Morgunblaðið - 06.08.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. ÁGÚST 2019
Er stærsti
framleiðandi
sportveiðarfæra
til lax- silungs-
og sjóveiða.
Flugustangir og
fluguhjól í úrvali.
Gott úrval af
fylgihlutum til
veiða stólar, töskur,
pilkar til sjóveiða,
spúnabox margar
stærðir, veiðihnífar
og flattningshnífar.
Abulon nylon
línur.
Gott úrval af kaststanga-
settum, fyrir veiðimenn
á öllum aldri, og úrval af
„Combo“ stöng og hjól til
silungsveiða, lax veiða og
strandveiða. Flugustanga sett
stöng hjól og lína uppsett.
Kaststangir,
flugustangir, kast-
hjól, fluguhjól, gott
úrval á slóðum til
sjóveiða. Lokuð
kasthjól.
Úrval af
flugustöngum,
tvíhendur og hjól.
Balance Lippa, mjög
góður til silungsveiða
„Original“
Fireline ofurlína, gerfi-
maðkur sem hefur reynst
sérstaklega vel,
fjölbreitt gerfibeita
fyrir sjóveiði og
vatnaveiða,
Berkley flattnings-
hnífar í úrvali og
úrval fylgihluta fyrir
veiðimenn.
Flugnanet, regnslár,
tjaldhælar, og úrval af
ferðavörum
Helstu Útsölustaðir eru:
Veiðivon Mörkinni
Vesturröst Laugavegi
Veiðiportið Granda
Veiðiflugur Langholtsvegi
Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi
Kassinn Ólafsvík
Söluskáli ÓK Ólafsvík
Skipavík Stykkishólmi
Smáalind Patreksfirði
Vélvikinn Bolungarvík
Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hólmavík
Kaupfélagi V-Húnvetninga Hvammstanga
Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki
SR-Bygginavöruverslun Siglufirði
Útivist og Veiði Hornið Akureyri
Veiðiríkið Akureyri
Hlað Húsavík
Ollasjoppa Vopnafirði
Veiðiflugan Reyðarfirði
Krían Eskifirði
Þjónustustöðvar N1 um allt land.Dreifing: I. Guðmundsson ehf.
Nethyl 1, 110 Reykjavík.
Nánari upplýsingar um þessar vörur má fá á eftirfarandi vefsíðum: www.purefishing.com - www.abugarcia.se - www.kuusamonuistin.fl - www.coghlans.com.
Þekktustu veiðivörumerkin eru seld í öllum
„Betri sportvöruverslunum landsins“
BAKSVIÐ
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Vænta má þess að raforkuframleiðsla
í nýrri Brúarvirkjun í Tungufljóti í
Biskupstungum hefjist í janúar næst-
komandi. Það er um tveimur mánuð-
um fyrr en búist var við, en upphaf-
legar áætlanir gerðu ráð fyrir að orka
frá virkjuninni færi ekki inn á dreifi-
kerfið í uppsveitum Árnessýslu fyrr
en í marsmánuði. „Ístak er aðalverk-
taki við framkvæmdina og hefur skil-
að sínu mjög vel hér. Er á undan
áætlun með verkið, en það hefur
hjálpað mikið að eftir góðan vetur
kom frábært sumar með blíðuveðri
upp á hvern dag,“ segir Margeir Ing-
ólfsson, bóndi á Brú.
49 metra fallhæð
Margeir er eigandi landsins þar
sem virkjunin og helstu mannvirki
henni tengd standa. Verkefnið er-
samstarf hans og HS Orku sem er
framkvæmdaraðili. Um 60 manns
hafa verið á verkstað að undanförnu
og myndað með sér alþjóðlegt sam-
félag, enda er mannskapurinn af
ýmsu þjóðerni. Valinn maður er í
hverju rúmi, enda er verkefnið
vandasamt.
Búið er að steypa upp stöðvarhús
virkjunarinnar og koma tveimur
túrbínum þar fyrir. Þá er þessa dag-
ana verið að byggja upp 590 metra
langa stíflu með inntaksmannvirki en
frá því liggur 1.700 metra löng að-
rennslispípa að stöðvarhúsi. Fallhæð
pípunnar er 49 metrar en meðal-
rennsli um hana verður 25 rúmmetr-
ar á sekúndu. „Þetta fall og vatns-
magn gefur okkur 9,9 MW af
rafmagni,“ segir Margeir.
Umhverfisáhrif
verði sem minnst
„Það hefur verið mikið ævintýri að
sjá þessa framkvæmd verða að veru-
leika. Meira en áratugur er síðan ég
fór að skoða fyrir alvöru hvort virkja
mætti Tungufljótið hér við Brú, en
rannsóknir sýndu mjög fljótt að það
væri áhugaverður kostur. Allt ferlið
við svona framkvæmdir er langt og
strangt og var mikill skóli að fara í
gegnum það,“ segir Margeir og held-
ur áfram: „Framkvæmdin var öll
mjög vel undirbúin og gaman að sjá
hvað við hér á landi eigum mikið af
hæfu fólki sem lætur svona hug-
myndir verða að veruleika. Þá hefur
samstarfið við HS Orku verið ein-
staklega gott og allir verið samtaka
um að fella mannvirkin sem best inn í
landið þannig að umhverfisáhrifin
verði sem minnst, en að framkvæmd-
um loknum verður raskað svæði aftur
landbúnaðarland með grænum tún-
um og hrossum á beit.“
Brúarvirkjun kemst í gagnið í janúar
9,9 MW virkjun í Tungufljóti í Biskupstungum er senn tilbúin Framkvæmdir eru tveimur mán-
uðum á undan áætlun Samstarf bónda með HS Orku Stöðvarhús og stífla er felld inn í landslagið
Mannvirki Búið er að steypa upp stöðvarhúsið og koma túrbínum þar fyrir. Aðrennslisrörin inn í húsið eru komin
Morgunblaðið/Hari
Orkubóndi Virkjun er gömul hugmynd Margeirs Ingólfssonar á Brú.
Stíflan 50 metra löng og 12 metra
há. Framkvæmdir standa nú yfir.