Morgunblaðið - 24.08.2019, Side 29

Morgunblaðið - 24.08.2019, Side 29
29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2019 Kyrrð Það getur verið notalegt að grípa með sér bók á leiðinni út í von um að finna þægilegan stað til að lesa á. Það má þó búast við meira fjöri á Arnarhóli í kvöld í tengslum við Menningarnótt. Eggert Norðmenn afléttu stjórnskipulegum fyr- irvörum varðandi þriðja orkupakkann í mars í fyrra. Eins og flestum er kunnugt munu reglugerðir orkupakkans þó ekki taka gildi hjá frændum okkar fyrr en Ísland hefur aflétt sínum fyr- irvörum og verða þær þá í kjölfarið inn- leiddar inn í EES-samninginn og gilda fyrir þau þrjú lönd hans er tilheyra EFTA, þ.e. Ísland, Noreg og Liechtenstein. Ekki voru allir á það sáttir hvernig innleiðingin í Noregi átti sér stað en samtökin Nei til EU hafa síðan safnað umtalsverðu fé, meira en milljón norskum krónum, og fara nú fram með mál gegn ríkinu með Ernu Solberg sem for- sætisráðherra. Telja samtökin að ACER-hluti orkupakkans hafi ekki verið meðhöndlaður í sam- ræmi við stjórnarskrá landsins, Grunnloven, og í því samhengi að 115. grein hennar hafi ekki verið framfylgt eins og ríkisstjórnin hefur haldið fram. 115. greinin segir til um að ef þrír fjórðu hlutar þingmanna Stórþingsins samþykkja, þá hafi þingið heimild til að framselja vald til erlendra aðila sem Nor- egur er hluti af. Þetta er þó að því gefnu að tveir þriðjuhlutar þings- ins séu viðstaddir til að taka af- stöðu og að framsalið megi ekki hafa bein áhrif á einstaklinga eða lögaðila sem er sá hluti sem deilan snýst meðal annars um. Stefán Már Stefánsson, lagapró- fessor og sérfræðingur í Evrópu- rétti, kom inn á það í Kastljós- viðtali að hann hefði áhyggjur af framsali á ríkisvaldi og hvaða áhrif það gæti haft á einstaklinga og lögaðila. Það er því ekki ólík- legt að samtökin Nei til EU hafi eitthvað til síns máls er þetta at- riði varðar enda mun orkupakkinn hafa víðtæk áhrif á einstaklinga og lögaðila þegar ACER leggur línurnar og ESA sér um fram- kvæmdir á meðan ríkið fær ekki rönd við reist. Það sem hefur jafnframt verið fjallað um í þessu samhengi er það lagafordæmi sem felst í notkun á 115. greininni en hún var ekki sett á laggirnar fyrr en 1962. Fram að því snerist heimild fyrir vald- framsali um að vald- framsalið ylli litlu inngripi (norska: lite inngripende). Þegar 115. greinin var svo skrifuð var hún byggð á þessari hugmyndafræði og því er eðlilegt að það sé jafnframt tekið til skoðunar hvort orkupakkinn valdi sannarlega litlu inngripi eða ekki. Lögfræðingar Nei til EU halda því fram að svo sé ekki enda er hægt að sjá fyrir sér að inngripið geti orðið töluvert. Málið verður rakið fyrir dóm- stólum í Osló hinn 23. september og munu samtökin þá komast að því hvort því verði vísað frá eða hvort hægt verði að halda áfram með lögsóknina. Búist er við nið- urstöðu úr þessum fyrsta hluta strax í október og ef dómurinn verður Nei til EU í hag er ekki gert ráð fyrir endanlegri niður- stöðu fyrr en á næsta ári. Fari svo að samtökin vinni að endingu málið mun niðurstaðan hafa áhrif á Ísland þar sem Noregur hefur þá ekki mátt afnema stjórn- skipulega fyrirvara og er kominn í tráss við sína stjórnarskrá. Fellur innleiðingin í Noregi þá úr gildi og orkupakkinn gildir því ekki heldur fyrir Ísland eða Liechten- stein. Lítið hefur verið gert úr orku- pakkanum af þingmönnum ríkis- stjórnarinnar en hann er ekki svo lítill og áhrif hans eru víðtæk. Það verður áhugavert að fylgjast með framgangi mála í Noregi og í raun væri eðlilegast að bíða eftir niður- stöðu þar ytra áður en Ísland heldur áfram að meðhöndla málið í þinginu. Það er ekki laust við að ég spyrji mig enn á ný hvers vegna ríkisstjórninni liggur svona mikið á. Eftir Önnu Kolbrúnu Árnadóttur » Það verður áhuga- vert að fylgjast með gangi mála í Noregi og eðlilegast er að bíða eft- ir niðurstöðu þar áður en Alþingi Íslendinga afgreiðir málið. Anna Kolbrún Árnadóttir Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Hvað liggur á? Mikilvægi og gæði flugsamgangna aukast með hverjum áratug. Tækniframfarir eiga eftir að tryggja þá þróun svo um munar. Íslensk flugstefna er unnin af krafti og liggja fyrstu drög hennar fyrir sem græn- bók (https://samrads- gatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/ ?id=1456). Af sjálfu leiðir að stefnan er í eðli sínu jafnt pólitísk sem fag- leg. Drögin taka fyrst og fremst á faglega þættinum. Nú liggur fyrir að fá umsagnir sem fjalla um félagslega og pólitíska þáttinn, ásamt umhverf- ismálum flugsins. Þar eiga sín hlut- verk að rækja sveitarfélög og þeirra samtök, þingflokkar og ríkisstjórn, auk sérfræðinga. Augljóslega munu stjórnarflokkarnir setja sinn svip á stefnuna í samræmi við stjórn- arsáttmála sinn. Jafn mikilvægt er að landshlutar hafi áhrif á stefnuna í innan- og utanlandsflugmálum. Inn- anlandsflug á að vera, eins og fram kemur í grænbókinni, hluti almenn- ingssamgangna í strjálbýlu landi eins og okkar. Farmiðaverð, far- tíðni, fjöldi flugvalla í heilsársrekstri og lega fullkomins flugvallar við höf- uðborgina eru lykilatriði. Enn frem- ur viðurkenning á að hlutverk höf- uðborgar krefst hraðsamgangna frá helstu bæjum til hennar. Geta tiltek- inna millilandaflugvalla utan Mið- nesheiðar til þess að þjónusta milli- landavélar er líka höfuðmál. Allir varavellir landsins eru alþjóða- flugvellir og eiga að vera nothæfar gáttir að hóflegum straumi fólks inn og út úr landinu, miðað við fyllsta öryggi og stefnu í ferðaþjónustu, og samgöngumálum. Skoska leiðin eykur innanlandsflug Snemma í desember 2018 skilaði starfshópur, sem annar okkar (NTF) veitti formennsku, skýrslu með heitinu: „Uppbygging flug- vallakerfisins og efling innanlands- flugsins sem almenningssam- gangna“. Tók 18 mánuði að fullgera hana. Hún er einnig hluti flugstefn- unnar. Í henni er lagt til að skoska leiðin verði tekin upp í innanlands- flugi. Sú tillaga var svo samþykkt í þinginu með 48 atkvæðum en 10 þingmenn sátu hjá í febrúar síðast- liðnum. Fleira staðfestir stefnu rík- isstjórnarflokkanna: Í nefndaráliti meirihluta umhverfis- og samgöngu- nefndar við tillögu til þingsályktun- ar um fimm ára samgönguáætlun árin 2019-2023 og árin 2019-2033 stendur: „Ein af tillögum áðurnefnds starfshóps ráðherra um eflingu inn- anlandsflugs og rekstur flugvalla er að farmiðar íbúa með lögheimili á tilgreindum svæðum á landsbyggð- inni verði niðurgreiddir. Skilgreind verði svæði landsins þar sem íbúar sem ferðast í einkaerindum njóta 50% niðurgreiðslu á flugfargjöldum til og frá svæðinu, þó að hámarki fjórar ferðir (átta leggir á ári) á hvern einstakling á meðan reynsla er að komast á kerfið.“ Og síðar: „Meirihlutinn tekur undir tillögu starfshópsins og leggur til breytingu á kafla 4,5 um markmið um jákvæða byggðaþróun í samgönguáætlun til næstu fimm ára þess efnis að unnið verði að útfærslu þess að nið- urgreiða flugfargjöld íbúa á lands- byggðinni og stefnt að því að nýtt fyrirkomulag taki gildi í ársbyrjun 2020 en á þessu ári á að fara í end- urskipulagningu á framlögum til innanlandsflugs.“ Vilji þingsins er kristaltær. Í fjármálaáætlun 2020-2024 frá í júní segir: „Unnið er að því að gera innanlandsflug að hagkvæmari kosti fyrir íbúa landsbyggðarinnar til að flug sé raunhæfur valkostur í innan- landssamgöngum eins og kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórn- arinnar. Gert er ráð fyrir í sam- gönguáætlun 2019-2033 að breytt fyrirkomulag hefjist árið 2020.“ Næsta vers er að tryggja fjár- mögnun verkefnisins í fjárlögum sem lögð verða fyrir þingið til sam- þykktar í haust. Fjármagn til varaflugvalla Mikilvægt er að minna á að stefna ríkisstjórnarinnar hefur líka komið fram, í orðum Sigurðar Inga Jó- hannssonar, samgöngu- og sveit- arstjórnarráðherra, og samgöngu- áætluninni, að hluta af hagnaði ISAVIA skal nota í að treysta vara- flugvelli millilandaflugsins. Sú stefna smitar svo yfir á aðra flugvelli með því að annað fjármagn fæst þá til að bæta ástand og rekstur innanlands- flugvallanna. Þessi atriði eru líka hluti flugstefnu Íslands þegar upp verður staðið eftir framhaldsvinnu við drögin í grænbókinni. Með stefn- unni er verið að opna betri gáttir inn til landsins en fyrir eru, fjölda manns til hagsbóta. Það er þó mikilvægt og rétt að benda á og ítreka að upp- bygging á varavöllunum er liður í því að efla flugöryggi á Íslandi. Fleiri en ein umhverfislausn Loks viljum við benda á að þróun flugvéla og leiðsagnartækja er hröð og margt vinnst þar í þágu umhverf- is- og loftslagsmála með hverju ári. Það er engu að síður einföldun að klifa á rafvæðingu flugs eins og hún sé meginleið til að minnka losun frá loftförum. Um alllanga hríð verða rafflugvélar líklegar sem lítil og með- alstór loftför (2-15 manna) en aðrar farþegavélar munu nýta „grænt eldsneyti“ á hreyfla svo sem vetni, alkóhól og lífdísil, jafnvel í bland við jarðefnaeldsneyti, a.m.k. næstu fá- eina áratugi. Öflugar eða langfleygar vélar á norrænum veðurslóðum verða þeirrar gerðar um hríð. Flug- stefnan hlýtur að taka mið af þeim veruleika. Við ítrekum að í stefnu- mótuninni og umræðum um íslenska flugstefnu er mikilvægt að halda á lofti hvernig hún vinnst í fáeinum stórum skrefum með góðu samráði fagaðila, hagaðila, stjórnvalda og al- mennings og tekur mið af raunveru- leikanum. Það merkir að sjálfbærni flugsamgangna, þríþætt sem hún er, næst ekki nema á þann hátt. Eftir Njál Trausta Friðbertsson og Ara Trausta Guðmundsson » Allir varavellir landsins eru alþjóða- flugvellir og eiga að vera nothæfar gáttir miðað við fyllsta öryggi og stefnu í ferðaþjón- ustu og samgöngu- málum. Höfundar eru þingmenn. Njáll Trausti situr í atvinnuveganefnd og fjárlaganefnd. Ari Trausti er varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar. ntf@althingi.is, aritrausti@althingi.is Flugstefna í skilvirkri mótun Njál Trausta Friðbertsson Ara Trausta Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.