Morgunblaðið - 24.08.2019, Side 20

Morgunblaðið - 24.08.2019, Side 20
20 FRÉTTIRINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2019 Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Ólykt verður ekki sterkari þótt kjúklingabú Matfugls á Hurðar- baki í Hvalfjarðarsveit verði stækkað að sögn Sveins Jónssonar, framkvæmdastjóra Matfugls. Hann segir fyrirtækið munu geta komið í veg fyrir það með því að halda undirburði þurrum. Hann segir að lykt fylgi þó ávallt land- búnaði. Skipulagsstofnun mæltist til þess að búið yrði stækkað í áföng- um þannig að meta mætti hver lyktarmengunin yrði áður en fleiri hús yrðu byggð. Sveinn segir þetta í samræmi við hugmyndir fyrir- tækisins. „Svona framkvæmdir eru yfirleitt gerðar í hlutum og fyrstu hugmyndir eru um að byggja þarna tvö hús í einu. Við erum með bú á Melavöllum í þeirri stærð og þar hafa aldrei neinar kvartanir borist vegna lyktar,“ segir hann og nefnir að deiliskipulag sé í gildi í Hvalfjarðarsveit þar sem gert sé ráð fyrir fjórum 2.500 fermetra húsum. „Við erum aðeins að aðlaga það og koma til móts við ýmis sjón- armið með því að minnka það byggingarmagn sem deiliskipulag- ið leyfir um rúmlega 25% og byggja hús sem eru þá um 1.800 fermetrar,“ segir Sveinn, en gangi áformin um byggingu fjögurra húsa eftir yrði kjúklingabúið stærsta bú Matfugls að öðru óbreyttu. „Við erum með bú á Kjal- arnesi sem er u.þ.b. 130 þúsund kjúklingastæði. Eins og staðan er í dag er kjúklingabúið á Hurðarbaki rétt rúmlega 60% af því sem það er,“ segir Sveinn, en þetta eru nú tvö stærstu kjúklingabú Matfugls. Besta fáanlega tækni Í áliti Skipulagsstofnunar kemur fram að neikvæðustu áhrifin af stækkuninni séu vegna ólyktar. Sveinn segir að gríðarlega mikla loftræstingu þurfi í öll kjúklinga- hús. „Þá þarf að koma loft inn í þau og út úr þeim líka. Til að halda lykt í lágmarki er það númer eitt, tvö og þrjú, að það sé ekki bleyta undir fuglinum. Í húsunum sem við byggjum er gólfhiti sem tryggir það betur. Við reynum að halda þessu eins þurru og hægt er og veljum bestu fáanlegu tækni til þess. Þannig höldum við lyktinni í lágmarki,“ segir hann og bendir á að öllum greinum landbúnaðar fylgi lykt. „Þess vegna er hann staðsettur úti í sveitum. Við erum með kjúk- lingabú í dag þar sem eru um 130 þúsund kjúklingastæði. Þar hefur aldrei verið kvartað yfir lykt og heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur aldrei borist kvartanir. Ég held að við höfum gert mjög vel í því að halda þessu í lágmarki,“ segir hann. „Það verður ekki sterkari lykt þó að við bætum við þessum húsum, hún er alltaf til staðar og er minni en menn gera sér grein fyrir í kjúklingarækt. Með því að halda undirburðinum þurrum kem- ur maður í veg fyrir lyktina,“ segir hann. Lyktin ekki sterk- ari við stækkun  Mikla loftræstingu þarf í kjúklingabú er sjálfboðaliði sem veitir þeim ým- iss konar stuðning, svo sem í hús- næðisleit, við atvinnuumsóknir, end- urskoðun fjármála og að sækja fundi hjá félagsráðgjafa. Sigríður Ella segir að félagsvinur hitti fanga nokkrum sinnum meðan á afplánun stendur og þeir gera með sér plan sem svo er unnið að þegar viðkom- andi lýkur afplánun. „Sjálfboðalið- arnir skuldbinda sig í árs samband og það getur verið lengra ef vin- skapur myndast þeirra á milli. Fangar hafa tekið þessu ótrúlega vel og eru duglegir að sækja um. Þeir eru duglegir að spyrja um þetta verkefni, það vinnur með okkur.“ hdm@mbl.is efni sem eru að byrja og þróast. Til að það þróist í rétta átt þurfum við fleiri samstarfsaðila með það sam- eiginlega markmið að bæta úrræði og stuðning sem er í boði þegar fangelsisvist lýkur,“ segir Sigríður Ella. Umræddur stuðningur er á hönd- um sjálfboðaliða og er hann tvíþætt- ur. Annars vegar er opið hús hjá Rauða krossinum í Kópavogi á mið- vikudagskvöldum. Þar geta fyrrver- andi fangar fengið ýmsar upplýs- ingar um réttindi sín, hlýtt á fræðsluerindi og ekki síst fengið fé- lagsskap fólks með svipaða reynslu. Hins vegar geta þeir sem eru að ljúka afplánun sótt um félagsvin sem „Það vantar úrræði fyrir fanga sem eru að ljúka afplánun. Það hefur sýnt sig að mikilvægt er fyrir þá að fá stuðning til að koma út í sam- félagið aftur,“ segir Sigríður Ella Jónsdóttir, verkefnastjóri yfir verk- efninu Félagsvinir eftir afplánun sem nýlega var sett á fót hjá Rauða krossinum í Kópavogi. Hugmyndin með verkefninu er að veita föngum sem hafa lokið af- plánun stuðning og hjálp við að fóta sig á ný í samfélaginu. Verkefnið er unnið eftir norskri fyrirmynd og í samstarfi við Afstöðu og Fangels- ismálastofnun hér á landi. „Verkefnið fer vel af stað en það gengur hægt eins og með flest verk- Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Samvera Félagsvinir Rauða krossins hafa það hlutverk að veita föngum stuðning eftir að þeir ljúka afplánun. Veita föngum stuðning eftir að afplánun lýkur Verið velkomin í glæsilega sýningaríbúð Breiðakri 4 íbúð merkt 104 Guðbjörg Guðmundsdóttir löggiltur fasteignasali gudbjorg@manalind.is sími: 899 5533 Thelma Víglundsdóttir, löggiltur fasteignasali thelma@manalind.is sími: 860 4700 www.manalind.is Lágmúla 6 sími 511 1020 Sölusýning Breiðakur 2-4 Garðabæ Laugardaginn 24. ágúst frá 13:00-14:00 Sunnudaginn 25. ágúst frá 13:00-14:00 Nýtt átta íbúða fjölbýli með lyftu. Þriggja og fjögurra herbergja íbúðir, 122-138 fm. Verð frá 65,9 millj. Öllum íbúðum fylgja stæði í lokaðri bílageymslu. Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar, fullbúnar án gólfefna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.