Morgunblaðið - 24.08.2019, Qupperneq 34
34 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2019
Flestir landsmenn
vita að þátttaka okkar í
samstarfi Evrópuríka í
gegnum EES-samn-
inginn hefur tryggt
okkur mesta framfara-
rskeið í sögu landsins
og meiri velsæld og
frelsi en við höfðum áð-
ur þekkt.
Með EES-samn-
ingum gengum við til
náins samstarfs við ESB-ríkin 28 auk
hinna EFTA-ríkjanna, Noregs og
Liechtenstein; samtals nær hið nána
samstarf til 31 ríkis.
Fjórfrelsið er kjarni þessa sam-
starfs. 1. þáttur þess tryggir öllum
þegnum þessara landa frelsi til að
ferðast, setjast að, stunda nám,
stunda vinnu, setja upp fyrirtæki,
taka sér búfestu, kaupa íbúð eða fast-
eign og athafna sig á nánast allan
hátt, eins og heimamenn, í hverju
þessara landa.
Í þessu felst stærra tækifæri til að
nýta líf sitt og njóta þess en áður hef-
ur þekkzt. Þetta er í raun stórkost-
legt ævintýri, sem hefur raungerzt.
Hinir þættirnir þrír eru við-
skiptalegs eðlis: Einstaklingar og
fyrirtæki allra landanna
geta gert óhindruð og
frjáls viðskipti við ein-
staklinga og fyrirtæki
allra hinna ríkjanna og
gefur þetta þeim sem
slíkt stunda nánast
óendanlega möguleika
til markaðssetningar,
uppbyggingar og út-
víkkunnar starfsemi
sinnar.
Þáttur tvö nær til
varnings, þáttur þrjú til
hvers konar þjónustu og
þáttur fjögur til bankaviðskipta. Þátt-
ur fjögur nýtist okkur ekki, því það
hefur enginn evrópskur banki áhuga
á bankaviðskiptum hér, meðan hér er
(handónýt) króna.
Annar og þriðji þáttur fjórfrelsisins
tryggir sem sagt frjáls viðskipti með
varning hvers konar og þjónustu.
Þetta frelsi nær því líka til orku og
orkusölu. Hún er ekkert annað en
varningur sem gengur kaupum og
sölu.
Hví ætti hún að vera eitthvað ann-
að en t.a.m. sala á símasambandi og
símaþjónustu, flutningsþjónustu eða
ferða- og flugþjónustu, sala á öðrum
orkugjöfum, eins og olíu og gasi, sala
á matvælum eða öðrum neyt-
endavörum – auðvitað er orka líka
neytendavara – sala á tækjum, bún-
aði, bifreiðum eða öðru?
Orka er einfaldlega líka vara.
Frjáls viðskipti með orku voru því í
raun samþykkt og tryggð með sam-
komulaginu um fjórfrelsið 1994.
Svo, hvaða fjárans röfl og rugl er
þetta þá eiginlega með þriðja orku-
pakkann!? Hann er löngu sam-
þykktur, það vantar bara endanlegt
form á samþykktina. Um hvað eru
menn að tala?
Stærsta vandamál Evrópubúa og
allra jarðarbúa – við eigum bara einn
sameiginlegan lofthjúp – eru loftlags-
breytingar og þær hita- og veðra-
breytingar sem þær valda. Við dæl-
um gífurlegu magni kolefnis út í
andrúmsloftið dagsdaglega með at-
ferli okkar og athöfnum og mengum
þar með lofthjúpinn og lífríki jarðar
langt yfir þolmörk. Og langstærsti
mengunarvaldurinn og loftslagsspill-
irinn er orkunotkunin í hinum marg-
víslegu formum. Það verður því ekki
hægt að bjarga loftslagsgæðum og
hemja veðurfar nema með því að
orkunotkunin verði líka hamin, henni
settar skorður, skilvirkni hennar auk-
in og formi hennar umbreytt. Út á
það ganga einmitt orkupakkar ESB!
Kjarninn í hugmyndafræði ESB er
trúin á öfluga og frjálsa samkeppni
innan ramma sem tryggir öllum
sömu réttindi og skyldur – sömu leik-
reglur fyrir alla – með hagsmuni al-
mennings og neytenda að leiðarljósi.
Vitna má í sölu og þjónustu á sviði
fjarskipta, internets og síma. Hér
myndaði ESB regluumhverfi sem
tryggir hámarkssamkeppni á jafn-
réttisgrundvelli en hún tryggir aftur
hagkvæmustu lausnirnar fyrir fyrir-
tækin, almenning og neytendur.
Flestir hljóta t.a.m. að kannast við að
nú geta allir í ESB og EES – við auð-
vitað líka – hringt á heimagjaldi sínu,
síns símafélags, hvar sem er í Evr-
ópu.
Auðvitað var með þessari ráð-
stöfun gripið nokkuð inn í starfsemi
og ákvörðunarfrelsi símafélaganna í
hinum ýmsu aðildarlöndum en á þann
veg að almenningshagsmunir voru
settir ofar sérhagsmunum símafélag-
anna. Hví kvörtuðu lýðskrumarar
ekki yfir þessu?
Innan skamms taka þær reglur
gildi í ESB/EES að seljendum vöru
og þjónustu er gert að bjóða öllum
neytendum allra landanna sama verð
og sömu skilmála; þýzkt verzl-
unarfyrirtæki, sem t.a.m. býður
þýzkum neytendum ákveðið verð á
ákveðinni vöru, sent frítt á heim-
ilisfang kaupanda í Þýzkalandi, verð-
ur þá að bjóða neytendum hinna 30
ESB/EES landanna nákvæmlega
sama verð og afhendingarkjör.
Magnað!
ESB hefur nú þegar komið mörgu
góðu til leiðar í orkumálum: T.a.m.
hefur sambandið þrýst notkun raf-
magnspera úr hefðbundnu orkufreku
formi í orkuvænar LED-sparperur.
Framleiðendum alls konar heim-
ilistækja hefur með reglugerðum ver-
ið gert að stórminnka orkunotkun
tækjanna og er algengt að orkunotk-
un þeirra hafi minnkað um helming
eða tvo þriðju.
Orkupakkarnir ganga einmitt út á
það sama; þeir tryggja sama reglu-
verk fyrir öll orkufyrirtæki í Evrópu,
hvort sem er á sviði framleiðslu eða
dreifingar, og þrýsta á um vaxandi
hlut grænnar orku og stórauka skil-
virkni orkuþjónustunnar.
Hugmyndir um að ESB eða ein-
hver aðili innan ESB sé hér að seilast
eftir völdum einhvers staðar eru fá-
ránlegar og út í hött.
Raforkuframleiðsla Íslands er
undir 0,6% af raforkuframleiðslu í
Evrópu; það hefur enginn lifandi
maður í Evrópu minnsta áhuga á
henni. Það virðist meira að segja vera
á mörkunum að hún dugi okkur sjálf-
um. Hvað á þá að selja?
Tilgangurinn með orkupökkunum
er sá einn að ná fram samræmdu og
samstilltu átaki í evrópskum orku-
málum til þess að Evrópa geti lagt
sitt af mörkum til að standa við Par-
ísarsamkomulagið og bjargað lofts-
lagi og veðráttu jarðar fyrir komandi
kynslóðir.
Áróður gegn orkupökkum ESB er
því tilefnislaus, gjörðir illra manna
eða heimskra, nema hvorttveggja sé,
lýðskrumara, og Jón Steinar hefði
kallað þá siðblinda skv skilgreiningu í
Mogga 13. ágúst sl.
Fullveldi á okkar tíma verður ekki
tryggt nema með víðtæku og öflugu
alþjóðasamstarfi, en það eitt tryggir
það efnahagslega sjálfstæði sem er
forsenda raunverulegrar sjálfs-
stjórnar og sjálfstæðs.
„Fullveldi“, í skilningi gamallar
einangrunar- og þjóðernishyggju, er
dautt. Framtíðin er að allir hagnist
með alþjóðlegu samstarfi og sam-
vinnu.
Orkupakkar ESB eru helzta vopnið gegn loftslagsvá
Eftir Ole Anton
Bieltvedt » Svo, hvaða fjárans
röfl og rugl er þetta
þá eiginlega með þriðja
orkupakkann? Hann er
löngu samþykktur, það
vantar bara endanlegt
form á samþykktina.
Ole Anton Bieltvedt
Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslu-
maður og stjórnmálarýnir.
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ?
PON Pétur O. Nikulásson ehf. | Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is
skotbómulyftara
AG línan frá Manitou býður meðal
annars upp á nýtt ökumannshús með
góðu aðgengi og útsýni.
HANNAÐUR TIL AÐ
VINNA VERKIN
NÝ KYNSLÓÐ
• DSB stjórntakkar
• JSM stýripinni í fjaðrandi armi
• Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum
• Virk dempun á bómu
• Hnappur sem losar glussaþrýsting á tengjum