Morgunblaðið - 24.08.2019, Page 31
Ábyrgð og áhrif
fréttamanna
Víðast hvar er það
svo í lýðfrjálsum lönd-
um að stóru málin
hafa forgang á frétta-
stofum, þau eru reifuð
og rædd, skoðuð frá
ýmsum sjónarhornum
tímunum saman, enda
bera fjölmiðlar mikla
ábyrgð þegar kemur
að upplýsingagjöf og
skoðanamyndun. Í
mikilvægum málum
sem tekist er á um er talað við
áhrifamenn og talsmenn beggja eða
allra sjónarmiða, dregin fram aðal-
atriði og leitast við að útskýra þau.
Því miður sýnist mér þessu ekki
þannig varið í fjölmiðlum okkar
undanfarin misseri, jafnvel ekki í
útvarpi allra landsmanna. Meðan
allt logar í átökum um þriðja orku-
pakkann innan stjórnmálaflokka og
í þjóðfélaginu öllu láta fréttamenn
sér það í léttu rúmi liggja, eru
ófeimnir við að draga aðeins fram
sjónarmið annars aðilans og sleppa
því oftast að birta fréttir af því sem
er að gerast á hinum vængnum.
Fréttamenn hafa í raun nær alger-
lega brugðist þeirri ábyrgð að ræða
hlutlaust við mótmælendur og
fylgjendur eða lýsa því um hvað
þriðji orkupakkinn raunverulega
snýst. Hvernig væri nú svona á
lokametrunum að fjölmiðlar sæju
sóma sinn í að kafa rækilega ofan í
málið? Hvað er það sem Íslend-
ingar fengju með þriðja orkupakk-
anum? Hvers vegna
liggur svona mikið á
að samþykkja hann?
Hvað gerist verði
hann ekki sam-
þykktur? Hvaða fiskar
liggja hér undir steini,
ef einhverjir? Margir
telja að innleiðing
þriðja orkupakkans
geti haft óafturkræfar
afleiðingar fyrir full-
veldi landsins. Hvers
vegna neita þjóð-
kjörnir leiðtogar að
gaumgæfa slíkar
kenningar, jafnvel móðgast ef
gagnrök eru borin fram? Hvers
vegna spyrja fréttamenn ekki út í
ástæðurnar fyrir slíkum leikara-
skap? Fylgjendur orkupakkans
hafa greinilega mun greiðari að-
gang að fréttastofum. Hvernig ná
þeir slíku tangarhaldi á fjölmiðlum
að þeir fái ekki að fjalla ærlega um
málið og gefa þjóðinni tíma og
tækifæri til að kynna sér allar hlið-
ar þess? Hvað á þessi leik-
araskapur að þýða? Hvar er lýð-
ræðið statt ef fréttamenn láta
bjóða sér slíkt vinnuumhverfi?
Eftir Hildi
Hermóðsdóttur
» Fjölmiðlar bera
mikla ábyrgð
þegar kemur að
upplýsingagjöf og
skoðanamyndun.
Hildur
Hermóðsdóttir
Höfundur er bókmenntafræðingur.
UMRÆÐAN 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2019
Er upphafsstaða á skákborð-inu þvingað jafntefli eðaunnin á hvítt? Einhver of-urtölva 21. aldar mun fyrr
eða síðar svara þeirri spurningu en
kapparnir tólf sem tefla á Sinque-
field-mótinu í Saint Louis virtust ætla
að svara þeirri spurningu með einu
orði – jafntefli! Í fyrstu fjórum um-
ferðunum, 24 skákum, varð alltaf
jafntefli – nema í einni skák. Menn
hresstust verulega í 5. umferð, en
langar kappskákir virðast á undan-
haldi. Svo rækilega eru byrjana-
afbrigði sundurgreind að sigurvonin
liggur oftast í jafnteflislegum enda-
töflum, t.d. eftirfarandi stöðu sem
kom upp í 5. umferð Sinquefield-
mótsins:
Nepomniachtchi – Nakamura
Nakamura lék nú 57. ... b4 og tap-
aði eftir 67 leiki. Það virtist engin
knýjandi þörf á peðsleiknum. B5-
peðið valdar c4-reitinn og „tónar“ vel
við biskupinn. Sennilega hefur Na-
kamura óttast að eftir 57. ... Ba3 komi
58. exf5+ Kxf5 59. Kd4. Hann gat
líka 57. ... fxe4+ 58. Kxe4 Bd2.
Um þessa stöðu fóru fram athyglis-
verðar umræður á einni spjallsíðu og
komu þar við sögu meðal annarra
Svidler, Khalifman, Marin og „Table-
base“, sem ég vil leyfa mér að gefa
nafnið „Taflan“ – gagnagrunnur sem
geymir lista yfir allar stöður sem geta
komið upp (500 billjónir) með sjö tafl-
mönnum, ásamt tæmandi úttekt á
hverri þeirra, og úrskurðaði að hvítur
væri með unna stöðu hverju svo sem
svartur léki. Í augnablikinu teljum
við níu menn á borði en einhvern tím-
ann mun skiptast upp á e- og f- peði
og þá verða eftir sjö.
Það er of langt mál að rekja at-
burðarás þessarar skákar en mikil
speki rann upp úr mönnum og í um-
ræðunni miðri var skyndilega í
brennidepli skák sem þeir tefldu Tai-
manov og Fischer í Buenos Aires árið
1960. Þekking þess síðarnefnda í erf-
iðri vörn þótti undraverð. Greinar-
höfundur gat ekki betur skilið en að
„Taflan“ hefði fundið eitthvert frávik
sem gerbreytti möguleikum svarts til
varnar.
Líf í tuskunum
hjá Braga í Helsinki
Það var heldur meira líf í tusk-
unum þar sem Bragi Halldórsson sat
að tafli á 75 ára afmælismóti Heikki
Westerinen sem fram fór í Helsinki
og lauk um síðustu helgi. Gengi
Braga var misjafnt, hann hlaut 3
vinninga af 9 mögulegum og hafnaði í
8. sæti af 10 keppendum sem tefldu
allir við alla. Ein skák sem Bragi
tefldi vakti mikla athygli:
Bengt Hammar – Bragi Hall-
dórsson
Caro-Kann
1.e4 c6 2. d4 d5 3. Rc3 dxe4 4.
Rxe4 Bf5 5. Rg3 Bg6 6. Bc4 Rf6 7.
R1e2 e6 8.O-O Bd6 9. f4 Bf5 10. Rxf5
exf5 11. Rg3 g6 12. He1+ Kf8 13.Bb3
h5 14. a3 Rbd7 15. Df3 h4 16. Re2
Re4 17. c4 Rdf6 18. Bc2 Kg7 19. b3
He8 20. Bb2 Kg8 21. Rc3
Bragi lék á afar „mannlegan hátt“,
eins og það var orðað á bloggsíðu
Lars Grahn. Hann missti af 21. ...
Bxa3! og eftir 22. Hxa3 Dxd4+ 23.
De3 kemur 23. ... Rxc3! Nú er 24.
Dxd4 þvingað en eftir 24. ... Hxe1+
25. Kf2 Hae8! og vinnur t.d 26. Bxc3
Rg4+ 27. Kf3 Hf1+ og mát í næsta
leik. Framhaldið tefldi Bragi engu að
síður af miklum þrótti:
22. g3?
Betra var 22. Rxe4.
22. ... hxg3 23. hxg3 Rxg3! 24.
Dxg3 Bxf4 25. Dh3 Kg7! 26. Df3
Meira hald var í 26. d5 en eftir 26.
... Hh8 27. Df3 á 27. ... Be5 að vinna.
26. ... Rg4 27. d5 Be3+! 28. Kg2
Eða 28. Kf1 f6 o.s.frv.
28. ... Dh2+ 29. Kf1 Bd4! 30. Re2
Bxb2 31. Ra2 Re3+
- og hvítur gafst upp.
„Taflan“ átti
síðasta orðið
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Ljósmynd/Heimasíðan afm?
Bragi Halldórsson við taflið í Helsinki.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í
síma 569-1100 frá kl. 8-18.
Ingimar Ingimarsson fædd-
ist á Þórshöfn 24. ágúst 1929.
Foreldrar hans voru Ingimar
Baldvinsson og Oddný Friðrika
Árnadóttir.
Ingimar lauk stúdentsprófi
frá MA 1949 og embættisprófi í
guðfræði frá HÍ 1953. Hann
var sóknarprestur í Raufar-
hafnarprestakalli 1952-1955, í
Sauðanesprestakalli 1955-1965,
í Víkurprestakalli í Mýrdal
1965-1981 og í Sauðanes-
prestakalli 1981-1999. Ingimar
var jafnframt prófastur í Þing-
eyjarprófastsdæmi 1997-1999.
Hann var stundakennari við
Barna- og unglingaskólann á
Raufarhöfn og á Þórshöfn,
kennari við farskóla Sauðanes-
skólahverfis, stundakennari við
Grunnskólann í Vík í Mýrdal og
stundakennari við Grunnskóla
Þórshafnar meðfram prest-
skap.
Ingimar sat í hreppsnefnd
Sauðaneshrepps 1958-65, í
fræðsluráði N-Þing. 1957-65,
var oddviti Hvammshrepps, V-
Skaft. 1970-80, í stjórn Sam-
bands sunnlenskra sveitar-
félaga 1971-80, í fræðsluráði
Suðurlandskjördæmis 1974-80
og í stjórn Kaupfélags Skaft-
fellinga 1972-80.
Eiginkona Ingimars var Sig-
ríður Kristjana Sigurgísladótt-
ir sjúkraliði, f. 1929, d. 1997.
Þau eignuðust fimm börn.
Ingimar lést 28.2. 2011.
Merkir Íslendingar
Ingimar
Ingimarsson
Þessi orð góðvinar
míns geymast vel í
minni, enda alltof
sönn og minna á sig
nær hvern einn dag
og þær fregnir er
þeim tengjast eru æv-
inlega daprari en
flestar aðrar.
Annar góðvinur
sagði og segir örugg-
lega enn í hans
skemmtilega spurnarformi: Af
hverju er alltaf talað um alls konar
afbrot undir rós, þegar áfengið er
annars vegar, hvað eru menn að
fela þegar stöðugt er rætt um að
„grunur“ sé um ölvun. Af hverju er
ekki sagt hreint út að ölvun hafi
verið ástæða þessa og hins sem um
er rætt. Og anzi mikið til í þessu
stundum, enda sá ekki að skafa ut-
an af hlutunum.
Þegar rætt er um helgarnar í
höfuðborginni þá er ölvun og afleið-
ingar hennar oftast með í fartesk-
inu og svo og svo margir sem gist
hafa fangageymslur. Ýmis hörmu-
leg atvik eiga sér oft samnefnara í
því að vegna ölvunar hafi ekki
reynst unnt að yfirheyra þennan
eða hinn sakir ölvunarástands. Oft-
ar en ekki eru ýmis afbrot samofin
ölvun, að ekki sé talað um umferð-
ina og þann dýra toll sem hún tek-
ur, þar er ölvun eða annarlegt
ástand af völdum hennar eða ann-
arra fíkniefna alltof fyrir-
ferðarmikil.
Skyldum við ekki hafa heyrt allt-
of oft um slysavaldinn fram-
úrakstur eða þá árekstur þar sem
alvarlegir áverkar eru afleiðingar,
jafnvel örkuml eða bani í hræðileg-
ustu tilfellunum, með þessari stuttu
athugasemd í lokin: Ökumaður er
grunaður um ölvun. Og sárastar af
öllu eru nauðganirnar, afbrotin
skelfilegu sem skilja eftir sig svo
djúp og oftast varanleg sár á sál-
inni, svo sem margt annað óaft-
urkallanlegt eins og slysin eða
dauðsföllin. Og skelfi-
legar eru fregnirnar
um að þolandi hafi ver-
ið ófær um að hindra
atferli drullusokksins
sakir ölvunar eða það
sem hræðilegast er
þegar hreinlega eru
eiturbyrlarar á ferð
sem í skjóli ölvunar
viðkomandi byrla þeim
drykk sem hreinu óm-
inni veldur og fram-
haldið viðbjóðslegt.
Það er því miður sama hvert sem
litið er að ölvun skapar alltof oft
bölvun eða skyldum við ekki hafa
heyrt anzi oft um rætur heimilis-
ofbeldis. Hversu oft er það ekki
samofið ölvun, þar sem ölvunin er
jafnvel æði oft aðalástæðan fyrir
slíkum skelfilegum ófögnuði með
brotnum eða buguðum fjölskyldum
í kjölfarið, upplausn og ógæfu, þar
sem börnin hljóta verstu útreiðina,
og til verða sár sem seint eða aldrei
gróa. Öllu lakara hefur mér alltaf
þótt þegar ölvun hefur verið notuð
sem afsökun bæði í því sem öðru
samanber það sem sagt var oft áður
og er eflaust sagt enn, þegar ein-
hver afbrot hafa verið framin: Æ,
hann var nú fullur greyið. Þá er allt
í einu orðin til eins konar réttlæting
á ófögnuðinum, næstum sama hvað
hefur gerzt. Nóg er sungið að sinni,
en gamalt spakmæli segir: Þegar
vínið gengur inn þá fer vitið út. Orð
að sönnu.
Ölvun er bölvun
Eftir Helga
Seljan
Helgi Seljan
» Sárastar af öllu eru
nauðganirnar, af-
brotin skelfilegu sem
skilja eftir sig svo djúp
og oftast varanleg sár á
sálinni, svo sem margt
annað óafturkallanlegt.
Höfundur er formaður fjölmiðla-
nefndar Bindindissamtakanna.
Fasteignir
þú það sem
á FINNA.is
IÐNAÐARMENN VERSLANIR
VEITINGAR VERKSTÆÐI
BÓKHALDSÞJÓNUSTA OG FLEIRA