Morgunblaðið - 10.08.2019, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2019
Á þessu sumri höf-
um við Íslendingar,
flestir, notið meiri veð-
urblíðu en okkur renn-
ur minni til. Það er illt
ef sú hamingja er
blandin sektarkennd
vegna ábyrgðar okkar
á loftslagsbreytingum
af mannavöldum. Ég
er ekki sannfærður um
að öll hlýnun jarðar
síðustu árin sé vegna bruna á elds-
neyti. Okkur hefur öllum verið sagt
frá sveiflum í veðurfari og það meira
að segja sveiflum eftir ísöld og þá síð-
ustu tíu þúsund árin. Okkur er holl-
ara að hafa meiri áhyggjur af af-
glöpum í stjórnun landsins.
Velferð Íslendinga veltur á yf-
irráðum yfir fiskimiðum, jarðeignum,
jarðhita og fallorku landsins. Ísland
er ríkt að auðlindum, sem geta
tryggt velsæld – þær má aldrei selja.
Í meira en tuttugu ár hefur ekki
tekist að stöðva veðsetningar á Ís-
landsmiðum. Veit þjóðin að þorskur
af Íslandsmiðum hefur löngum verið
verðlagður hærra í veröldinni, en
annað fiskmeti?
Jarðeign í landinu er mestanpart
einkaeign. Íslendingar eiga að hafa
frjálsa för um land sitt og jarðeig-
endur að hlíta lögum. Illt er að blóm-
legar byggðir verði leiksvæði auð-
manna og litlu betra er að þjóðin
verði leiguliðar í eigin landi, sem ein-
hverjir ungir bændur í Vopnafirði
álíta skárri kost.
Náttúruauðlindir landsins, stjórn
þess og samskipti við aðrar þjóðir er
okkar hamingjuhjól. Það er áhyggju-
efni ef þorskurinn hrekst af Íslands-
miðum vegna hlýnunar og sárara ef
hægt er að kenna sér um. Illt er ef
auður Íslandsmiða hverfur úr hönd-
um okkar vegna loftslagsbreytinga
eða til vondra auðmanna. Við því þarf
að bregðast.
Bruni eldsneytis
Ekki leggst ég gegn alþjóðlegu
samstarfi um brunavarnir á kolefn-
isbirgðum jarðar. Fullvel eigum við
að vita að langt er í að jarðarbúar
hætti að brenna kolum, olíu og gasi.
Um þær lausnir er mikið skrafað.
Ekki er það kjarnorkan. Geislun
þeirrar iðju verður
vandamál í tugþúsundir
ára. Ég lengi ekki mál
mitt með að ágæti vind-
orku og sólarorkuvera á
suðrænum slóðum leysi
orkuþörf mannkyns.
Sjálfbær orka fyrir
gráðug neyslusamfélög
er sýnilega takmörkuð.
Hlutfall okkar í
mannfjölda jarðar er
einn af hverjum 20.000
og lengi höfum við verið
einn Íslendingur fyrir hverja 1.000
Bandaríkjamenn. Það er göfugt að
þessi eini setji fögur fordæmi og sælt
þykir að finna fyrir sjálfsánægju-
hrokanum: „Ég vil víst vera montinn,
þá líður manni svo vel,“ sagði einn
fjögurra ára, þegar hann var ávít-
aður fyrir mont. Eigum við að spila
Íslandi úr höndum okkar með
grobbi?
Einbeittur er sá áróður í fjölmiðl-
um landsins, að í ljósi þess að nær
allt mannkyn spúir út koltvísýringi
sem aldrei fyrr, eigum við að hlaupa
til og sýna hvað við erum vitur og góð
– mannkyns- og jarðarfrelsarar.
Einn pistillinn var orðaður svo: „Ís-
land hefur allt sem þarf til forystu í
loftslagsmálum og bindingu koltví-
sýrings.“ Já vissulega! – vegna mik-
illa auðlinda, sem enn eru okkar. Ég
tek undir tilvitnunina um að við eig-
um að auka kolefnisbindingu og
minnka sóun, en við megum aldrei
selja frá okkur auðlindir Íslands.
Þær mega aldrei verða skiptimynt
upp í eitthvað annað. Sú gjörð væri
glæpur gegn óbornum kynslóðum.
Orkupakki 3
Í marga mánuði hefur verið deilt
hart um innleiðingu þriðja orkupakk-
ans. Þjóðin er klofin í málinu þvert á
flokka, þótt flokkslínur virðist ráða á
Alþingi. Þingmeirihluti virðist vera
fyrir að kaupa sér frið við Evrópu-
sambandið með því að samþykkja
regluverk, sem mun hindra að orku-
vinnsla og dreifing sé rekin á sam-
félagslegum forsendum. Reglur kap-
ítalismans skulu ráða.
Ég er ekki fróður um þriðja orku-
pakkann, en tek samt afstöðu studd-
ur rökum. Stysta röksemdin er í
Morgunblaðsgrein Ögmundar Jón-
assonar: „Guðlaugur Þór og Ari
Trausti vísi ekki veginn.“ Þar skrifar
Ögmundur:
„Minnumst þess að ekki eru liðnir
margir mánuðir síðan íslenskir skatt-
greiðendur voru þvingaðir með dómi
til að borga Högum og öðrum versl-
unarrekendum þrjá milljarða í
skaðabætur af völdum laga sem Al-
þingi Íslendinga hafði sett en þóttu
brjóta gegn „fjórfrelsi“ ESB/EES.
Hver hefði trúað þessu að óreyndu?“
Í málinu er vafi og Evrópu varðar
ekkert um hvernig höndlað er með
rafmagn hér ef enginn er sæstreng-
urinn.
Ég frábið mér að vera stimplaður
fórnarlamb spunameistara
„hræðsluáróðurs, þjóðernisrembu og
þjóðernispopúlisma“, en svo skrifa
aðrir spunameistarar, um þá sem eru
þeim ekki sammála.
Einn Íslendingur er ekki aflögu-
fær til hinna 19.999 í veröldinni. Við
björgum ekki fátæklingum veraldar
þótt við verðum þau gauð að láta
orkuvarga Evrópu stela fallvötnum
og jarðvarma landsins í kjölfar inn-
leiðingar þriðja orkupakkans.
Flokksfundir
Ég hef veitt Vinstri grænum
stuðning minn frá upphafi. Flokk-
urinn hefur til þessa staðið vörð um
hagsmuni Íslands gegn auðvaldi
heimsins. Nú bregður svo undarlega
við að forysta flokksins hefur „turn-
ast“ og treystir þeirri vörn að aldrei
verði lagður sæstrengur. Það tel ég
sjálfsblekkingu. Ekki trúi ég að gras-
rót flokksins sé sátt við stefnuna.
Hvergi hef ég rekist á fréttir um að
efna eigi til almennra funda innan
flokksins.
Fyrir liggur að taka þarf ákvörðun
um örlög þjóðar, og því spyr ég:
Verður ekki boðað til flokksfunda hjá
Vinstri grænum á næstu dögum?
Auðlindir Íslands
Eftir Tómas
Ísleifsson
Tómas Ísleifsson
» Fyrir liggur að
taka þarf ákvörðun
um örlög þjóðar og því
spyr ég: Verður ekki
boðað til flokksfunda
hjá Vinstri grænum
á næstu dögum?
Höfundur er líffræðingur
linekra@simnet.is
Það var góð grein í blaði þar sem farið
var yfir heyskaparútlit og talað við
bændur og ráðunauta um ástand og
horfur í þeirri atvinnugrein, sem
lengst af var hornsteinn mannlífs og
byggðar.
Ekki þarf þó lengur að óttast hor-
felli eða menn flosni upp þó að illa
hirðist taðan eitt sumarið en þó þykir
sjálfsagt að segja frá í fjölmiðlum
hvernig gangi og hvort allt smelli
saman og sleppi til. Þá geta menn far-
ið rólegir á fjall og smalað afréttinn
„undir bláhimni“ með góðri samvisku.
Þó að búast megi við að þeir sem
lesa svona heyskapargreinar séu vel
informeraðir og þekki fagmálið þótti
viðmælendum vissara að „þýða“ og
skýra sumt af því sem fram kom.
T.d. var útskýrt að „háin væri vöxt-
ur grassins eftir fyrri slátt“. Annar
viðmælandi tók fram, huggandi, að
bændur ættu fyrningar og bætti við
til öryggis að „fyrningar væru hey-
birgðir frá fyrra ári“.
Gott að vita þetta en mig grunar að
þeir sem þurfa þessar viðbótar-
skýringar muni síst lesa slíka grein.
En maður veit aldrei.
Sunnlendingur
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Þýtt á milli kynslóða
Spretta Fyrri sláttur á Suðurlandi.
Undanfarið hefur
Arnar Þór Jónsson hér-
aðsdómari skrifað
nokkra pistla varðandi
3. orkupakkann. Pistl-
arnir eiga það sameig-
inlegt að hafa verið
settir fram á skýran
hátt og álitamálin sem
fylgja OP3 hafa verið
útskýrð á þann hátt að
flestir geta skilið þó að
málið sé í eðli sínu flókið. Pistlaskrif
héraðsdómarans hafa valdið þó
nokkrum usla í röðum þeirra sem
keyra vilja orkupakkann í gegnum
Alþingi sama hvað. Héraðsdómarinn
hefur enda bent á með rökum og af
þekkingu það fullveldisframsal sem
samþykkt orkupakkans fylgir og
hvernig samþykkt hans reynir á
stjórnarskrána svo um munar. Arnar
Þór hefur einnig tekið undir málflutn-
ing þeirra sem haldið hafa því fram
að s.k. lagalegir fyrirvarar sem ríkis-
stjórnin hefur boðað haldi ekki vatni
og muni reynast gagnslausir fyrir
dómstólum. Þeir sem keyra vilja
pakkann í gegn sama hvað láta ekki
bjóða sér að heiðarlegir fræðimenn
og fagmenn láti í sér heyra um OP3
og hafa því hafið þöggunarherferð á
hendur héraðsdómaranum. Í þögg-
unarherferðinni er einnig látið í það
skína að pistlaskrif héraðsdómarans
geti haft afleiðingar í för með sér fyr-
ir hann. Rétt er að taka fram að ann-
ar nafngreindur héraðsdómari hefur
haft sig í frammi í umræðunni um
OP3 á rammpólitískum nótum en
hann „sleppur“ vegna þess að hann
hefur skrifað pantaða greinargerð í
málinu fyrir utanríkisráðherra. Um-
ræðan um OP3 hefur um margt verið
á villigötum. Sumir sem haft hafa sig í
frammi í umræðunni hafa einkum
haft að leiðarljósi að uppnefna þá sem
hafna vilja pakkanum og tíundað
meinta vansa þeirra en minna hefur
farið fyrir rökum sem varpað geta
ljósi á málið og því síður þekkingu á
málefninu. Það er því fagnaðarefni að
virtur lögmaður eins og Arnar Þór
Jónsson skuli stíga fram og fjalla um
OP3 á jafn ábyrgan faglegan og upp-
lýsandi hátt og hann hefur gert. Það
sýnir einmitt best hversu flókið orku-
pakkamálið er að fræðimenn og lög-
spekingar skuli ekki vera á einu máli
um áhrif samþykktar hans. Sú stað-
reynd er svo einmitt ástæða til þess
að staldra við og gaumgæfa málið
betur í stað þess að þjösna því í gegn-
um Alþingi þrátt fyrir andstöðu
meirihluta þjóðarinnar við málið sem
ítrekað hefur komið fram í könn-
unum. Þessi rök hrína hvorki á sam-
fylkingarflokkunum þremur sem
dreymir um lögheimili
Íslands í Brüssel né
ríkisstjórnarflokkunum
sem hafa ekki fengist til
að hlusta á rök í málinu,
ekki fengist til að hlusta
á óbreytta flokksmenn
sína og hanga á innleið-
ingu pakkans – svo illa
reifað – eins og hundar
á roði. Ekki hefur feng-
ist uppgefið hvaða hags-
munir Sjálfstæð-
isflokksforystunnar eru
svo mikilvægir að þeir yfirskyggi
áhyggjur og andstöðu meirihluta
landsmanna við OP3. Reyndar hefur
einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins
dregið upp úr pússi sínu blekkingu í
ætt við fyrirvarana sem urðu til þess
að friða áhyggjufulla þingmenn á sín-
um tíma. Nú er sem sagt boðið upp á
þjóðaratkvæðagreiðslu gegn því að
sæstrengur verði lagður eftir innleið-
ingu orkupakkans sjálfs! Þvílík ein-
feldni, þvílíkar blekkingar, en þær
hafa ekki virkað og óbreyttir
sjálfstæðismenn hafa nú blásið til
undirskriftasöfnunar til að reyna að
hafa vit fyrir forystu sinni. Öðruvísi
mér áður brá. Nú síðast skaust fram
á sviðið þingmaður Samfylkingarinn-
ar í því augnamiði að reyna að koma
höggi á Arnar Þór Jónsson. Nokkuð
hátt er reitt og þöggunartilburðir
hafðir uppi en höggið er – vindhögg.
Þingmaðurinn telur nauðsyn mesta
til að skilja OP3 að mæta á fund-
i,hlusta og skilja. Nú hef ég ekki
kannað mætingu þingmannsins á
fundi en hlustað hefur hún ekki. Ekki
á höfuðgúrú Samfylkingar hvað
EES-samninginn varðar, ekki á þá
þingmenn sem sátu þing við sam-
þykkt Íslendinga við EES-samn-
ingnum og goldið hafa varhug við
OP3, ekki á forystu ASÍ, ekki á
garðyrkjubændur, ekki á þá fjölda-
mörgu sem tekið hafa til máls undir
merkjum Orkunnar okkar og mælt af
þekkingu. Svo næst þegar þessi þing-
maður vill kenna okkur hinum er
ágætt að hafa fetað slóðina sjálf. Að
lokum hvet ég Arnar Þór Jónsson til
frekari greinaskrifa um OP3. Okkur
veitir ekkert af þekkingu og yfirveg-
un í umræðuna.
Deilt við dómarann
Eftir Þorstein
Sæmundsson
»Nú er sem sagt boðið
upp á þjóðarat-
kvæðagreiðslu gegn því
að sæstrengur verði
lagður eftir innleiðingu
orkupakkans sjálfs!
Þorsteinn Sæmundsson
Höfundur er þingmaður Miðflokksins
í Reykjavíkurkjördæmi suður.