Morgunblaðið - 10.08.2019, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 10.08.2019, Blaðsíða 49
ÍÞRÓTTIR 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2019 ERTU AÐ FARA Í HESTAFERÐ ? Þú færð hestavörurnar hjá okkur ! Sendum um allt land www.fodur.is HANDBOLTI HM U19 karla Leikið í Norður-Makedóníu: D-riðill: Ísland – Portúgal.................................. 24:28 Þýskaland – Serbía............................... 30:22 Túnis – Brasilía..................................... 26:25  Portúgal 6, Þýskaland 4, Ísland 4, Serbía 2, Túnis 2, Brasilía 0.  Ísland mætir Serbíu í dag og Þýskalandi í lokaumferð riðilsins á mánudag. Inkasso-deild karla Þróttur R. – Þór....................................... 1:3 Rafael Victor 26. – Sjálfsmark 8., Álvaro Montejo 43., Sveinn Elías Jónsson 52. Rautt spjald: Hermann Helgi Rúnarsson (Þór) 87. Njarðvík – Fjölnir.................................... 1:1 Andri Fannar Freysson 26. (víti) – Ingi- bergur Kort Sigurðsson 90. Afturelding – Fram................................. 3:0 Roger Banet 40., Jason Daði Svanþórsson 54., Georg Bjarnason 74. Víkingur Ó. – Leiknir R.......................... 1:1 Guðmundur Magnússon 41. – Árni Elvar Árnason 27. Grótta – Keflavík..................................... 4:3 Pétur Theódór Árnason 31., 55., Axel Freyr Harðarson 68., Arnar Þór Helgason 90. – Frans Elvarsson 8., Davíð Snær Jó- hannsson 36., Adam Ægir Pálsson 75. Staðan: Fjölnir 16 10 4 2 34:15 34 Þór 16 9 4 3 28:16 31 Grótta 16 8 6 2 34:24 30 Leiknir R. 16 8 2 6 28:24 26 Víkingur Ó. 16 6 6 4 17:13 24 Fram 16 7 2 7 24:26 23 Keflavík 16 6 4 6 22:21 22 Þróttur R. 16 6 3 7 32:24 21 Afturelding 16 5 2 9 21:30 17 Haukar 15 3 5 7 21:30 14 Njarðvík 16 3 2 11 16:29 11 Magni 15 2 4 9 16:41 10 3. deild karla KH – Skallagrímur................................... 2:0 Vængir Júpíters – Reynir S .................... 0:1 KV – Augnablik ........................................ 4:1 Staðan: Kórdrengir 15 12 2 1 41:17 38 KF 15 11 2 2 40:15 35 KV 16 10 2 4 33:21 32 Vængir Júpiters 16 9 1 6 30:24 28 Reynir S. 16 7 5 4 27:26 26 Einherji 15 6 5 4 21:16 23 Álftanes 15 5 3 7 28:25 18 Sindri 15 5 3 7 32:38 18 Augnablik 16 3 4 9 21:33 13 KH 16 4 1 11 21:40 13 Höttur/Huginn 15 2 6 7 19:25 12 Skallagrímur 16 2 0 14 16:49 6 England Liverpool – Norwich ................................ 4:1  ENGLAND Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Evrópumeistarar Liverpool blésu til sýningar í fyrri hálfleik gegn Nor- wich í gær þegar keppni í ensku úr- valsdeildinni hófst. Liverpool skor- aði fjögur mörk í fyrri hálfleik og hefði getað gert fleiri, en slakaði svo á og lét sér nægja 4:1-sigur. BBC valdi Divock Origi mann leiksins en hann nýtti tækifærið í byrjunarliðinu og bæði skoraði og lagði upp mark. Það eina sem skyggði á fagmann- lega byrjun Liverpool á tímabilinu var sú staðreynd að brasilíski mark- vörðurinn Alisson fór meiddur af velli í fyrri hálfleik. Útlit var fyrir að bera þyrfti Alisson af velli en hann haltraði að lokum sjálfur út fyrir hliðarlínu. Hljóðið var hins vegar ekkert sérstakt í Jürgen Klopp þeg- ar hann var spurður um stöðuna á markmanninum eftir leik: „Varðandi Alisson þá er það ekki gott, en við finnum lausn og höldum áfram. Hann fann til í kálfanum. Hann leit aftur fyrir sig því hann hélt að einhver hefði gefið sér högg aftan frá,“ sagði Klopp, en þessar lýsingar hljóma óneitanlega eins og að um hásinarslit sé að ræða. Ekkert var þó ljóst í gærkvöldi um það hvers eðlis meiðslin væru og hve al- varleg þau væru, annað en það að Klopp sagði ljóst að Alisson myndi ekki mæta Chelsea í ofurleik UEFA á miðvikudaginn. Fyrsta umferðin heldur áfram í dag þegar meistarar Manchester City sækja West Ham heim í hádeginu. Gylfi Þór Sigurðs- son og félagar í Everton mæta Crystal Palace á útivelli kl. 14, og þá tekur Burnley, lið Jóhanns Bergs Guðmundssonar, á móti Southamp- ton. Tottenham og Aston Villa mæt- ast síðdegis. Á morgun ber hæst stórleik Manchester United og Chelsea á Old Trafford. Sýning á Anfield í fyrsta leik  Meiðsli Alisson skyggðu á öruggan sigur á nýliðunum  Stórleikur á morgun AFP Öruggt Liverpool-menn sýndu fumlaus vinnubrögð í fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Gunnar Ólafsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, er genginn til liðs við spænska B-deildarliðið Oviedo og hefur samið við það til eins árs. Þetta staðfesti Gunnar við mbl.is í gær. Gunnar rifti samningi sínum við Keflavík fyrr í sumar, en hann lék með liðinu á síðasta tímabili eft- ir að hafa leikið í þrjú ár þar á und- an í bandaríska háskólaboltanum. Fram að því spilaði hann með Fjölni. Gunnar er 26 ára gamall bakvörður og spilar 16. landsleik sinn í dag þegar Ísland mætir Sviss í Laugardalshöll. Gunnar leikur á Spáni í vetur Morgunblaðið/Hari Spánn Gunnar Ólafsson leikur með Oviedo á næsta keppnistímabili. Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðs- kona í knattspyrnu, skoraði sitt fyrsta mark á þessu tímabili í sænsku úrvals- deildinni þegar Djurgården sótti Växjö heim í gær. Ingibjörg jafnaði metin í 1:1 undir lok fyrri hálfleiks en heimakonur í Växjö náðu að knýja fram sigur, 2:1, með marki á 77. mín- útu. Ingibjörg lék allan leikinn í vörn Djurgården en Guðrún Arnardóttir var ekki með liðinu. Djurgården hef- ur tapað níu af tólf leikjum sínum í deildinni og er í 10. sæti af 12 liðum en er þó fimm stigum fyrir ofan fallsæti. Fyrsta mark Ingi- bjargar á árinu Morgunblaðið/Eggert Öflug Ingibjörg Sigurðardóttir er í stóru hlutverki í vörn Djurgården. Eftir úrslit gærkvöldsins í 16. um- ferð 1. deildar karla í fótbolta skera þrjú lið sig nú aðeins úr í barátt- unni um að komast upp í úrvals- deild. Topplið Fjölnis gerði óvænt 1:1-jafntefli á útivelli gegn Njarð- vík, og tókst raunar ekki að gera jöfnunarmark fyrr en á lokaand- artökum leiksins, en Þór og Grótta koma í næstu sætum og hafa nú slit- ið sig aðeins frá Leikni R. og Vík- ingi Ó. sem gerðu 1:1-jafntefli en eiga þó enn von um að fara upp. Gróttumenn hafa ekki tapað leik síðan í maí og þeir unnu frábæran 4.3-sigur á Keflavík í gær þrátt fyr- ir að lenda í tvígang undir. Sig- urmarkið skoraði Arnar Þór Helga- son seint í uppbótartíma. Áður hafði markahæsti maður deild- arinnar, Pétur Theódór Árnason, skorað tvívegis en hann hefur skor- að 13 mörk í sumar. Þórsarar unnu Þrótt á útivelli, 3:1, og eru enn stigi á undan Gróttu. Afturelding er sex stigum frá fallsæti eftir dýrmætan 3:0-sigur á Fram. Morgunblaðið/Kristinn Magnúss Í 2. sæti Framherjinn Rick Ten Voorde úr Þór sækir að Arnari Darra Péturssyni, markverði Þróttar, í sigri Þórsara í Laugardalnum í gærkvöld. Þrjú lið berjast um dýrmætu sætin tvö
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.