Morgunblaðið - 10.08.2019, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.08.2019, Blaðsíða 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2019 Töluvert endurnýjuð 4ra herbergja íbúð á 3. hæð á eftirstóttum stað í Keflavík Stærð eignar 84,2 m2 Verð kr. 29.500.000 Heiðarholt 18, 230 Reykjanesbæ Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is OPIÐ HÚS mánudag frá kl. 17.15-17.45 40 ára Hrund er fædd á Akureyri og uppalin á Dalvík. Býr á Akureyri. Hrund vinnur á skrifstofunni hjá Arctic Maintenance á Akureyri og hefur gert í rúman áratug. Lauk skyldunámi á Dalvík. Eiginmaður: Gunnlaugur Jón Gunn- laugsson flugvirki hjá Arctic Mainten- ance, f. 1974, Dalvíkingur. Börn: Andri Már, f. 1998, Aníta Mary, f. 2002, Ívar Tumi, f. 2008, og Halldóra Ósk, f. 2010. Foreldrar: Halldóra Kristjánsdóttir húsmóðir á Dalvík, f. 1948, d. 1987, og Eggert Briem læknir á Dalvík, f. 1937, d. 1983. Hrund Briem Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Vinir þínir gætu valdið þér von- brigðum í dag. Haltu því besta í lífinu, los- aðu þig við óþarfa. Reyndu að hafa hemil á eirðarleysi þínu og óþreyju. 20. apríl - 20. maí  Naut Allt leikur í höndunum á þér svo þú nýtur þess að framkvæma það sem þér leiddist áður. Reyndu að sýna þínum nán- ustu hlýju og tillitssemi. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Dagurinn hentar vel til að hugsa um næstu skref í átt að betra lífi. Freistaðu gæfunnar og skráðu þig á nám- skeið. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Láttu það ekki koma þér á óvart þótt þú finnir til óþolinmæði í garð ein- hvers í dag. Mundu að hreyfing er holl. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú þarft á öllu þínu að halda til þess að ljúka við flókið verkefni. Gerðu við hluti, ekki henda öllu umhugsunarlaust. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Gerðu eitthvað fyrir þig í dag því það er fyrir öllu að þú sért ánægð/ur með sjálfa/n þig. Einbeittu þér að eigin þörfum og sýndu fólki hvernig þú vilt að sé komið fram við þig. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ert ekki eins og þú átt að þér og ættir að vera heiðarleg/ur við sjálfa þig og aðra. Þú ert sólarmegin í lífinu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þér hefur tekist að verða hluti af hópi sem þig dreymdi mikið um að komast í. Þér er sama þótt augu allra hvíli á þér. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Ef þú vilt að fólki líði vel ná- lægt þér skaltu gæta orða þinna. Láttu sem ekkert sé þó að sumir séu utan við sig. 22. des. - 19. janúar Steingeit Lifðu lífinu og taktu það ekki of alvarlega. Það eru ferðalög framundan. Ástvinur kemur þér ánægjulega á óvart með gjöf. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er hætt við ruglingi í tengslum við fasteignamál í dag. Einbeittu þér að því sem þú átt að gera, ekki því sem þig langar til að gera. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú átt í vandræðum með eitthvað sem þú fórst létt með hér áður fyrr. Láttu aðra ekki hafa áhrif á þig þegar þú tekur ákvörðun um íbúðamál. áður,“ segir Ólafur og hann átti eftir að standa í slíkum rekstri um ára- tugabil, síðar einnig á Hótel Íslandi, sem hann reisti í Ármúla 9 á miðjum 9. áratugnum. Hann flutti inn 90 heimsþekkta erlenda skemmtikrafta á borð við Fats Domino, Tom Jones, hann kominn með Broadway í Mjódd, á neðri hæð hússins þar sem nú eru Sambíóin Álfabakka. Þar var 1.500 manna veislusalur. „Ég byggði neðri hæðina og átti hana. Þar byrjar maður að taka inn erlenda skemmti- krafta sem aldrei höfðu verið hérna Ó lafur Laufdal Jónsson fæddist 10. ágúst 1944 í Vestmannaeyjum. Þar var hann í skóla til tólf ára aldurs, þar til hann fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Reykjavíkur. Í Reykjavík varð hann sér úti um vinnu 12 ára á Hótel Borg sem vikapiltur í anddyri. Hann lauk skyldunámi í Gagnfæðaskólanum við Lindargötu í Reykjavík. Ólafur hóf nám í framreiðslu 1959 á Hótel Borg og útskifaðist sem framreiðslumaður 1963 frá Hótel- og veitingaskóla Ís- lands. Eftir útskriftina fór Ólafur að vinna á Grillinu á Hótel Sögu fyrsta árið sem sá staður var opinn. Þar var hann þar til honum var boðið að taka við barnum um borð í farþegaskipinu Gullfossi árið 1964. „Það var meiri háttar starf. Það var eftirsótt að komast þarna um borð, á þessum tíma sigldi Gullfoss til Kaup- mannahafnar og Færeyja yfir sum- arið en síðan til Skotlands, Hamborg- ar og fleiri staða yfir veturinn,“ segir Ólafur, sem sá um barinn á öðru far- rými fram til 1966. „Þetta voru svakalega fín ár,“ segir hann. Þegar Ólafur kom í land fór hann að vinna á skemmtistaðnum Glaumbæ, sem þá var einn vinsælasti skemmtistaður í Reykjavík, niðri við Tjörn þar sem nú er Listasafn Ís- lands. Hann er barþjónn á staðnum þar til hann brennur í byrjun desem- ber 1971. „Þá er mér boðið starf á Óðali í Austurstræti, sem þá er einn flottasti matsölustaður í Reykjavík, þar sem bankastjórarnir komu inn í hádeginu,“ segir Ólafur. Hann verð- ur yfirþjónn á Óðali, eignast jafn- framt þriðjung í staðnum og starfar þar til 1978, þegar honum er boðið að kaupa skemmtistaðinn Sesar í Ár- múla. Hann lét slag standa, breytti staðnum í Hollywood og sá varð einn vinsælasti skemmtistaður í Reykja- vík fyrr og síðar, staðsettur í Ármúla 5. „Þessi tími var með ólíkindum. Staðurinn tók 650 manns og það var stappað á hverju einasta kvöldi. Hundruð manna komust ekki inn á kvöldin,“ segir Ólafur. Hann rak Hollywood allan 9. áratuginn . Þá var Jerry Lee Lewis og Tammy Wy- nette. Á tímabili var Ólafur með Hollywood, Broadway, Hótel Ísland og Hótel Borg í rekstri, en hið síðast- nefnda rak hann í 13 ár en hætti því í lok níunda áratugarins. Þá átti hann Fegurðarsamkeppni Íslands í 20 ár og keppnina um titilinn Herra Ís- land. „Við opnuðum Hótel Ísland með 90 ára afmæli Blaðamannafélags Ís- lands í desember 1987. Það var mjög vandað til með þá veislu,“ segir Ólaf- ur. Hún fór fram í veislusal hótelsins, sem tók 2.385 gesti. Það var lang- stærsti veislusalur sem þá hafði verið byggður á Íslandi, að sögn Ólafs. Reykjavíkurborg kaupir Broadway í Mjódd af Ólafi upp úr 1990 og Ólafur heldur áfram að reka Hótel Ísland til aldamóta. „Þá tekur Arnar sonur okkar við og rekur Hótel Ísland í um áratug. Á þessum tímapunkti fluttum við hjónin úr Garðabænum í Gríms- nesið og fundum okkur sælureit stutt frá þar sem við höfðum átt sum- arbústað í um 20 ár. Byggðum okkur hús og elskuðum að vera á þessum kyrrláta stað í sveitasælunni,“ segir Ólafur. Nú hefur Ólafur ásamt konu sinni byggt upp þorp sem heitir Hótel Grímsborgir, með gistingu á staðn- um fyrir 240 manns í 16 húsum. Þarna er einnig stór veitingasalur, þar sem fundir, tónleikar, brúðkaup og hvaðeina er haldið, auk þess sem hvert kvöld er gestum veitingastað- arins boðið upp á lifandi píanóleik. „Ég held að enginn á landinu sé búinn að vera í eins umfangsmiklum veitinga- og hótelrekstri samfellt í gegnum tíðina og ég,“ segir Ólafur þegar hann lítur um öxl á þessum tímamótum. Hann er einmitt í vinnunni á afmælisdeginum sínum, með miklar bókanir á hótelinu. „Það er opið alla daga ársins í þessum bransa. Ég hef verið í þessum bransa samfellt frá því ég var 12 ára,“ segir Ólafur, hvergi nærri hættur. Fjölskylda Eiginkona Ólafs er Kristín Ketils- dóttir. Þau gengu í hjónaband í nóv- ember árið 1971. Hún er fædd á Hólmavík 25. nóvember 1950. For- Ólafur Laufdal Jónsson veitingamaður og hóteleigandi – 75 ára Grímsborgir Ólafur og Kristín í Grímsborgum. Þar eru þau með gistingu fyrir 240 manns í húsnæði af öllum gerðum. Enn með opið alla daga ársins Broadway 1990 Ólafur, eigandi á Broadway, ásamt starfsfólki sínu þar. 60 ára Þórhallur er garðyrkjubóndi á Laugalandi í Borg- arfirði. Hann ólst þar upp og stundaði síðar garðyrkjunám á Reykjum og í Dan- mörku. 2001 hafði Þórhallur eignast reksturinn. Á Lauga- landi eru nú ræktaðar gúrkur. Börn: Kristín dýralæknir á Laugalandi, f. 1984, Hjalti, tekur þátt í rekstrinum á Laugalandi, f. 1988, og Andri, tölv- unarfræðingur hjá Origo, f. 1990. Eiginkona: Erla Gunnlaugsdóttir, sem rekur Laugaland ásamt Þórhalli, f. 1959. Foreldrar: Hjónin Bjarni Helgason garð- yrkjubóndi, f. 1928, d. 2012, og Lea Krist- ín Þórhallsdóttir garðyrkjubóndi, f. 1932, d. 2014. Þau bjuggu á Laugalandi sína búskapartíð. Þórhallur Bjarnason Til hamingju með daginn Vinkonurnar Hanna Sædís Atladóttir, Margrét Klara Atladóttir og Birta Arnarsdóttir héldu tombólu fyrir utan Hagkaup í Skeifunni og seldu fyrir 6.664 kr. Ágóðann gáfu þær Rauða krossinum að gjöf. Rauði krossinn þakkar vinkonunum fyrir þeirra framtak. Hlutavelta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.