Morgunblaðið - 24.08.2019, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 24.08.2019, Qupperneq 37
hjarta mínu og deili með börnun- um mínum. Takk fyrir allt sem þú hefur kennt mér, meðvitað og ómeðvit- að. Þrautseigjuna hef ég pottþétt frá þér. Þú varst með eindæmum frændrækinn og vel þekktur fyrir vestan. Ef ég var spurð hverra manna ég væri var nóg fyrir mig að segja að þú værir afi minn, það þurfti ekki frekari útskýringar. Ég sakna þín afi, Tálknafjörður verður ekki eins án þín, ég mun kíkja til ömmu í Örkina og heyra oft í henni í vetur. Við hjálpumst öll að. Knús til ykkar mömmu. Þín Hildigunnur. Nú hefur það því miður gerst að vond frétt til manns berst Kær vinur er horfinn okkur frá því lífsklukkan hans hætti að slá Rita vil ég niður hvað hann var mér kær afi minn góði sem guð nú fær Hann gerði svo mikið, hann gerði svo margt og því miður get ég ekki nefnt það allt Að tala við hann var svo gaman á þeim stundum sem við eyddum saman Hann var svo góður, hann var svo klár æ, hvað þessi söknuður er svo sár. En eitt er þó víst og það á við mig ekki síst að ég sakna hans svo mikið, ég sakna hans svo sárt hann var mér góður afi, það er klárt. En alltaf í huga mínum verður hann afi minn góði sem ég ann í himnaríki fer hann nú þar verður hann glaður, það er mín trú. Því þar getur hann vakað yfir okkur dag og nótt svo við getum sofið vært og rótt, hann mun ávallt okkur vernda, vináttu og hlýju mun hann okkur senda. Elsku afi, guð mun þig geyma, yfir okkur muntu sveima, en eitt vil ég þó að þú vitir nú minn allra besti afi, það varst þú. (Katrín Ruth) Nói Alexander. Nói bróðir var ein besta mann- eskja sem ég hef kynnst. Við systkinin vorum alla tíð afar góðir vinir. Hann var alltaf hress og skemmtilegur. Í gamla daga þeg- ar hann var á sjónum kom hann oft á Bjarnhólastíginn til mömmu þegar hann kom í land. Hann kom oft færandi hendi með fallegar gjafir handa mömmu. Ég man þegar Nói kynntist Fríðu sinni, þá var ég nú frekar afbrýðisöm í byrjun, þar sem ég hélt að hann myndi þá ekki hafa tíma fyrir neitt annað en hana. En það var svo sannarlega ekki þannig og sinnti hann sínu fólki jafn vel og áður. Nói sinnti nefnilega sínu fólki afar vel og eftir að mamma dó hringdi hann ávallt í mig á af- mælisdegi hennar, sem mér þótti vænt um. Nói og Fríða voru einstaklega samhent hjón og voru svo náin að annað var varla nefnt nema með hinu. Það er mér minnisstætt á ættarmótinu í fyrra að fylgjast með Nóa og Fríðu, aldursforset- um mótsins, dansa saman, þótt þau væru ein á gólfinu. Nói var eins og kötturinn og virtist eiga níu líf. Það var ótrúlegt hvað hann var sterkur og komst hann í gegn- um slys, sem án nokkurs vafa fáir hefðu gert. Það var með ólíkind- um að fylgjast með hvað hann tókst á við hlutina með mikilli þolinmæði og einstöku jafnaðar- geði. Ótrúlegt en satt þá hef ég aldrei nokkurn tímann séð Nóa skipta skapi. Nói var fyndinn maður, á sinn hógværa hátt, og óhemju stríðinn. Hann átti það til dæmis til á sunnudagsmorgnum að vekja mig til þess eins að segja mér að ég mætti sofa lengur. Nói hélt þessari stríðni alltaf og seinna meir stríddi hann einnig krökkunum mínum iðulega þegar hann hringdi eða kom í heimsókn, sem þau eins og ég höfðu gaman af. Ég og krakkarnir mínir minn- umst elsku Nóa með kærleik og þakklæti. Hans verður sárt sakn- að. Lilja S. Jónsdóttir. Í dag kveð ég góðan vin og ná- granna. Ég kynntist Nóa sumarið 1985 þegar ég kom vestur á Tálknafjörð til að vinna í Esso- Nesti þar sem ég og Fríða hans Nóa unnum saman. Við fyrstu kynni fannst mér Nói hæglátur og já í hreinskilni sagt bara svolítið önugur karl en það breyttist fljótt við nánari kynni. Fyrir mér var Nói traustur og hlýr vinur sem reyndist mér og minni fjölskyldu afskaplega vel. Við bjuggum hlið við hlið í sjö ár, þar til við færðum okkur um set í götuna fyrir ofan. Þegar Fríða hans Nóa tók að sér að passa dæt- ur mínar þar til þær náðu aldri til þess að komast inn á leikskóla styrktist vinskapurinn enn frek- ar. Þær áttu góða vist hjá þeim hjónum á Örk. Þá kom það fyrir að þeim fannst árennilegra að biðja Nóa um að gera eitthvað fyr- ir sig fremur en að biðja Fríðu en það stóð aldrei á svari hjá Nóa; „Gagga ræður“ og þær endurtóku í sífellu svo aldrei fór á milli mála hver réði á Örk. Ég minnist Nóa með hlýhug og sé hann fyrir mér akandi um á vörubílnum í hinum ýmsu verk- efnum. Börnunum mínum fannst hann mjög flottur undir stýri og á mínu heimili var ekki sungið „Bjössi á mjólkurbílnum“ heldur „Nói á vörubílnum“ við mikla kát- ínu viðstaddra. Nói var ómissandi í barnaafmælum á mínu heimili þar sem hann söng hátt og snjallt afmælissönginn eins og honum var einum lagið svo ekki sé talað um þorrablót Tálknfirðinga þar sem hann í nokkur ár fór með borðbænina á sinn einstaka hátt. Á seinni árum eftir að Nói hætti að vinna þá tók hann til við heilsu- ræktina af krafti, gekk, synti og stundaði tækjasalinn. Ég dáðist að elju hans, þar sem hann hrjáði sjúkdómur sem varð þess valdandi að hann missti sjónina og í framhaldinu bílprófið, sem var áfall. Hann lét það ekki stoppa sig heldur gekk af meiri krafti. Ég sé Nóa fyrir mér sitjandi í stólnum sínum í Örk hristast af hlátri yfir einhverju sem sagt var, fylgjast með fótboltanum eða sitj- andi inni á skrifstofu eitthvað að dunda sér, full þakklætis fyrir að hafa fengið að kynnast honum. Hugur minn er hjá Fríðu minni, Berki, Ingu Jónu, Hildi- gunni, Fríðu Hrund og fjölskyld- um, þeirra missir er mikill og ég votta þeim mína innilegustu sam- úð. Guð blessi minningu Nóa Alex- anders Marteinssonar. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir. HINSTA KVEÐJA Elsku afi Nói. Það var alltaf gaman að hitta þig og ömmu. Ég vildi að ég gæti alltaf séð þig en takk fyrir að vera besti afi í heimin- um. Vildi að ég gæti séð þig núna en ég man alltaf þegar ég kom til Tálknafjarðar, þá fékk ég alltaf knús og koss. Þú varst alltaf góður við mig og alla í kringum þig. Ég sakna þín. Þín Bylgja Hrönn. Elsku afi Nói. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma, öll börnin þín svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Ég sakna þín. Þinn Hannes Kristinn. MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2019 Við hjónin vorum svo lánsöm þegar við hófum okkar sambúð að búa nokkrum húsum frá Bödda og Gretu, þau í Lönguhlíð og við í Bólstaðarhlíð. Eftir að við urð- um nágrannar jókst samgangur milli heimilanna mikið. Það var alltaf svo gaman að heimsækja þau og tók Greta okkur ávallt opnum örmum, sérstaklega Þórði okkar og síðar Friðriki og Hallgrími eftir að þeir komu í heiminn. Heimili þeirra í Lönguhlíð var fallegt og það var virkilega notalegt að sitja í eldhúsinu og spjalla. Greta var glæsileg kona sem hafði frá miklu að segja, rifjaði upp sög- ur frá sínum yngri árum og kynnum hennar af fjölskyld- unni hans Bödda. Hún sagði skemmtilega frá og sá oft skondnar hliðar á málum og glotti yfirleitt að lokinni frá- sögn. Greta María Sigurðardóttir ✝ Greta MaríaSigurðardóttir fæddist 26. október 1941. Hún lést 17. ágúst 2019. Útför Gretu Mar- íu fór fram 23. ágúst 2019. Greta passaði stundum hann Þórð okkar og undi hann sér vel í Lönguhlíðinni á heimili þeirra hjóna. Greta gaf sér tíma með hon- um og áttu þau alveg sérstakt samband. Okkur þykir afskaplega vænt um að hafa fengið að kynnast Gretu svona vel á þessum tíma. Mjög eft- irminnilegt er þegar við sóttum Þórð í pössun og hann söng há- stöfum „hey, amma Greta“ undir laginu „Macarena“. Þeg- ar tvíburastrákarnir okkar fæddust var gaman að hlusta á sögur frá Gretu um þeirra tví- burabarnabörn, í fæðingaror- lofunum var oft komið við í Lönguhlíðinni. Þórð langar að koma á fram- færi sérstöku þakklæti, takk fyrir allt sem þú hefur gefið honum og bræðrum hans. Elsku Greta okkar, takk fyr- ir að vera alltaf svona yndisleg, þín verður sárt saknað. Elsku Böðvar og börn, við sendum ykkur hlýjar samúðar- kveðjur. Héðinn og Sólrún. Þótt síðbúið sé læt ég ekki undir höfuð leggjast að minnast í stuttri grein vinar míns allt frá æskudögum, Helga Sig- urðssonar, málarameistara og kaupmanns, nú þegar hann er allur. Illu heilli gátum við hjón- in ekki verið viðstödd útför hans þar sem við vorum erlend- is. Við Helgi þekktumst aðeins lítillega þegar við áttum heima á niðurskaganum á Akranesi, þar sem við ólumst upp til 11 ára aldurs. Þá fluttum við í nýtt hverfi þar sem foreldrar okkar höfðu byggt hús hlið við hlið við Stekkjarholt, mínir nr. 2 og hans nr. 4. Strax og við urðum slíkir nágrannar urðum við mestu mátar og lékum okkur mikið saman, fyrst í bílaleik á ófrágengnum lóðum og síðar var hjólað út um allt. Gerðum við svo saman flest það sem siðprúðir unglingar þess tíma fengust við. Eftir að ég fór burt í skóla á veturna þegar við vorum 16 ára héldum við áfram nánu sam- bandi á sumrin, m.a. í fámenn- um hópi góðra vina þar sem gleði og kátína einkenndi jafn- an andrúmsloftið. Eftir að leið- ir skildu að mestu er ég settist Helgi Sigurðsson ✝ Helgi Sigurðs-son fæddist 22. september 1945. Hann andaðist 24. mars. 2019. Útför Helga fór fram 1. apríl 2019. að í Reykjavík að loknu námi héld- um við samt ávallt góðu sambandi og hittum við Edda þau Stefaníu alltaf af og til og fórum til að mynda nokkrum sinnum saman í laxveiði. Með árunum hittumst við sjaldnar, að lík- indum vegna fjölskylduannrík- is, umönnunar barna og barna- barna, en fyrir dyggri vináttu Helga fann ég ávallt þegar við hittumst eða heyrðumst. Mín upplifun er sú að geðprýði og góðvild hafi mjög einkennt eðl- isfar hans, enda minnist ég ekki að okkur hafi nokkurn tímann sinnast. Mér fannst ég stundum verða þess áskynja að Helgi treysti á forsjónina og hefur það trúlega styrkt hann í sorg- inni þegar Helga dóttir þeirra Stefaníu lést í mjög svo svip- legu bílslysi. Þetta traust eða trú fannst mér ég finna þegar ég talaði við hann í síma eftir að ég frétti af alvarlegum veik- indum hans. Gat ég ekki annað en dáðst í huga mér að æðru- leysi hans þegar hann sagði eitthvað á þá lund að honum nægði að hafa átt 70 góð ár þá er farið var að syrta í álinn. Við Edda vottum Stefaníu og fjölskyldum þeirra Helga innilega samúð okkar. Með honum er genginn góður drengur. Rögnvaldur S. Gíslason. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, bróðir og afi, SIGFÚS GUÐBRANDSSON, Skaftahlíð 7, sem lést föstudaginn 9. ágúst á líknardeild Landspítalans, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 27. ágúst klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, þeim sem vilja minnast hans er bent á Alzheimer-samtökin. Þórarna Jónasdóttir Jón Sigfússon Freyja Valsdóttir Bjarni Sigfússon María Anna Guðbrandsdóttir Jenný Á. Guðbrandsdóttir og barnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæru ÞÓRGUNNAR EYFJÖRÐ PÉTURSDÓTTUR, Meðalholti 2, Reykjavík. Megi ljós og kærleikur umvefja ykkur öll. Pétur Eyfjörð Friðriksson Ása Guðrún Johansen Pétur Eyfjörð Þórgunnarson Friðrik Freyr Flosason Jóhann Axel Pétursson Arnþór Pétursson Jennie Byrd Anthony Pierce og fjölskyldur Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Móðir mín, amma og langamma, NANNA KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR frá Steinsstöðum á Djúpavogi, Snorrabraut 56b, andaðist á Landspítalanum Fossvogi laugardaginn 17. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Áskirkju miðvikudaginn 28. ágúst klukkan 13. Elfa Ragnheiður Guðnadóttir Kristinn Árnason Þórður Árnason Guðni Friðrik Árnason Þórdís Halldórsdóttir Elfa Ragnheiður Guðnadóttir Bryndís Rún Guðnadóttir HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar Ástkær eiginkona mín, mamma, tengdamamma, amma og vinkona, GUÐBJÖRG SIGRÍÐUR SAMÚELSDÓTTIR, lést í faðmi fjölskyldunnar þriðjudaginn 20. ágúst á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut. Útförin fer fram frá Lindakirkju í Kópavogi föstudaginn 30. ágúst klukkan 13. Kristján Þórðarson Hildur Kristjánsdóttir Rafn Benediktsson Einar Þór Kristjánsson Margrét Ósk Einarsdóttir Selma Kristjánsdóttir Róbert Gíslason Ína María, Salvör, Guðbjörg Ósk, Þórdís, Ólöf Eyþór, Kristján Daði, Össur, Kjartan Gauti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.