Morgunblaðið - 06.08.2019, Side 2
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blokkin Byggingin sem um ræðir
stendur í Seljahverfi í Breiðholti.
„Vandræðalegt“ og „hörmulegt“
Um tíu einstaklingar hafa samþykkt að greiða FEB hækkað verð Stjórnin fundar áfram í dag
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Um tíu einstaklingar höfðu í gær
samþykkt að greiða hækkað verð
fyrir íbúð á vegum Félags eldri borg-
ara í Reykjavík og nágrenni (FEB) í
íbúðablokk í Árskógum í Breiðholti.
Stjórn félagsins mun í dag funda
vegna stöðunnar sem upp er komin.
Þetta segir Ellert B. Schram, for-
maður FEB, en eins og greint var
frá í Morgunblaðinu um og fyrir
helgi olli ófyrirséður kostnaðarauki
því að hækka þarf verð á íbúðunum.
Hefur kaupendum, sem upphaflega
áttu að fá íbúðir afhentar í lok júlí,
verið boðið að greiða hækkað verð,
eins og áður segir, ellegar að falla frá
kaupunum. Þá hafa einhverjir lýst
því yfir að þeir muni mögulega
stefna FEB vegna málsins.
Gera sitt besta
„Það eru um tíu manns sem hafa
tekið það á sig [að greiða meira],“
segir Ellert og segir að fundir hafi
verið haldnir með kaupendum fyrir
helgi, og fleiri slíkir fundir séu á dag-
skrá í dag og í vikunni.
„Þetta er mjög erfitt, við erum að
vinna í þessu og erum að gera okkar
augu við þann vanda sem uppi er og
segir að ef málið „gengur illa upp“,
þ.e. ef málið dregst og til málaferla
kemur, verði það „vandræðalegt,
leiðinlegt og hörmulegt“.
Gögnin til skoðunar
Fyrir helgi sagði Georg Andri
Guðlaugsson, tengdasonur hjóna
sem keyptu íbúð í umræddri blokk
og lögfræðingur og fasteignasali, að
möguleg hópmálsókn á hendur FEB
væri til skoðunar. Sagði hann í gær
að lögmanni hefðu verið send gögn
til skoðunar, en ekkert nýtt hefði
gerst í þessum efnum yfir helgina.
besta,“ segir Ellert um málið og seg-
ir: „Þetta eru mistök sem áttu sér
stað hjá okkur.“
Spurður um mögulegar málsóknir
kaupenda gegn FEB segir Ellert:
„Það er ekkert hægt að segja annað
en að fólk hafi rétt til þess ef það vill
fara þá leiðina. Það var tilkynnt hjá
okkur á sínum tíma hvert verðið
væri og síðan hefur því verið breytt.
Maður skilur að fólk sé óánægt með
þá niðurstöðu. En við höfum verið að
benda á að þó að við séum að hækka
verðið þá sé það enn þá undir al-
mennu markaðsverði.“
Segir hann að FEB horfist nú í
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. ÁGÚST 2019
OPNUM
Í DAG K
L.10
NÝ VER
SLUN Í
MÖRKI
NNI 3
OG UND
IRHLÍÐ
2 AKUR
EYRI
ÓTRÚLE
G OPNU
NAR-
TILBOÐ
Mörkin 3 • Reykjavík | Undirhlíð 2 • Akureyri
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Umhverfisstofnun hefur veitt leyfi
til innflutnings á maurum frá Bras-
ilíu og ránmítlum en hefur hafnað
umsókn um leyfi til innflutnings á
ostrum frá Spáni.
Þetta kemur fram í þremur úr-
skurðum Umhverfisstofnunar frá
því í vor og sumar en eins og að ofan
greinir varða þær allar umsóknir um
innflutning á dýrum sem eru ís-
lensku dýraríki framandi. Eru um-
sóknirnar frá þremur mismunandi
aðilum.
Í umsókn um leyfi til innflutnings
á maurum segir að sótt hafi verið um
leyfi til innflutnings á þremur lauf-
skurðarmaurabúum og átta búum
Dinoponer-maura frá Brasilíu, til að
hafa til sýningar í Fjölskyldu- og
húsdýragarðinum.
Þá segir í umsókn um innflutn-
ingsleyfi á ránmítlum að um sé að
ræða allt að 20 milljón ránmítla á ári
til tíu ára af tegundinni Transeiius
montdorensis. Eru mítlarnir ætlaðir
til sölu sem lífrænar varnir í gróð-
urhúsum og garðplöntustöðvum
gegn kögurvængjum og mjöllús.
Voru báðar þessar umsóknir sam-
þykktar, eins og áður segir.
Hins vegar synjaði Umhverfis-
stofnun um leyfi til innflutnings á
milljón smáostrum frá norðurströnd
Spánar, sem ætlaðar voru til áfram-
ræktunar í Skjálfandaflóa. Var um-
sókninni hafnað m.a. vegna þess að
sérfræðinganefnd um framandi líf-
verur taldi að leita ætti allra leiða til
þess að koma í veg fyrir „að þessi
ágenga ostrutegund eigi möguleika á
að ná fótfestu í íslensku vistkerfi“.
Taldi nefndin ekki útilokað að teg-
undin gæti þrifist í sjónum við Ísland
og sagði að þar sem tegundin næði
fótfestu væri talin hætta á því að hún
gæti tekið yfir búsvæði annars skel-
fisks.
Flytja inn brasilíska maura
Engar ostrur frá Spáni Leyfilegt að flytja inn ránmítla
Morgunblaðið/RAX
Margfætlur Þessi dýr voru eitt sinn
til sýnis í fjölskyldugarðinum.
Björgunarsveitir
á Suðurlandi voru
kallaðar út á
fjórða tímanum í
gær vegna manns
sem var slasaður
á fæti á Fimm-
vörðuhálsi. Hann
er talinn lærbrot-
inn.
Hópur björg-
unarsveitarfólks
keyrði langleiðina upp Fimmvörðu-
háls ásamt lækni en gekk síðasta
spölinn, um tveggja kílómetra leið,
að slasaða manninum vegna mikillar
þoku. Sá hópur náði til mannsins um
klukkan sex í gærkvöldi. Þyrla
Landhelgisgæslunnar sótti síðan
hóp björgunarfólks í Fljótshlíð og
lenti á Morinsheiði. Sá hópur fór
þaðan fótgangandi á vettvang ásamt
þyrlulækni.
„Rétt upp úr klukkan sjö var lagt
af stað með manninn niður að Skóg-
um. Þegar búið var að koma honum
kirfilega fyrir á börum og verkja-
stilla hann var honum ekið fyrsta
spölinn á sexhjóli og svo í björg-
unarsveitarbíl niður Fimmvörðuháls
til móts við þyrlu sem bíður þar og
mun væntanlega flytja hann til
Reykjavíkur,“ sagði Davíð Már
Bjarnason, upplýsingafulltrúi
Landsbjargar, í samtali við mbl.is í
gærkvöldi.
Maðurinn
líklega
lærbrotinn
Slys Björg-
unarfólk mætt.
Maður slasaðist
á Fimmvörðuhálsi
Reykvíkingar héldu kannski í byrjun sumars að
veðrið væri of gott til að vera satt og sólardag-
arnir hlytu brátt að klárast. Það virðist þó ekki
vera raunin því sólin heldur áfram að leika við
höfuðborgarbúa. Hún skein einkar glatt á versl-
unarmenn og -konur í gær.
Paradísarveðrið virðist engan enda taka
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Sólskinsdagarnir halda áfram í höfuðstaðnum