Morgunblaðið - 18.07.2019, Side 62
62 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2019
Krókháls 1 • 110 RVK • S. 567 8888 • www.pmt.is
Allt til merkinga & pökkunar
BRÉFPOKAR
Í ALLSKONAR STÆRÐUM OG GERÐUM
LÍMMIÐAR
g
Fáðu tilboð í límmiða
eða umbúðir
Gagnrýnendur fara fögrum orðum
um uppfærslu Íslensku óperunnar
á Brothers eftir Daníel Bjarnason
á Armel-óperuhátíðinni í Búdapest
fyrir skemmstu.
„Sýningin setti
viðmiðið hátt í
upphafi Armel--
hátíðarinnar og
gaf tóninn með
einstökum gæð-
um og fag-
mennsku,“ skrif-
ar Kata Kondor
fyrir Opera-
Vílág. Bendir
hún á að það
hafi verið nýmæli fyrir ungverska
áhorfendur að hlýða á íslenska óp-
eru. „En þeir urðu sannarlega
ekki fyrir vonbrigðum,“ skrifar
Kondor og áréttar að Daníel
Bjarnason fylgi ekki hefðbundinni
dramatúrgískri nálgun í óperu
sinni þar sem kórinn sé í hlutverki
sögumanns líkt og í grískum
harmleik.
„Tónskáldið vinnur snilldarlega
vel með hljóma og hefur mjög per-
sónulegt tónmál þótt skynja megi
sterkan norrænan tón í verkinu.
Tónlistin er mjög áhrifarík og
skapar sterka stemningu frá fyrsta
tóni,“ skrifar Kondor og hrósar í
framhaldinu sviðsetningu Kaspers
Holten sem sé „einstaklega falleg“
í einfaldleika sínum.
„Kór Íslensku óperunnar átti
stórkostlega frammistöðu í sýning-
unni. Hann söng af miklum sann-
færingarkrafti og heildarhljómur
kórsins var ótrúlega vel þjálfaður
og einbeittur. Einsöngvararnir
hentuðu allir fullkomlega í sín
hlutverk og stóðu sig einstaklega
vel,“ skrifar Kondor og hrósar
Bjarna Frímanni fyrir spennu-
þrungna hljómsveitarstjórn.
Balázs Csák, rýnir Opera Portal,
segir óperu Daníels hafi komið sér
ánægjulega á óvart. „Brothers er
framúrskarandi ópera bæði tón-
listarlega og leikrænt séð og mjög
fagmannlega samin.“ Segir hann
Daníel miklum hæfileikum gæddan
og eiga auðvelt með að halda
spennunni í verkinu í langan tíma í
senn. Í framhaldinu hrósar hann
frammistöðu allra einsöngvaranna
og segir ómögulegt að gera upp á
milli þeirra. Frammistöðu Bjarna
Frímanns lýsir hann sem virðu-
legri, fágaðri og nákvæmri sem
hentað hafi óperunni vel og haldið
áhorfendum föngnum frá upphafi
til enda.
Brothers fær lofsam-
lega dóma í Búdapest
Daníel miklum hæfileikum gæddur
Ítalski spennusagnahöfundurinn
Andrea Camilleri er látinn, 93 ára
að aldri. Sögur Camilleris um
rannsóknarlögreglumanninn
Montalbano, sem býr og starfar í
ímynduðum bæ á Sikiley, slógu í
gegn fyrir aldarfjórðungi og hafa
notið gríðarlegrar hylli á Ítalíu
síðan. Auk bókanna um Mont-
albano sem hafa komið út árlega
hafa afar vinsælir sjónvarpsþættir
verið gerðir eftir þeim. Þykja
sögurnar hafa átt stóran þátt í að
breyta ímynd Sikileyjar, frá gróf-
um og fjandsamlegum mafíuheimi
í vinalegt umhverfi, þar sem fólk-
ið er gott og glatt og lífið snýst
um mat.
Vinsæll Camilleri skrifaði fjölda sagna
um lögreglufulltrúann Montalbano.
Höfundur Mont-
albanos látinn
Jón Bjarnason,
dómorganisti í
Skálholti, kemur
fram á tón-
leikum í Hall-
grímskirkju í
dag, fimmtudag,
kl. 12 ásamt
trompetleik-
urunum Vil-
hjálmi Inga Sig-
urðssyni og
Jóhanni Ingva Stefánssyni. Tón-
leikarnir eru hluti af hátíðinni
Alþjóðlegt orgelsumar. Á efnis-
skránni eru verk eftir Vivaldi,
Bach, Mouret, Þorkel Sigur-
björnsson, Sigfús Einarsson og
Manuel Rodriguez Solano. Miðar
eru seldir á midi.is og við inn-
ganginn.
Leika verk eftir
Vivaldi og Bach
Jón
Bjarnason
þeir minnispunktar lifnuðu við í koll-
inum á mér, ég sá Mead fyrir mér í
alls konar samhengi, samræður og
uppákomur, og smám saman fylltist
minnisbókin. Ég var sannfærð um
að ég myndi ekki skrifa þessa bók,
að það lægi ekki fyrir mér að skrifa
sagnfræðilegar skáldsögur.
Ég var að skrifa aðra bók á þeim
tíma, Father of the Rain, og það var
mikið átak, mikið tilfinningaflæði.
Stundum komu gusur af texta, en
svo þurfti ég að taka mér gott hlé áð-
ur en ég var til í næsta skammt,
kannski í nokkra mánuði. Þann tíma
nýtti ég til að lesa um Margaret
Mead, Gregory Bateson, sem var
þriðji eiginmaður hennar, um mann-
fræði og svo má telja. Þegar ég loks
lauk við Father of the Rain var ég
með tvö verkefni í huga en ákvað að
spreyta mig á sögunni af Margaret
Mead.
Það kallaði á allt önnur vinnu-
brögð en ég var vön, yfirleitt byrjar
skáldsaga hjá mér á tveimur til
þremur setningum sem ég hef skrif-
að hjá mér og svo verður til skáld-
saga, en nú var ég með fulla minnis-
bók af hugmyndum. Ég ákvað að
gera eins og alvöru fræðimenn og
skrifaði alla minnispunktana á
spjaldskrármiða og í framhaldi af
því gat ég loks byrjað á sjálfri sög-
unni.“
Viðtökurnar komu á óvart
Sæluvíma / Euphoria er fjórða
skáldsaga Lily King og þó að fyrri
bókum hennar hafi verið vel tekið,
þau hlotið verðlaun og komist á lista
yfir bestu bækur, hefur engin bók
hennar hlotið annað eins lof. Hún
segir að viðtökurnar hafi komið sér í
opna skjöldu.
„Ég býst aldrei við neinu af neinni
bók minni, er alltaf sannfærð um að
þær séu ekki nógu góðar. Þó að
rannsóknarvinna geti lagt grunn að
góðri skáldsögu þá er það aldrei
meira en grunnur og ég þoli ekki
bækur sem eru of bundnar við stað-
reyndir. Mér fannst ég því skálda
heilmikið til að draga fram það sem
mér fannst satt í samskiptum þeirra
Margaret Mead, Reo Fortune og
Gregory Bateson.
Jafnvel þó ég hefði verið að skrifa
um mína eigin ævi, þá er margt í
henni sem gengur ekki í skáldsögu –
eitt það fyrsta sem maður sleppir
eru smáatriði dagslegs lífs. Fyrstu
orðin sem Bateman sagði við Mead
voru: Þú ert þreytuleg, og hún elsk-
aði það, fannst hún hafa fundið mann
sem myndi annast hana. Þetta er
eina raunverulega setningin sem ég
hafði til afnota og ég gat ekki notað
hana, hún passaði hvergi. Maður
finnur ekki sannleikann fyrr en mað-
ur hættir að eltast við staðreyndir.“
Örlagafundur við Sepik-fljót
Skáldsagan Sæluvíma er um atvik í lífi mannfræðingsins Margaret Mead – og
þó ekki, að sögn höfundar hennar, Lily King Kveðst ekki eltast við staðreyndir
Höfundurinn „Ég var sannfærð um að ég myndi ekki skrifa þessa bók, að
það lægi ekki fyrir mér að skrifa sagnfræðilegar skáldsögur,“ segir Lily
King um skáldsöguna Sæluvímu, vinsælustu bók sína til þessa.
VIÐTAL
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Skáldsagan Sæluvíma, eftir banda-
ríska rithöfundinn Lily King, segir
frá því er mannfræðingurinn kunni
Margaret Mead var á ferð með öðr-
um eiginmanni sínum, sem einnig
var mannfræðingur, í Papúa Nýju-
Gíneu og hitti þar þriðja mannfræð-
inginn sem varð síðar þriðji eigin-
maður Mead. Að því sögðu þá er
bókin eiginlega ekki um það atvik,
heldur varð þessi fundur mannfræð-
inganna þriggja kveikjan að skáld-
sögunni, eins og Lily King rakti það
í heimsókn hingað til lands á Bók-
menntahátíð í Reykjavík í vor.
„Það bar svo við að vinkona mín
bað mig að koma með sér í bókabúð
sem átti að loka og allt var á útsölu.
Það var eiginlega ekkert eftir af
bókum þegar við komum í búðina, en
mér fannst sem ég yrði að kaupa
eitthvað, hennar vegna, ef ekki ann-
ars. Ein af bókunum sem ég rakst á
var sjúskuð ævisaga Margaret Mead
og ég keypti hana þó ég væri viss um
að ég myndi aldrei lesa hana. Fyrir
einhverjar sakir byrjaði ég á henni
þegar heim var komið, sennilega átti
ég ekkert annað að lesa,“ segir hún
og hlær við, „en bókin var svo
heillandi og svo vel skrifuð að ég gat
ekki lagt hana frá mér.“
Lítið gefin fyrir ævisögur
„Ég er lítið gefin fyrir ævisögur,
en þessi greip mig og þegar kom að
kaflanum þar sem sagt var frá því er
Mead var 32 ára gömul og stödd við
Sepik-fljót í Papúa Nýju-Gíneu, ör-
stuttum kafla, þá hugsaði ég með
mér: einhver ætti að skrifa skáld-
sögu um þetta og það yrði mjög
áhugaverð skáldsaga. Ekki datt mér
í hug að skrifa hana sjálf, enda skrif-
aði ég ekki þannig bækur.
Þegar ég lauk við ævisöguna lang-
aði mig að vita meira og las næst bók
eftir hana sem hún skrifaði eftir
ferðina til Papúa Nýju-Gíneu og
punktaði ýmislegt hjá mér. Margir
Daníel
Bjarnason