Morgunblaðið - 24.08.2019, Page 16

Morgunblaðið - 24.08.2019, Page 16
SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Undirritaður var um síðustu helgi í Flatey á Breiðafirði samningur þar sem Reykhólahreppur gaf bókhlöð- una í eynni til ríkisins og verður hún framvegis í umsjón Þjóðminja- safnsins. Bókhlaðan, sem var byggð árið 1864, var endurgerð um 1990 á vegum Minjaverndar sem hefur annast umsjón hússins til þessa. Nú tekur Þjóðminjasafnið og þess fólk við keflinu og verður bókhlaðan hluti af húsasafni þess. Í húsasafninu eru 62 gamlar byggingar á 41 stað víða um land og allar hafa þær, hver á sinn hátt, sérstöðu í menningarsögu þjóð- arinnar. Á hverjum stað sinnir heimafólk daglegri umsjón með byggingunum, en safnið sinnir við- haldi og viðgerðum á þeim. Bókasöfn eru mikilvæg Bókhlaðan í Flatey á Breiðafirði er byggð 1864, lítið timburhús, rétthyrnt, 4,75 m á lengd og 3,43 m á breidd, eða um 16 fermetrar að flatarmáli. Húsið var byggt 1864 fyrir tilstilli Brynjólfs Benedikts- sonar til að hýsa bókasafn Fram- farastofnunar Flateyjar. Þar var safnið til húsa í rúm 90 ár, en um 1955 var það flutt í áföngum í húsið Bjarg. Eftir endurgerðina fyrir um þrjátíu árum fékk húsið aftur sitt fyrra hlutverk og þar er í hillum fjöldi bóka. Upphaflega stóð bók- hlaðan þar sem kirkjan í Flatey stendur nú, en um 1925 var hún flutt nokkra tugi metra til austurs og kirkjan byggð á grunni hennar. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra veitti bók- hlöðunni í Flatey viðtöku fyrir hönd ríkisins. Í ávarpi sínu setti hún sögu byggingarinnar í sam- hengi við að Íslendingar hefðu jafnan verið þjóð bóka og orðs. Að stofnað hefði verið til bókasafns í Flatey, þar sem fólk víða að nálg- aðist lesmál, segði sitt um hve mik- ilvægar þessar stofnanir væru. Á líðandi stundu væri það svo sér- stakt áherslumál sitt í ráðuneyti menntamála að efla læsi meðal barna og ungmenna. Menningarþjóðum vegnar vel „Börn þurfa að öðlast mikinn og djúpan lesskilning, ella getur fólk ekki verið félagslega virkt. Við þurfum sömuleiðis að leggja rækt við söguna og menninguna, því reynslan sýnir að þjóðum sem slíkt gera vegnar betur en öðrum,“ sagði menntamálaráðherra í tölu sinni. Í ávarpi sínu gerði Margrét Hall- grímsdóttir þjóðminjavörður að umtalsefni þegar Ólafur Sívertssen prófastur og Jóhanna Friðrika Eyjólfsdóttir kona hans stofnuðu bókasafn árið 1833, sem hlaða var svo reist yfir árið 1864. Það var ári eftir að Ffornminjasafnið – forveri Þjóðminjasafnsins var stofnað. Á þeim tíma hafi nýir straumar hug- mynda og bókmennta verið farnir í nokkrum mæli að berast til Ís- lands. Þjóðlífið hafi verið að breyt- ast, sjálfstæðisvitund hafi verið að aukast og meiri áhersla verið lögð á menntun og menningu. „Bókhlaðan er til marks um að hugmyndastraumar upplýsingar hafi borist frá Evrópu á 19. öldinni. Vitnar einnig um mikilvægi mennt- unar og menningarlífs í þágu fólks og samfélags á tímum þjóðfélags- breytinga. Því er bókhlaðan í Flat- ey í margvíslegu tilliti mikilvæg viðbót við þann safnkost sem húsa- safn Þjóðminjasafn Íslands varð- veitir,“ sagði Margrét. Bókhlaðan er mikilvæg í húsasafni  Bókhlaðan í Flatey á Breiðafirði sem reist var 1864 afhent Þjóðminjasafninu  16 fermetra bygg- ing  Orð og bækur eru í öndvegi  Hugmyndastraumar upplýsingar  Sérstaða í menningarsögu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Flateyjarhúsin Klausturhólar, kirkjan og Bókhlaðan lengst til hægri. Afhent Frá vinstri: Tryggvi Harðarson sveitarstjóri Reykhólahrepps, Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminja- vörður og Þorsteinn Bergsson framkvæmdastjóri Minjaverndar. 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2019 Þorpið í Flatey er verndarsvæði í byggð. Ákvörðun þar um staðfesti Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra þegar hún heimsótti Flatey á dög- unum, jafnhliða því að hún veitti Bókhlöðunni viðtöku fyrir hönd ríkisins. Markmiðið með þessari ákvörðun er að stuðla að verndun sögulegrar byggðar, en svæðið nær til þorpsins sjálfs með sínum 40 húsum, sem mörg eru byggð í kringum aldamótin 1900 og bera glöggt svipmót bygg- ingarhefða þess tíma. Einnig eru á verndarsvæðinu mýrar, strönd og svæði umhverfis Flateyjarkirkju. Verndarsvæði í byggð á Íslandi eru nú þegar, að Flatey meðtalinni, Garðahverfi á Álftanesi, Borðeyri og gömlu bæjarhlutarnir á Siglufirði og Djúpavogi. Tillögur um ný verndarsvæði, sem bíða staðfestingar ráð- herra, eru Vík í Mýrdal, Eyrarbakki, Hofsós, Sauðárkrókur, Sandgerði og byggðin í fremsta hluta Skorradals. Fleiri tillögur eru í vinnslu. FLATEY ER VERNDARSVÆÐI Í BYGGÐ Verndarbyggð Frá vinstri eru húsin Vorsalir, Ásgarður og Vogur. Svipmót gamalla hefða Er stærsti framleiðandi sportveiðarfæra til lax- silungs- og sjóveiða. Flugustangir og fluguhjól í úrvali. Gott úrval af fylgihlutum til veiða stólar, töskur, pilkar til sjóveiða, spúnabox margar stærðir, veiðihnífar og flattningshnífar. Abulon nylon línur. Gott úrval af kaststanga- settum, fyrir veiðimenn á öllum aldri, og úrval af „Combo“ stöng og hjól til silungsveiða, lax veiða og strandveiða. Flugustanga sett stöng hjól og lína uppsett. Kaststangir, flugustangir, kast- hjól, fluguhjól, gott úrval á slóðum til sjóveiða. Lokuð kasthjól. Úrval af flugustöngum, tvíhendur og hjól. Balance Lippa, mjög góður til silungsveiða „Original“ Fireline ofurlína, gerfi- maðkur sem hefur reynst sérstaklega vel, fjölbreitt gerfibeita fyrir sjóveiði og vatnaveiða, Berkley flattnings- hnífar í úrvali og úrval fylgihluta fyrir veiðimenn. Flugnanet, regnslár, tjaldhælar, og úrval af ferðavörum Helstu Útsölustaðir eru: Veiðivon Mörkinni Vesturröst Laugavegi Veiðiportið Granda Veiðiflugur Langholtsvegi Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi Kassinn Ólafsvík Söluskáli ÓK Ólafsvík Skipavík Stykkishólmi Smáalind Patreksfirði Vélvikinn Bolungarvík Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hólmavík Kaupfélagi V-Húnvetninga Hvammstanga Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki SR-Bygginavöruverslun Siglufirði Útivist og Veiði Hornið Akureyri Veiðiríkið Akureyri Hlað Húsavík Ollasjoppa Vopnafirði Veiðiflugan Reyðarfirði Krían Eskifirði Þjónustustöðvar N1 um allt land. Axelsbúð Akranesi Dreifing: I. Guðmundsson ehf. Nethyl 1, 110 Reykjavík. Nánari upplýsingar um þessar vörur má fá á eftirfarandi vefsíðum: www.purefishing.com - www.abugarcia.se - www.kuusamonuistin.fl - www.coghlans.com. Þekktustu veiðivörumerkin eru seld í öllum „Betri sportvöruverslunum landsins“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.