Morgunblaðið - 10.08.2019, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.08.2019, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2019 Páll Þórðarson lögfræðingur og framkvæmdastjóri hefði orð- ið 75 ára í dag. Hann fæddist að Hjallhóli á Borgarfirði eystra 10. ágúst 1944 en lést 5. maí 2011. Foreldrar Páls voru Þórð- ur Jónsson skrifstofumaður, f. 1918, d. 2009, og Sigrún Páls- dóttir kennari, f. 1917, d. 2004. Páll ólst upp á Borgarfirði eystra. Hann varð stúdent frá MA 1964, flutti til Reykjavíkur og las viðskiptafræði og síðar lög og lauk kandídatsprófi. Eftir lögfræðinámið hóf Páll störf hjá skrifstofu borgarstjórans í Reykjavík í júní 1971 og var skrifstofustjóri Félagsmála- stofnunar Reykjavíkurborgar frá september 1971 til 1. mars 1972 er hann var ráðinn fram- kvæmdastjóri Læknafélags Ís- lands og Læknafélags Reykja- víkur. Því starfi gegndi hann mestan hluta starfsævi sinnar eða til ársins 1999. Síðan var hann framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Suðurlands í ár og starfaði síðast hjá fyr- irtækjaskrá Hagstofunnar. Páll var varaformaður Orators í há- skóla og ritstjóri Úlfljóts. hann var í stjórn stúdentafélags HÍ 1969-70. Hann var í fyrstu stjórn Félags um heilbrigðis- löggjöf 1991. Páll var kvæntur Þorbjörgu Einarsdóttur og átti með henni þrjár dætur. Merkir Íslendingar Páll Þórðarson Íslenska ríkið hefur gert minningu Sigríðar Tómasdóttur í Bratt- holti margvíslegan sóma á undanförnum árum og meðal annars með gestastofu við Gullfoss henni til heið- urs. Sigríður er enda talin frumkvöðull í bar- áttu gegn taumlausum virkjunum fallvatna. Landið lýtur nú forystu þess flokks sem helst kennir sig við umhverf- isvernd en hversu vel ríma hér saman orð og gjörðir. Fyrir flestum er virkjun náttúru- perlu eins og Gullfoss fjarstæðu- kennd hugmynd og baráttumann- eskjan Sigríður í Brattholti ekki annað en kennimark sögunnar sem er gaman að horfa til. En það er þó mikil einföldun. Hinn 8. september 1961 birti Morgunblaðið viðtal við þá- verandi orkumálastjóra sem boðaði galvaskur virkjun Gullfoss. Sigríður Tómasdóttir hafði þá legið tæp fjögur ár í gröf sinni við Haukadalskirkju og ástæða þess að hætt var við Gullfoss- virkjun voru ekki mótmæli umhverf- isverndarsinna heldur fyrst og fremst að hagkvæmara þótti að ráðast í gerð Búrfellsvirkjunar. Sú lagavernd sem Gullfoss nýtur í dag er litlu betri en hún var 1961 þrátt fyrir friðlýsingu árið 1979. En staða allra fossa og ónýttra virkj- anakosta á Íslandi verður til muna verri en áður með samþykkt þriðja orkupakkans í boði Katrínar Jak- obsdóttur, formanns Vinstri grænna. Nú kann vel að vera að alþjóðleg frægð Gullfoss dugi honum þó til bjargar en hin íslensku víðerni og óbeisluð fallvötn hafa aldrei verið í meiri hættu heldur en á þessum haustdögum 2019. Síðasta vetur var deilt um hvort orkupökkum ESB fylgdi óhjákvæmilega lagning sæ- strengs en þær raddir gerast nú hjá- róma sem halda því fram að hægt sé að verjast skuldbindandi alþjóða- samningi með einföldum lagasetn- ingum frá Alþingi. Enda væri þá allt alþjóðasamstarf ein- kennilegt ef þjóðir gætu jafnhliða samþykkt samninga við önnur ríki og lög í eigin þjóðþing- um sem ógilda sömu samninga. Eins og margoft hefur verið bent á ganga alþjóða- samningar almennt framar en innlend laga- setning. En jafnvel þó svo væri að Íslendingar gætu varist hinni evrópsku innrás í virkjanauppbyggingu með því einu að verja með kjafti og klóm að hingað verði lagður sæstrendur, er þá svo eftirsóknarverð staða. Viljum við ekki geta ráðið því sjálf hvort við leggjum hugsanlega sæstreng og seljum raf- orku til annarra þjóða án þess að sömu þjóðir geti ruðst hér yfir lönd og ár í krafti hins víðfræga fjórfrelsis ESB? Það getur verið að stjórnarþing- menn og umhverfissinnar þar á bæ telji það ofar öllu öðru að vera með Orkupakka 3 bara til að geta talað gegn því sem Klausturbullur Mið- flokksins hampa. En heldur verður sá skollaleikur dýrkeyptur fyrir íslenska náttúru. Atburðir sem nú eru að verða í samskiptum ESB við bæði Bretland og gestgjafalandið Belgíu kalla á að Íslendingar fresti því enn um sinn að afgreiða til fullnustu hinn umdeilda og vafasama orkupakka. Það er víðar en í grasrót Sjálfstæðisflokksins sem fólk vonast til að þingmenn vakni og gái að sér. Sum okkar hafa jafnvel bundið vonir við forsætisráðherra sem er úr flokki sem eitt sinn kenndi sig bæði við vinstrimennsku og um- hverfisvernd. Hvað um Sigríði í Brattholti? Eftir Bjarna Harðarson » Staða allra fossa og ónýttra virkjana- kosta á Íslandi verður til muna verri en áður … Bjarni Harðarson Höfundur er rithöfundur og bóksali bjarnihardar@gmail.com Vignir Vatnar Stefánssonmissti af tækifæri til aðblanda sér í baráttunaum sigurinn í aldurs- flokki 16 ára og yngri á EM ung- menna sem lýkur í Bratislava í Sló- vakíu í dag. Hann byggði upp góða stöðu í viðureign sinni við Úkra- ínumannin Malovanyi en missti þráðinn í flóknu miðtafli og mátti játa sig sigraðan. Fyrir viður- eignina fundust litlar upplýsingar um þennan ágæta fulltrúa Úkraínu en A-Evrópuþjóðirnar leggja tals- vert upp úr því að halda frá öðrum keppendum upplýsingum um sína menn en geta jafnframt gengið að því visu að geta skoðað skákir helstu andstæðinga frá V- Evrópuþjóðunum, sem eru skráðar í helstu gagnabanka t.d. Chess- base. Vignir Vatnar var með 4½ vinn- ing af 6 mögulegum þegar skákin fór fram, aðeins ½ vinningi á eftir efstu mönnum. Líklegt er að verð- andi sigurvegari hljóti a.m.k. 7 vinninga úr umferðunum níu en Vignir getur náð góðu sæti með sigri í tveim síðustu skákum sínum. Hann hefur undanfarin ár staðið fyrir bestu frammistöðu íslenskra keppenda á Evrópumótunum. Alls eiga Íslendingar 14 fulltrúa í Bratislava en teflt er í sex aldurs- flokkum pilta og stúlkna. Átta hafa náð að bæta ætlaðan árangur sinn og sumir veruelga. Hilmir Freyr Heimisson, sem er 18 ára, byrjaði illa er hann tapaði tveim fyrstu skákum sínum með unnið tafl, vann síðan þrjár næstu en getur ekki barist um verðlauna- sæti eftir tap í 7. umferð. Stephan Briem hefur einnig átt góða spretti en í 12 umferð fékk hann þessa stöðu upp gegn einum stigahæsta keppendanum: EM ungmenna 2019 Stephan Briem – Horvath (Aust- urríki) Austurríkismaður hafði alla þræði í getur unnið 33. Be6 ásamt – Bd5. En hann sá enn þá „fallegri vinningsleið“ 33. Dxe3?? 34. fxe3 d2 Stephan lék 35. Kf2 og eftir 35. d1(D) 36. Dc3 De2+ gafst hann upp. Hann var í tímapressu og peðsleikurinn 35. b5! sem hótar 36. Db4+ vinnur. Eftir 35. d1(D)+ 36. Dxd1 Bxd1 37. b6! getur svartur gefist upp því að hvíta b-peðið rennur upp í borð. Ekki lagði Stephan árar í bát þrátt fyrir þetta því hann vann næstu tvær skákir af miklu harð- fylgi. Yngri bróðir hans Benedikt Briem hefur unnið þrjár skákir í röð eftir skrykkjótta byrjun og er með 4 vinninga af sjö mögulegum í flokki pilta 14 ára og yngri. Stúlkurnar Batel Goitom og Guðrún Fanney Briem hafa sýnt góða takta. Sú fyrrnefnda hefur verið þaulsetnust allra við borðið og skákir hennar hafa nokkrum sinnum staðið í meira en 5 klukku- stundir. Mótið sem dregur til sín mörg af bestu ungmennu Evrópu og er geysilega mikilvæg reynsla fyrir íslensku krakkana. Auk þeirra sem nefnd hafa verið tefla í Bratislava bræðurnir Benedikt og Bjartur Þórissynir, Jósep og Adam Omars- synir, Tómas Möller, Arnar Milut- in Heiðarsson, Birkir Jóhannsson og Gunnar Erik Guðmundsson. Það er víðar en í Bratislava sem Íslendingar sitja að tafli. Í Riga eru þeir Helgi Áss Grétarsson, Guðmundur Kjartansson, Stefán Bergsson og Gauti Páll Jónsson meðal þátttakenda á móti sem tækniháskólinn í borginni stendur fyrir. Þeim gengur ekki alveg nógu vel að kljást við stigahæstu and- stæðingana en Helgi Áss og Guð- mundur eru þó báðir með 4 vinn- inga af sex mögulegum en Stefán og Gauti Páll með 2½ vinning. Tefldar verða níu umferðir á sjö dögum. Morgunblaðið/Ingvar Þ. Jóhannesson Nafnarnir Benedikt Þórisson og Benedikt Briem mættust í sjöttu umferð og lauk skákinni með sigri þess síðarnefnda. Leyndarhyggja í skákinni Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Allt um sjávarútveg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.