Morgunblaðið - 10.08.2019, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 10.08.2019, Blaðsíða 51
MENNING 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2019 Vestmanneyski tónlistarmaðurinn Júníus Meyvant gaf í gær út EP-plötuna Rearview Paradise sem inniheldur fimm ný lög en þrjú af þeim hafa ekki heyrst áður og eru eins konar b-hliðar af breiðskífu hans Across the Borders sem kom út í byrjun þessa árs, að því er fram kemur í tilkynningu. Tvö laganna hafa því heyrst áður, „Cherries Un- derground“ sem Júníus hefur flutt í gegnum árin einn með gítarinn á tónleikum en er fyrst nú fáan- legt sem hljóðversupptaka og svo breytt útgáfa af laginu „Carry On With Me“ sem var að finna á síð- ustu plötu Júníusar. Júníus Meyvant Júníus gefur út EP-plötu Airwaves Pro er yfirskrift tónlist- arráðstefnu sem haldin verður samhliða Iceland Airwaves- hátíðinni 7. og 8. nóvember í miðbæ Reykjavíkur og er mark- miðið að tengja saman fagfólk í tónlistargeiranum frá lykiltónlist- armörkuðum. Ráðstefnan er skipu- lögð af Iceland Airwaves í sam- starfi við ÚTÓN, STEF, Reykjavík Tónlistarborg, Firestarter og MIT Bootcamps og er studd af Nordisk Kulturfond. Á henni verða haldnir tengslamyndunarfundir, fyr- irlestrar, pallborðsumræður og fleira. Tónlistarborgin Reykjavík mun til að mynda standa fyrir pall- borðsumræðum um tónlistarborgir auk þess að ræða um nætur- hagkerfið, Reykjavík sem tónlist- arborg og framtíð tónleikastaða og Angela Doran (framkvæmdastjóri Music from Ireland) mun halda fyrirlestur um geðheilbrigði í tón- listargeiranum. „Iceland Airwaves er þekkt fyrir að varpa ljósi á allt það besta í nýrri og upprennandi tónlist frá Ís- landi og víðar,“ er haft eftir Will Larnach Jones, framkvæmdastjóra Iceland Airwaves, í tilkynningu. „Það liggur beinast við að tengja saman alla þá bestu úr tónlistar- geiranum hvern sínu megin við pollinn í þessari frábæru borg og auðvitað skemmta okkur vel í leið- inni.“ Frekari upplýsingar má finna á icelandairwaves.is/pro. Tónlistarráðstefna á Airwaves Morgunblaðið/Eggert Hátíð í bæ Frá Airwaves í fyrra, Reykjavíkurdætur í miklu stuði. » TónlistarmaðurinnBubbi Morthens hélt upp á útgáfu nýjustu breiðskífu sinnar, Regn- bogans stræti, í plötu- búðinni Lucky Records við Rauðarárstíg í gær. Var boðið upp á veit- ingar, Bubbi áritaði ein- tök af plötunni og tók að sjálfsögðu nokkur lög. Regnbogans stræti er 33. hljóðversskífa Bubba og stjórnaði Góskar upptökum. Bubbi Morthens bauð til útgáfuhófs í Lucky Records Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Útgáfa Bubbi spjallaði við gesti og gangandi í útgáfuhófi breiðskífunnar, sem fjallar um ást, pólitík og fordóma. Áritað Nokkrir heppnir tryggðu sér áritað eintak af breiðskífunni nýju. Bubbi Listamaðurinn á sér langan feril að baki og er hvergi nærri hættur. Hann flutti lagið Regnbogans stræti við opnunarhátíð Hinsegin daga í Háskólabíói. List Bubbi hefur sagt að vínylumslög séu listaverk ein og sér. Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér Varmadælur Hagkvæmur kostur til upphitunar Verð frá aðeins kr. 145.000 m.vsk Midea KMB-E09 Max 3,4 kW 2,65 kW við -7° úti og 20° inni hita (COP 2,85) f. íbúð ca 40m2. • Kyndir húsið á veturna og kælir á sumrin • Fyrir norðlægar slóðir • Fjarstýring fylgir • Hægt að fá WiFi sendi svo hægt sé að stjórna dælunni úr GSM síma Uppsetningaaðilar og umboðsmenn um allt land Mission Extreme Umhverfisvænn kælimiðill Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI, TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI? Fjölmör stuttnáms í handve g keið rki. Skráning og upplýsingar á www.handverkshusid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.