Morgunblaðið - 10.08.2019, Blaðsíða 25
25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2019
Pöntun Vel hefur viðrað til að snæða utandyra að undan-
förnu, hvort sem það er á veitingahúsum eða heima fyrir.
Arnþór Birkisson
Á undanförnum vikum hafa
birst í nokkrum íslenskum fjöl-
miðlum greinar og umfjallanir
um málefni Xinjiang-héraðs í
Kína þar sem birtar hafa verið
nokkrar rangar og misvísandi
upplýsingar. Í þeirri viðleitni að
hjálpa hinum almenna lesanda
að öðlast raunsannan skilning á
ástandinu í Xinjiang-héraði,
langar mig að útskýra nokkur
atriði í þessu sambandi með eft-
irfarandi staðreyndum:
1. Í Xinjiang búa margir þjóðernishópar.
Xinjiang Úýgúr-sjálfstjórnarhéraðið er í
Norðvestur-Kína og er eitt fimm sjálfstjórn-
arhéraða Kína. Í héraðinu búa fulltrúar allra
þjóðernishópa í Kína, en af þeim eru Úýgúrar
(48%) og Han-Kínverjar (37%) fjölmennastir.
Xinjiang er ekki einungis heimahérað allra
þjóðernishópanna, heldur einnig órjúfanlegur
hluti föðurlands kínversku þjóðarinnar.
2. Xinjiang-hérað hefur löngum verið þjakað
af hryðjuverkum og trúarofstæki.
Síðan um 1990, og sérstaklega eftir hryðju-
verkaárásirnar í Bandaríkjunum 11. sept-
ember 2001, hafa hryðjuverka-, trúarofstækis-
og aðskilnaðarhreyfingar í Kína og víða í heim-
inum skipulagt og framkvæmt þúsundir of-
beldisfullra hryðjuverka og má þar nefna
sprengingar, launmorð, eitranir, árásir, óró-
leika og uppþot, sem hafa valdið dauða fjöl-
margra saklausra borgara og löggæslumanna,
auk þess að valda umfangsmiklu eignatjóni.
Þessir hræðilegu glæpir, framdir af hryðju-
verkamönnum, hafa valdið öllum þjóðern-
ishópunum í Xinjiang-héraði ómældum hörm-
ungum, og grafið undan vaxandi friðsæld
hversdagslífs í héraðinu. Þessar árásir hafa
jafnframt brotið á mannréttindum hins al-
menna borgara af öllum þjóðernishópunum í
Xinjiang-héraði, sem eru rétturinn til lífs,
heilsu, eignamyndunar og þróunar ásamt al-
mennri mannvirðingu.
3. Það er mjög brýnt að berjast gegn hryðju-
verkum og trúarofstæki í samræmi við lands-
lög.
Baráttan gegn hryðjuverkum,
og að uppræta trúarofstæki, er al-
heimsverkefni, sem ætti að vera
sameiginlegt fyrirbyggjandi átak
þjóða heims. Þar sem yfirvöld í
Xinjiang-héraði standa frammi
fyrir þeirri alvarlegu hættu sem
stafar af yfirvofandi hryðjuverk-
um og þeim vilja almennings af
öllum þjóðernishópum til að berj-
ast gegn hryðjuverkum, hafa þau
tekið þau skref sem lögin leyfa til
að hindra og uppræta ofbeldisfulla
glæpi. Á sama tíma og trúfrelsi,
lögbundin réttindi og hagsmuna-
mál einstaklinga og samtaka eru virt og vernd-
uð, er mikilvægt að berjast af hörku gegn
hvers konar hryðjuverkum og skoða ýmsar að-
ferðir við að uppræta og brjóta upp ofbeldis-
fulla trúarofstækishópa. Í þessum tilgangi hafa
verið settar upp hinar svokölluðu „menntunar-
og starfsþjálfunarmiðstöðvar“ sem miða að því
að veita þeim aðilum sem hafa ánetjast ofbeld-
isfullu trúarofstæki, menntun og þjálfun,
þannig að þeir geti snúið aftur til samfélagsins,
í staðinn fyrir að grípa þessa einstaklinga og
handtaka, eftir að þeir hefðu hugsanlega orðið
valdir að hryðjuverkum og valdið bæði öðrum
og samfélaginu ómældum skaða.
Þessi leið er fyrst og fremst fyrirbyggjandi
varúðarráðstafanir. Það er enginn munur á
starfsþjálfunarmiðstöð og heimavistarskóla.
Nemendur fá kennslu í hinu sameiginlega
þjóðartungumáli, kennslu í almennum lögum
ásamt starfsþjálfun og hjálpar þetta þeim að
verða víðsýnni og draga úr öfgafullum skoð-
unum. Nemendurnir geta reglulega farið í frí
og beðið um leyfi þegar á þarf að halda og verið
í sambandi við fjölskylduna með bæði símtöl-
um og myndsímtölum. Fjölskyldur eru einnig
velkomnar í heimsókn í miðstöðvarnar. Eftir
að námi lýkur fá nemendur ráðgjöf um bæði
störf og viðskiptatækifæri frá skólanum og
hinu opinbera. Þjálfunarmiðstöðvarnar bjóða
frítt húsnæði og tryggja öll grundvallarréttindi
nemandans samkvæmt lögum til að vera virkir
þátttakendur í náminu, lífinu og afþreyingu.
Þjálfunarmiðstöðvarnar eru á engan hátt
fangabúðir. Eftir dvöl og nám í búðunum frá
héraðinu upplifir nú hamingjusamt, innihalds-
ríkt líf ásamt því að íbúar upplifa sig öruggari
en áður, einnig eru íbúar héraðsins almennt
mjög sáttir við stefnu stjórnvalda.
5. Aðgerðir yfirvalda í Xinjiang gegn hryðju-
verkum og trúarofstæki eru litnar jákvæðum
augum af alþjóðasamfélaginu
Áskorun Xinjiang snýr að baráttu gegn
hryðjuverkum og trúarofstæki, frekar en að
trúfrelsi og mannréttindum. Síðan á síðasta ári
hafa menntunar og starfsþjálfunarmiðstöðv-
arnar tekið á móti þúsundum gesta frá fjöl-
miðlum, diplómötum, sérfræðingum, mennta-
mönnum, fulltrúum frá mannréttindasamtök-
um og trúarhópum frá tugum landa.
Langflestir þessara gesta álíta að mennt-
unar og starfsþjálfunarmiðstöðvarnar séu
raunhæf leið til að draga úr ofbeldinu sem
fylgir hryðjuverkum og útbreiðslu trúarof-
stækis. Nýlega undirrituðu sendiherrar á
skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Genf, frá 50
ríkjum frá Asíu, Afríku, Suður-Ameríku og
Evrópu, undir yfirlýsingu til forseta Mannrétt-
indaráðs Sameinuðu þjóðanna og skrif-
stofustjóra mannréttindamála. Í yfirlýsingunni
var fjallað mjög jákvætt um þróun samfélags
og efnahags í Kína, einnig var lofsorði lokið á
árangur Kína í baráttunni gegn hryðjuverkum
og trúarofstæki, ásamt verndun mannréttinda.
Í yfirlýsingunni er einnig lýst stuðningi við
stefnu Kína í málefnum Xinjiang og mennt-
unar og starfsþjálfunarmiðstöðvarnar og aðrar
varnir gegn hryðjuverkum sem hafa stutt við
grunn mannréttindi íbúa svæðisins.
„Það er ekki hægt að vita hvar skórinn
kreppir nema að þú mátir hann.“ Íbúar allra
þjóðernishópa í Xinjiang, ásamt kínversku
þjóðinni eru best til þess fallnir að fjalla um
málefni Xinjiang. Við vonumst til að almenn-
ingi á Íslandi auðnist að horfa á málefni Xinji-
ang frá hlutlausum sjónarhóli og trúi ekki í
blindni sögusögnum og einhliða fréttaflutningi
fjölmiðla. Við bjóðum ykkur öllum að koma í
heimsókn á svæðið og sjá með eigin augum
fegurð landslagsins og þær jákvæðu breyt-
ingar sem hafa átt sér stað í Xinjiang-héraði.
Eftir Jin Zhijian » Þjálfunarmiðstöðvarnar
bjóða frítt húsnæði og
tryggja öll grundvallarréttindi
nemandans samkvæmt lögum.
Jin Zhijian
Höfundur er sendiherra Kína á Íslandi.
Nokkrar staðreyndir um ástandið í Xinjiang-héraði
nokkrum mánuðum upp í ár, geta flestir nem-
endurnir fengið vinnu og hjálpað til við að reisa
fjölskyldu sína úr örbirgð, og er það í samræmi
við stefnu stjórnvalda að útrýma fátækt.
Í rauninni er innblásturinn fyrir þessa að-
ferð sem er notuð í Xinjiang fengin frá ýmsum
vestrænum ríkjum sem hafa reynt ýmsar að-
ferðir til „af-öfgavæðingar“. Evrópuríki hafa
sum hver komið inn í framhaldsskóla námsefni
sem á að draga úr öfgavæðingu, sett nýjar
reglur sem banna klæðnað sem hylur andlit og
líkama og fylgjast grannt með fólki sem aðhyll-
ist trúarofstæki. Almennt má segja að þessar
menntunar- og starfsþjálfunarmiðstöðvar séu
framtak sem miðar að því að hindra hryðju-
verk og eru mikilvægt framlag Kína til hinnar
alþjóðlegu baráttu gegn hryðjuverkum.
4. Xinjiang er frjálst og öruggt svæði.
Yfirvöld í Xinjiang hafa tekið mörg skref til
að varðveita trúfrelsi íbúa og vernda menning-
ararf og menningarréttindi allra minni-
hlutahópanna til að nota sitt eigið tungumál, í
héraði þar sem 10 þjóðernishópar aðhyllast
Íslam, eru 24.400 moskur, sem gerir um eina
mosku á hverja 530 múslima sem er með því
mesta sem gerist í heiminum. Hefðbundin trú-
ariðkun og hefðir og venjur hvers hóps eru
vernduð með lögum og aðlöguð að nútímanum.
Tungumál minnihlutahópanna eru víða notuð í
dómstólum, stjórnsýslu, menntun og fjöl-
miðlum, bæði í blaðaútgáfu, útvarpi og sjón-
varpi, sem og á netinu og á samfélagsmiðlum.
Réttindi allra, kvenna, barna, aldraðra og fatl-
aðra eru að fullu viðurkennd og vernduð með
lögum.
Þessar aðgerðir sem miða að því að berjast
gegn hryðjuverkum og uppræta trúarofstæki
og hafa verið notaðar í Xinjiang hafa reynst ár-
angursríkar. Engar hryðjuverkaárásir hafa
verið gerðar í Xinjiang-héraði í næstum þrjú
ár. Í héraðinu ríkir nú félagslegur stöðugleiki
meðal allra þjóðernishópana. Almenningur í
Nýlega lauk þingi Al-
þjóðavinnumálastofn-
unarinnar, Alþjóðavinnu-
málaþinginu, sem var hið
108. í röðinni. Þess var
minnst með margvís-
legum hætti að öld er lið-
in frá því að stofnunin hóf
starfsemi árið 1919.
Henni var sett það mark-
mið að ráða bót á fé-
lagslegum vandamálum
sem öll ríki áttu við að
stríða og aðeins yrði sigrast á með sam-
eiginlegu félagslegu átaki þjóðanna.
Bjargföst trú þeirra fulltrúa rík-
isstjórna, atvinnurekenda og launafólks
sem mótuðu Alþjóðavinnumálastofn-
unina var að varanlegur friður yrði ekki
tryggður nema félagslegu réttlæti væri
fyrst komið á innan þjóðfélaganna.
Óréttlæti væri uppspretta árekstra sem
leiddu til styrjalda þjóða í milli. Þessir
fulltrúar höfðu fyrir augunum sviðna
jörð og húsarústir og áttu margir hverj-
ir um sárt að binda eftir gífurlegar
mannfórnir í fyrri heimsstyrjöldinni.
Fjölmargir þjóðarleiðtogar og for-
ystumenn í félags- og vinnumálum sóttu
þingið af þessu tilefni. Nefna má forseta
Ítalíu, Frakklands, Gana og Suður-
Afríku. Enn fremur fjölmarga forsætis-
ráðherra. Í þeim hópi voru forsætisráð-
herrar Noregs, Svíþjóðar, Lúx-
emborgar, Bretlands, Nepals o.fl.
Aldrei í sögu samtakanna hafa jafn
margir sótt þingið, eða rúmlega sex
þúsund fulltrúar ríkisstjórna, samtaka
atvinnurekenda og samtaka launafólks.
Eitt af mikilvægustu verkefnum Al-
þjóðavinnumálaþingsins er að fara yfir
árlega skýrslu sérfræðinganefndar
stofnunarinnar um framkvæmd aðild-
arríkjanna 187 á þeim alþjóða-
samþykktum um félags- og
vinnumál sem þau hafa full-
gilt. Framkvæmd Tyrklands
á alþjóðasamþykkt um fé-
lagafrelsi var meðal þess
sem kom til kasta þingsins.
Fulltrúar launafólks voru
mjög gagnrýnir á ástandið í
landinu og röktu mörg dæmi
um það hvernig stjórnvöld
hefðu komið í veg fyrir
starfsemi stéttarfélaga sem
væru þeim ekki að skapi.
Einnig var rakið hvernig
tugir þúsunda höfðu verið
hnepptir í varðhald vegna
upploginna fullyrðinga um stuðning við
misheppnað valdarán fyrir nokkrum ár-
um.
Undirbúningur fyrir afmælisárið
hófst fyrir þremur árum. Aðildarríkin
voru hvött til þess að stofna til um-
ræðna og rannsóknarverkefna um við-
brögð við fyrirsjáanlegum breytingum
á skipulagi vinnunnar og vinnuum-
hverfi. Norðurlöndin svöruðu þessu
kalli með sameiginlegu verkefni sem
fólst í árlegum ráðstefnum um afmark-
aða þætti félags- og vinnumála. Loka-
hnykkurinn í norræna verkefninu var
ráðstefna sem haldin var í Hörpu dag-
ana 4. og 5. apríl sl. Sameiginlegt álit
var að þessi ráðstefna hefði borið af
bæði hvað varðaði skipulag og umræð-
ur. Nefnd á vegum Alþjóðavinnu-
málastofnunarinnar, sem laut m.a. for-
mennsku Stefan Löfvens,
forsætisráðherra Svíþjóðar, vann úr
rannsóknum og gögnum frá ráð-
stefnunum sem haldnar voru í tilefni af
aldarafmælinu og birti í skýrslu. Í henni
áttu sæti þjóðarleiðtogar og for-
ystumenn samtaka atvinnurekenda og
launafólks á alþjóðavísu. Efni skýrsl-
unnar var til umfjöllunar í sjö áhuga-
verðum pallborðsumræðum á Alþjóða-
vinnumálaþinginu. Helsta niðurstaðan
Eftir Ásmund
Einar Daðason » Framkvæmd Tyrklands
á alþjóðasamþykkt um
félagafrelsi var meðal þess
sem kom til kasta þingsins.
Ásmundur Einar
Daðason
Höfundur er félags- og barnamálaráðherra.
Aðgerðir gegn einelti
og ofbeldi á vinnustöðum
er sú að leggja þarf áherslu á endur-
menntun og þjálfun auk félagslegs
stuðningskerfis sem gefur fólki tæki-
færi til að bregðast við óumflýjanlegum
breytingum sem fylgja nýrri tækni og
breyttum verk- og framleiðsluháttum.
Fyrir þessu afmælisþingi Alþjóða-
vinnumálastofnunarinnar lágu tillögur
að nýrri alþjóðasamþykkt og tilmæli um
nánari útfærslu á aðgerðum gegn ein-
elti og ofbeldi á vinnustöðum. Um var
að ræða síðari umræðu en fyrri umræða
fór fram á þinginu árið 2018 og lauk í
miklum ágreiningi sem m.a. snerist um
skilgreiningar og upptalningu hópa sem
gætu talist í hættu á að verða fyrir að-
kasti vinnufélaga. Eftir mjög strembn-
ar umræður tókst góð samstaða í þing-
nefndinni sem hélt til loka þingsins.
Tillagan að samþykkt og tilmælum naut
víðtæks stuðnings þingfulltrúa. Gildi
þessara gerða felst í því að með þeim er
lagður grunnur að aðgerðum til að
skapa vinnuumhverfi sem byggist á
virðingu fyrir mannlegri reisn og er
laust við hvers konar ofbeldi og einelti.
Ég hef þegar óskað eftir því við sam-
starfsnefnd félagsmálaráðuneytisins og
helstu samtaka atvinnurekenda og
launafólks um málefni Alþjóðavinnu-
málastofnunarinnar að hún taki sam-
þykktina til umfjöllunar með það fyrir
augum að Ísland verði í hópi þeirra
ríkja sem fyrst fullgilda þessa nýju
alþjóðasamþykkt sem hefur ekki síst
það markmið að tryggja mannsæmandi
vinnuumhverfi.