Morgunblaðið - 10.08.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2019
Stjórn Minningarsjóðs Helgu
Jónsdóttur og Sigurliða
Kristjánssonar auglýsir eftir
umsóknum um styrki úr sjóðnum
Markmið sjóðsins er stuðningur við nýjungar í læknis-
fræði, einkum á sviði heila- og taugasjúkdóma, hjarta- og
æðasjúkdóma, augnsjúkdóma og öldrunarsjúkdóma.
Með umsóknum skulu fylgja greinargerðir um vísindastörf
umsækjenda, ítarlegar kostnaðaráætlanir og upplýsingar
um það, hvernig þeir hyggjast verja styrknum. Athygli er
vakin á því, að sjóðurinn veitir ekki styrki til tækjakaupa
né til að mæta ferðakostnaði. Umsóknir skulu staðfestar
með undirskrift umsækjanda og meðumsækjanda/enda, ef
einhverjir eru.
Umsóknarfrestur er til 31. október nk. og ber að senda
umsóknir í pósthólf 931, 107 Reykjavík, merktar
„Minningarsjóður Helgu Jónsdóttur og Sigurliða
Kristjánssonar.“ Stefnt er að því að tilkynna um úthlutun í
lok nóvember nk.
Ath. styrkir verða aðeins veittir til verkefna á sviði heila- og
taugasjúkdóma, hjarta- og æðasjúkdóma, augnsjúkdóma
og öldrunarsjúkdóma.
Götum verður lokað, frítt verður í
strætó og aukastrætisvagnaferðum
verður bætti við um helgina vegna
tvennra tónleika Ed Sheeran, sem
fram fara í kvöld og annað kvöld.
Engjavegi, sem liggur fram hjá
Fjölskyldu- og húsdýragarðinum
og að gatnamótum við Glæsibæ,
verður lokað fyrir allri umferð
nema umferð leigubíla og einkabíla
með 4 farþega eða fleiri, sem
keypt hafa bílastæði við Skautahöll
eða Laugardalshöll.
Þá verður Reykjavegi lokað
kl.12.00 fyrir allri umferð, nema
umferð rúta og strætisvagna og þá
verður hluta Suðurlandsbrautar
frá gatnamótum Grensásvegar og
að gatnamótum Kringlumýr-
arbrautar lokað fyrir alla umferð,
að undanskildri umferð rúta og
strætisvagna, meðan á tónleik-
unum stendur.
Tónleikagestir fá frítt í strætó
um helgina gegn framvísun miða
eða armbands á tónleikana en leið-
ir 2, 5,14,15 og 17 stoppa skammt
frá Laugardalsvelli.
Búist er við komu 30 þúsund
gesta á tónleika Sheeran í kvöld
og reiknað er með 20 þúsund gest-
um á aukatónleikana annað kvöld.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Aukaferðir
strætis-
vagna og
götum lokað
Tónleikar Unnið var að því hörðum höndum í gærkvöldi að ljúka öllum undirbúningi fyrir tónleikana í dag.
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Kaupendur tveggja íbúða Félags
eldri borgara við Árskóga 1-3 í
Reykjavík lögðu í gær fram aðfar-
arbeiðni til Héraðsdóms Reykja-
víkur. Er þess þar krafist að þeir
fái íbúðirnar afhentar sem fyrst
enda hafi þeir uppfyllt kaupsamn-
ing og greitt af íbúðinni í samræmi
við hann. Fyrirtaka verður í hér-
aðsdómi á þriðjudagsmorgunn.
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, for-
maður Landssambands eldri borg-
ara (LEB) og fyrrverandi formaður
Félags eldri borgara í Reykjavík og
nágrenni (FEB), segist hafa „of-
boðslegar áhyggjur“ vegna þeirrar
stöðu sem upp er komin í máli FEB
vegna íbúða félagsins í Árskógum.
Eins og Morgunblaðið hefur
greint frá var íbúðaverð hækkað og
kaupendum gert að greiða hærra
verð en samið var um ellegar að
falla frá kaupunum. Þórunn er einn
kaupenda, og er ein þeirra sem
samþykkti að greiða hækkað verð
fyrir íbúð sína, enda hafði hún ekki
svigrúm til annars að eigin sögn.
„Ég er næstum flutt inn,“ segir hún
og bætir við: „Við vorum komin allt
of langt. Við vorum komin þá leið að
við gátum engu breytt.“
Spurð um áhyggjur hennar
vegna málsins segir hún:„Svona
stór skellur hefur auðvitað óneit-
anlega afleiðingar, bæði félagslega
og gagnvart virðingu [FEB].“ Þá
bætir hún við: „Ég spyr mig:
Hvernig gat þetta gerst?“
Verða að fara ofan í kjölinn
„Það er nauðsynlegt fyrir FEB
að fara ofan í kjölinn á þessu og at-
huga hvar þessi skekkja gerðist.
Ég held að það séu mínar leiðbein-
ingar,“ segir Þórunn. Aðspurð
hvort hún ætli að leita réttar síns
vegna verðhækkunarinnar segir
hún: „Ég hef trú á því að ef ein-
hvers staðar fáist einhverjar leið-
réttingar þá verði þeim komið til
skila til kaupenda. Ég vil gefa fólk-
inu í FEB tækifæri á því að finna
þessar lausnir.“
Í samtali við Morgunblaðið segir
Breki Karlsson, formaður Neyt-
endasamtakanna, að fjórir kaup-
enda hafi leitað til samtakanna
vegna málsins. „[Þeir] hafa leitað til
okkar og spurst fyrir. Það er auð-
vitað enginn sáttur en menn hafa
mismiklar áhyggjur. Eins og fram
hefur komið í fjölmiðlum er þetta
náttúrulega hið skringilegasta
mál.“
Breki segir frá því að Neytenda-
samtökin hafi fundað með forsvars-
mönnum FEB í fyrradag þar sem
samtökin lögðu fyrir FEB tíu
spurningar. „Við sumum fengum
við svör og við öðrum þurfum við að
fá ítarlegri svör,“ segir Breki. Að
sögn Breka eiga endanleg svör að
liggja fyrir á næstu dögum.
„Hvernig gat þetta gerst?“
Formaður Landssambands eldri borgara einn kaupenda í Árskógum „Hið
skringilegasta mál“ Tveir kaupenda krefjast þess fyrir dómi að fá lyklana
Þórunn
Sveinbjörnsdóttir
Breki
Karlsson
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Endurræsing kerskála þrjú í álveri
Rio Tinto í Straumsvík hefst í byrjun
september, að sögn Bjarna Más
Gylfasonar upplýsingafulltrúa. Í
skálanum eru 160 ker og verða nokk-
ur þeirra ræst á hverjum degi. Mán-
uðir geta því liðið þar til öll kerin
verða aftur komin í rekstur.
„Við erum vongóð um að þetta
gangi allt vel. Það var slökkt á kerj-
unum með stýrðum hætti og búið
þannig um hnútana að við værum vel
í stakk búin að setja þau af stað aft-
ur,“ sagði Bjarni. Hann sagði að ker-
in hefðu ekki skemmst en vandasamt
væri að ræsa þau á ný.
Bjarni sagði að endanlegt tjón
vegna atviksins réðist af því hve vel
gengi að endurræsa kerskála þrjú.
Álver Rio Tinto í Straumsvík fram-
leiddi 212 þúsund tonn í fyrra. Ekki
er hægt að svara því að svo stöddu
hvaða áhrif stöðvunin muni hafa á
framleiðsluna á þessu ári enda hefur
endurræsingin áhrif á það.
Flytja inn ál til að bræða
Álverið mun geta staðið við samn-
inga um afhendingu áls, þrátt fyrir
stöðvun kerskála þrjú.
„Það er forgangsatriði að geta
staðið við samninga við okkar við-
skiptavini. Við steypum töluvert
meira ál en við framleiðum sjálf og
höfum gert í nokkurn tíma. Við erum
með mjög fullkominn steypuskála
sem afkastar miklu,“ sagði Bjarni.
Meðal annars er flutt hingað ál sem
er brætt upp og steyptir úr því svo-
nefndir boltar. Það eru 7-8 metra
langar sívalar álstangir og 20-30
sentimetrar í þvermál.
Kerskálinn í Straumsvík
ræstur á ný í september
Fjárhagslegt tjón ekki ljóst Geta staðið við afhendingar
Morgunblaðið/Eggert
Straumsvík Slökkt var á kerjum í
skála þrjú í júlí vegna ljósboga.
Gísli Jafetsson, framkvæmda-
stjóri FEB, keypti íbúð á efstu
hæð annarrar blokkarinnar við
Árskóga 1-3. Þá keypti Þorbergur
Halldórsson, formaður bygging-
arnefndar félagsins, næst-
stærstu íbúð annars stigagangs-
ins í sömu blokk. Erfiðlega hefur
gengið að fá upplýsingar um
hvernig íbúðum var á sínum tíma
úthlutað en í vikunni sagði Ellert
Schram, formaður FEB, að ekk-
ert væri athugavert við það að
tvímenningarnir hefðu fengið út-
hlutað íbúðum, enda væru þeir í
félaginu.
Samkvæmt fundargerðum
stjórnar FEB frá 2017 og 2018
byggðist úthlutun meðal annars
á því hvenær viðkomandi setti
sig á lista yfir „áhugasama“ og
hversu lengi umsækjandi hefði
verið félagsmaður.
Með íbúð á
efstu hæð
ÚTHLUTUN Í ÁRSKÓGUM