Morgunblaðið - 06.08.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. ÁGÚST 2019
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a.
595 1000
Hotel Globales Playa Estepona
Costa del Sol
13. ágúst í 7 nætur
Verð frá kr.
99.995
Verð frá kr.
136.995
aaaa
ALLT INNIFALIÐ
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Verslunarmannahelgin fór að mestu
fram stóráfallalaust þó að einhverjir
dökkir blettir hafi verið á hátíð-
arhöldunum.
Landsmenn voru margir hverjir á
faraldsfæti og má með sanni segja að
höfuðborgin hafi nánast tæmst enda
fáa að sjá á ferli í miðbroginni um
helgina nema erlenda ferðamenn.
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum var
stærsta hátíðin að vanda en Jónas
Guðbjörn Jónsson, talsmaður þjóðhá-
tíðarnefndar, var afar sáttur með
helgina.
„Þetta var draumi líkast, eiginlega
eins og maður hafi skrifað handritið.
Allt gekk alveg frábærlega vel og fór
virkilega vel fram. Veðrið lék nátt-
úrlega við okkur alveg eins og það
hefði verið pantað.“
Það var engin þreyta í Jónasi og
öðrum Eyjamönnum daginn eftir
Þjóðhátíð enda voru þeir strax farnir
að má út vegsummerki hátíðargesta
þegar blaðamaður hringdi rétt fyrir
klukkan þrjú í gær.
Meira siglt á næsta ári
Tólf til þrettán þúsund manns
skemmtu sér í Herjólfsdal á sunnu-
dagskvöldið þegar hátíðin náði há-
marki.
„Ég held að það hafi jafnvel verið
fleiri í brekkunni en venjulega því það
var svo gott veður svo fólk var frekar
úti en í tjöldunum sínum,“ segir Jón-
as.
Miðað við Þjóðhátíð síðustu ár voru
hátíðargestir þó færri en vant er en í
fyrra voru þeir um fimmtán þúsund.
Bæði gamli og nýi Herjólfur sigldu
á milli lands og Eyja þessa helgina.
Aðspurður segir Jónas vel koma til
greina að hafa einnig líkt fyrir-
komulag að ári.
„Ég hugsa að það verði jafnvel
meira siglt á næsta ári. Þeir voru að
taka nýja bátinn í gagnið þarna rétt
fyrir hátíð og það tekur sinn tíma að
læra á hann og svona.
Við áttum virkilega gott samstarf
við Herjólf og þau hjá Herjólfi eiga
þakkir skilið fyrir að hafa staðið sig
virkilega vel.“
Tveir menn voru fluttir með
sjúkraflugi til Reykjavíkur á sunnu-
dagsnótt vegna líkamsárásar á
Þjóðhátíð. Annar mannanna hlaut
höfuðkúpubrot og hinn tannbrot. „Of-
beldisbrotin eru auðvitað svartur
blettur á hátíðinni, sérstaklega þessi
alvarlega líkamsárás. Annar þeirra
sem ráðist var á liggur enn þá inni,“
segir Tryggvi Ólafsson, lögreglu-
fulltrúi hjá lögreglunni í Vest-
mannaeyjum. Tryggvi getur ekki gef-
ið neitt upp um ástand mannsins
nema það að hann sé undir eftirliti.
Merkilega lítið var um að vera hjá
lögreglunni í Vestmannaeyjum á
sunnudagskvöldinu en talsverður er-
ill var önnur kvöld.
Þrír gistu í fangaklefa vegna minni
háttar líkamsárása á föstudags-
kvöldið, fjórar líkamsárásir voru
framdar á laugardagskvöldið, þar af
tvær minniháttar og tvær alvarlegri.
Þrír menn eru í haldi vegna málanna.
Um tólf fíkniefnamál komu inn á
borð lögreglunnar í Vestmanna-
eyjum, öll svokölluð neyslumál nema
eitt þar sem einn var grunaður um
sölu og gisti í fangaklefa fyrir vikið.
Tryggvi gat ekki gefið upp hvort ein-
hver kynferðisbrot hefðu komið inn á
borð lögreglu.
„Ógeðslega mörg“ bros
Hjá lögreglunni á Norðurlandi
eystra var öllu rólegra en á Akureyri
var hátíðin Ein með öllu og íslensku
sumarleikarnir haldin um helgina.
Einn gisti í fangaklefa vegna ölvunar
og annar var grunaður um akstur
undir áhrifum fíkniefna.
Á Akureyri segjast skipuleggj-
endur ekki telja fólk heldur bros og
segir Davíð Rúnar Gunnarsson, einn
aðalskipuleggjandi Einnar með öllu
að þau hafi verið „ógeðslega mörg“.
Rýmið fyrir lokatónleika hátíð-
arinnar, svokallaða Sparitónleika,
reyndist sprungið utan af gestum há-
tíðarinnar. „Við þurftum bara að loka
þjóðvegi eitt til þess að koma fólki
fyrir úti á götu,“ segir Rúnar glað-
beittur.
Bæjarbúar kepptust við að skreyta
hús sín með rauðu fyrir hátíðina.
„Sá sem vann keppnina í að
skreyta húsið sitt með rauðu fór alla
leið og málaði það rautt,“ segir Rúnar
sem vill þakka Akureyringum kær-
lega fyrir að taka virkan þátt í að
halda Eina með öllu.
Ekki er allt gamanið úti enn en um
næstu helgi verður Fiskidagurinn
mikli á Dalvík, helgina þar á eftir
verður Gleðigangan í Reykjavík og
Danskir dagar í Stykkishólmi, næst-
síðustu helgina í ágúst verður svo
Menningarnótt haldin hátíðleg í
Reykjavík og svo mætti áfram telja.
Mikil þátttaka í hátíðarhöldum
Þjóðhátíð í Heimaey „draumi líkust“ Akureyringur málaði húsið sitt rautt til að vinna keppni
Alvarlegar líkamsárásir og minni háttar fíkniefnabrot á borði lögreglunnar í Vestmannaeyjum
Morgunblaðið/Óskar Friðriksson
Eyjar Eins og sjá má var það helst unga fólkið sem skemmti sér í Herjólfsdalnum um helgina þó að eldri og reyndari þjóðhátíðarfara mætti finna víðast hvar.
Ljósmynd/Þorgeir Baldursson
Ein með fiðlu Gréta Salóme greip í fiðluna til að trylla lýðinn á Einni með
öllu um helgina. Augljóst er að tónleikasvæðið þarf að stækka á næsta ári.
Alvarlegt umferðarslys varð á
Suðurlandsvegi til móts við
Rauðhóla í gær. Þrír slösuðust,
þar af einn alvarlega. Einnig
urðu tvö óhöpp á Kjalvegi.
Lögreglan á höfuðborgar-
svæðinu tók 38 manns fyrir ölv-
unar- og fíkniefnaakstur um
helgina en að sögn lögreglunnar
er það ekki meira en um hefð-
bundna helgi.
„Það er því miður orðið svo
mikið,“ segir Hlynur Gíslason
varðstjóri í samtali við mbl.is.
Í hádeginu á mánudag höfðu
sjö ökumenn verið teknir fyrir
ölvunar- og fíkniefnaakstur frá
því að Herjólfur hóf siglingar frá
Vestmannaeyjum aðfaranótt
mánudags.
Lögregluyfirvöld í öllum um-
dæmum voru með aukið eftirlit
með umferð um helgina.
38 í vímu í
bílstjórasæti
UMFERÐIN Á LANDSVÍSU
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Elías Arnar, landvörður í Mý-
vatnssveit, segir að takmarkanir á
umferð um ákveðin svæði í Mý-
vatnssveit hafi verið löngu tíma-
bærar.
Ráðist var í takmarkanirnar á
föstudaginn en þær ná til þriggja
svæða í eigu Reykhlíðinga; Stóra-
Vítis, Leirhnjúka og Hvera.
Elías segir að svæðin hafi verið
mjög illa farin eftir ágang ferða-
manna.
„Ég vona að þetta verði hluti af
okkar daglega amstri vegna þess
að þetta eru náttúrlega perlur sem
þarf að sjá um,“ segir Elías.
Spurður hvort ferðamenn hafi
virt takmarkanirnar yfir helgina
segir Elías svo vera.
„Það kemur skemmtilega á óvart
að fólk fylgir þessu svona almennt
en það eru auðvitað alltaf einhverj-
ir sem fara hér og þar án leyfis og
það er lítið hægt að gera í því.“
Engar óánægjuraddir hafa bor-
ist Elíasi til eyrna.
„Ekki hingað til. Einn landeig-
andi kíkti á okkur í fyrradag þegar
við vorum að setja upp. Hann að-
stoðaði okkur og var virkilega al-
mennilegur.“
Auk takmarkananna felast að-
gerðir landvarðanna meðal annars
í því að afmarka gönguleiðir með
skýrum hætti, skerpa á löglegum
bílastæðum og minnka opin svæði.
„Perlur sem þarf að sjá um“
Ferðamenn hafa virt takmarkanir Svæðin illa farin
Ljósmynd/Umhverfisstofnun
Stikur Þessar stikur munu koma sér vel við afmörkun gönguleiða.