Morgunblaðið - 10.08.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.08.2019, Blaðsíða 1
Ísland í dr Tröllasmíðí bakgarði 11. ÁGÚST 2019SUNNUDAGUR Að auðga lífið Fríða KatrínBessadóttirheldur opn-unarhátíðlistaverks-sins Galopnáttúr-unnar íElliðaár-dalnum. 2 Ég ergömul sál KvikmyndagerðarmaðurinnGrímur Hákonarsonfrumsýnir Héraðið í næstuviku. Næsta stopp erHollywood. 12 Bæði flóttamenn og íslenskir leiðsögu- menn þeirra njóta góðs af samstarfinu. 4 L A U G A R D A G U R 1 0. Á G Ú S T 2 0 1 9 Stofnað 1913  186. tölublað  107. árgangur  KVEÐUR VIÐ ANNAN TÓN HJÁ DANÍEL NÁTTÚRU- LAUGAR VIÐ URRIÐAVATN MIKIL AÐSÓKN 14OPNAR SÝNINGU 50 Kvikmyndagerðarmaðurinn Grímur Hákonarson frumsýnir nýjustu mynd sína Héraðið miðvikudaginn 14. ágúst en mynd hans Hrútar naut mikillar velgengni og opnaði margar dyr. „Mörg fyrirtæki höfðu samband og vildu framleiða mynd eftir mig á ensku. Ég var ekki með neinar aðrar hugmyndir á þeim tíma en Héraðið sem átti að vera íslensk mynd, þann- ig að ég ákvað að kokka upp hug- mynd fyrir mynd á ensku. Hún heit- ir The Fence og segir sögu tveggja fjölskyldna sem búa hlið við hlið í út- hverfi. Þessi mynd er um ástandið í Bandaríkjunum í dag; um óttann og pólariséringuna,“ segir Grímur. „Það eru nokkrir þekktir leikarar að lesa handritið,“ segir Grímur dul- arfullur. „Í fullri hreinskilni hefur það aldr- ei verið draumur hjá mér að komast til Hollywood. Ég er í grunninn evr- ópskur kvikmyndagerðarmaður en ég fékk þetta tækifæri upp í hend- urnar. Ég ákvað að láta á það reyna.“ »Sunnudagur Dreymdi ekki um Hollywood  Grímur Hákonarson gerir næstu mynd í Bandaríkjunum Morgunblaðið/Ásdís Kvikmyndir Grímur Hákonarson gerir það gott þessa dagana. Keppt var um titlana dragdrottning og dragkóngur Íslands í dragkeppni Íslands sem fram fór í Aust- urbæ í Reykjavík í gærkvöldi. Þar sýndu keppendur fjölskrúðug atriði, persónutöfra sína og leynda hæfileika. Dragkóngar mögnuðu upp karlmennsku sína í keppninni á meðan dragdrottningar leyfðu sínum innri kvenleika að brjótast út. Hinsegin dag- ar hófust formlega í Reykjavík á fimmtudaginn. Regnbogi var þetta árið þá málaður á Klapparstíg, frá Laugavegi og að Grettisgötu. Sá hluti Klapp- arstígs hefur verið nefndur Gleðigatan og verður göngugata meðan á hátíðinni stendur. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Glamúr og glans á dragkeppni Íslands Hinsegin dagar allsráðandi um helgina Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efna- hagssviðs Samtaka atvinnulífsins, segir ekki horfur á jafn miklum samdrætti og óttast var í byrjun árs. Dregin hafi verið upp dökk mynd í efnahagsmálum sem sé ekki að raungerast. Katrín S. Óla- dóttir, fram- kvæmdastjóri Hagvangs, segir vísbendingar um batamerki á vinnu- markaði. „Sumarið hefur verið frekar rólegt. Þess vegna hafði maður áhyggjur af því hvernig haust- ið myndi verða og seinni hluti ársins. Nú erum við hins vegar að upplifa breyt- ingu í ágúst. Það lítur út fyrir að fyrir- tækin séu að koma sterk inn og að það sé talsverð eftirspurn eftir fólki og verið að ráða í störf sem hefur verið beðið með að ráða í yfir sumartímann.“ Óvissan hafði neikvæð áhrif Halldór Þorkelsson, framkvæmdastjóri Capacent, segir vísbendingar um við- spyrnu. „Við fundum það vissulega í upp- hafi árs að tveir meginþættir höfðu áhrif á ráðningar. Annars vegar fall WOW air og hins vegar kjaraviðræðurnar. Kjarasamn- ingslotan var löng og óræðin. Þetta hafði augljóslega áhrif. Við fundum að margir umbjóðenda okkar héldu að sér höndum. Svörin voru að erfitt væri að taka ákvarð- anir við þessar aðstæður. Nú er að rofa til.“ Ráða fólk til starfa  Merki eru um bata á vinnumarkaðnum Á niðurleið » Karl Sigurðs- son, sérfræð- ingur hjá Vinnu- málastofnun, segir útlit fyrir minnkandi at- vinnuleysi á Suðurnesjum. » Horfur á vinnumarkaði séu nú betri. MVísbendingar um viðspyrnu … »10  Liverpool hóf nýtt tímabil í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með miklum látum í gærkvöld og skor- aði fjögur mörk í fyrri hálfleik á heimavelli sínum, Anfield, gegn ný- liðum Norwich City. Fyrsta mark tímabilsins var sjálfsmark strax á sjöundu mínútu leiksins og síðan bættu Mohamed Salah, Virgil van Dijk og Divock Origi við mörkum. Mun rólegra var yfir seinni hálf- leiknum en Norwich náði að minnka muninn og lokatölur urðu 4:1. Aðrir leikir í fyrstu umferð fara fram í dag og á morgun. Tómas Þór Þórðarson og Eiður Smári Guðjohnsen voru á leiknum fyrir Símann Sport en þeir voru með upphitunarspjall á Anfield fyr- ir leikinn og uppgjör að honum loknum. Brot úr því og fleira mynd- efni frá Anfield má sjá á síðunni um Enska boltann á mbl.is. »49 Liverpool byrjaði með markaveislu Á staðnum Tómas Þór Þórðarson og Eiður Smári Guðjohnsen á Anfield.  Baldur Svein- björnsson, einn stofnenda líftæknifyrir- tækisins Lytix Biopharma, segir rannsóknir á nýju krabba- meinslyfi fyrir- tækisins lofa góðu. Markmiðið sé að setja nýja lyfið á markað fyrir 2030. Banda- ríski vísindamaðurinn James All- ison hefur nýverið gerst ráðgjafi Lytix Biopharma, en hann var meðal þeirra sem fengu síðast Nóbelsverðlaun í læknisfræði. »16 Krabbameinslyf þykir lofa góðu Baldur Sveinbjörnsson Afar mikill munur er á rekstrar- umhverfi golfklúbba í ár miðað við í fyrra, sér í lagi hjá þeim klúbbum sem reiða sig á vallargjaldatekjur til þess að halda rekstrinum réttu meg- in við núllið. Þar leikur veðrið í sum- ar lykilhlutverk. Á Hamarsvelli nemur aukning tekna á milli ára hjá Golfklúbbi Borgarness, í apríl og maí, 2.600%, fyrir júnímánuð nemur aukningin 430% og júlímánuð 96%, í samanburði við sömu mánuði í fyrra. „Ég hef verið í þessu í 13 ár í Borg- arnesi og fer líklega í fyrsta skipti áhyggjulaus inn í veturinn vegna lausafjárstöðu,“ segir Jóhann Ár- mannsson, framkvæmdastjóri Golf- klúbbs Borgarness, en 105% aukn- ing er á leiknum hringjum þar á bæ á milli ára. Hljóðið var gott í öllum viðmælendum Morgunblaðsins. Á Akranesi verður níu milljóna tapi frá því í fyrra snúið við. Þar hafa tekj- urnar vaxið um 70-80% á milli ára. Á Selfossi hafa tekjur aukist um 40%. Á Ísafirði var Tungudalsvöllur opn- aður 27. apríl. Slíkt hefur aldrei ver- ið hægt að gera jafn snemma. »22 Rekstur golfklúbba blómstrar í sumar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.