Morgunblaðið - 10.08.2019, Síða 51
MENNING 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2019
Vestmanneyski tónlistarmaðurinn Júníus Meyvant
gaf í gær út EP-plötuna Rearview Paradise sem
inniheldur fimm ný lög en þrjú af þeim hafa ekki
heyrst áður og eru eins konar b-hliðar af breiðskífu
hans Across the Borders sem kom út í byrjun þessa
árs, að því er fram kemur í tilkynningu.
Tvö laganna hafa því heyrst áður, „Cherries Un-
derground“ sem Júníus hefur flutt í gegnum árin
einn með gítarinn á tónleikum en er fyrst nú fáan-
legt sem hljóðversupptaka og svo breytt útgáfa af
laginu „Carry On With Me“ sem var að finna á síð-
ustu plötu Júníusar. Júníus Meyvant
Júníus gefur út EP-plötu
Airwaves Pro er yfirskrift tónlist-
arráðstefnu sem haldin verður
samhliða Iceland Airwaves-
hátíðinni 7. og 8. nóvember í
miðbæ Reykjavíkur og er mark-
miðið að tengja saman fagfólk í
tónlistargeiranum frá lykiltónlist-
armörkuðum. Ráðstefnan er skipu-
lögð af Iceland Airwaves í sam-
starfi við ÚTÓN, STEF, Reykjavík
Tónlistarborg, Firestarter og MIT
Bootcamps og er studd af Nordisk
Kulturfond. Á henni verða haldnir
tengslamyndunarfundir, fyr-
irlestrar, pallborðsumræður og
fleira. Tónlistarborgin Reykjavík
mun til að mynda standa fyrir pall-
borðsumræðum um tónlistarborgir
auk þess að ræða um nætur-
hagkerfið, Reykjavík sem tónlist-
arborg og framtíð tónleikastaða og
Angela Doran (framkvæmdastjóri
Music from Ireland) mun halda
fyrirlestur um geðheilbrigði í tón-
listargeiranum.
„Iceland Airwaves er þekkt fyrir
að varpa ljósi á allt það besta í
nýrri og upprennandi tónlist frá Ís-
landi og víðar,“ er haft eftir Will
Larnach Jones, framkvæmdastjóra
Iceland Airwaves, í tilkynningu.
„Það liggur beinast við að tengja
saman alla þá bestu úr tónlistar-
geiranum hvern sínu megin við
pollinn í þessari frábæru borg og
auðvitað skemmta okkur vel í leið-
inni.“
Frekari upplýsingar má finna á
icelandairwaves.is/pro.
Tónlistarráðstefna á Airwaves
Morgunblaðið/Eggert
Hátíð í bæ Frá Airwaves í fyrra, Reykjavíkurdætur í miklu stuði.
» TónlistarmaðurinnBubbi Morthens hélt
upp á útgáfu nýjustu
breiðskífu sinnar, Regn-
bogans stræti, í plötu-
búðinni Lucky Records
við Rauðarárstíg í gær.
Var boðið upp á veit-
ingar, Bubbi áritaði ein-
tök af plötunni og tók að
sjálfsögðu nokkur lög.
Regnbogans stræti er
33. hljóðversskífa
Bubba og stjórnaði
Góskar upptökum.
Bubbi Morthens bauð til útgáfuhófs í Lucky Records
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Útgáfa Bubbi spjallaði við gesti og gangandi í útgáfuhófi breiðskífunnar, sem fjallar um ást, pólitík og fordóma.
Áritað Nokkrir heppnir tryggðu sér áritað eintak af breiðskífunni nýju.
Bubbi Listamaðurinn á sér langan feril að baki og er
hvergi nærri hættur. Hann flutti lagið Regnbogans
stræti við opnunarhátíð Hinsegin daga í Háskólabíói. List Bubbi hefur sagt að vínylumslög séu listaverk ein og sér.
Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is
Okkar þekking nýtist þér
Varmadælur
Hagkvæmur kostur til
upphitunar
Verð frá aðeins
kr. 145.000 m.vsk
Midea KMB-E09
Max 3,4 kW
2,65 kW við -7° úti og
20° inni hita (COP 2,85)
f. íbúð ca 40m2.
• Kyndir húsið á veturna
og kælir á sumrin
• Fyrir norðlægar slóðir
• Fjarstýring fylgir
• Hægt að fá WiFi sendi
svo hægt sé að stjórna
dælunni úr GSM síma
Uppsetningaaðilar og
umboðsmenn um allt
land
Mission Extreme
Umhverfisvænn kælimiðill
Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is
Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga
VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI,
TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI?
Fjölmör
stuttnáms
í handve
g
keið
rki.
Skráning og upplýsingar á
www.handverkshusid.is