Morgunblaðið - 24.08.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir,framkvæmdastjóri Samtaka
fyrirtækja í sjávarútvegi, gerir
stimpilgjald að umtalsefni í grein
í Viðskiptablaðinu
í vikunni. Þar
minnir hún á að
stimpilgjald hafi
fyrst verið lagt á
hér á landi fyrir
rétt rúmri öld til
að „mæta kostnaði
ríkisins við stimpl-
un skjala, tengda
viðskiptum manna, sem væru svo
mikilvæg að þau þurfti að færa
til bókar í sönnunarskyni. Á þeim
ríflega eitthundrað árum sem lið-
in eru hefur öllum orðið ljóst að
fjárhæð stimpilgjalds er í engu
samræmi við mögulegan kostnað
ríkisins við veitta þjónustu.
Tækni hefur aukinheldur fleygt
fram og fá skjöl eru í raun og
sanni stimpluð með höndum rík-
isstarfsmanna. Þetta er einfald-
lega skattlagning, en ekki gjald
fyrir veitta þjónustu.“
Heiðrún Lind bendir á að þóað gerðar hafi verið jákvæð-
ar breytingar á þessum skatti í
gegnum tíðina sé enn verk að
vinna.
Hún segir að sjávarútvegur,einn atvinnuvega, þurfi að
greiða stimpilgjald af atvinnu-
tækjum: „Ekki aðeins skekkir
þetta samkeppnisstöðu íslenskra
sjávarútvegsfyrirtækja gagnvart
erlendum keppinautum, sem ekki
greiða stimpilgjald, heldur skerð-
ir þetta beinlínis tekjur íslenska
ríkisins. Stimpilgjaldið heftir við-
skipti með skip og kemur í veg
fyrir aukna hagkvæmni við veið-
ar. Dýrara verður að draga fisk
úr sjó, með tilheyrandi tekju-
skerðingu fyrir bæði fyrirtæki og
starfsfólk þess. Ríkissjóður fær
þá eðli máls samkvæmt lægri
skatttekjur.“
Heiðrún Lind
Marteinsdóttir
Skattur á eina
atvinnugrein
STAKSTEINAR
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Staðan er góð núna en það er mik-
ilvægt að halda vöku sinni. Það þarf
að endurnýja áætlanir á fimm ára
fresti,“ segir Björn Karlsson, forstjóri
Mannvirkjastofnunar.
Nýtt yfirlit yfir stöðu brunavarna-
áætlana hjá slökkviliðum og sveitar-
félögum landsins sýnir að ástandið
hefur breyst til batnaðar á síðustu
tveimur árum. Það helgast helst af því
að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
og slökkviliðið á Akureyri gengu í
fyrra frá nýjum áætlunum. Fyrir
tveimur árum var staðan þannig að
einungis voru samþykktar bruna-
varnaáætlanir í gildi í 25 sveitarfélög-
um landsins, en ellefu slökkvilið með
starfssvæði í 22 sveitarfélögum höfðu
ekki lokið við gert brunavarnaáætl-
ana.
Björn segir að fljótt á litið virðist
98% landsmanna búa á svæðum þar
sem nú eru gildar brunavarnaáætlan-
ir fyrir hendi eða að endurskoðun
þeirra stendur yfir. Aðeins um tvö
prósent landsmanna búa á svæðum
þar sem ekki er gild brunavarnaáætl-
un fyrir hendi. „Mannvirkjastofnun
mun hafa samband við þessi sveitar-
félög og hvetja þau til að standa betur
að sínum málum.“
Björn segir ennfremur að margar
nýjar áskoranir séu að verða til í
brunavörnum samfara hröðum breyt-
ingum á samfélaginu. Þær ýti enn
frekar undir að vel sé hugað að bruna-
vörnum. „Til að mynda rafbílavæð-
ingin sem kallar á glæný vinnubrögð
og verklagsreglur. Eitt af verkefnum
slökkviliða er að bjarga fólki úr bílum
eftir slys. Þú ferð ekkert með klippur
og klippir hvar sem er í þessum rafbíl-
um.“
Auk þessa nefnir Björn að í kjölfar
loftslagsbreytinga og breytinga á bú-
setuháttum sé nú meiri hætta en áður
á umfangsmiklum gróðureldum. Þá
hafi aukin umferð með fjölgun ferða-
manna aukið álag á lítil slökkvilið á
landsbyggðinni. „Sum sveitarfélög
eru fámenn en það er kannski langur
þjóðvegur í gegnum þau. Ferðamönn-
um hefur fjölgað um mörg hundruð
prósent undanfarin ár og útköllin eru
miklu fleiri samfara mikilli umferð.“
Nýjar áskoranir í brunavörnum
Meirihluti sveitarfélaga og slökkviliða með gilda brunavarnaáætlun Þurfum
að halda vöku okkar, segir Björn Karlsson Rafbílavæðing kallar á breytingar
Staða brunavarnaráætlana sveitarfélaga
Áætlanir í gildi*
Akureyri 2022
Árnessýsla 2020
Borgarbyggð 2019
Dalvíkurbyggð 2020
Fjallabyggð 2019
Fjarðabyggð 2020
Grindavík 2021
Grundarfjörður 2020
Höfuðborgarsvæðið
2022
Langanesbyggð 2023
Mýrdalshreppur
(Vík) 2022
Norðurþing 2019
Vestmannaeyjar 2020
Skaftárhreppur 2023
Skagafjörður 2023
Áætlanir í um-
sagnarferli
Akranes og Hval-
fjarðasveit
Brunavarnir á
Austurlandi
Snæfellsbær
Vesturbyggð og
Tálknafjarðarhreppur
Norðurþing
Þingeyjarsveit og
Skútustaðahreppur
Áætlanir í endur-
skoðun – umbóta
þörf
Ísafjörður
Brunavarnir Austur
Húnavatnssýslu
Brunavarnir Rangár-
vallasýslu
Brunavarnir
Suðurnesja
Önnur slökkvilið
ekki með áætlun
Dalasýsla,
Reykhólahreppur og
Strandabyggð**
Stykkishólmur
Bolungarvík
Súðavíkurhreppur
Kaldrananeshreppur
(Drangsnes)
Árneshreppur
Skagabyggð og
Sveitarfélagið
Skagaströnd
Grýtubakkahreppur
Hornafjörður
Heimild: Mannvirkjastofnun.
*Ártöl sem áætlun rennur út.
**Eru komin í eitt slökkvi lið
(gömul áætlun er til fyrir
Dalabyggð).
Héraðsdómur
Reykjavíkur hefur
dæmt karlmann á
fimmtugsaldri í
fjögurra mánaða
fangelsi vegna
ítrekaðs búðar-
hnupls. Maðurinn
hefur setið óslitið í
gæsluvarðhaldi
frá 10. júlí sl.
Honum er einn-
ig gert að greiða matvöruversluninni
Krónunni rúmlega 130 þúsund krón-
ur í skaðabætur auk vaxta. Maðurinn
játaði sök í öllum níu ákæruliðum
málsins.
Af þeim vörum sem hann stal oftast
úr matvöruverslunum og eru til-
greindar í dómnum, eru kjúklinga-
bringur efstar á lista. Í sjö af níu
ákæruliðum hnuplaði hann nokkrum
bökkum af kjúklingabringum en ann-
að kjötmeti freistaði hans einnig, s.s.
ungnautakjöt, enn fremur grafinn lax.
Andvirði varanna sem hann stal í
hvert skipti nam mest um 50 þúsund
krónum. Brotin voru framin í versl-
unum víða á höfuðborgarsvæðinu,
m.a. við Laugaveg.
Matvöru-
þjófur
dæmdur
Stal helst kjúk-
lingabringum
Lög Héraðs-
dómur Rvk.
Vínlandsleið 16
Grafarholti
urdarapotek.is
Sími 577 1770
Opið virka daga kl. 09.00-18.30
og laugardaga kl. 12.00-16.00
VELKOMIN Í
URÐARAPÓTEK
það byrjar allt með fjórum fræjum
ENN HOLLARI OLÍA
OMEGA 3 & 6
+ D- & E-VÍTAMÍN
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/