Morgunblaðið - 10.08.2019, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.08.2019, Blaðsíða 42
Hafdís Hannesdóttir Við andlát Haf- dísar Hannesdóttur félagsráðgjafa koma í hugann ótal minn- ingar frá árunum sem við unnum saman í Öskjuhlíðarskóla og í At- hugunar- og greiningardeildinni í Kjarvalshúsi, en til þessara staða réðst Hafdís til starfa eftir að hún fluttist heim til Íslands eftir nám og störf í Noregi. Verkefnin voru að hluta til samþætt en einnig sjálfstæð. Í Öskjuhlíðarskóla sá Hafdís m.a. um vistun nemenda utan af landi sem stunduðu nám við skólann og vann í sérfræði- teymi skólans. Í Kjarvalshúsi voru viðtöl við foreldra barnanna, sem þar dvöldu meðan greiningar- vinna fór fram, meginverkefnið auk samstarfs við aðra sérfræð- inga. Þegar Greiningar- og ráð- gjafastöð ríkisins var stofnuð 1986 og tók við verkefnum Kjarvals- húss fluttist Hafdís þangað. Störf Hafdísar voru vandasöm og kröfð- ust góðrar faglegrar þekkingar og innsæis. Vandi barnanna var um leið vandi foreldranna. Aðstæður þeirra voru misgóðar og stuðning- ✝ Hafdís Hann-esdóttir fædd- ist 19. febrúar 1950. Hún lést 24. júlí 2019. Útför Hafdísar fór fram 2. ágúst 2019. ur og skilningur á eðli vandamála ekki alltaf sem skyldi. Fagmennska og vandvirkni Hafdísar varð okkur fljótt ljós sem störfuðum náið með henni, áhugi hennar einlægur og hún fylgdi verkefn- um sem henni voru falin vel eftir og lét ekki dragast úr hömlu að finna ásættanlegar lausnir. Starfið sem hún tók að sér við komuna til landsins var hið sama allt til þess að hinn erfiði MS-sjúkdómur útilokaði þátttöku á vinnumarkaði. Sú von Hafdísar að lækning fyndist rættist því miður ekki þannig að hún nyti góðs af. Eins og við var að búast eign- aðist Hafdís marga góða vini á báðum „starfstöðvunum“ enda af- ar félagslynd, trygglynd og raun- góð. Eftir því sem árin liðu urðu fundir okkar færri. Í síðustu heimsókn minni í fyrra var Hafdís kát og hress þrátt fyrir hið erfiða hlutskipti. Ég kvaddi hana þá full aðdáunar á óþrjótandi baráttu. Ég kveð hana nú með einlægri þökk fyrir vináttu á liðnum árum og þökk fyrir störfin sem hún vann í þágu foreldra og barna þeirra í Öskjuhlíðarskóla. Jóhanna Kristjánsdóttir, fv. skólastjóri. 42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2019 ✝ GuðmundurKristófer Páls- son fæddist í Ólafs- vík 14. september 1938. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi 27. júlí 2019. Guðmundur var sonur Páls Þorgils- sonar, f. 1889, d. 1939, og Óskar S. J. Guðmundsdóttur, f. 1898, d. 1987. Guðmundur var yngstur systkina sinna, ásamt tvíburabróður sínum Hinrik. Systkini Guðmundar sem nú eru látin voru: Kristín, f. 1920, d.1920, Sigurjón, f. 1921, d. 2015, Júlíus, f. 1922, d. 2004, Guðveig, f. 1926, d. 2016, Kristján f. 1928, d.1965, Laufey, f. 1931, d. 1995, Sólveig Lilja, f. 1932, d. 1966, og Ólöf, f. 1935, d. 1936. Systkini Guðmundar sem eru á lífi eru: Aðalheiður, f. 28.5. 1934, og Hin- rik, f. 13.9. 1938. Eftirlifandi eig- inkona Guðmundar til 49 ára er Þórunn S. Kristinsdóttir, fædd í Reykjavík 11. apríl 1947. Þau giftu sig í Brimilsvallakirkju 27.6. 1970. Börn Guðmundar og Þór- barnabörn Guðmundar og Þór- unnar eru sex talsins. Guðmundur fæddist við kröpp kjör og var vart hugað líf við fæð- ingu, móðir hans stóð nánast ein og um tveggja ára aldur fór Guð- mundur í fóstur til hjónanna Ragnheiðar Skarphéðinsdóttir og Magnúsar Árnasonar að bæn- um Tröð í Fróðárhreppi. Ólst Guðmundur þar upp og aðstoðaði fósturforeldra sinna við rekstur jarðarinnar. Eftir að hann kynnt- ist Þórunni tóku þau seinna meir við rekstri jarðarinnar en brugðu svo búi og fluttu Grundarfjarðar árið 1975. Guðmundur vann í beinaverksmiðju Hraðfrystihúss Grundarfjarðar í átta ár. Haustið 1982 tók hann við sorphirðu bæj- arins og sinnti því starfi til ársins 2000. Guðmundur vann einnig alla þá verkamannavinnu sem honum bauðst, s.s við togaraland- anir og hjá ýmsum fiskverkunum, síðast í Tanga. Guðmundur og Þórunn voru alla tíð með sauðfjárbúskap, um tíma leigðu þau jörðina Skerðingsstaði og voru með fjárhús á Mýrum. Árið 1984 festu þau kaup á jörðinni Háls sem stendur við vestanvert Kirkjufell og ráku þar sauð- fjárbúskap til ársins 2013. Útför Guðmundar verður gerð frá Grundarfjarðarkirkju í dag, 10. ágúst 2019, klukkan 13. Jarðsett verður í Brimilsvallar- kirkjugarði. unnar eru 1) Hjörtur Guðjón, f. 17.2. 1970, giftur Vinetu Kari- mova, sonur þeirra er Kristófer Þór, fyrir átti Hjörtur dótturina Matthildi og Vineta soninn Janis, 2) Sædís Helga, f. 8.6. 1974, gift Ólafi Mar- inóssyni, þau eiga dótturina Helenu Líf, fyrir átti Sædís dótturina Sig- urbjörgu Söndru og Ólafur börn- in Brynjar Þór, Ólaf Þór og Höllu Bryndísi, 3) Skarphéðinn Magnús, f. 3.3. 1979, giftur Þórdísi Bj. Guð- mundsdóttur, þau eiga börnin Bjarna Snæ, Sunnu Dís, Elínu Söru og Kristínu Birtu. Fyrir átti Þórunn tvo syni, 1) Samúel G. Sig- urjónsson, f. 14.2. 1966, giftur Ragnheiði I. Þórólfsdóttur, þau eiga börnin Daníel Þór og Ing- veldi Þóru, einnig á Samúel tví- buradæturnar Hildi Söru og Finnfríði Rós, 2) Kristinn Þ. Sig- urjónsson, f. 19.1. 1968, hann á börnin Sæþór Sindra og Berglíni Mist. Eiginkona Kristins er Martha C. Noriega. Barna- Í dag kveðjum við hann afa. Hann afi var alltaf góður við okkur og sagði okkur sögur frá því í gamla daga þegar hann var lítill. Þá átti hann heima í sveit. Svo átti hann Háls og var með kindur. Þangað komum við oft með hon- um þegar hann var þar að vinna. Hann var duglegur að vinna og fljótur að hlaupa hann var liðugur og hefði getað verið í fimleikum. Hann var alltaf til staðar þegar við lentum í vanda. Svo var hann alltaf að spila Millu við okkur og kenndi okkur hvað er best að gera og hvað ekki. Hann smalaði mikið á Kirkjufelli og þekkti það vel. Og svo Þegar við vorum að segja honum eitt- hvað, sagði hann alltaf hátt og skýrt „Ég er svo aldeilis hissa!“ og klappaði höndunum saman. Nú er hann afi farinn til himna og fylgist með okkur þaðan. Kristófer og Bjarni. Hann Guðmundur tók strax svo fagnandi á móti okkur á bæjar- hlaðinu í Tröð þegar við, mágkona hans og svili komum þangað fyrst saman á sjöunda áratug liðinnar aldar. Og með líkum hætti kvaddi hann okkur á sjúkrahúsinu á Akranesi daginn áður en hann lést. Skapgóður og rólegur, traustur og athugull, næmur á umhverfi sitt og prúður í orðum. Engu virtist hann hafa gleymt og rifjaði upp atvik og samverur ár- anna. Hann vissi að leiðarlok væru innan fárra stunda en því sem öðru tók hann af yfirvegun og raunsæi. Hann vissi að þetta var kveðjustundin og við líka og nú er- um við þakklát fyrir þessa kvöld- stund á Skaganum og geymum minningu um góðan mann. Þórunn systir og mágkona kynntist Guðmundi sínum fyrir vestan og saman áttu þau nær hálfrar aldar samveru, búskap í Tröð í Fróðárhreppi og síðan við vinnu í Grundarfirði ásamt búskap með. Saman eiga þau þrjú uppkom- in börn og Þórunn átti fyrir tvo drengi en sá yngri þeirra ólst upp hjá þeim. Meðan við vorum í námi heimsóttum við þau oft vestur og áttum með þeim góða daga og stundir. En alltaf héldum við góðu sambandi þótt fjarlægðir aðskildu um tíma. Guðmundur var alltaf svo hlýr og umhyggjusamur, kunni sig og það var gott að vera í návist hans. Hann var bóndi í eðli sínu, búnaðist vel og einstakur að eiga við fé og annan búrekstur. Það var hans lifibrauð að hluta en alla tíð hans mikla áhugamál. Svo var hann nærgætinn við umhverfi sitt, nátt- úruverndarmaður og leið vel í fjall- göngum og gönguferðum í nátt- úrunni. Bærinn hans stóð við rætur Kirkjufellsins og þangað upp fór hann hvenær sem hann gat, oft sem leiðsögumaður ferðafólks. „Ég hætti að telja ferðirnar þegar ég var kominn í hundrað en fór oft eft- ir það,“ sagði hann við okkur hinsta kvöldið á sjúkrahúsinu og brosti til okkar. Við vissum að það sem Guð- mundur sagði var sannleikur. Við eigum margar góðar minn- ingar um hann Guðmund. Hann var góður og traustur drengur. Þau Þórunn fóru víða, innan lands sem utan, gestrisin og félagslynd. Guðmundur söng um árabil í kirkjukór sinnar heimabyggðar og saman skemmtu þau sér hjónin á harmoníkuböllum nær og fjær heimahögunum. Þau voru sam- rýnd og Guðmundur nærgætinn í orðum og athöfnum, góður eigin- maður, faðir og afi. Með þakklæti en söknuði kveðj- um við Guðmund og þökkum hon- um samvistir áranna. Þórunni og fjölskyldu vottum við innilega samúð en vitum að góð minning er mikils virði. Blessuð sé minning Guðmundar Pálssonar. Auður og Svavar. Guðmundur Pálsson Pabbi hefði orðið sjötugur í gær, 9. ágúst. Fyrir ári héldum við upp á af- mælið hans á veit- ingastaðnum „Við Fjöruborðið“ á Stokkseyri og þá komu æskuvinir hans, þeir Benni og Bragi, honum á óvart með því að vera mættir á staðinn þegar við komum. Við pabbi vorum náin og lík á margan hátt. Við deildum sam- eiginlegum áhugamálum svo sem göngum, fugla- og bókmennta- áhuga. Við þurftum ekki alltaf að tjá okkur með orðum en skildum hvort annað með augnaráðinu einu saman og nutum samverunnar. Fyrstu minningar mínar eru frá þeim tíma þegar mamma og pabbi bjuggu saman í Vesturbergi 144. Í þeim stigagangi bjuggu börn í öllum íbúðum utan einni og þannig var það með flesta stiga- ganga í Breiðholtinu á þessum tíma. Sennilega svipað því sem Hlíðarnar voru á hans uppvaxtar- árum. Daglegt amstur og uppeldi okkar systkina féll í hlut mömmu en hann var duglegur að gera skemmtilega hluti með okkur. Hann fór til dæmis mjög mikið með okkur í sund, í fjöruferðir í Gróttu, á Kaffivagninn og í bíó. Pabbi fór mikið í göngur og naut þess að vera úti í náttúrunni. Fjarðarhorn í Seyðisfirði stendur á æskuslóðum Leu ömmu minnar sem ólst þar upp á bænum Kleif- um og þangað fór pabbi eftir því sem ég best veit öll sín uppvaxtar- ár sumarlangt með foreldrum og Eggerti bróður sínum. Á einhverj- um tímapunkti fékk faðir hans, Jón Gíslason, viðurnefnið Jón stormur af því að það vildi gera vitlaust veður þegar þau fjölskyld- an mættu á svæðið. Þarna áttum við pabbi gleðilegar stundir sam- an. Pabba þótti alltaf afar vænt um Fjarðarhorn og fór oft þangað á sumrin og naut þeirrar kyrrðar Gísli Jónsson ✝ Gísli Jónssonfæddist 9. ágúst 1949. Hann lést 22. júní 2019 Útför Gísla fór fram í kyrrþey að hans ósk. sem þar ríkir og feg- urðar. Annar reitur sem var honum kær er lóð sem nemendur Verzlunarskóla Ís- lands gáfu pabba hans, doktor Jóni, og stendur við Hafra- vatn. Jón afi minn gróðursetti myndar- legan trjálund þar, setti niður kartöflur og ræktaði jarðarber og pabbi hélt áfram með það starf sem hann hóf þar. Stundum gekk hann þangað, ýmist úr Reykjavík eða Mos- fellsbæ, og var þar oft langt fram á kvöld og jafnvel fram á nótt í bjartasta sumrinu. Þetta var mel- ur þegar Jón afi byrjaði að gróð- ursetja þarna og það fór mikil vinna í að grjóthreinsa og setja niður tré. Pabbi bjó til skjólveggi úr grjótinu sem hann tíndi og þeir hleðsluveggir sem hann gerði eru mesta prýði. Hann var oft þarna á afmælinu sínu og þá kom ég með kók, köku og prins póló. Pabbi var orðinn þreyttur, var með ólæknandi sjúkdóm og hans líf var orðið eins og hann orðaði það sjálfur „ekkert líf“. Orkan var lítil og ég veit að það var honum erfið tilhugsun og erfitt í raun þegar hann gat ekki annað en þeg- ið aðstoð annarra. Hann bað mig mikið um að gera það sem þurfti að gera fyrir hann en vildi síður þiggja hjálp frá starfsfólki spítal- ans. Mér þykir vænt um þetta, mín upplifun var sú að honum liði best með mig í kringum sig og það er eitthvað sem hann hefði aldrei sagt mér með orðum en á þessu tímabili varð ég þess áskynja. Ég er þakklát æskuvinum hans fyrir þeirra hlýju og þörfu nær- veru og eins bróðursonum hans. Ég hef hér í mjög stuttu máli reifað minningar sem eru mér kær- ar um pabba minn og náinn vin sem ég þekki ekki lífið án en er þakklát fyrir að hafa fengið 40 ár með. Nú hafa orðið ljósaskipti, hvíl í friði, elsku pabbi minn. Minningin lifir áfram með mér og öllum þeim sem þér unnu. Meira: mbl.is/minningar. Hulda Gísladóttir. Fallinn er frá samstarfsmaður minn til margra ára, Gunnar Ámundason verkfræðingur. Með honum er genginn maður sem tók virkan þátt í uppbyggingu þjóðfélagsins á sviði raforkumála. Gunnar hafði barist við erfið veikindi til fjölda ára en notið dyggrar aðstoðar eiginkonu sinnar, Auðar Skúla- dóttur. Það var því gegn gangi mála að hún skyldi kveðja þetta jarðlíf aðeins rúmum hálfum mánuði áður en kallið kom. Gunnar Ámundason ✝ GunnarÁmundason fæddist 30. október 1934. Hann lést 28. júlí 2019. Útför Gunnars fór fram 2. ágúst 2019. Rúmu ári eftir að ég kom heim frá námi að utan, eða 1974, bauðst mér að ráða mig til Raf- hönnunar og starfa þar með Gunnari. Það var freistandi fyrir nýlega útskrif- aðan verkfræðing, þar sem Gunnar var þegar þekktur fyrir faglega kunnáttu og öguð vinnubrögð og mikils met- inn innan raforkuiðnaðarins. Það var því gott að njóta handleiðslu reynds og vel menntaðs manns á sínu sviði, þar sem Gunnar kunni góð skil á þeim flóknu fræðum sem raforkuverkfræðin byggir á. Í störfum ráðgjafarverkfræð- ings á sviði raforkumála var meira en nóg af aðkallandi verk- efnum úti um allt land á þessum árum. Eitt stærsta verkefnið á fyrstu árunum var bygging Byggðalínu, sem varð um 1.060 km löng þegar upp var staðið. Við Gunnar unnum m.a. að útboðs- lýsingum fyrir rafbúnað í spenni- stöðvar tengdar línunni. Þessu verkefni lauk 1984 þegar hringn- um var lokað og smiðshöggið rekið á rafvæðingu landsins sem hófst 80 árum fyrr. Með því að tengja saman alla landshluta í eitt orkuveitusvæði nýttist hver ný virkjun fyrir allt landið og varð arðbærari fyrir vikið, auk þess sem rekstraröryggi jókst til muna. Það var mér síðar sönn ánægja sem formaður félagsins að fá að afhenda Gunnari gullmerki Verkfræðingafélags Íslands árið 2005. Það er m.a. veitt einstak- lingum í viðurkenningarskyni fyrir vel unnin störf á sviði verk- fræði og vísinda. Mér og öðrum var kunnugt um að Gunnar var um árabil einn helsti sérfræðing- ur landsins á sviði raforkukerfa, rafmagnsvéla og háspennutækni. Með faglegum vinnubrögðum og yfirgripsmikilli þekkingu átti hann stóran þátt í að móta fræði- lega hlið flutnings- og dreifikerfa landsins sem tryggt hefur að við Íslendingar búum núorðið við sambærileg gæði raforku og aðr- ar vestrænar þjóðir. Aðalsmerki Gunnars í starfi var fagmennska og vandvirkni enda kom hann að mörgum af stærri verkum í raforkuiðnaðinum sem á dagskrá voru í gegnum tíðina. Með aðkomu sinni stuðlaði Gunn- ar með störfum sínum að faglegri uppbyggingu og þróun raforku- kerfisins í landinu. Það var mér ómetanlegt síðar í störfum mínum sem framkvæmdastjóri tækni- og þróunarmála í aldarfjórðung hjá Rafmagnsveitunum (RARIK) að hafa starfað með Gunnari og num- ið af honum. Gunnar hafði góða nærveru og oftar en ekki kættust menn þeg- ar hann birtist og sló fram ein- hverju hnyttnu um menn og mál- efni sem átti vel við og féll í kramið. Ég sendi fjölskyldu Gunnars mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Steinar Friðgeirsson. Mig langar að skrifa nokkur kveðjuorð um bróður minn. Elli, eins og hann var alltaf Erlendur Sigtryggsson ✝ Erlendur Sig-tryggsson fæddist 5. ágúst 1947. Hann lést 15. júlí 2019. Erlendur var jarðsunginn 30. júlí 2019. kallaður, fæddist á Akranesi 5. ágúst 1947, sonur hjónana Sigtryggs Jónatans- sonar og Snæborgar Þorsteinsdóttur. Elli var þriðji í röðinni af átta systkinum, Þor- steinn elstur, þá Helga, Elli, Jónat- an, Elísabet, Jakob, Sigrún Rósa og Sig- tryggur Snævar. Sjö og átta ára gamlir fórum við í sveit í Sölvanes í Skaga- firði, snoðaðir í gúmmískóm fórum við með rútu sem var nokkuð lengi á leiðinni miðað við í dag. Áttum góða daga í sveitinni hjá Sólborgu frænku okkar og Guðmundi. Nóg af súru slátri og fullar skúffur af kleinum. Þegar Elli var 10 ára veiktist móðir okkar, fóru þá systkinin hvert í sína áttina, Elli fór að Hreimsstöðum í Borgarfirði, var þar í nokkur ár. Gekk í skóla á Varmalandi, flutti svo aftur á Akranes en þar fæddist sonur hans Þor- steinn Snævar. Síðan fór hann á Laugar- bakka í Miðfirði, þar fæddist dóttir hans Elsa Rún. Síðustu árin bjó hann í Stykkishólmi og fór svo í Léttu- hlíð í Helgafellssveit til Ellu systur sinnar og Þórarins. Elli kom oft til okkar á Borgarflöt- ina, mikið spjallað og gamlir dagar rifjaðir upp. Takk fyrir allar góðu stund- irnar, Elli minn. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Okkar innilegustu samúðar- kveðjur Snævar minn og Elsa Rún. Þinn bróðir, Jónatan Sigtryggsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.