Morgunblaðið - 06.08.2019, Page 25

Morgunblaðið - 06.08.2019, Page 25
ÍÞRÓTTIR 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. ÁGÚST 2019 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is samlegt ka nýmalað, engin h lki. á y – HANDBOLTI EM U17 kvenna B-deild á Ítalíu: Tékkland – Kósóvó............................... 39:18 Ísland – Ísrael....................................... 24:19 Kósóvó – Tyrkland ............................... 17:41 Ísrael – Tékkland ................................. 19:25 Tyrkland – Ísland................................. 22:32 Kósóvó – Ísrael ..................................... 18:25  Ísland mætir Tékklandi á morgun og Kó- sóvó á fimmtudag. EM U18 karla B-deild í Rúmeníu: Keppni um sæti 9-12: Belgía – Ísland...................................... 91:80 Leikur um 11. sæti: Bosnía – Ísland ..................................... 72:80 Forkeppni EM karla Sviss – Portúgal.................................... 77:72  Ísland er þriðja lið í riðlinum og mætir Portúgal á útivelli á morgun. EM U20 kvenna B-deild í Kósóvó: A-riðill: Króatía – Ísland.................................... 76:55 Króatía – Ísrael .................................... 58:49 Ísrael – Ísland....................................... 78:63  Ísland endaði í þriðja sæti riðilsins og mætir Grikklandi í keppni um 9.-12. sæti á morgun. KÖRFUBOLTI Knattspyrnu- maðurinn Harry Maguire er orð- inn dýrasti varn- armaður heims eftir að Man- chester United keypti hann af Leicester fyrir 80 milljónir punda en fé- lagaskiptin voru staðfest í gær. Maguire skrifaði undir sex ára samning við félagið með möguleika á framlengingu um eitt ár til viðbótar en hann er 26 ára gamall. Hann hóf ferilinn með Shef- field United og hjálpaði svo Hull City upp í úrvalsdeildina. Þaðan fór hann svo til Leicester árið 2017. Þá á hann 20 landsleiki með Englandi en hann sló í gegn á heimsmeist- aramótinu í Rússlandi í fyrra. Maguire fór til United Harry Maguire Manchester City hafði betur í vítaspyrnukeppni gegn Liverpool þegar liðin mættust í árlega leiknum um Samfélagsskjöldinn á Wembley- leikvanginum í London. Staðan var 1:1 eftir venjulegan leiktíma en deildar- og bikarmeist- arar City skoruðu úr öllum vítaspyrnum sínum á meðan Liverpool, sem hafnaði í öðru sæti á síðustu leiktíð, brenndi af einni. City og Liverpool háðu stórskemmtilega og hádramatíska baráttu um enska meistaratitilinn síðasta vetur áður en City hreppti toppsætið með naumum eins stigs mun. Þó að það sé of snemmt að draga ályktanir eftir aðeins einn leik er erfitt að ímynda sér annað en að bæði þessi lið verði aftur í skemmtilegri baráttu í haust. Sterling kvað niður Liverpool-grýluna Það eru ekki bara félögin sem hafa háð bar- áttu sín á milli heldur hafa Raheem Sterling, sóknarmaður City, og stuðningsmenn Liverpool flogist á undanfarin ár. Sterling var eitt sinn gulldrengurinn í Bítlaborginni; ungur, efnilegur og talinn líklegur til afreka. Svo fór hann til City fyrir gull og græna skóga, eða öllu heldur Englandsmeistaratitla, og hefur hann unnið tvo slíka. Reiði Liverpool-manna í garð Sterling er fylgifiskur leikja þessara liða en að þessu sinni sló hann kyrrð á þá eftir aðeins 12 mínútur með sínu fyrsta marki gegn gamla félaginu. Sterling var létt eins og manni sem var að reka á brott illan anda og félagar hans föðmuðu hann eftir því. Sigurinn var svo að lokum enn ein rósin í hnappagat kappans en leikurinn um helgina var aðeins fyrsta orrustan. Um næstu helgi hefst stríðið. kristoferk@mbl.is AFP Skoraði Varafyrirliðinn Raheem Sterling með Samfélagsskjöldinn á lofti en hann tók við fyrirliðabandinu þegar David Silva fór af velli. City vann fyrstu orrustuna  Raheem Sterling skoraði loks gegn Liverpool  Bæði lið aftur líkleg til afreka Dregið var í umspil um sæti í riðlakeppni Meistara- og Evrópudeild- unum í knattspyrnu í gær. Hollenska liðið Ajax, sem fór í undanúrslit Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð, var í pottinum og mætir Sverrir Inga Ingassyni og félögum í gríska liðinu PAOK. Rússneska liðið Kras- nodar, sem Jón Guðni Fjóluson leikur með, mætir Porto frá Portúgal Tvö Íslendingalið geta mæst í umspili Evrópudeildarinnar, takist Rúnari Má Sigurjónssyni og félögum í Astana frá Kasakstan að vinna Valletta frá Möltu, mæta þeir Sarajevo frá Bosníu eða Bate Borisov frá Hvíta-Rússlandi en Willum Þór Willumsson leikur með Bate. Þá spila Kolbeinn Sigþórsson og félagar í AIK frá Svíþjóð við Sheriff frá Mol- dóvu en Mikael Anderson og félagar í Midtjylland frá Danmörku mæta annaðhvort Legia Varsjá frá Póllandi eða Atromitos frá Grikklandi. Guðmundur Þórarinsson og Norrköping, Svíþjóð, mæta Hapoel Beer Sheva frá Ísrael og Arnór Ingvi Traustason og samherjar í Malmö mæta Zrinjski frá Bosníu. Nánar má lesa um drættina á íþróttasíðum mbl.is. sport@mbl.is Willum og Rúnar geta mæst Berglind Gígja Jónsdóttir og El- ísabet Einarsdóttir eru komnar á beinu brautina í strandblakinu. Sigruðu þær á lokamóti dönsku mótaraðarinnar í strandblaki um helgina. Blakfréttir.is greindu frá þessu og þar kemur jafnframt fram að þær Berglind og Elísabet séu á leið til Liechtenstein þar sem þær keppa á Beach Volleyb- all World Tour 7.-11. ágúst. Berg- lind og Elísabet fóru aftur á fulla ferð í íþróttinni í sumar en höfðu ekki keppt saman síðan sumarið 2015. Sigruðu á lokamótinu Morgunblaðið/Eva Björk Í sandinum Elísabet Einarsdóttir og Berglind Gígja Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.