Morgunblaðið - 10.08.2019, Page 44

Morgunblaðið - 10.08.2019, Page 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2019 Töluvert endurnýjuð 4ra herbergja íbúð á 3. hæð á eftirstóttum stað í Keflavík Stærð eignar 84,2 m2 Verð kr. 29.500.000 Heiðarholt 18, 230 Reykjanesbæ Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is OPIÐ HÚS mánudag frá kl. 17.15-17.45 40 ára Hrund er fædd á Akureyri og uppalin á Dalvík. Býr á Akureyri. Hrund vinnur á skrifstofunni hjá Arctic Maintenance á Akureyri og hefur gert í rúman áratug. Lauk skyldunámi á Dalvík. Eiginmaður: Gunnlaugur Jón Gunn- laugsson flugvirki hjá Arctic Mainten- ance, f. 1974, Dalvíkingur. Börn: Andri Már, f. 1998, Aníta Mary, f. 2002, Ívar Tumi, f. 2008, og Halldóra Ósk, f. 2010. Foreldrar: Halldóra Kristjánsdóttir húsmóðir á Dalvík, f. 1948, d. 1987, og Eggert Briem læknir á Dalvík, f. 1937, d. 1983. Hrund Briem Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Vinir þínir gætu valdið þér von- brigðum í dag. Haltu því besta í lífinu, los- aðu þig við óþarfa. Reyndu að hafa hemil á eirðarleysi þínu og óþreyju. 20. apríl - 20. maí  Naut Allt leikur í höndunum á þér svo þú nýtur þess að framkvæma það sem þér leiddist áður. Reyndu að sýna þínum nán- ustu hlýju og tillitssemi. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Dagurinn hentar vel til að hugsa um næstu skref í átt að betra lífi. Freistaðu gæfunnar og skráðu þig á nám- skeið. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Láttu það ekki koma þér á óvart þótt þú finnir til óþolinmæði í garð ein- hvers í dag. Mundu að hreyfing er holl. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú þarft á öllu þínu að halda til þess að ljúka við flókið verkefni. Gerðu við hluti, ekki henda öllu umhugsunarlaust. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Gerðu eitthvað fyrir þig í dag því það er fyrir öllu að þú sért ánægð/ur með sjálfa/n þig. Einbeittu þér að eigin þörfum og sýndu fólki hvernig þú vilt að sé komið fram við þig. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ert ekki eins og þú átt að þér og ættir að vera heiðarleg/ur við sjálfa þig og aðra. Þú ert sólarmegin í lífinu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þér hefur tekist að verða hluti af hópi sem þig dreymdi mikið um að komast í. Þér er sama þótt augu allra hvíli á þér. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Ef þú vilt að fólki líði vel ná- lægt þér skaltu gæta orða þinna. Láttu sem ekkert sé þó að sumir séu utan við sig. 22. des. - 19. janúar Steingeit Lifðu lífinu og taktu það ekki of alvarlega. Það eru ferðalög framundan. Ástvinur kemur þér ánægjulega á óvart með gjöf. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er hætt við ruglingi í tengslum við fasteignamál í dag. Einbeittu þér að því sem þú átt að gera, ekki því sem þig langar til að gera. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú átt í vandræðum með eitthvað sem þú fórst létt með hér áður fyrr. Láttu aðra ekki hafa áhrif á þig þegar þú tekur ákvörðun um íbúðamál. áður,“ segir Ólafur og hann átti eftir að standa í slíkum rekstri um ára- tugabil, síðar einnig á Hótel Íslandi, sem hann reisti í Ármúla 9 á miðjum 9. áratugnum. Hann flutti inn 90 heimsþekkta erlenda skemmtikrafta á borð við Fats Domino, Tom Jones, hann kominn með Broadway í Mjódd, á neðri hæð hússins þar sem nú eru Sambíóin Álfabakka. Þar var 1.500 manna veislusalur. „Ég byggði neðri hæðina og átti hana. Þar byrjar maður að taka inn erlenda skemmti- krafta sem aldrei höfðu verið hérna Ó lafur Laufdal Jónsson fæddist 10. ágúst 1944 í Vestmannaeyjum. Þar var hann í skóla til tólf ára aldurs, þar til hann fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Reykjavíkur. Í Reykjavík varð hann sér úti um vinnu 12 ára á Hótel Borg sem vikapiltur í anddyri. Hann lauk skyldunámi í Gagnfæðaskólanum við Lindargötu í Reykjavík. Ólafur hóf nám í framreiðslu 1959 á Hótel Borg og útskifaðist sem framreiðslumaður 1963 frá Hótel- og veitingaskóla Ís- lands. Eftir útskriftina fór Ólafur að vinna á Grillinu á Hótel Sögu fyrsta árið sem sá staður var opinn. Þar var hann þar til honum var boðið að taka við barnum um borð í farþegaskipinu Gullfossi árið 1964. „Það var meiri háttar starf. Það var eftirsótt að komast þarna um borð, á þessum tíma sigldi Gullfoss til Kaup- mannahafnar og Færeyja yfir sum- arið en síðan til Skotlands, Hamborg- ar og fleiri staða yfir veturinn,“ segir Ólafur, sem sá um barinn á öðru far- rými fram til 1966. „Þetta voru svakalega fín ár,“ segir hann. Þegar Ólafur kom í land fór hann að vinna á skemmtistaðnum Glaumbæ, sem þá var einn vinsælasti skemmtistaður í Reykjavík, niðri við Tjörn þar sem nú er Listasafn Ís- lands. Hann er barþjónn á staðnum þar til hann brennur í byrjun desem- ber 1971. „Þá er mér boðið starf á Óðali í Austurstræti, sem þá er einn flottasti matsölustaður í Reykjavík, þar sem bankastjórarnir komu inn í hádeginu,“ segir Ólafur. Hann verð- ur yfirþjónn á Óðali, eignast jafn- framt þriðjung í staðnum og starfar þar til 1978, þegar honum er boðið að kaupa skemmtistaðinn Sesar í Ár- múla. Hann lét slag standa, breytti staðnum í Hollywood og sá varð einn vinsælasti skemmtistaður í Reykja- vík fyrr og síðar, staðsettur í Ármúla 5. „Þessi tími var með ólíkindum. Staðurinn tók 650 manns og það var stappað á hverju einasta kvöldi. Hundruð manna komust ekki inn á kvöldin,“ segir Ólafur. Hann rak Hollywood allan 9. áratuginn . Þá var Jerry Lee Lewis og Tammy Wy- nette. Á tímabili var Ólafur með Hollywood, Broadway, Hótel Ísland og Hótel Borg í rekstri, en hið síðast- nefnda rak hann í 13 ár en hætti því í lok níunda áratugarins. Þá átti hann Fegurðarsamkeppni Íslands í 20 ár og keppnina um titilinn Herra Ís- land. „Við opnuðum Hótel Ísland með 90 ára afmæli Blaðamannafélags Ís- lands í desember 1987. Það var mjög vandað til með þá veislu,“ segir Ólaf- ur. Hún fór fram í veislusal hótelsins, sem tók 2.385 gesti. Það var lang- stærsti veislusalur sem þá hafði verið byggður á Íslandi, að sögn Ólafs. Reykjavíkurborg kaupir Broadway í Mjódd af Ólafi upp úr 1990 og Ólafur heldur áfram að reka Hótel Ísland til aldamóta. „Þá tekur Arnar sonur okkar við og rekur Hótel Ísland í um áratug. Á þessum tímapunkti fluttum við hjónin úr Garðabænum í Gríms- nesið og fundum okkur sælureit stutt frá þar sem við höfðum átt sum- arbústað í um 20 ár. Byggðum okkur hús og elskuðum að vera á þessum kyrrláta stað í sveitasælunni,“ segir Ólafur. Nú hefur Ólafur ásamt konu sinni byggt upp þorp sem heitir Hótel Grímsborgir, með gistingu á staðn- um fyrir 240 manns í 16 húsum. Þarna er einnig stór veitingasalur, þar sem fundir, tónleikar, brúðkaup og hvaðeina er haldið, auk þess sem hvert kvöld er gestum veitingastað- arins boðið upp á lifandi píanóleik. „Ég held að enginn á landinu sé búinn að vera í eins umfangsmiklum veitinga- og hótelrekstri samfellt í gegnum tíðina og ég,“ segir Ólafur þegar hann lítur um öxl á þessum tímamótum. Hann er einmitt í vinnunni á afmælisdeginum sínum, með miklar bókanir á hótelinu. „Það er opið alla daga ársins í þessum bransa. Ég hef verið í þessum bransa samfellt frá því ég var 12 ára,“ segir Ólafur, hvergi nærri hættur. Fjölskylda Eiginkona Ólafs er Kristín Ketils- dóttir. Þau gengu í hjónaband í nóv- ember árið 1971. Hún er fædd á Hólmavík 25. nóvember 1950. For- Ólafur Laufdal Jónsson veitingamaður og hóteleigandi – 75 ára Grímsborgir Ólafur og Kristín í Grímsborgum. Þar eru þau með gistingu fyrir 240 manns í húsnæði af öllum gerðum. Enn með opið alla daga ársins Broadway 1990 Ólafur, eigandi á Broadway, ásamt starfsfólki sínu þar. 60 ára Þórhallur er garðyrkjubóndi á Laugalandi í Borg- arfirði. Hann ólst þar upp og stundaði síðar garðyrkjunám á Reykjum og í Dan- mörku. 2001 hafði Þórhallur eignast reksturinn. Á Lauga- landi eru nú ræktaðar gúrkur. Börn: Kristín dýralæknir á Laugalandi, f. 1984, Hjalti, tekur þátt í rekstrinum á Laugalandi, f. 1988, og Andri, tölv- unarfræðingur hjá Origo, f. 1990. Eiginkona: Erla Gunnlaugsdóttir, sem rekur Laugaland ásamt Þórhalli, f. 1959. Foreldrar: Hjónin Bjarni Helgason garð- yrkjubóndi, f. 1928, d. 2012, og Lea Krist- ín Þórhallsdóttir garðyrkjubóndi, f. 1932, d. 2014. Þau bjuggu á Laugalandi sína búskapartíð. Þórhallur Bjarnason Til hamingju með daginn Vinkonurnar Hanna Sædís Atladóttir, Margrét Klara Atladóttir og Birta Arnarsdóttir héldu tombólu fyrir utan Hagkaup í Skeifunni og seldu fyrir 6.664 kr. Ágóðann gáfu þær Rauða krossinum að gjöf. Rauði krossinn þakkar vinkonunum fyrir þeirra framtak. Hlutavelta

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.