Morgunblaðið - 10.08.2019, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2019
Vonandi truflar allt Ed
Sheeran-umstangið í Laug-
ardalnum í dag ekki fólk sem
ætlar að styðja við bakið á ís-
lenska karlalandsliðinu í körfu-
bolta gegn Sviss í Höllinni.
Stuðningsmenn hafa að minnsta
kosti vonandi orðið varir við það
að öll bílaumferð í kringum Höll-
ina er bönnuð frá kl. 12 en leik-
urinn hefst kl. 13.
Það verður athyglisvert að
sjá hvernig okkar mönnum
gengur að eiga við Clint Capela,
leikmann Houston Rockets, und-
ir körfunni. Capela ákvað að
taka slaginn með Svisslend-
ingum í þessari forkeppni EM og
hann virðist hafa verið aðalmað-
urinn þegar Sviss vann Portúgal
í fyrsta leik sínum fyrir viku,
með 16 stig og 11 fráköst.
Síðan þá hefur Ísland tapað
fyrir Portúgal, með eins fárán-
lega naumum hætti og hugsast
getur, svo að Ísland verður
hreinlega að vinna sigur í dag.
Ekki bara til þess að draumurinn
um EM 2021 lifi heldur til þess
að tryggja breyttu landsliði okk-
ar mótsleiki við sterkar þjóðir
næstu tvo vetur.
Það verður hins vegar alltaf
ákaflega langsótt markmið að
komast alla leið á EM, þriðja
skiptið í röð. Það er vel raun-
hæft að enda fyrir ofan Portúgal
og Sviss í keppni þessara
þriggja liða nú í ágúst, en eftir
það tekur við undanriðill með
Finnlandi, Georgíu og Serbíu. Og
þar sem Georgía verður einn af
gestgjöfum EM 2021 skiptir
engu máli hvernig leikir
Georgíumanna fara, þeir fá að
fara upp úr riðlinum. Því þyrfti
Ísland að enda fyrir ofan ann-
aðhvort Finnland eða Serbíu,
silfurlið síðasta EM, til að kom-
ast á mótið. Þetta undirstrikar
kannski hve magnað afrek það
var að komast á síðustu tvö Evr-
ópumót í röð.
BAKVÖRÐUR
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
ENGLAND
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Birkir Bjarnason, landsliðsmaður
í knattspyrnu, rifti samningi sínum
við enska úrvalsdeildarliðið Aston
Villa 8. ágúst, á lokadegi enska fé-
lagaskiptagluggans. Birkir mun því
ekki leika með liðinu í ensku úrvals-
deildinni á komandi leiktíð en hann
gekk til liðs við Aston Villa frá sviss-
neska úrvalsdeildarliðinu Basel í
janúar 2017 og lék tvær og hálfa
leiktíð með Aston Villa í ensku B-
deildinni.
„Ég settist niður með for-
ráðamönnum félagsins eftir að und-
irbúningstímabilinu lauk og eftir að
hafa rætt málin vel og vandlega
komumst við að þessari niðurstöðu.
Við töldum að það væri best fyrir
alla aðila ef ég yfirgæfi félagið og
það varð að lokum raunin. Þetta ger-
ist frekar óvænt en að sama skapi er
mjög jákvætt að hafa klárað þetta í
gær (fyrradag) áður en enska fé-
lagaskiptaglugganum var lokað
þannig að ég hef enn þá tækifæri til
þess að ganga til liðs við enskt lið.“
Sáttur við niðurstöðuna
Birkir fékk fá tækifæri með Aston
Villa í ensku B-deildinni á seinni
hluta síðasta tímabils og kom aðeins
við sögu í tveimur leikjum með lið-
inu frá febrúarbyrjun til loka leik-
tíðar. Þrátt fyrir það tók hann virk-
an þátt í undirbúningstímabili Aston
Villa í sumar.
„Ég hefði að sjálfsögðu viljað spila
fyrir félagið á morgun (í dag) gegn
Tottenham, séstaklega eftir heilt
undirbúningstímabil með liðinu. Ég
spilaði mjög vel á undirbúnings-
tímabilinu og mér gekk vel persónu-
lega þannig að þetta er leiðinlegt í
því samhengi. Að sama skapi kom ég
ágætlega út úr þessum samnings-
slitum og heilt yfir þá er ég bara
sáttur við niðurstöðu mála,“ sagði
Birkir.
Aston Villa tryggði sér sæti í
ensku úrvalsdeildinni síðasta vor
eftir 2:1-sigur gegn Derby á
Wembley í umspili um þriðja og síð-
asta lausa sætið í ensku úrvalsdeild-
inni en liðið hafnaði í fimmta sæti
ensku B-deildarinnar á síðustu leik-
tíð.
Mikill áhugi fyrir hendi
„Það er vissulega svekkjandi að fá
ekki tækifæri til þess að taka slag-
inn í ensku úrvalsdeildinni með
Aston Villa en núna er bara
ákveðnum kafla á mínum ferli lokið
og þá tekur vonandi eitthvað annað
og betra við. Ég hef fundið fyrir
áhuga annars staðar frá eftir að það
var tilkynnt að ég væri á förum frá
Villa og ég ætla mér að taka góðan
tíma í að velja næsta áfangastað. Ég
get alveg viðurkennt það að ég er
kominn með einhver tilboð upp í
hendurnar en ég ætla ekki að ana út
í neitt á þessum tímapunkti. Ég von-
ast til þess að vera búinn að finna
mér nýtt félag fljótlega en við þurf-
um að bíða og sjá hvernig þetta
þróast.“
Vill spila á miðjunni
Birkir viðurkennir að hann sé
tilbúinn að stökkva strax á nýjan
samning, ef rétt tilboð berst, en
hann vonast til þess að spila sem
miðjumaður hjá næsta félagsliði
sínu.
„Ef rétta tilboðið kemur upp þá er
ég tilbúinn að skrifa undir á morgun
en annars er ég líka alveg tilbúinn
að bíða. Ég hef ekki sett mér neinn
tímaramma, hvenær ég vonast til að
klára þetta, og ég er ekki að drífa
mig að taka neina ákvörðun. Ég hef
ekkert á móti því að spila á kant-
inum með landsliðinu en ég vil semja
við félagslið þar sem ég fæ að spila
sem miðjumaður, annaðhvort djúp-
ur eða framliggjandi. Ég er opinn
fyrir öllu og við sjáum til hvaða til-
boð berast og hvað hentar mér best.
Núna snýst þetta fyrst og fremst um
það hjá mér að halda mér í góðu
formi og vera klár þegar ég hef
fundið mér nýtt lið,“ sagði Birkir
Bjarnason í samtali við Morg-
unblaðið.
Súrsætur viðskilnaður
við nýliðana í Aston Villa
Birkir Bjarnason er án félags Tímamót eftir tvö og hálft ár á Englandi
Morgunblaðið/Hari
Óvissa Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason er án liðs sem stendur en von-
ast til þess að verða kominn í nýtt félag áður en langt um líður.
Gylfi Þór Sigurðsson kemur til greina sem næsti fyrirliði
Everton í ensku úrvalsdeildinni, en knattspyrnustjórinn
Marco Silva staðfesti það á fréttamannafundi í gær.
„Ég mun ekki segja ykkur nafnið núna, en það verður
ekki mikil breyting frá því á síðasta tímabili. Þá höfðum
við Jags [Phil Jagielka], Leighton [Baines], [Seamus] Co-
leman og stundum Gylfa. Næsti fyrirliði verður einn af
þeim, en það kemur betur í ljós í fyrsta leik,“ sagði Silva
á fundinum.
Everton byrjar leiktíðina sína í dag þegar liðið sækir
Crystal Palace heim. Silva og hans menn ætla sér að
gera betur en á síðustu leiktíð þegar Everton endaði í 8.
sæti, og til þess hafa nýir leikmenn verið keyptir í sumar þó að búast megi
við að Gylfi verði áfram í lykilhlutverki. Silva horfir að minnsta kosti
hærra en til 8. sætis:
„Það er engin spurning. Ég þekki félagið og leikmennina betur núna og
allt er mun ljósara. Við ætlum okkur að gera betur í úrvalsdeildinni, fara
langt í báðum bikarkeppnunum. Við ætlum að gera eitthvað einstakt.“
Gylfi gerður fyrirliði í dag?
Gylfi Þór
Sigurðsson
Valdís Þóra Jónsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
komust ekki í gegnum niðurskurðinn eftir annan keppn-
isdag á Opna skoska meistaramótinu í golfi í gær. Raun-
ar voru þær báðar langt frá því eða sem nemur átta
höggum.
Valdís hafði byrjað mótið vel og leikið fyrsta hringinn
á pari, en náði ekki að fylgja því eftir í gær og lék þá á
átta höggum yfir pari. Valdís fékk sjö skolla og einu
sinni tvöfaldan skolla, en aðeins einn fugl.
Ólafía lék á fjórum höggum yfir pari í gær, rétt eins
og í fyrradag, en hún fékk fjóra skolla í gær og paraði
hinar fjórtán holurnar.
Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni, sem Valdís leikur í, og LPGA-
mótaröðinni sem Ólafía er með takmarkaðan þátttökurétt í.
Hin suðurkóreska Mi Jung Hur er efst eftir tvo hringi á -14 höggum, með
tveggja högga forskot.
Fjarri niðurskurðarlínunni
Ólafía Þórunn
Kristinsdóttir