Morgunblaðið - 24.08.2019, Síða 22

Morgunblaðið - 24.08.2019, Síða 22
BAKSVIÐ Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Spennuþrungið ástand var fram eftir sumri 2018 þegar reynt var að ná samkomulagi við ríkið um hvernig staðið yrði að afhendingu ganganna í lok september. Þar strandaði á því að embætti rík- isskattstjóra leysti hnút gagn- vart Speli ehf. varðandi skatta- lega afskrift ganganna og hugsanlega skattlagningu Spalar á árinu 2018. Stjórn- armenn hefðu að óbreyttu getað orðið ábyrgir og fengið bakreikninga frá skattinum. Stjórn Spalar fjallaði um stöðu mála dag eftir dag þegar tók að líða á sumarið. Þar var meira að segja varpað fram hvort félagið neyddist til að loka göngunum ef Spölur lenti í þeirri stöðu að hafa borgað upp áhvílandi lán án þess að samningar hefðu tekist við ríkið. Til þessa kom þó ekki því hagfelld lausn fékkst á málinu 26. sept- ember. Það var tveimur dögum áð- ur en Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra kom í Hval- fjörðinn sem síðasti vegfarandinn sem greiddi veggjald í göngunum. Stormasamur aðdragandi Þetta kemur meðal annars fram í bókinni Undir kelduna – sagan um Hvalfjarðargöng 1987-2019 eft- ir Atla Rúnar Halldórsson blaða- mann. Í bókinni er fjallað um Hval- fjarðargöng, fyrstu einkaframkvæmdina í samgöngu- kerfi Íslendinga, frá upphafi til enda, um stormasaman aðdrag- anda ganganna og framkvæmd- irnar sjálfar. Raunar er farið allt aftur til ár- anna eftir síðari heimsstyrjöld til að varpa ljósi á umræður um hvernig ætti að sigrast á Hvalfirði sem samgönguhindrun. Þar komu ferjusiglingar til sögu, brýr en að lokum urðu jarðgöng í einka- framkvæmd niðurstaðan. Í bókinni er fjallað um undirbúning, gerð og rekstur jarðganganna – allt frá því hugmyndir um þessa samgöngu- framkvæmd hófust uns göngin voru farin úr eigu Spalar eftir rúm- lega 20 ára farsælan rekstur. Umferðin jókst um 150% Gerð eru að umfjöllunarefni í bókinni þau miklu samfélagslegu áhrif sem jarðgöngin hafa haft. Atli Rúnar segir að göngin hafi hraðað uppbyggingu orkufreks iðnaðar á Grundartanga og háskólasamfé- lags á Bifröst og orðið til þess að sumarhúsabyggðirnar í Borgarfirði stækkuðu. Einnig eflt atvinnulífið á Vesturlandi í víðri merkingu. All- ar hrakspár um göngin hafi reynst markleysa, en mikil og eindregin andstaða var við gerð þeirra sbr. könnun í DV í mars 1995. Þar sagðist fjórðungur aðspurðra vera fylgjandi framkvæmdinni en rúm- lega 60% á móti. Um 12,% voru hlutlaus. Sú afstaða hafi svo átt eftir að breytast, enda sannaðist gildi ganganna fljótt. Á um tuttugu árum jókst umferð um Hvalfjarðargöngin í kringum 150%. Á fyrsta heila starfsári þeirra, það er 1999, fór um ein milljón ökutækja um göngin en rúmlega 2,5 milljónir árið 2017. Allan þann tíma sem veggjöld voru innheimt kostaði stök ferð um göngin 1.000 krónur. Fyrir þá upp- hæð mátti við opnun ganganna fá sem samsvarar fimm dósum af bjór en tvær þegar gjaldtöku var hætt. Margir nýttu sér síðan að vera með veglykla og þegar gjaldtök var hætt voru slíkir í umferð 52.235. „Umferðin í göngunum varð mun meiri en áætlað var og tekjur af veggjaldi jukust í samræmi við það. Stjórn Spalar ákvað fljótlega á rekstrartíma félagsins að láta ekki vísitölu ráða veggjaldinu heldur stilla saman tekjur og afborganir lána til 2018. Veggjöldin rýrnuðu stöðugt miðað við þróun verðlags í landinu og viðskiptavinir nutu þannig góðs af umferðaraukning- unni,“ segir Atli Rúnar í bók sinni. Þar hefur hann eftir Steingrími J. Sigfússyni, nú forseta Alþingis sem var samgönguráðherra þegar fyrstu samningar við ríkið vegna ganganna voru gerðir, að farsælast hefði verið að lækka veggjöldin en ekki fella þau alfarið niður eins og gert var í Hvalfirði. Slík gjöld geti staðið undir rekstri og viðhaldi ganga. Einkaframkvæmd í sam- göngumálum geti líka átt vel við, en aðalatriði sé að ríkið og þar með samfélagið eignist mannvirkin þeg- ar þau séu orðin skuldlaus. Ræddu um að loka Hvalfjarðargöngum  Saga jarðganganna í nýrri bók Atla Rúnars Halldórssonar  Spenna í gerð samninga við ríkið  Hnútur í skattamálum leystur á lokastundu  Framkvæmdin hafði mikil áhrif á samfélagið á Vesturlandi Morgunblaðið/Árni Sæberg Lokadagur Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra var síðasti mað- urinn sem borgaði fyrir ferð í gegnum göngin. Þúsund kr. kostaði ferðin Morgunblaðið/Árni Sæberg Hvalfjörður Við munna Hvalfjarðarganga 28. september í fyrra, daginn sem gjaldtöku þar var hætt. Gerð ganganna var umdeild á sínum tíma, en þau voru þó fljót að sanna gildi sitt enda var framkvæmdin mjög fljót að borga sig og átti eftir að gjörbreyta samfélaginu á Vesturlandi, íbúaþróun þar og atvinnulífi. Atli Rúnar Halldórsson 22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2019 www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum Tilboðsverð: 3.790.000 kr. Verðlistaverð: 4.540.000 kr. Afsláttur 750.000 kr. www.hekla.is/volkswagensalur Ódýrari & 100% rafmagnaður. Volkswagen e-Golf kemur þér lengra. Þú nýtir hreina innlenda orku, tekur aldrei eldsneyti, ert laus við olíuskipti og upplifir magnaðan akstur. Stökktu inn í framtíðina með Volkswagen e-Golf – 100% rafmagnsbíl. Skiptu yfir í rafmagnsbíl. Volkswagen e-Golf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.