Morgunblaðið - 24.08.2019, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2019
NJÓTA
München, verð frá 12.900 kr. aðra leið*
SKOÐA, BÓKA,
Tilboð til allra heilsársáfangastaða.
Ferðatímabil: 1. okt. 2019 til 28. mars 2020.
*Takmarkað sætaframboð.
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Viðbrögðin hafa verið það góðhjá þeim sem hafa nýtt sérþjónustu okkar að við höf-um á tilfinningunni að þeir
séu þrjátíu prósent hamingjusamari
eftir klippingu heldur en þeir voru
þegar við komum til þeirra,“ segja
þeir Sigurður Stefán Fygenring og
Gabríel Gíslason sem fóru af stað með
óvenjulegu þjónustu í sumar undir
nafninu Cut Mobile.
„Þetta er hreyfanleg rakara-
stofa. Við getum komið hvert sem er
á Reykjavíkursvæðinu, heim til fólks,
á vinnustaði, út í skip, á Klambratún
eða hvar annars staðar sem fólk vill
láta klippa sig, úti eða inni. Fólk get-
ur af ýmsum ástæðum átt erfitt með
að komast í klippingu, eða haft lítinn
tíma, og þá er hægt að kalla í okkur
og við mætum á svæðið. Hugmyndin
kviknaði fyrir þremur árum þegar ég
vaknaði að morgni við það að Gabríel
var mættur heim til mín og var að
klippa Þór bróður minn sem sat í stól
og horfði á Esjuna á meðan hann fékk
þessa þjónustu. Ég skellti mér í stól-
inn og fékk líka klippingu og fann
hvað þetta var þægilegt fyrirkomu-
lag. Þá fékk ég viðskiptahugmyndina,
að bjóða upp á þá þjónustu að fá rak-
ara heim eða hvert sem fólki hentar.
Nafnið Cut Mobile kom strax þarna
og við stofnuðum lénið, en við komum
hugmyndinni ekki í framkvæmd fyrr
en núna, því ég ákvað að flytjast til
Berlínar og hugmyndin var söltuð,“
segir Sigurður.
„Við bjóðum aðeins upp á her-
raklippingar enda lítum við að hluta
til á þetta sem herraklúbb, því okkur
finnst ákveðinn skortur vera á þjón-
ustu fyrir karlmenn, það er svo margt
í boði fyrir konur og stelpur. Herrak-
lippingar eru líka einfaldari og þá
þarf ekki eins mikið af græjum,“ seg-
ir Gabríel og tekur fram að þeir bjóði
ekki upp á hárlitun. Gabríel klippir og
rakar ekki aðeins kolla karlmanna,
heldur tekur hann líka að sér að
klippa og snyrta hökuskegg.
Frí klipping á Menningarnótt
Þeir félagarnir hafa haft nóg að
gera frá því þeir fóru af stað og þeim
finnst skemmtileg upplifun að fara
inn á ólíkustu staði, því klippistaðir
hafa verið fjölbreyttir, meira að segja
um borð í skipi.
„Við klipptum heila áhöfn á
flutningaskipi hjá Samskipum, þeir
unnu í gjafaleik hjá okkur og óskuðu
eftir að við kæmum um borð þegar
þeir komu í land. Skipstjórinn fékk
klippingu í skipstjórnarklefanum en
aðrir fengu klippingu í vélasal skips-
ins. Þeir komu allir nýklipptir heim til
sín eftir mánaðar túr. Þetta var rosa-
lega gaman, bæði fyrir okkur og
áhöfnina,“ segja þeir vinirnir og bæta
við að þeir séu einvörðungu með opið
utan hefðbundins tíma.
„Okkar þjónusta er í boði á
kvöldin kl. 18-23 og um helgar frá 12-
23. Við bjóðum fyrirtækjum að koma
til þeirra á daginn og klippa starfs-
menn. Við hvetjum fyrirtæki til að
borga hluta af hverri klippingu, því
það sparar tíma þegar menn þurfa
ekki að fara úr vinnu til að láta klippa
sig. Þetta er líka tilvalið fyrir hreyfi-
hamlaða sem eiga ekki auðvelt með
að fara að heiman og sama er að segja
um karla á heimilum fyrir eldri borg-
ara. Við komum með undirlag og dúk
og erum með þráðlausar ryksugur og
sóp og skiljum við svæðið eins og við
komum að því. Við veitum þessa þjón-
ustu innan höfuðborgarsvæðisins en
stefnum á að bjóða hana líka úti á
landi í framtíðinni. Menn geta pantað
tíma inni á heimasíðunni okkar
www.CutMobile.com eða hringt í
síma 4545400.“ Þeir félagar ætla að
bjóða fólki í dag að koma í fría klipp-
ingu til þeirra á Bryggjunni brugg-
húsi úti á Granda, í tilefni af Menn-
ingarnótt, en frjáls framlög verða vel
þegin og þau látin renna til góðgerð-
armál. Hægt verður að fylgjast með á
Instagram.
Cut Mobile er með heimasíðu,
Facebook síðu, er á Instagram og á
Twitter.
Hreyfanleg rakarastofa fyrir herra
„Við klipptum heila áhöfn á flutningaskipi, skipstjór-
inn fékk klippingu í skipstjórnarklefanum en aðrir í
vélasal skipsins. Þeir komu allir nýklipptir heim til
sín eftir mánaðar túr,“ segja þeir félagar Sigurður og
Gabríel sem bjóða körlum upp á að koma hvert sem
er til að klippa þá eða raka.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Vinir Gabríel klippir Sigurð úti í guðsgrænni náttúrunni, en þeir koma hvert sem er til að snyrta hár og skegg.