Morgunblaðið - 10.08.2019, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.08.2019, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2019 ✝ Oddný Sigur-rós Gunnars- dóttir, Rósa í Hvammi, fæddist 15. febrúar 1924 að Borgarfelli í Skaft- ártungu. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Klaustur- hólum, Kirkju- bæjarklaustri, 29. júlí 2019. Foreldrar henn- ar: Kristín Sigurðardóttir, f. 1892, d. 1967, og Gunnar Sæ- mundsson, f. 1886, d. 1971, bændur að Borgarfelli. Bræður Rósu eru Jón, f. 1922, d. 2012, Kristmundur, f. 1925, d. 1991, Sumarliði, f. 1927, og Jón Elimar, f. 1930. Þann 11.5. 1957 giftist Rósa Oddsteini R. Kristjánssyni bónda, f. 29.11. 1928. Foreldrar hans: Þorbjörg Jónsdóttir, f. 1893, d. 1985, og Kristján Páls- son, f. 1891, d. 1974, bændur að Skaftárdal á Síðu. Börn Rósu og Oddsteins eru: A) drengur f. d. 29.8. 1957 (síðar Eygló Rut, f. 1991, maki Böðvar Schram, f. 1990, barn: Anna Laufey, f. 2019, 2) Eydís Lilja f. 2002; E) Páll Símon, f. 1964, maki Jónína Jóhannesdóttir, f. 1962, börn: 1) Sigrún Heiða, f. 1981, maki Edvard Gíslason, f. 1982, börn: Samúel Þór, f. 2001, Sandra Björk, f. 2004, Gunnar Bjarki, f. 2008, Guðjón Snævar, f. 2011, Víkingur Berg, f. 2018, 2) Kristján, f. 1996. Rósa ólst upp á Borgarfelli og aðstoðaði við bústörfin bæði úti og inni allt frá bernsku. Hún vann á mæðraheimilinu í Reykjavík í nokkra vetur og hjúkraði ófáum og aðstoðaði innansveitar í gegnum árin. Um tíma var hún ráðskona í vega- vinnu og löngu síðar vann hún í sláturhúsi í Vík nokkur haust. Lengstan starfsferil, fyrir utan bústörfin, átti hún á dvalar- heimilinu Heiðarbæ á Kirkju- bæjarklaustri. Rósa og Oddsteinn hófu bú- skap að Skaftárdal en fluttu sig vestur yfir Skaftána að Hvammi í Skaftártungu 1973. Hún var alla tíð virk í kven- félagi Skaftártungu og í mörg ár söng hún í kirkjukór Grafar- kirkju. Útför Rósu fer fram frá Grafarkirkju í Skaftártungu í dag, 10. ágúst 2019, klukkan 13. nefndur Sigurður) B) Gunnar Kristján, f. 1958, kvæntur Sigurbjörgu Krist- ínu Óskarsdóttur, f. 1965, dætur 1) Sig- ríður Inga, f. 1981, gift Kristjáni Magnússyni, f. 1973, börn: Þor- steinn Helgi, f. 2003, Sigurbjörg Jóna, f. 2016; 2) Oddný Sigurrós, f. 1985, maki Gísli M. Ragnarsson, f. 1979, börn: Jón Bjarki, f. 2004, Snædís Liljurós, f. 2009; 3) Kristjana Rún, f. 1990, maki Elías A. Kristjánsson, f. 1983, 4) Díana Íva, f. 1994; C) Inga Björt Haf- dís, f. 1961, gift Brandi Jóni Guðjónssyni, f. 1960, börn: 1) Hrönn, f. 1984, maki Þórður G. Ingvason, f. 1979, börn: Lilja Dögg, f. 2004, Viktor Smári, f. 2007, Anna Pálína, f. 2014; 2) Þorsteinn, f. 1987, barn: Klara Björt, f.2016; D) Kristbjörg Elín, f. 1964, maki Tryggvi Agn- arsson, f. 1954, dætur hennar 1) En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið, og þín er liðin æviönn, á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýu og ást þú hafðir fram að bjóða. og hjá þér oft var heillastund Við hryggð varst aldrei kennd. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. Svo mamma kær vertu sæl, nú segir skilið að sinni. Þín geta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heitu, bljúgu þeli þér Ég þakka kynninguna, um göfugan og góðan vin ég geymi minninguna. (Höfundur ókunnur) Hafðu þökk fyrir allt og allt. Minning þín mun lifa í hjörtum okkar, elsku mamma. Páll Símon og Jónína. Elsku besta mamma mín er dáin! Það verður skrítið að halda áfram án þín, sem hefur alla tíð verið kletturinn í mínu lífi. Ég minnist með mikilli gleði uppvaxtaráranna heima á Skaft- árdal í fína húsinu okkar með garðinum, sem þú varst búin að nostra við og gera svo fallegan. Ég var 10 ára þegar við flutt- um svo að Hvammi, í gamla torfbæinn. Mér, sem barni, fannst þetta mjög spennandi, en ég get nú svo sannarlega sett mig í þín spor sem húsmóðir á bæn- um, lífsgæðin aftur um áratugi! Nokkrum árum síðar var byggt nýtt íbúðarhús í Hvammi og þú hannaðir þinn fallega garð þar. Einnig verð ég að minnast á skógræktina þína í brekkunni fyrir ofan Hvamm, „Rósulund“ sem við systkinin ætlum að passa vel upp á fyrir þig. Mikið líf og fjör var á heim- ilinu og oft gestkvæmt. Ófá sum- urin, þegar ég deildi rúmi með frænkum, sem fengu að vera hjá okkur. Fyrst upp á morgnana og síð- ust í rúmið á kvöldin, eflaust ekki langur svefn sumar nætur. En alltaf varst þú glöð og já- kvæð elsku mamma, aldrei heyrði ég þig kvarta. Ég fór ung að heiman í fram- haldsskóla, með þitt jákvæða veganesti í farteskinu. Alltaf gott að koma heim á hót- el mömmu, hlaðborð frá morgni til kvölds. Bakaðir flatkökur og kleinur, komin á tíræðisaldur. Lést ekkert stoppa þig. Lýsir því kannski best þegar þú negldir saman trékubba, bólstraðir þá með fallegu áklæði og hafðir í eldhúsinu til að standa upp á til að ná upp í efri skápana, þar sem þú jú glímdir við beinkröm í seinni tíð og minnkaðir með ár- unum. Ófáar voru gæðastundirnar sem ég átti með þér og pabba eft- ir að þið fluttuð í litlu íbúðina við Hjúkrunarheimilið á Klaustri og síðan í herbergið á Hjúkrunar- heimilinu. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem) Elsku mamma, hvíldu í friði. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Elska þig. Þín dóttir, Kristbjörg. Ef ég fer á undan þér inn í friðarbláinn, horfðu ekki á eftir mér ofan á moldarnáinn. Andinn lifir. Efnið fer eins og bliknuð stráin. En þroskavorið eilíft er. Aldrei verð ég dáinn. (Stefán Hannesson) Í dag verður til foldar borinn einn af mínum bestu vinum, tengdamóðir mín, Rósa í Hvammi. Hennar tími var kom- inn, hún fór sátt og sæl við dags- verkið sitt inn í nýja heima í þeirri fullvissu að góður hópur genginna ættingja og vina tæki á móti henni í blómabrekkunni hin- um megin þessa lífs. Ekki síst hlakkaði hún til þess að hitta hann Sigurð sinn! Gott skap gerir vinnuna létta – þessi einfalda setning lýsir henni kannski einna best því samneyti við hana gerði alla hluti betri og glettni hennar og smitandi glað- værð stytti og létti henni og sam- ferðafólki hennar margar stund- irnar í dagsins önn. Ekki fæddist hún með neina silfurskeið í munni og hún fékk sinn skammt af mótlæti, en æðruleysi hennar og lífssýn hjálpaði henni að tak- ast á við allar aðstæður og koma út úr þeim sem auðmjúkur sig- urvegari. Aldrei reyndi á það sem þá er hún missti frumburð- inn sinn í erfiðri fæðingu, en jafn- vel þær aðstæður gerði hún að góðum skóla inn í gegnum lífið, sátt við það hlutskipti sem sá sem öllu ræður skóp henni. Ég þekkti hana alla tíð, en kynntist henni þegar við Inga fórum að rugla saman reytum okkar fyrir nærri 40 árum síðan, og þó að ekki væri alltaf blíðviðri og logn í kring stóð vinátta okkar óhögguð frá fyrstu tíð. Nú þegar leiðir okkar skilur um sinn vil ég þakka henni fyrir allar samveru- stundirnar, samvinnuna, ráðin, spjallið, spilamennskuna, sög- urnar, matinn, kökurnar, og síð- ast en alls ekki síst alla ómet- anlegu hjálpina við mig og mína í gegnum lífið – og þessa yndislegu vináttu, drottinn minn hve hún var mér mikils virði! Gott geymi þig, vina mín, sjáumst í blómabrekkunni þegar minn tími kemur, ég veit að þú verður þar þegar ég mæti. Við Inga, Hrönn, Þorsteinn og fjölskyldur þeirra þökkum af al- hug fyrir samfylgdina og fyrir allt það sem Rósa var okkur og sendum Oddsteini og öðrum ást- vinum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur – minningin um yndislega ættmóður lifir. Brandur Jón Guðjónsson. Það var gaman að ná að kynn- ast Rósu, móður Kristbjargar minnar, aðeins. Bæði hún og Oddsteinn, eftirlifandi maður hennar, tóku mér eins og týnda syninum, fyrst í níræðisafmæli Oddsteins nú í desember og æ síðan. Raunar eins og fjölskylda hennar öll. Hvernig hefur lífið farið með þig Rósa? Húsafreyju austur í sveit, á stóru barnmörgu heimili, á stundum með stærstu búum landsins. Engin vandræði, erfitt? Nei. Sjaldan hef ég hitt fyrir eins lífsglaða, elskulega og jákvæða manneskju. Við fáum öll okkar skammt, en hvernig vinnum við úr honum? Ætli gæfa okkar og gengi í lífinu snúist ekki einmitt um það? Það var yndislegt að sjá fólkið hennar hópast að ættmóðurinni, þegar hún var að gera sig klára til að kveðja, sjá hvaða öfunds- verðu stöðu þessi kona hafði í hópnum sínum. Grátur og tan- nagnístran? Nei, ekki hjá henni; hún fékk það sem hún vildi þá: söng hópsins undir harmonikku- spili Gunnars sonar. Ég fékk að heyra fallegasta samtalið, með góðri móður og Kristbjörgu, elskandi dóttur, lífið gert upp og spáð í framtíðina. Ég er þakklát og sátt við allt og alla. Tilbúin að fara. Við hittumst síð- ar í blómabrekkunni okkar hin- um megin, Kristbjörg mín. Blessuð sé minning Rósu, þeirrar góðu fyrirmyndar. Megi Guð og góðar vættir vernda og styrkja eiginmann hennar, niðja, tengdafólk og aðra ástvini. Kær kveðja frá þeim sem gjarnan hefði viljað kynnast henni betur. Tryggvi Agnarsson. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H. J. H.) Ég tel mig hafa verið heppna að fá svona yndislega tengda- móður að gjöf, ég veit að ég er ekki hlutlaus en yndislegri konu er vart að finna. Tengdamóðir mín var ekkert bláeyg á lífið, stálgreind og minnug var hún og hafði skoðun á hlutunum, en jafn- framt var hún sanngjörn og til- litssöm til annarra. Hún var ávallt með svör við öllu og átti yf- irleitt góð ráð til að gefa mér óreyndri sem reyndri tengda- dóttur, hún var kát og skemmti- leg og vorum við góðar vinkonur, við áttum margar góðar stundir saman, sem ég naut allt til yfir lauk. Nú er leiðir skilur þakka ég henni fyrir allar þær stundir er við áttum saman. Elskulega tengdamóðir mín ég er þakklát fyrir allar þær gæðastundir er við áttum saman og fyrir öll þau dásamlegu faðmlög og allan þann hlýhug og styrk sem þú veittir mér og fjölskyldu minni, síðasta faðmlag þitt veitir mér styrk inn í framtíðina. Elsku Rósa, minning þín er ljós í lífi okkar er syrgjum. Guð styrki fjölskylduna alla á sorgar- og kveðjustund, þegar þú elsku Rósa mín nú kveður hið jarðneska líf. Hver minning þín er dýrmæt perla. Þín tengdadóttir Sigga Stína. Sigurbjörg Kristín Óskarsdóttir. Elsku amma. Það er ótrúlega furðulegt að þú skulir ekki vera með okkur lengur. Ég veit ekki alveg hvar ég ætti að byrja þetta. Þegar ég hugsa um þig kemur fyrst upp í hugann hvernig þú varst alltaf í góðu skapi, alltaf tilbúin að glensa og grínast og að sjálf- sögðu alltaf til í spil. Fyrstu minningarnar um þig gætu orðið svo margar, sagan af mér að stinga af úr barnavagn- inum er sennilega ofarlega, þú að reyna að kenna mér um garð- yrkju þegar það finnst ekki hræddari maður við býflugur og plönin okkar um að opna veit- ingastað. Seinna meir kemur upp í hugann skiptin þegar þú barðir í vegginn með áhaldi sem var næst hendi til að láta vita að það væri kominn matur – þótt ég væri sof- andi á annarri hæð hrökk ég við. Þín einskæra list við að geta fengið hvern sem er í heimsókn og smellt í veislu án nokkurrar fyrirhafnar, gestrisnin alveg fram í fingurgóma. Einnig að geta saumað og prjónað hvað sem er, það var aldrei sá tími þar sem ég átti ekki prjónað af þér, ég mun sakna þess. Þín verður sárt saknað. Kristján Pálsson. Amma, elsku amma Rósa. Ég á erfitt með að koma þessu í orð frá mér til þín og vefst það ein- staklega mikið fyrir mér þar sem það er nú oft ekki vandamál mitt að tala eða segja frá, þú hlærð líklega núna. En þannig er það að þú varst svo miklu meira en hægt er að lýsa. Þú varst svo mikið and- rúmsloftið, tilfinningin, nándin, hlýjan og kærleikurinn, líkt og þú ert í raun og veru orðin núna, þetta óáþreifanlega. Brosið og hláturinn sem ómar í eyrum mér við tilhugsunina og Oddný Sigurrós Gunnarsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og besta vinkona, GUÐBJÖRG ÞÓRISDÓTTIR, fyrrverandi skólastjóri og kennari, sem lést á Droplaugarstöðum við sólarupprás föstudaginn 2. ágúst, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju mánudaginn 12. ágúst klukkan 16. Einar Árnason Þóra Karítas Árnadóttir tengdabörn og barnabörn Okkar ástkæra eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, SIGRÚN JÓNÍNA JENSDÓTTIR græðari, lést á hjúkrunarheimilinu Seltjörn 2. ágúst. Hún verður jarðsungin frá Vídalínskirkju miðvikudaginn 14. ágúst klukkan 15. Hilmar Logi Guðjónsson Þorbjörg Helga Hilmarsdóttir Viðar Ágústsson Hafdís Hilmarsdóttir Bjarni Jón Jónsson Atli Logi Mørreaunet Hilmar Daði Bjarnason Sigrún Dís Bjarnadóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, HLÍF BORGHILDUR AXELSDÓTTIR, varð bráðkvödd fimmtudaginn 1. ágúst. Útförin fer fram í Langholtskirkju þriðjudaginn 13. ágúst klukkan 15. Axel Pétur Axelsson Tigist Wolde Werdofa Guðmundur Bragason Jóhanna Gísladóttir og barnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR ANDRÉSSON rafvirkjameistari frá Brekku í Dýrafirði, Gullsmára 10, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð þriðjudaginn 6. ágúst. Jarðsungið verður frá Digraneskirkju föstudaginn 16. ágúst klukkan 13. Helga Ottósdóttir J. Andrés Guðmundsson Sigríður J. Kristinsdóttir Eyþór Guðmundsson Þórunn Ó. Guðmundsdóttir Magnea Guðmundsdóttir Erlingur Skovsted barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæri SIGURVIN BJARNASON flugstjóri, lést af slysförum 27. júlí. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju 15. ágúst klukkan 15. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Flugbjörgunarsveitina á Hellu. Svanhildur Jónsdóttir Ólöf S. Sigurðardóttir Bjarni Kristmundsson Jón Þ. Sigurvinsson Guðrún Þorgeirsdóttir Berglind Ó. Sigurvinsdóttir Jón Ó. Gunnarsson Kristín B. Sigurvinsdóttir Ívar Elí Sveinsson og barnabörn SIGURJÓN JÓHANNESSON, fyrrverandi skólastjóri á Húsavík, andaðist mánudaginn 6. ágúst á 94. aldursári. Útför hans fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 17. ágúst klukkan 14. Jóhanna Antonsdóttir Jóhannes Sigurjónsson Sigríður Sigurjónsdóttir Guðmundur Örn Ingólfsson Guðrún Sigurjónsdóttir Einar Hrafnkell Haraldsson Guðmundur Sigurjónsson Haraldur Sigurjónsson Sif Gylfadóttir og aðrir aðstandendur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.