa liðið kynnt- ist ég honum betur og betur. Í mínum huga hafði hann alla tíð sérstaklega góða og hlýja nærveru. Og hann og ást- kær maki hafa alltaf verið sérstak- lega ættræknir og þeir eru ófáir kransarnir sem þeir hafa útbúið og skreytt til að heiðra minningu ættingja og vina. Kristján Ingi var einn sá fyrsti sem hringdi í mig þegar móðir mín lést fyrir rúmum sjö árum og sagðist ætla að útbúa krans á kistu hennar. Hann bætti við að mamma sín Haddý, systir mömmu, hefði viljað það. Í lífi flestra skiptast á skin og skúrir og það átti við um þá eins og aðra. En kærleikurinn á milli þeirra tveggja var alltaf allsráð- andi. Þeir voru höfðingjar heim að sækja og einstaklega góðir gest- gjafar. Mér er sérstaklega minn- isstætt þegar þeir héldu veglega veislu fyrir okkur frænkurnar, sem köllum okkur „Slaufurnar“, á heimili sínu Suður-Reykjum. Einnig þegar ég bankaði á dyrnar hjá þeim á sunnudegi með æsku- vinkonum mínum. Það var boðið upp á kaffi í eldhúsinu þar sem var aldeilis matarlegt um að litast. Deginum áður höfðu þeir eytt í að súrsa nýupptekið grænmeti, blómkál, brokkólí, gulrætur og fleira góðgæti til vetrarins. Eld- húsborðið var hlaðið af fersku grænmeti og boðið upp á heima- bakað brauð sem mamma Haddý og amma Þórdís höfðu ótal sinn- um bakað í gegnum tíðina. Eins og venjan var þegar við hittumst var mikið spjallað um líf- ið og tilveruna, pólitíkina og alls kyns málefni. Og alltaf stutt í húmorinn, gleðina og hláturstá- rakirtlana. Kæru fjölskyldu Einars Boga, Kristjáni Inga og öllum ykkar ást- vinum sendi ég kærleiksríkar kveðjur. Minning um góðan dreng lifir áfram í hjörtum okkar allra. Lóa frænka og vinkona. Ég kynntist Einari Boga þegar hann kom í eina af heimsóknunum sínum til New York að hitta Beggu, guðdóttur sína og uppá- hald, vorið 2005. Beggu kynntist ég árinu áður þegar við fórum að vinna saman og urðum við strax bestu vinkonur. Það vildi svo skemmtilega til að þegar Einar Bogi og Kristján Ingi komu þetta vor var ég að taka á móti vin- ahjónum mínum sem voru með sömu vél og því stödd á flugvell- inum. Begga vildi endilega að ég hitti „strákana“ og því biðum við spenntar eftir að fólkið okkar kæmi út úr vélinni. Mínir gestir skiluðu sér greiðlega en ekkert bólaði á uppáhaldsfrænda og manninum hans. Eftir dúk og disk koma tveir myndarlegir menn í gegn, annar hálfglottandi og hinn útgrátinn en skælbrosandi. Einar Bogi hafði týnt vegabréfinu sínu í vélinni og það ekki fundist fyrr en allir voru farnir frá borði og hægt var að skríða undir sætin að leita. Hann knúsaði mig fast þegar við vorum loks kynnt og hálfhlæjandi útskýrði að hann væri bara alltaf „svo mikill kjáni sem ræð ekki við mig“ á meðan Kristján Ingi hristi góðlátlega hausinn og strauk á honum bakið. Einhver eftirminni- legustu fyrstu kynni sem ég hef átt og við rifjuðum þetta reglu- lega upp og hlógum dátt. Einar Bogi var með stærsta hjarta sem ég hef fyrirhitt og mátti aldrei neitt aumt sjá. Hann og Kristján Ingi opnuðu heimili sitt fyrir þeim sem á þurftu að halda, ættingjar og vinir sóttu þangað ætíð skjól og voru alltaf velkomnir. Ég á eftir að sakna þess að hitta ekki uppáhalds- frænda einnar af mínum allra bestu, kíkja til „strákanna“ í humarsúpu a la Einar Bogi, hæ- geldað hitt eða þetta eins og hon- um var lagið, fá ekki innilegu knúsin og kossana hans, en minn- ist þessara dýrmætu stunda með gleði og söknuði. Það verður að- eins öðruvísi að grilla í garðinum og halda upp á Beggu sína án Ein- ars Boga en minning hans mun lifa með þeim sem þekktu hann alla tíð. Hann er stunginn af til Sumarlandsins þar sem hann er örugglega í góðu yfirlæti í skemmtilegasta hópnum, þar sem fjörið er með sinn dillandi hlátur, við þurfum bara að renna á hljóðið þegar þar að kemur! Elsku Kristján Ingi og börn, Begga, Alex, aðrir ættingjar og vinir, hugur minn er hjá ykkur og óska ég að minningar um yndis- legan ástvin veiti styrk í sorginni. Arndís D. Arnardóttir (Dísa). Það er með söknuði og djúpu þakklæti sem ég kveð Einar Boga hinstu kveðju. Við sem kynntumst honum munum fallega brosið hans og hlýtt viðmót og þökkum fyrir að hafa fengið að njóta vin- áttu hans og vinsemdar. Ég kynntist Einari Boga fyrir rúmum þrjátíu árum þegar hann var samstarfsmaður Jóns Eiðs bróður míns í Samvinnubankan- um í Bankastræti. Einar Bogi var einstaklega hlýr og vingjarnlegur og reyndist bróður mínum sannur vinur á meðan þeir störfuðu sam- an í bankanum. Þegar Jón Eiður veiktist alvarlega og háði sitt dauðastríð sýndi Einar Bogi vel hvaða mann hann hafði að geyma. Fjölskylda mín mun ætíð minnast Einars Boga með virðingu og þökk fyrir þá umhyggju og tryggð sem hann sýndi bróður mínum þegar hann lá fársjúkur á sjúkra- húsi svo mánuðum skipti. Við munum heldur aldrei gleyma því þegar Einar Bogi ásamt öðru góðu samstarfsfólki í bankanum stóð fyrir afmælisveislu fyrir Jón Eið á 25 ára afmæli hans og bauð öllu starfsfólki bankans ásamt fjölskyldu hans. Jón Eiður átti þá stutt eftir ólifað og það snerti okk- ur djúpt að verða vitni að þeirri hlýju og umhyggju sem sam- starfsfólkið sýndi honum með þessu framtaki. Eftir fráfall Jóns Eiðs hélt Einar Bogi tryggð við foreldra mína sem var þeim mikils virði. Fyrir hönd fjölskyldu minnar votta ég fjölskyldu Einars Boga innilega samúð. Ég bið Guð að gæta hennar, hugga og styrkja á sorgartímum. Guð blessi minn- ingu Einars Boga Sigurðssonar. Arnfríður Guðmundsdóttir. Vinir. Bara vinir. Bestu vinir. Hughrif sem verða ekki skýrð, en eru ómetanleg hverjum sem upplifir. Þannig var samband okkar Einars Boga. Í næstum 60 ár. Sókn og sigrar. Bros og tár. Gleði og sorg. Lífið er margþætt og skin og skúrir mannlífsins spegluðust í vináttu okkar. Gefandi samvera, ekkert endilega sammála, tilfinn- ingalegur rússíbani, gefin gildi látin lönd og leið, en alltaf vinir. Ég hef í raun sagt allt sem þarf. Þeir sem þekktu okkur vita hversu sterk vináttan var. Ég get rifjað upp sögur úr fortíðinni. En um leið og hún er svo mikilvæg, svo full af minningum, þá er hún hjóm eitt miðað við hvað beið okkar. Heima í Þingnesi hendist úr spori hestur fæddur á nýliðnu vori. Þetta er byrjun á ljóðabálki er fylgdi afmælisgjöf til Einars Boga. Ég man hvað hann var glaður. Hann hafði riðið töluvert út með mér og staðið sig vel. Með gjöfinni ætluðum við að gera hann að alvöru hestamanni. Það tókst nú ekki. Árlegar veiðiferðir verða fleiri. En Einar Bogi verður þar aðeins í anda. Hver á að elda? Hver gefur Jägermeister við útsýnisskífuna? Hver veiðir Girðingarhylinn? Þessar minningar hafa í raun ekkert gildi nema fyrir mig. Fyrir þann sem naut. Fyrir þann sem átti þessar stundir með Einari Boga. Ég sit enn og velti fyrir mér til- gangi lífsins, brotinn á sál yfir þessum tíðindum. Allt horfið nema minningin. Afmælisferð okkar vinanna, til Kosta Ríka, verður kannski farin, en hún verð- ur ekki söm. En þeir eiga víst gott sem sakna. Sakna vinar sem var svona eins og næring fyrir sálina. Mátti ekkert aumt sjá, var alltaf tilbúinn að aðstoða. Hvetjandi til góðra verka og lagði rúmlega sitt til. Þannig man ég Einar Boga. Bið góðan Guð að gæta Krist- jáns Inga og hughreysta alla þá sem nú eiga um sárt að binda. Blessuð sé minning Einars Boga Sigurðssonar vinar míns að eilífu. Sveinbjörn Eyjólfsson. ✝ Sólveig Þránd-ardóttir fædd- ist í San Francisco 12. september 1930. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 8. júlí 2019. Foreldrar henn- ar voru Signý Jó- hannesdóttir, f. 1. mars 1898, d. 25. janúar 1986, og Þrándur Indriðason, f. 4. júlí 1897, d. 27. maí 1978. Þau bjuggu á Aðalbóli í Aðaldal eft- ir að þau fluttu heim frá Bandaríkjunum. Bróðir Sól- veigar var Þorkell, eiginkona hans var Oddný Björg Bjarna- dóttir, þau eru bæði látin. Börn þeirra eru fimm. Sólveig giftist Jóni Þor- grímssyni 27. október 1956. Jón lést 24. nóv. 2009. Börn Jóns og Sólveigar eru: 1) Ása Kristín, f. 21. september 1957, gift Sighvati Einari Sighvats- syni, f. 11. febrúar 1956, þau eiga tvö börn; a) Erlu Jónu, f. janúar 1986, áður í sambúð með Lilju Hólm Jóhannsdóttur, f. 18. ágúst 1985, þau eiga tvær dætur, og c) Halldór Árni, f. 9. október 1998. 5) Ásdís Brynja, f. 21. júlí 1965, gift Arnari Sig- urðssyni, f. 2. ágúst 1963, þau eiga tvær dætur, a) Svövu Hlín, f. 18. desember 1987, gift Derri Paul Harries Stephens, f. 2. desember 1983, þau eiga þrjú börn, og b) Sólveigu Ásu, f. 24. mars 1991, í sambúð með Dav- íð Þórólfssyni, f. 13. janúar 1984, þau eiga eina dóttur. Barnabarnabörn Sólveigar og Jóns eru 13. Sólveig gekk í farskóla í Aðaldal, hún fór ung að heiman. Henni bauðst að dvelja hjá vinafólki á Staðastað á Snæfellsnesi, séra Þorgrími og frú Áslaugu. Þar dvaldi hún um tíma og gekk í skóla. Hún bjó í Kaupmannahöfn um tíma, þar starfaði hún og lærði. Sól- veig nam hjúkrunarfræði í Hjúkrunarkvennaskóla Íslands. Að námi loknu flutti hún til Húsavíkur og vann þar á sjúkrahúsinu þar sem hún kynntist Jóni og áttu þau far- sælt líf saman. Sólveig var jarðsungin frá Húsavíkurkirkju 15. júlí 2019. Athöfnin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. 21. ágúst 1979, gift Halldóri Gunnari Daðasyni, f. 27. júlí 1979, þau eiga tvær dætur, og b) Fannar Veigar, f. 30.9. 1982, í sam- búð með Birgit Ósk Baldursd Bjartmars, f. 15. mars 1984, þau eiga tvö börn. 2) Sólveig, f. 14. októ- ber 1959, d. 3. febrúar 1970. 3) Þórný, f. 30. október 1960, í sambúð með Helga Jóhann- essyni, f. 4. október 1963. Hann á þrjú börn frá fyrra hjóna- bandi. 4) Þorgrímur Friðrik, f. 7. september 1963, hann var kvæntur Rósu Borg Halldórs- dóttur, f. 20. september 1966, þau skildu. Börn þeirra eru a) Jón Borgar, f. 16. janúar 1986, í sambúð með Örnu Ýri Arn- arsdóttur, f. 15. febrúar 1991, þau eiga tvö börn saman, fyrir átti Jón Borgar son með Erlu Sigurjónsdóttur, f. 21. apríl 1983. b) Jón Friðrik, f. 16. Elsku amma, núna ert þú komin í hvíld og ég trúi því að þið afi séuð núna sameinuð. Að hann hafi tekið á móti þér á elegant hátt eins og honum ein- um var lagið. Þú varst einstök kona og ég hafði það alltaf á tilfinningunni að Húsavík hafi ekki verið nógu stór fyrir þig. Ég held að iðandi stórborgarlíf hefði átt betur við þig en þú valdir ástina og fjöl- skylduna. Í mínum huga varst þú nefni- lega mikill heimsborgari. Fædd í San Francisco og ferðaðist svo sem táningur ein til Kaup- mannahafnar þar sem þú lærðir og bjóst um tíma. Þú varst vel menntuð og talaðir og last bækur á mörgum tungumálum og ég naut þess að heyra þig segja frá árunum í Kaupa- mannahöfn. Í fyrsta sinn sem ég fór sjálf þangað beið ég með eftirvæntingu eftir að sjá járn- brautarstöðina og sá þig fyrir mér sitjandi á bekk að virða fyrir þér mannlífið og fjöl- breytileikann sem þú upplifðir. Þú talaðir alltaf fallega um Aðaldalinn og Húsavík en samt held ég að þú hafir betur kunn- að við að falla inn í ys og þys. Ég minnist yndislegra stunda með þér sem barn. Oftar en ekki sátum við inni í eldhúsi að ræða þjóðmálin og alltaf talaðir þú við mig eins og jafningja þinn og hlustaðir athugul á mínar skoðanir og bættir svo við þínum sjónarmiðum. Þú elskaðir að leggja kapal og spila og oft spiluðum við tímunum saman í rólegheitum. Það er gott að vera í ró og vera sjálf- um sér nægur, kunna að vera í núinu og vera sáttur. Þessu trúðir þú og lifðir eftir og ég stefni á að temja mér þennan heilbrigða hugsunarhátt betur. Þú fannst líka bæði friðinn og umheiminn í lestri bóka. Ég man ekki eftir þér nema með fullt af bókum í kringum þig, að lesa stundum nokkrar í einu. Þegar ég var unglingur grunaði ég þig stundum um að svindla og fletta bara í gegnum allar þessar bækur og lagði fyrir þig alls konar próf um innihald þeirra en þú stóðst þau auðvitað alltaf og hvattir mig til að lesa meira þannig að lestraráhugann hef ég klárlega frá þér. Samverustundum okkar fækkaði þegar við fluttum suður en við héldum sambandi í gegn- um síma og með reglulegum heimsóknum til ömmu sleikjó. Skemmtilegust voru þó bréfin sem þú sendir mér. Alls konar ljóð og sögur sem við sendum á milli okkar og ég hlakkaði alltaf mest til þess um jól að lesa bréfið frá þér. Það var alltaf hálfgerð gestaþraut að lesa skriftina þína en innihaldið var alltaf svo úthugsað og fyndið að við grétum öll úr hlátri. Þótt þú hafir ekki alltaf verið fílhraust þá kvartaðir þú aldrei eða kveinkaðir þér. Þú sagðir alltaf að þú kynnir best við já- kvætt fólk og því voru samtöl okkar alltaf á þeim nótum og við eyddum reglulega góðum tíma til að fara yfir mannkosti allra fjölskyldumeðlima sem bera auðvitað af öðru fólki. Ég á eftir að sakna þess mjög að koma ekki aftur til þín á Mararbrautina. Sjá ekki fal- legu blómin þín í gluggunum og eiga gott spjall yfir poppi, skoða fjölskyldumyndir og hlusta á sögurnar þínar. Elsku amma, þótt lífið verði mjög tómlegt án þín er ég afar þakklát fyrir að hafa átt þig að og tímann okkar saman. Erla Jóna. Amma Sól. Mikið verður það undarlegt að labba inn á Mar- arbrautina og þurfa ekki að hrópa „halló“ tuttugu sinnum á leiðinni úr forstofunni og inn í stofu, þar sem þú situr með krosslagða fætur í stólnum þín- um að horfa á eitthvert vel valið sjónvarpsefni á borð við Dr. Phil, og krossbregða þér óvart, þrátt fyrir að hafa reynt mitt allra besta til að láta þig vita af komu minni. Eftir að við höfðum kysst hvor aðra á kinnina og þú spurt mig „hvað segir þú nafna mín?“ hefðir þú stungið upp á því að við settumst inn í eldhús. Þar var ekki boðið upp á heimabak- að og mjólk heldur kók í dós, nammi og popp, enda höfðu fáir á þínum aldri jafn góðan skiln- ing á unga fólkinu í dag og hvað það vill. Þeir dagar sem við sitjum tímunum saman, spilum stelpu- spil og þú segir eftir sirka þriðja hvert spil að ég sé svo heppin í spilum að ég ætti að fara til Las Vegas eru liðnir. Þess í stað sitjum við og spjöll- um saman, skiptumst á upplýs- ingum um gamla og nýja tíma. Annað slagið verður okkur báðum litið á rammann á borð- inu sem spilar slide-show með alls konar fjölskyldumyndum, gömlum og nýjum. Þegar myndir af afa Jóni birtast kem- ur alltaf sama setningin: „Sjáðu hvað afi þinn var fal- legur maður, með rautt hár og barta.“ Svo koma myndir af börn- unum þínum og barnabörnum og þú segir að á myndinni af mömmu sé Ása og Ninna sé mamma og svo framvegis og ég læt það ógert að segja nokkuð, brosi bara og kinka kolli og hugsa með mér hvað ég voni innilega að ef ég nái að verða 88 ára gömul muni ég enn vera ástfangin af manninum mínum og muni yfirhöfuð hvað börnin og barnabörnin mín heita. Takk fyrir allt og allt. Þín nafna, Sólveig Ása Arnarsdóttir. Sólveig Þrándardóttir var mikil vinkona mín og tók mér opnum örmum allt frá þeim degi er Þórný kynnti mig fyrst til sögunnar. Hún átti því láni að fagna að halda sitt eigið heimili og vera með kollinn kristalskýran allt til dauðadags. Ég held að hún hafi viðhaldið skýrri hugsun með stöðugum bóka- og blaðalestri. Samband hennar og Þórnýjar var ein- stakt og hún kom því rækilega að fyrst þegar ég hitti hana að það væri venja að Þórný kæmi norður um jól. Þannig hefði það alltaf verið enda mikil tilhlökk- un ávallt í því sambandi. Ég lof- aði henni að skemma ekki þá hefð. Hún fylgdist vel með sínu fólki, stjórnmálum og þjóð- félagsumræðu almennt. Hún spurði alltaf hvað mér þætti um hitt og þetta sem í umræðunni var, sérstaklega málefni sem tengdust atvinnulífi og stjórn- málum nærri hennar heimahög- um. Þá hafði hún mikinn áhuga á fréttum af börnunum mínum og þótti mér vænt um hvað hún fylgdist vel með þeim. Sá áhugi var einlægur enda sé ég a.m.k. þrjár myndir af þeim öllum hér á heimili hennar þar sem þessi orð eru rituð. Sólveig var mjög stolt af sín- um uppruna. Sveitakona úr Aðaldal fram í fingurgóma en samt heimskona, fædd í San Francisco, menntuð í Dan- mörku og jafnvíg að lesa á ís- lensku, ensku og dönsku. Hún elskaði bíltúra um Aðaldalinn og yfir í Mývatnssveit. Fylgdist vel með því sem fyrir augu bar og hafði mikinn áhuga á hey- skap, búsmala og útliti bæja. Einstaklega jákvæð á fegurð landsins. Þessum eiginleika glataði hún aldrei þótt sjón- deildarhringur hennar væri miklu víðari. Ég minnist þess sérstaklega í eitt sinn þegar hún þáði far af mér til Reykja- víkur. Alla leiðina suður lét hún orð falla um fegurð landsins og það sem fyrir augu bar. Bíltúr- inn suður var upplifun fyrir henni, ekki afgreiðsla. Sólveig er nú farin til ann- arra heima. Fallegast þykir manni að ímynda sér að þau Nonni séu þar sameinuð að nýju en eftir því hefur hún beð- ið síðan hann fór. Blessuð sé minning Sólveigar Þrándardóttur. Helgi Jóhannesson. Sólveig Þrándardóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.