Morgunblaðið - 10.08.2019, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2019
✝ Freysteinn Jó-hannsson
fæddist í Siglufirði
25. júní 1946. Hann
lézt á Hrafnistu í
Hafnarfirði 24. júlí
2019.
Foreldrar hans
voru Friðþóra Stef-
ánsdóttir, f. á Nöf
við Hofsós 4. jan-
úar 1910, d. 17.
marz 2003, og Jó-
hann Þorvaldsson, f. á Tungu-
felli í Svarfaðardal 16. maí
1909, d. 9. október 1999. Frey-
steinn var yngstur fimm systk-
ina, hin eru: Sigríður d. 2003,
Þorvaldur, Stefanía og Indriði.
Freysteinn kvæntist Viktoríu
Ketilsdóttur, f. 1946, 17. júní
1966. Þau skildu. Hann kvænt-
ist Sigríði Sólborgu Eyjólfs-
dóttur, f. 1945, hinn 25. júní
1975 en hún lézt í mars 1993.
Barn þeirra er Elmar, f. 23.
febrúar 1975, sambýliskona
f. 2006, Maríanna, f. 2009, og
Óskar Þór, f. 2017.
Freysteinn varð gagnfræð-
ingur frá Gagnfræðaskóla
Siglufjarðar 1961, stúdent frá
Menntaskólanum á Laugarvatni
1966. Hann var blaðamaður á
Morgunblaðinu 1967 til 1969 er
hann hélt til náms í Oslo Journ-
alist Højskole í Noregi. Að námi
loknu 1970 réðst hann aftur til
Morgunblaðsins og starfaði þar
næstu þrjú árin, þar til hann
varð ritstjóri Alþýðublaðsins
1973 til 1975. Hann var rit-
stjórnarfulltrúi Tímans 1975 til
1977 en sneri þá aftur til
Morgunblaðsins. Freysteinn var
fréttastjóri 1981 til 2001. Ein-
beitti hann sér eftir það að
margvíslegum skrifum fyrir
Sunnudagsblað Morgunblaðsins
allt til starfsloka árið 2009.
Freysteinn varð blaðafulltrúi
heimsmeistaraeinvígisins í skák
milli Fischers og Spasskys árið
1972. Í kjölfar þess skrifaði
hann bókina Fischer gegn
Spassky – saga heimsmeistara-
einvígisins í skák, ásamt Frið-
riki Ólafssyni stórmeistara.
Útför Freysteins fór fram frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði 9.
ágúst 2019.
hans er Unnur
Jónsdóttir. Dóttir
Sigríðar er Lára
Jóhannsdóttir, f.
1964, börn hennar
eru Anna Rakel, f.
1998, og Daníel
Örn, f. 2002.
Eftirlifandi
eiginkona Frey-
steins er Jóna
Ágústa Ragnheið-
ardóttir, f. 26.7.
1957, dóttir Ragnheiðar Líndal
Hinriksdóttur og Gunnars
Jóhannessonar, sem bæði eru
látin. Börn hennar eru a) Sjöfn
Elísa Albertsdóttir f. 1974,
eiginmaður hennar er Brian
Marshall og dætur þeirra Krist-
ín, f. 1993, Ágústa Margrét, f.
1999, Amalía Rut, f. 2001, og
Elísa Bella, f. 2007. b) Atli Þór
Albertsson, f. 1979, eiginkona
hans er Guðný Ósk Sigurgeirs-
dóttir og þeirra börn eru Ás-
mundur, f. 1999, Þórdís Freyja,
Þögnin
Mér finnst
ósögð orð
hafa mest áhrif
þess vegna
tala ég ekki
um ást mína á þér
en bið þig
að hlusta
á þögn mína.
(Freysteinn Jóhannsson)
Þín elskandi eiginkona,
Jóna Ágústa.
Á rauðu ljósi á gatnamótum
Grensásvegar og Ármúla gafstu
henni merki um að skrúfa niður
rúðuna, konunni í næsta bíl. Þú
þurftir nauðsynlega að ræða við
hana. „Fyrirgefðu en ekki má
bjóða þér að eiga þennan ung-
ling?“ sagði hann og benti til mín
sem sat við hliðina á honum.
„Það er alveg til umræðu að
borga vel með honum ef þú hefur
áhuga.“ Ég renndi mér niður í
sætið til að gera mig ósýnilegan.
Hún sagði ekkert en svipurinn
sagði allt. Svo mörg urðu þau
orð. Ljósið varð grænt og konan
spólaði í burtu. Freysteinn
kunni að koma því skýrt til skila
að hann hefði fengið nóg af stæl-
um og pexi án þess að að skamm-
ast út í mann beint.
Ég man hann fyrst sem alvar-
legan fréttastjóra á reykmett-
aðri skrifstofu á Morgunblaðinu
við Aðalstræti. Skeggjaður,
framsettur og með gleraugun
hallandi fram á nefið upptekinn
við mikilvæg mál. Þannig mátti
hann lítið vera að því að dekstra
12 ára gamlan sendilinn sem var
kominn að taka niður pantanir
kvöldsins, sem sóttar voru í há-
gæðasamlokusjoppuna Texas.
Eða þannig leit það að minnsta
kosti út. Það var mér því lítið
gleðiefni þegar ég komst að því
að ljóminn úr augum móður
minnar var til kominn vegna
hans. Nú var fullorðna fólkið bú-
ið að ganga fullkomlega fram af
mér. Hvernig gat þetta gerst?
Heimurinn yrði aldrei samur!
Og það reyndist rétt. Hann varð
aldrei samur. Bara ekki á þann
hátt sem ég hélt.
Sagan af upplifun minni af
Freysteini í upphafi er orðin að
dæmisögu sem ég segi börnun-
um mínum gjarnan. Það geri ég
til að þau viti að eftir því sem við
þroskumst, lærum og skiljum
betur breytist hæfileiki okkar til
að skynja og skilja fólk. „Vissir
þú að þegar ég hitti afa Frey-
stein fyrst þá leist mér ekkert á
hann. Fannst hann fúll og leiðin-
legur kall.“ Þessu eiga þau bágt
með að trúa því þau þekkja hann
ekki öðruvísi en sem hlæjandi
hjartahlýjan mann. Og það er
rétt. Ég átti bara erfitt með að
sjá það í upphafi. Ég skildi hann
ekki. Vildi ekki sjá hann þannig.
Síðar reyndist hann mér mikil-
væg uppeldisstöð. Hann kenndi
mér að standa með sjálfum mér
og að það þarf ekki að láta öllum
líka vel við sig. Að það skipti
meira máli að vera trúr sjálfum
sér en vinsældum. Hann kynnti
mig fyrir ljóðum, óperu, leiklist
og bókmenntum. Sýndi mér
fegurðina í þögninni og að hjart-
að gæti talað sínu máli. Hann
var rómantíker sem kenndi mér
að hlusta og framkvæma þegar
máli skipti. Það þarf vart að und-
irstrika hversu dýrmætt það var
að fá slíka leiðsögn.
Tíminn leiddi í ljós að kynni
mín af Freysteini reyndust eins
gæfurík og hægt væri að óska.
Hvernig hann gladdi mömmu
með ást sinni, nærgætni og
skilningi. Hvernig hann studdi
og hvatti okkur í námi, lífi og
starfi. Og það hvernig hann kom
fram við barnabörnin sín ætti að
fara í bókaflokk með titlinum
„Svona á að vera afi“. Ég las
ágrip um starfsævi Freysteins í
bók um íslenska blaðamenn og
það var mér ljóst að þeim lestri
loknum að hann var einn af þeim
betri sem Ísland hefur átt. En
hann var enn betri manneskja.
Við Freysteinn deildum dá-
læti á dúettinum Au Fond Du
Temple Saint og hlustuðum
saman á hann nokkrum sinnum
undir það síðasta. Ég hafði ekk-
ert pælt í því af hverju þessi dú-
ett væri okkur mögulega svona
kær fyrr en ég hafði skrifað
þessi orð. Hann fjallar um vin-
áttu tveggja manna sem elska
sömu konuna.
Ég gæti mömmu fyrir þig.
Með þakklæti fyrir allt.
Atli Þór.
Hvernig
getur auður stóll
verið
svona fullur
af
fjarveru þinni.
(Freysteinn Jóhannsson)
Hvert sem við lítum þá sjáum
við þig ekki. Við finnum til í
hjörtum okkar því það er eitt-
hvað sem vantar. Alla þá daga
sem þú varst með okkur gerð-
irðu heiminn að mikið betri stað
og því finnum við svo mikið fyrir
fjarveru þinni nú, þegar þú ert
farinn frá okkur.
Þú varst yndislegur faðir,
heitt elskaður eiginmaður og
stórkostlegur afi. En þrátt fyrir
djúpa sorg okkar þá skiljum við
að þinn tími var kominn og við
þökkum fyrir að þú ert nú laus
við sársauka og kvöl og að þú
getur nú verið frjáls og horft yfir
okkur.
Þú varst einstakur maður og
allir sem höfðu ánægju af að
hitta þig vissu það. Áreynslu-
laust gafstu birtu í daginn okkar
þó ekki væri annað en að segja
einn afabrandara. Eftir erfiðan
og langan dag gat maður alltaf
treyst því að geta hlegið dátt að
einum brandara í afakoti.
Við hugsum um allar góðu
stundirnar í gegnum árin sem
endar með því að við sjáum ekki
í gegnum tárin, af því að hugsa
um alla þá yndislegu hluti sem
maður gat aðeins gert með þér.
Við verðum sorgmæddar yfir því
að heyra aldrei aftur brandar-
ana þína og hlæja að þeim þrátt
fyrir að vera ekki vissar um að
hafa skilið þá rétt. Aldrei aftur
munum við geta heimsótt þig,
faðmað þig og fundið fyrir full-
komnu öryggi í faðmi þínum.
Aldrei aftur munum við heyra
þig kalla okkur systurnar, afa-
ljósin þín.
En við vorum ljósin þín og þú
okkar. Þegar við hugsum um
þig, þá hugsum við um ljós, ást
og hamingju. Það var svo mikið
ljós í kringum þig og alltaf ham-
ingja og ekkert nema góðar
stundir.
Núna ertu farinn frá okkur,
en þú lifir áfram í minningum
okkar, fullum af birtu og gleði.
Þannig munum við, afaljósin
þín, muna eftir þér.
Kristín Ósk, Ágústa
Margrét, Amalía Rut
og Elísa Bella.
Ég og afi að borða mjólkur-
kex, það var alltaf til mjólkur-
kex. Við fengum okkur kex og
svo bauðstu mér að horfa með
þér á sjónvarpið. Þú í þínum stól
og svo mátti ég ráða hvar ég sat.
Mér fannst yfirleitt ekkert
skemmtilegt sjónvarpsefnið sem
þú valdir fyrir okkur en það var
bara svo gaman að horfa með
þér á sjónvarpið að það skipti
engu máli á hvað við horfðum.
Ég man líka eftir bröndurunum
þínum. Það var oft erfitt að vita
hvort þú værir að djóka eða ekki
þegar þú settir upp svipinn þinn.
Þá beið ég bara eftir því hvort
aðrir færu að hlæja og svo hló ég
líka. Mér fannst þú svo fyndinn.
Þú varst með skrítinn en
skemmtilegan húmor. Þess
vegna var svo gaman að búa til
öll leikritin fyrir ykkur ömmu
með Elísu frænku því þú hlóst
alltaf svo mikið og svo hátt. Þú
hvattir mig líka alltaf áfram í að
skapa, að mála, leika, syngja og
dansa og þér fannst ég alltaf frá-
bær. Ég mun halda því áfram.
Ég man líka eftir stóra brosinu
þínu sem ég fékk í hvert skipti
sem við hittumst og gleðinni á
meðan ég var hjá ykkur. Ég, þú
og amma í ísbíltúr að horfa á sól-
setrið í fjörunni, það var best.
Og líka hversu ánægður þú varst
með hattinn sem ég valdi handa
þér. Þér fannst hann flottasti
hattur í heiminum.
Ég sakna þín afi en ég veit að
þú ert á fallegum stað og von-
andi er þar til nóg af Pepsi Max
handa þér. Þín
Þórdís Freyja.
Þú sast í stólnum þínum og
horfðir á fréttir. Þá mátti ekki
trufla þig en það var akkúrat þá
sem það var mest spennandi að
gera það. Ég gerði það ekki oft,
en stundum var það bara nauð-
synlegt því þú varst ekki líkur
sjálfum þér svona alvarlegur og
einbeittur. Afar eiga að hlæja og
vera glaðir og þannig man ég
eftir þér. Alltaf tilbúinn að grín-
ast og hafa gaman.
Ég var afaljósið þitt. Það var
góð tilfinning, tilfinning sem lifir
í hverri minningu sem skýtur
upp kollinum þegar ég hugsa til
þín. Takk fyrir að hvetja mig
áfram í öllu sem ég gerði. Takk
fyrir að hringja eftir alla leikina
þar sem ég stóð mig vel og líka
þá sem mér fannst ég standa
mig illa. Takk fyrir að hvetja
mig áfram eftir hverja afhend-
ingu einkunna. Þú varst alltaf
ánægður með mig sama hvað.
Það situr eftir, minningin um
stoltan hjartahlýjan afa sem var
alltaf tilbúinn að sjá það já-
kvæða og hjálpa mér að byggja á
því til framtíðar.
Góða nótt afi minn, ég geymi
þín síðustu orð til mín í hjarta
um alla ævi og ég veit að þú
munt áfram leiða mína litlu
hönd. Þitt afaljós,
Ásmundur (Ási).
Þú komst í heiminn með látum
í svefnherbergi pabba og
mömmu á efstu hæð Hverfisgötu
4, systrahöllinni sem amma Dýr-
leif lét byggja. Mamma þurfti að
hafa mikið fyrir þér enda mæld-
ur stór, 25 merkur. Þú varst
yngstur og því kallaður okkar á
milli litli bróðir. Ég var í sveit á
sumrin og sá þig ekki fyrr en um
haustið. Man er mamma fór með
mig að líta litla bróður augum í
fyrsta skipti. Þú tókst á móti
mér með miklum handaslætti og
sterkum hljóðum. Fallegur,
greipst þétt í fingur minn, hélst
fast og lengi.
Svo liðu árin hratt. Þú komst
til mín þar sem ég var íþrótta-
kennari á Seyðisfirði. Ég keypti
og rak Hótel Snæfell. Vantaði
hjálparmann. Það var á síldarár-
unum 1963-66. Þar var mikið
fjör og fjölmennt. Þú alvanur af
Nöfinni hjá Skafta frænda.
Gekkst í öll störf fyrir stóra
bróður. Passaðir hótelið, sund-
höllina, sjoppuna og gestina. Það
var fullt karlmannsverk í þá
daga.
Þú laukst stúdentsprófi á
Laugarvatni með stæl og blaða-
mennskan heillaði. Namst þau
fræði m.a. í Noregi. Þú skólaðist
vel til á Tímanum hjá Þórarni og
Indriða G. og Sighvati á Alþýðu-
blaðinu. Morgunblaðið varð svo
þinn vinnustaður til fjölda ára,
m.a. sem fréttastjóri. Þakka þér
fyrir allar fréttirnar, greinarnar
og pistlana þína. Næmi þitt, líf-
legur tónn og hæfileiki til frá-
sagnar nutu sín vel þar. Við vor-
um ekki alltaf sammála þegar ég
birtist hjá ykkur syðra í borg-
inni. Landsbyggðarvælið í mér,
eins og þið bræðurnir nefnduð
það, fór illa í ykkur. Bróðir! Ég
stend við að hornið ykkar syðra
verður í djúpum vanda ef lands-
byggðin veikist enn meir en orð-
ið er.
Þorrablótin hjá Siggu og
Henning þar sem við hittumst
systkinin gleymast ekki. Þá var
oft létt yfir liðinu. Það var miður
að við náðum ekki að setja upp
leikverkið Og aldrei fór hann
suður sem þú færðir mér í af-
mælisgjöf. Ógleymanleg er
ömmu- og afaferðin Dýrleif/
Stefán sem við fórum sumarið
2010. Þú varst sögumaðurinn.
Hörð lífsbarátta þeirra með
börn sín í upphafi síðustu aldar
varð okkur ljóslifandi í frásögn
þinni þegar komið var við í Borg-
arfirði, Hofsósi, Bæ og úti í
Málmey. Enduðum svo á Nöf og
Hverfisgötunni á Sigló. Þú varst
byrjaður á samantekt fyrir
pabba- og mömmuferð Jóhann/
Friðþóra sem við úr þessu förum
seinna. Helgin sem við áttum
með ykkur Gústu undir Snæ-
fellsjökli með Stebbu Indriða og
Kiddý í bústað þeirra er gim-
steinn sem geymist í minning-
unni.
Manstu bróðir þegar við
sungum saman Kóngur einn dag
í sönghellinum undir jökli?
Hellisveggirnir tóku vel undir
og fleyttu hljómunum upp á
jökulinn og út í kyrrðina.
Mögnuð stund. Þakka þér fyrir
síðustu samverustund okkar á
Höfða í lok júní sl. Þú varst þrot-
inn kröftum en glettnin var á
sínum stað. Ég kom henni til
skila eins og ég lofaði á ættar-
mótinu okkar á Sigló fyrir
skömmu.
Kveðja til Dóru minnar. Hún
grípur gítarinn þegar þú birtist.
Þið syngið saman Danny Boy.
Ég bíð og hlusta. Ykkar er sárt
saknað. Við þökkum þér sam-
ferðina, litli bróðir. Þakka þér
fyrir að hafa verið til og vera
eins og þú varst. Alltaf sannur
og flottur. Gústa, fjölskylda og
vinir, Elmar og Lára, minning
um traustan góðan bróður og vin
lifir.
Þorvaldur Jóhannsson og
fjölskylda Seyðisfirði.
Nú er Freysteinn vinur okkar
allur en þó svo að hann sé ekki
lengur meðal vor hér á jörð mun
hann lifa áfram í hjörtum okkar.
Freysteinn var stór maður í
öllum skilningi þess orðs, hug-
umstór, hjartahlýr og síðast en
ekki síst vinur vina sinna, þetta
vitið þið öll sem þekktuð hann.
Við hjónin hittum Freystein
fyrst fyrir um 25 árum, hann
kom stormandi inn í fylgd Gústu
sinnar geislandi af gleði í
daufblástórköflóttri hvítri stutt-
ermaskyrtu með brjóstvasa þar
sem hann geymdi penna.
Eftir stutta kynningu verður
okkur litið niður og tökum þá
eftir skófatnaðinum og frúin
missir út úr sér: „Þú ert berfætt-
ur í sandölum eins og frelsarinn
forðum.“ Eftir nokkra þögn seg-
ir Freysteinn með nokkrum
þunga: „Væna mín, þetta eru
ekki sandalar, þetta eru Birken-
stock-skór.“ Svo kom skýringin,
að til þess að geta hugsað frjálst
og óheft þurftu tærnar að vera
frjálsar til að anda. Og hann
hafði svo sannarlega frjálsa og
óhefta hugsun, gat talað við alla
um allt, enda blaðamaður og
góður penni.
Aðeins einu sinni sáum við
hann í lokuðum skóm en það var
í afmæli þar sem hann hafði tek-
ið að sér veislustjórn, mætir ekki
kappinn í smóking með þver-
slaufu á glansandi lakkskóm og
þótt liðin séu 19 ár frá þessari
veislu eru menn enn að tala um
ræðuna sem hann hélt og tel ég
það nokkuð ljóst að hún var ekki
skrifuð í lokuðum lakkskóm.
Fljótlega eftir kynni okkar
stofnuðum við félag, Bond-félag-
ið, sem hafði það að aðalmark-
miði að sjá allar frumsýningar á
James Bond-myndum í VIP-sal
og þess á milli að rifja upp eldri
myndir heima í stofu og var þá
gjarnan drukkin Stella Artois
með eða jafnvel Frapin. Nú hef-
ur félögum fækkað í þrjá en það
verða keyptir fjórir miðar á
næstu frumsýningu og jafnvel
splæst í Pepsí Max á línuna. Þar
verður þú með okkur í anda,
kæri vinur.
Heimsóknir okkar til Ljúfa-
lands eða ykkar í Flatey eru
óþrjótandi uppspretta ljúfra
minninga, spjallið í heitu pott-
unum hér og uppi á Akranesi,
grillið sem varð gaslaust þar
sem þurfti að hrista gaskútinn
lengi til að klára að grilla bestu
steik sem við höfum smakkað.
Að heimsækja ykkur til Lond-
on var dásamlegt, þar varstu á
heimavelli, fréttablöðin og kaffi í
morgunsárið úti á pöbb, bóka-
búðir á hverju götuhorni, söfnin,
sagan, garðarnir og mannlífið,
maður lifandi.
Það var svo áreynslulaust að
vera vinur þinn, þú varst þú og
við vorum við, engin uppgerð
bara hjartahreinn vinskapur,
þín er sárt saknað. Gleði þín,
kærleikur og skopskyn mun
fylgja okkur um ókomin ár og
við treystum því að þú takir á
móti okkur með einum góðum
brandara þegar við komum yfir
móðuna miklu. Takk fyrir allt.
Elsku Gústa, við vottum þér
og allri fjölskyldunni okkar
dýpstu samúð.
Megi almættið styðja ykkur
og styrkja í sorginni.
Sigrún Sól og Ragnar
(Raggi).
Sumir kveðja, síðan ekki söguna meir.
Aðrir með söng er aldrei deyr.
(Þorsteinn Valdimarsson)
Þessi ljóðahending leitaði fast
á hugann þegar spurðist andlát
Freysteins Jóhannssonar,
blaðamanns og ritstjóra – góðs
vinar til margra ára. Hann
kvaddi veikur og þreyttur, en
hann lifði glaður og gefandi
lengst af sinni ævi. Og þannig
munum við minnast hans.
Freysteinn var djúpvitur
maður og bar stóra persónu.
Náttúruunnandi, hestamaður,
listunnandi og mannvinur var
hann. Skemmtinn, frásagnar-
glaður, ritfær og áhugasamur
um allt sem laut að mannlífinu,
umhverfinu, þjóðmálunum og
jafnvel innstu rökum tilverunn-
ar. Þannig var Freysteinn þegar
fundum okkar bar saman á tí-
unda áratugnum. Hann var mað-
ur sem „fyllti herbergið“ með
nærveru sinni eins og vinkona
okkar orðaði það nýlega.
Við fyrstu kynni vissi ég að
sjálfsögðu hver hann var, enda
störfuðum við bæði á þeim tíma
við fjölmiðla og ég hafði lesið
margt eftir hann sem vakti
áhuga og eftirtekt. Freysteinn
hafði fáum árum áður gengið
gegnum þunga reynslu við veik-
indi og missi fyrri konu sinnar.
Þegar við kynntumst, gegnum
sameiginlega vini, brosti lífið við
honum á ný og ástin sem hann
hafði fundið í eftirlifandi eigin-
konu sinni, henni Gústu. Nú er
hugur okkar hjá henni og öðrum
ástvinum.
Það var bjart yfir Freysteini á
þessum árum. Hann bar með sér
andlegan þrótt, gáfur og glað-
værð. Skrif hans báru þess vott
að hann var hamingjusamur
maður. Viðfangsefnin fjölbreytt,
viðtöl, umfjöllun um mannlíf, at-
vinnuhætti, bókmenntir og aðr-
ar listir, náttúruna og landið
okkar. Allt heillaði þetta Frey-
Freysteinn
Jóhannsson
HINZTA KVEÐJA
Freysteinn Jóhannsson
hélt upp á 60 ára afmælið
sitt með veizlu og að henni
lokinni gaf hann viðstödd-
um gestum ritið „60 myndir
handa þér“. Á blaðsíðu 13
segir í fyrirsögn:
Stóllinn þinn
„Hvernig
getur auður stóll
verið
svona fullur
af
fjarveru þinni“
Elsku Freysteinn, hafðu
þökk fyrir allt.
Bryndís og Magnús
Finnsson.