Morgunblaðið - 24.08.2019, Síða 30

Morgunblaðið - 24.08.2019, Síða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2019 Stundum er sagt að sannleikurinn sé fyrsta fórnarlambið ístríði. Mér er nær að halda að í hagsmunabaráttu sé tungu-takið fyrsta fórnarlambið. Þau sem þurfa að sannfæra aðraum ágæti síns málflutnings verða að beita tungumálinu með þeim hætti að það hrífi fólk með. Og þegar málstaðurinn er vafasam- ur verður að sveigja merkingu orðanna svo þau lúti honum. Vinsæl- ast er að beita jákvæðum og/eða neikvæðum orðum með markvissum hætti þannig að áheyrendur snú- ist á sveif með málflutn- ingsmanninum. Klassískt dæmi um þetta er hvernig hin jákvætt hlöðnu hugtök frelsi og frjáls samkeppni hafa verið tengd við einok- un og miðstýringu þegar einstaklingar eða fyrirtæki á markaði þurfa að sækja um styrki í „samkeppn- is“sjóði eða aðgang að tak- mörkuðum auðlindum sem úthlutað er af stjórnvöld- um. Í sumar urðum við vitni að óvenjulegri atlögu að merkingu orðanna þegar Guðmundur Ingi Ásmunds- son, forstjóri Landsnets, fór að útskýra fyrir lands- mönnum yfirvofandi orku- skort vegna þess hve hægt gengi að virkja þá orku sem nokkur von er til að náist sátt um að nýta hér á landi. Þetta útspil um yfirvofandi orkuskort kom sem inn- legg í deilur um Hvalárvirkjun; gat jafnvel hrætt fólk til að styðja nýjar virkjanir svo ekki kæmi til þess að við þyrftum að slökkva á eldavélunum heima hjá okkur – eða hætta að hlaða símana og raf- magnsbílana og fara aftur að söðla klárana og borða súrmat við tólg- arkertaljós. Eins og vænta mátti þoldi þessi misnotkun á orðinu orkuskortur ekki lengi dagsbirtu opinberrar umræðu – þótt hún hljóti að hafa vakið lukku á kynningarfundum einhverra almannatengla. Viðbrögð almennings voru þau að benda á óraunhæfa stórsamninga um orkuaf- hendingu til gagna- og kísilvera án þess að búið væri að virkja upp í samningana og ítreka um leið að ef menn vildu semja við stórnot- endur innanlands um ódýrt rafmagn væri ráð að snúa sér til garð- yrkjubænda fremur en til bitcoin-hagkerfisins. Í beinu framhaldi af þessu upphlaupi um orkuskortinn má almenn- ingur nú sitja undir baráttu um merkingu orðanna í evrópska orku- pakkanum; okkur er ýmist sagt að sæstrengur til Evrópu komi upp úr pakkanum með þrýstingi á að virkja hverja sprænu frá hæstu heiðum til árósa eða að ekkert slíkt sé í spilunum enda ráði íslenska ríkið sinni landhelgi – líkt og strengur til Evrópu jafngildi innrás í þorskastríði. Ekki er hjálp að stjórnmálaflokkum eða frjálsum fjöl- miðlum við að átta sig á þessu undarlega máli, því að þeir stjórnast af ólíkum hagsmunaaðilum og nota ýmist tungutak mót- eða sam- herja orkupakkans. Yfirráð Alþingis yfir landhelginni duga til dæmis skammt þegar norsk fyrirtæki vilja hefja mengandi laxeldi í þeirri auðlind sem ómengaðir firðir landsins eru. Hagsmunir almennings og merking tungumálsins eru fyrstu fórnarlömb umræðunnar – áður en fyrirtækin fá „leyfi“ ríkisins til að ráðast gegn náttúrunni. Sannleikurinn og tungutakið Tungutak Gísli Sigurðsson gislisi@hi.is Orkuskortur? Íslendingar hafa þörf fyrir hreina orku. Umræður um orkupakka 3 frá ESB hafa nústaðið nokkuð samfellt í heilt ár. Þær hafaað verulegu leyti snúizt um lögfræðilegálitamál en minna um aðra þætti málsins. Einn þeirra þátta er sá sem hefur smátt og smátt ver- ið að birtast, þ.e. að orkupakkarnir þrír sem fram að þessu hafa séð dagsins ljós, og kannski má segja fjór- ir, því sá fjórði er að koma til sögunnar, beinast að því markmiði að markaðsvæða orkugeirann. Nú má vel vera að miklar almennar umræður hafi farið fram í aðildarríkjum ESB um slík markmið, þótt ekki hafi þess gætt að marki í fjölmiðlum í Bretlandi, á Norðurlöndunum og á meginlandinu. En hafa slíkar umræður farið fram hér? Væri ekki eðlilegt að fram hefðu farið almennar umræður hér um það hvort við viljum yfirleitt einkavæða Lands- virkjun og Orkuveitu Reykjavíkur, svo að dæmi séu nefnd? Í alla þá áratugi sem Sjálfstæðisflokkurinn stjórn- aði Reykjavíkurborg varð þess aldrei vart að sá flokk- ur teldi það eftirsóknarvert að einkavæða Hitaveitu Reykjavíkur. Stöku raddir hafa komið upp innan flokksins um einkavæðingu Landsvirkjunar en þær hafa þagnað enda engar undirtektir fengið. Í umræðunum um Orkupakk- ann hafa einstaka talsmenn Sjálfstæðisflokksins talið það orkupökkunum til tekna að nú geti fólk valið á milli orkusala og að til hafi orð- ið frjáls samkeppni á því sviði. Almennir borgarar vita mæta vel að þetta eru orðaleikir en ekki veruleiki. Samkeppni í orkugeiranum er lítil sem engin. Einkavæðing grunnþjónustu, hverju nafni sem nefnist, hlýtur alltaf að vera álitamál og hefur ekki gefizt vel. Áður en slík ákvörðun yrði tekin hér hlytu að fara fram almennar umræður, sem leiddu í ljós að mikill hluti landsmanna teldi slíkt eftirsóknarvert. Það getur ekki þótt sjálfsagt að slík ákvörðun sé tekin í Brussel og okkur ætlað að fylgja henni, hvað svo sem líði aðstæðum og viðhorfum hér, eingöngu vegna samninga sem gerðir voru um EES fyrir aldarfjórð- ungi. Einkavæðing bankanna á sínum tíma er spor sem hræða. En kannski er það furðulegast í þessu máli að bæði Samfylking og VG vilji taka þátt í markaðsvæðingu orkugeirans. Hvernig má það vera? Þessir flokkar eru afsprengi Alþýðuflokks og Alþýðubandalags/ Sameiningarflokks alþýðu- Sósíalistaflokks/Komm- únistaflokks Íslands. Hvenær var sú grundvallar- breyting samþykkt í æðstu stofnunum þessara tveggja flokka, að þeir hefðu nú komizt að þeirri nið- urstöðu að bezt færi á því að einkavæða orkugeirann á Íslandi?(!) Eða er hugsanlegt að þingmenn þessara flokka hafi ekki áttað sig á þessum þætti orkupakkamálsins? Sé það skýringin er kominn tími til að þingmenn þeirra flokka átti sig á að með því að greiða orku- pakka 3 atkvæði sitt eru þeir að greiða atkvæði með einkavæðingu orkugeirans vegna þess að það er eitt helzta inntak þeirra pakka sem hingað til hafa komið við sögu, auk þess að hleypa ESB til áhrifa í nýtingu orku fallvatnanna á Íslandi. Síðarnefnda atriðið er ígildi þess ef ESB yrði hleypt inn í íslenzka fiskveiðilögsögu og veiðar er- lendra togara hæfust á ný við Íslands strendur. En það væri þá ekki í fyrsta sinn sem þingmenn vinstriflokkanna gengju gegn grundvallarstefnu sinni af einhverjum óskiljanlegum ástæðum. Gleymum því ekki að það var vinstristjórn sem hafði forystu um að gefa framsal veiðiheimilda frjálst án þess að taka upp auðlindagjald um leið! Með þeirri gjörð voru fyrstu milljarðamæringarnir búnir til á Ís- landi. Það er auðvitað hugsanlegt að Samfylkingin telji svo mikilvægt að koma Íslandi inn í ESB að öllu verði að fórna. En er það líka orðin hugsjón VG? Ekki var það að skilja á málflutningi frambjóðenda þess flokks fyrir þingkosningar sem fram fóru fyrir áratug. Hvenær varð VG aðildarsinnaður flokkur? Hefur stuðningur við aðild Íslands að ESB einhvern tíma verið samþykktur í stofnunum þess flokks? Markaðsvæðing orkugeirans er svo stórt mál að það væri eðlilegt ef einhverjir stjórnmálaflokkar vildu stefna að því af fúsum og frjálsum vilja að leggja slíka ákvörðun undir dóm þjóðarinnar. En það er nokkuð ljóst að þegar fyrstu orkupakk- arnir voru teknir upp í íslenzka löggjöf gerðum við sem samfélag okkur ekki ljóst um hvað var að ræða. Nú er það hins vegar öllum ljóst og við getum ekki varið okkur frammi fyrir gagnrýni framtíðarinnar með þekkingarleysi eða skilningsskorti. Alþingi kemur saman í næstu viku og eins og nú horfir mun þingið samþykkja orkupakkann með mikl- um meirihluta atkvæða. Í þeirri samþykkt felst um leið ákvörðun um mark- aðsvæðingu orkugeirans. Hún mun hafa afleiðingar. Einkarekin einokun er ekki betri en ríkiseinokun. En hún mun líka hafa pólitískar afleiðingar. Í ljósi umræðna í landinu er ekki lengur hægt að útiloka að sú skipting í stjórnmálaflokka sem hefur mótað póli- tíska sögu síðustu hundrað ára eigi eftir að taka mikl- um breytingum í kjölfarið vegna þess að núverandi flokkaskipan endurspegli ekki lengur mismunandi sjónarmið og viðhorf eins og flokkaskipan á að gera og er eðli hennar. En sennilega eiga þingmenn allra flokka það sam- eiginlegt að þeir skilji þetta ekki, sem bendir til þess að þegar inn fyrir veggi þinghússins er komið verði til eins konar múr á milli þings og þjóðar. Eins konar „Berlínarmúr“. Vilja þau markaðsvæða orkugeirann? Vilja Samfylking og VG einkavæða Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur?! Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Í gær voru rétt 80 ár liðin frá þvíað Stalín og Hitler gerðu griða- sáttmála. Þar skiptu þeir með sér Mið- og Austur-Evrópu. Stalín fékk í sinn hlut Eystrasaltsríkin, Finn- land og austurhluta Póllands en Hitler vesturhluta Póllands. Þegar Hitler réðst inn í Pólland að vestan 1. september 1939 sögðu Bretar og Frakkar honum stríð á hendur en þegar Stalín réðst inn í Pólland að austan 17. september höfðust ríkin tvö ekki að. Eystrasaltslöndin töldu sig ekki hafa afl til að hafna kröfu Stalíns um herstöðvar. En þegar hann krafðist hins sama af Finnum neituðu þeir og börðust hetjulega í Vetrarstríðinu svokallaða fram á vor 1940 en urðu þá að lúta ofurefl- inu. Griðasáttmálinn vakti hvarvetna uppnám í röðum ráðstjórnarvina, sem höfðu löngum talið nasista höfuðandstæðinga sína. Þetta átti líka við í Sósíalistaflokknum ís- lenska, sem stofnaður hafði verið haustið áður við samruna vinstri sósíalista og kommúnista. Vinstri sósíalistar kröfðust þess að flokk- urinn fordæmdi landvinninga Stal- íns, en kommúnistar harðneituðu. Skömmu eftir árás Hitlers á Pól- landi hitti Þórbergur Þórðarson Guðmund Finnbogason lands- bókavörð á Hótel Borg. Þá sagðist Þórbergur skyldu hengja sig ef Stalín réðist á Pólland. Eftir árás Stalíns birti hann ámátlega varn- argrein þar sem hann sagðist hafa sagt það eitt að hann skyldi hengja sig ef Stalín hæfi þátttöku í stríðinu við hlið Hitlers. Halldór Kiljan Lax- ness skrifaði í Þjóðviljann að það ætti að vera fagnaðarefni ef íbúar „Vestur-Úkraínu“ eins og hann kall- aði Austur-Pólland, yrðu þegnar Stalíns. Griðasáttmálinn er til marks um að Heimsstyrjöldin síðari var í rauninni tvö stríð. Frá hausti 1939 til sumars 1941 áttu Bretar og Frakkar í höggi við Hitler, sem var í eins konar bandalagi við Stalín. Frá sumri 1941, þegar Hitler rauf griðasáttmálann og réðst á Stalín, börðust Bretar og Rússar við Þjóð- verja, en Frakkar voru úr leik. Í árslok 1941 gengu Bandaríkjamenn í lið með Bretum og Rússum, en Japanir með Þjóðverjum, og voru þá úrslitin ráðin: Enginn stenst Bandaríkin ef þau beita sér. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð 23. ágúst 1939 Um er að ræða allar húseignir Dalabyggðar að Laugum í Sælingsdal. Eignirnar telja m.a. skóla/hótel, íþróttahús, sundlaug og íbúðarhúsnæði. Undanfarin ár hefur verið rekið sumarhótel með 45 herbergjum á Laugum. Á veturna hafa verið starfræktar þar ungmenna- og tómstundabúðir. Laugar eru í fallegu umhverfi og stutt í náttúruperlur og sögustaði. Staðurinn býður upp á mikla möguleika s.s. fyrir ferðaþjónustu. Eignirnar seljast í einu lagi. Gera skal aðgreint tilboð í einbýlishúsið Laugafell. Áskilinn er réttur til að hafna öllum tilboðum. Tilboðum skal skila á netfangið dalir@dalir.is eða senda til Dalabyggðar, Miðbraut 11, 370 Búðardal fyrir 1. september næstkomandi. Upplýsingar veita Eyjólfur I. Bjarnason oddviti oddviti@dalir.is og Kristján Sturluson sveitarstjóri sveitarstjori@dalir.is Dalabyggð auglýsir eftir tilboðum í eignir Dalabyggðar að Laugum í Sælingsdal

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.