Morgunblaðið - 10.08.2019, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.08.2019, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2019 Góð þjónusta í tæpa öld 10%afslátturfyrir 67 áraog eldri Flugvallarþjónusta BSR sér um að skutla þér út á flugvöll og aftur heim þegar þú ferð til útlanda. 5-8 manneskjur 19.500 kr. 1-4 manneskjur 15.500 kr. Verð aðra leið: GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Njóttu þess að hvílast í hreinum rúmfötum Við þvoum og pressum rúmfötin - þú finnur muninn! Varsjá. AFP. | Kosið verður til þings í Póllandi í október og hafa réttindi hinsegin fólks verið í brennidepli í kosningabaráttunni vegna ummæla leiðtoga stjórnarflokks pólskra íhaldsmanna og erkibiskups um að réttindabarátta hinsegin fólks sé ógn við Pólland og hefðbundin fjöl- skyldugildi kaþólsku kirkjunnar. Réttindi samkynhneigðra, tvíkyn- hneigðra og transfólks urðu að helsta hitamáli kosningabaráttunnar eftir að leiðtogi stjórnarflokksins Laga og réttar (PiS), Jaroslaw Kaczynski, lýsti því yfir í apríl að réttinda- baráttan væri „ógn við Pólland“, ásamt kenningum kynjafræðinga og kynfræðslu sem Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin hefur mælt með. „Þessar kenningar eru allar inn- fluttar,“ sagði hann á ráðstefnu á vegum kaþólskrar hreyfingar og bætti við að þær væru „ógn við Pól- land, tilvist þess og þar með pólska ríkið“. Pólskir vinstriflokkar hafa notfært sér deiluna um réttindi hinsegin fólks til að gagnrýna náin tengsl stjórnarflokksins við kaþólsku kirkj- una, sem hefur verið mjög áhrifamik- il í landinu. „Þetta er pólitískt eldsneyti fyrir PiS. Þetta gerir flokknum kleift að árétta það sem hann stendur fyrir, tengsl sín við hefðbundin gildi sem standa frammi fyrir bylgju vest- rænna áhrifa,“ sagði stjórnmálaskýr- andinn Stanislaw Mocek. „En and- stæðingarnir hafa einnig fundið pólitískt vopn í þessu máli og leggja áherslu á að verja þurfi réttindi minnihlutahópa.“ Handtekin fyrir „vanhelgun“ Meðal annars hefur verið deilt um handtöku konu sem hafði búið til veggspjöld með myndum af Maríu mey með geislabaug í regnbogalit- unum. Konan var handtekin á heimili sínu í maí og sökuð um „vanhelgun“. Samkvæmt pólskum hegningar- lögum varðar það allt að tveggja ára fangelsi að „særa trúartilfinningar annarra með því að vanhelga trúar- lega muni eða helgistaði opin- berlega“. Joachim Brudzinski innanríkis- ráðherra sagði á Twitter að lög- reglan hefði handtekið konuna vegna þess að með því að setja regnbogaliti á geislabauginn hefði hún vanhelgað málverk af Maríu mey, sem margir kaþólskir Pólverjar líta á sem mik- ilvæga helgimynd. Margir fulltrúar stjórnarflokksins hafa lýst því yfir að þeir séu „lausir við hugmyndafræði hinsegin fólks“. Tímaritið Gazeta Polska dreifði lím- miðum með áletruninni „Þetta er LGBT-laust svæði“ með skírskotun til enskrar skammstöfunar yfir lesbí- ur, homma, tvíkynhneigða og trans- fólk. Pólskur dómstóll fyrirskipaði tímaritinu að hætta dreifingu lím- miðans í júlí. Átök blossuðu upp á fyrstu gleði- göngu hinsegin fólks í pólsku borg- inni Bialystok í júlí þegar fótbolta- bullur og þjóðernissinnar réðust á göngufólkið og lögregluþjóna. Efnt var til mótmæla vegna ofbeldisins og gagnrýndi Mateusc Morawiecki for- sætisráðherra árásina á göngufólkið en sagði ekkert um herferðina gegn réttindabaráttu hinsegin fólks. Ný „plága“, ekki rauð, heldur marglit Erkibiskupinn Marek Jedrasz- ewski hellti olíu á eldinn fyrr í mán- uðinum þegar hann varaði við rétt- indabaráttu hinsegin fólks í stólræðu. „Rauða plágan herjar ekki lengur á landið okkar,“ sagði hann og skírskotaði til kommúnismans. „En ný plága hefur komið fram, ný- marxísk, sem vill ná tökum á sál okk- ar, hug og hjarta. Þetta er plága sem er ekki rauð, heldur í regnbogalit- unum.“ Efnt var til mótmæla á götum Var- sjár og Krakár vegna stólræðu erki- biskupsins og kröfðust mótmælend- urnir þess að honum yrði vikið frá. Óttast er að átök blossi upp á gleðigöngu hinsegin fólks í borginni Plock í dag vegna þess að hópur pólskra þjóðernissinna hefur boðað mótmæli gegn henni. Stanislaw Mocek sagði að deilan snerist um eðli lýðræðisins. „Sam- kvæmt hefðbundinni skilgreiningu á lýðræði stjórnar meirihlutinn og hann verður að vernda réttindi minnihlutans,“ sagði hann. „En leið- togar PiS líta svo á að þar sem meiri- hlutinn stjórni hafi hann rétt til að ná fram vilja sínum með þvingunum og það getur leitt til atlögu að réttindum minnihlutans.“ AFP Hitamál Mótmælendur fyrir utan bústað sendiherra Páfagarðs í Varsjá. Þeir kröfðust þess að erkibiskupnum Marek Jedraszewski yrði vikið frá vegna ummæla hans um réttindabaráttu hinsegin fólks. Hann lýsti henni sem „plágu“. Varað við „plágu í regnbogalitunum“  Pólskir ráðamenn fordæma réttindabaráttu hinsegin fólks PiS með mikið forskot » Þingkosningar verða í Pól- landi 13. október og benda kannanir til þess að Lög og réttur, PiS, fái rúm 44% at- kvæða. Borgaravettvangur, frjálslyndur mið- og hægri- flokkur, mælist með 20 til 28% fylgi. » PiS fékk meirihluta sæta í neðri deild þingsins og 37,6% atkvæða fyrir fjórum árum. Efnahagur Bret- lands dróst sam- an um 0,2% á öðr- um fjórðungi ársins og er það einkum rakið til óvissunnar um útgöngu Bret- lands úr Evrópu- sambandinu. Þetta er í fyrsta skipti sem efnahagur Bret- lands dregst saman frá árinu 2012. Sajid Javid, fjármálaráðherra Bret- lands, sagði að ekkert benti til þess að samdráttur yrði á þriðja fjórð- ungi ársins eða að hætta væri á efna- hagslægð. Stundum er notað sem þumalputtaregla í hagfræði að hag- kerfið sé í lægð ef þjóðarframleiðsla dregst saman að raunvirði tvo árs- fjórðunga í röð. Breski seðlabankinn spáir 1,3% hagvexti í landinu á öllu árinu. Þjóðarframleiðslan hafði aukist á fyrsta fjórðungi ársins um 0,5% og var það einkum rakið til þess að iðn- framleiðslan jókst mjög vegna þess að fyrirtæki komu sér upp vara- birgðum til að búa sig undir Brexit sem átti þá að taka gildi 29. mars. Fyrirtækin gengu síðan á vara- birgðirnar á öðrum fjórðungi ársins eftir að útgöngunni var frestað og það stuðlaði að því að iðnframleiðsl- an minnkaði. Samdrátturinn er einn- ig rakinn til þess að árlegum lok- unum bílaverksmiðja var flýtt, auk annarra þátta, t.d. hægari hagvaxtar í Bandaríkjunum og Evrópulöndum. Nokkrir hagfræðingar óttast að útgangan úr ESB geti leitt til efna- hagslægðar eða kreppu í Bretlandi. Breski seðlabankinn hefur varað við því að óvissan um útgönguna geti minnkað framleiðnina í Bretlandi til lengri tíma litið. Óvissan hafi orðið til þess að fjárfestingar breskra fyr- irtækja hafi minnkað á fimm af sex síðustu ársfjórðungum. Efnahagur Bret- lands dróst saman  Einkum rakið til óvissu um Brexit Sajid Javid
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.