Morgunblaðið - 24.08.2019, Side 38

Morgunblaðið - 24.08.2019, Side 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2019 ✝ Sævar Sig-bjarnarson fæddist í Rauðholti í Hjaltastaðaþinghá 27. febrúar 1932. Hann lést á Sjúkra- húsinu á Norðfirði 10. ágúst 2019. Foreldrar hans voru Sigbjörn Sig- urðsson bóndi og oddviti í Rauðholti, f. 14. maí 1892, d. 27.12. 1972, og Jórunn Anna Guttormsdóttir, húsfreyja í Rauðholti, f. 16.12. 1888, d. 23.2. 1969. Sævar var yngstur átta systk- ina: Helga, f. 1919, d. 2011, kennari í Reykjavík; Páll, f. 1920, d. 1993, héraðsráðunautur á Egilsstöðum; Einar, f. 1922, d. 2014, bóndi og bílstjóri síðast á Egilsstöðum; Sigurbjörg, f. 1924, d. 2015, húsmóðir Gilsár- teigi og Eskifirði; Auður, f. 1926, d. 2009, matráðskona í Hveragerði; Guttormur, f. 1928, d. 2017, jarðfræðingur í Reykja- vík; Ásgerður, f. 1929, húsmóðir í Hveragerði. Fóstursystir er Ingunn Guðmundsdóttir, f. 1945. Kona Sævars var Ása Hafliðadóttir frá Ögri við Ísafjarðardjúp, f. 28.9. 1941, d. maður Hákon Orri Árnason og c) Hilmar. 4) Andvana fædd dóttir 1971. 5) Sigbjörn Óli, f. 1974, bóndi, kvæntur Þórunni Ósk Benediktsdóttur kennara, búsett í Rauðholti. Börn þeirra eru a) Jónatan Sævar, b) Ása Guðný, c) Almar Freyr og d) Brynjar Snorri. 6) Sindri Bald- ur, hagfræðingur, f. 1985, sam- býliskona Diana Carolina Ruiz, hagfræðingur, búsett í Reykja- vík. Dóttir Sævars og Ásu Vil- hjálmsdóttur var Elva, f. 1963, d. 1979. Sævar ólst upp í Rauðholti, var í farskóla hluta úr vetri í fjögur ár og stundaði svo nám á Laugum, Eiðum og í Bænda- skólanum á Hvanneyri. Eftir það var hann farkennari í sinni heimasveit tvo vetur. Ævistarf Sævars varð í Rauðholti þar sem hann stundaði búsakap um hálfrar aldar skeið, meirihluta tímans með konu sinni, hann hætti búskap árið 2002 þegar Sigbjörn sonur hans tók við búinu. Sævar tók þátt í fjöl- breyttum félagsstörfum frá unga aldri og var oddviti Hjalta- staðahrepps í 28 ár samhliða bú- skapnum. Hann söng í kórum, fékkst nokkuð við kveðskap og ritstörf og árið 2013 gaf félag ljóðunnenda á Austurlandi út bókina Glæður og blossa með ljóðum eftir hann. Sævar var búsettur á Egilsstöðum frá árinu 2005. Útför Sævars fer fram frá Egilsstaðakirkju í dag, 24. ágúst 2019, og hefst athöfnin kl. 11. 8.11. 1998. Þau giftu sig í Ögri 20. júní 1964 og bjuggu saman í Rauðholti frá vor- inu 1965. Börn Ásu og Sævars eru: 1) Lín- eik Anna, f. 1964, alþingismaður, gift Magnúsi Ásgríms- syni, verksmiðju- stjóra, búsett á Fá- skrúðsfirði. Börn þeirra eru a) Ásta Hlín, maki Birkir Björns- son, sonur þeirra er Björn Bragi, b) Inga Sæbjörg, maki Þorvaldur Björgvin Ragn- arsson, dóttir þeirra er Ásdís Eik, c) Ásgeir Páll og d) Jón Bragi. 2) Hafliði, bóndi, f. 1966, kvæntur Guðnýju Grétu Ey- þórsdóttur bónda, þau eru bú- sett í Fossárdal við Berufjörð. Synir þeirra eru a) Bjartmar Þorri, maki Lisa Broberg, dótt- ir þeirra er Maj Embla, b) Jó- hann Atli, maki Íris Ósk Gísla- son, dóttir þeirra er Elísabet Anna, og c) Bergsveinn Ás. 3) Helga, f. 1968, hjúkrunarfræð- ingur, gift Ásgeiri Sveinssyni, verslunarmanni, búsett í Mos- fellsbæ. Börn þeirra eru a) Elv- ar, maki Ásta Lára Guðmunds- dóttir, b) Ása María, sambýlis- Haustsnjórinn skýrir útlínur austurfjallanna í fyrstu dagskím- unni. Hestur og maður tilbúnir í göngur, Hraundalsgöngur. Báðir spenntir og sprækir, í hnakk- töskunni feitt kjöt, nýuppteknar kartöflur og kaffipeli í ullarsokk. Stelpukrakkinn stendur upp í rúminu og horfir út um gluggann með aðdáun, á Neista og pabba. Sterkasta pabba í heimi, sem hún fékk svo að vera samferða í gegn- um lífsins ævintýri í 55 ár og búa til fjársjóð minninga. Stór og sterk hönd umlykur litla hendi á leiðinni upp fjárhús- brekkuna þar sem gömlu torf- húsin bíða. Við lærum saman að þekkja lífgimbrarnar með nöfn- um og ég reyni að lýsa með olíu- luktinni meðan þú losar fyrstu heytuggur haustsins úr stabban- um. Í fjósinu er takturinn róleg- ur og yfirvegaður, kötturinn set- ur upp gestaspjót á fjóströðinni og kettlingarnir ólmast og snúast og við hlæjum saman. Fjörið er í mjólkurhúsinu, þar má vera með læti, syngja hátt, sulla og skvetta. Á leiðinni inn skoðum við karlinn í tunglinu, sjöstjörn- urnar og fjósakonurnar og norð- urljósin dansa á himninum. Í eldhúsglugganum eru ljóða- bækur, rollubækur, allavega minnisblöð um búskapinn og Þjóðviljinn. Ef tími gefst til í önn- um daganna er spilað á spil og leikið að orðum. Búskapurinn er samvinnu- verkefni heimilisfólksins og þar fá allir hlutverk við hæfi. Rauð- holt er nafli alheimsins en það er sjálfgefið að vera virk í samfélag- inu og velferð allra íbúa þessa heims skiptir máli óháð staðsetn- ingu á hnettinum, lit eða trúar- brögðum. Þú ólst ekki upp við rafmagn, sjónvarp, síma eða tölvur, en náðir tökum á tölvunni og þó að ykkur semdi nú ekki alltaf vel skilaði sú þekking tveimur bók- um. Það var gaman að gleðjast með þér, hvort sem var á manna- mótum eða yfir fallegum búpen- ingi og grósku jarðar. Það var aldrei lognmolla í kringum þig en stundum fannst þér full mikið ganga á hjá afkomendunum en varst alltaf jafn stoltur af þeim hvort sem var yfir námsáföngum, árangri í íþróttum, eða góðu gengi í lífi og starfi. Lukkan var með þér að lifa það að eignast langafabörn. Heimsóknir síðustu ár í Rauð- holt voru okkur báðum ómetan- legar, orkuna sóttum við í landið og fólkið, Jórunnarlund, hesta- ferðir um ásana og smala- mennskur. Þú smalar ekki í haust né hringir til að fylgjast með Hraundalsgöngunni en „ef til vill á öðru sviði“ fáið þið Neisti notið endurfunda og spretta „á stjörnuvengi“. Það er gott að gleðjast við góð- ar minningar og hugsa til endur- funda ykkar mömmu, dætra og annarra ástvina þinna. Að lokum sálmur Páls Ólafs- sonar sem þú hélst upp á og vald- ir til að lýsa þinni sýn á lífið og dauðann. Sálina engin binda bönd, guð henni vængi létta léði að lyfta sér á í hryggð og gleði, dýrðlega bjó þá drottins hönd. Þeir vængir engan þekkja lúa. Það er sálunni hvíld að fljúga innan um þennan undra geim, endurminninga og vona heim. Hún getur flogið öld frá öld herrans að skoða handaverkin, himnesk vísdóms og gæsku merkin, hennar ævi á ekkert kvöld. Henni er unun og endurnæring eilíf starfsemi, sífelld hræring. Ó guð! hvað er þá öndin mín? Eilífðar stjarna dóttir þín. Líneik Anna Sævarsdóttir. Sævar tengdafaðir minn hefur kvatt hérvistina og er vonandi kominn til sælli heima. Vonandi, vegna þess að sælli heimar ættu að bíða þeirra sem ávaxtað hafa sitt pund eins og Sævar gerði. Ekki þannig að Sævar hafi litið á lífið sem táradal, öðru nær, þótt vissulega hafi hann fengið sinn skerf af andblæstri, ekki síst þegar Ása kona hans kvaddi allt of snemma. Ég kynntist Sævari þegar við Líneik dóttir hans fórum að draga okkur saman á níunda ára- tug síðustu aldar. Sævar og Ása bjuggu þá eins og lengst af í Rauðholti í Hjaltastaðaþinghá. Mér var frá fyrsta degi tekið af velvild og hlýju af þeim Ásu báð- um sem skynjuðu hvað hægt var að leggja á óframfærinn dreng- staula í upphafi kynna. Sævar hafði aldrei þörf fyrir að gera grín að náunganum eða upphefja sig á annarra kostnað. Hann hafði nógu góða sjálfs- mynd til að geta talað við alla sem jafningja og átti ekki í erf- iðleikum með að koma fyrir sig orði hvort sem var úr ræðustóli eða annars staðar. Sævar var fulltrúi kynslóðar- innar sem þrátt fyrir takmark- aðan tíma á skólabekk á okkar mælikvarða var á margan hátt mun menntaðri en seinni kyn- slóðir. Alls staðar vel heima, hag- ur á málið, víðlesinn, með sjálf- stæðar og ígrundaðar skoðanir. Sævar tók sig til eftir að hann hætti búskap árið 2005 og stóð að og ritstýrði útgáfu Rauðhyltinga- bókar. Bókin er á sinn hátt ákveðið stórvirki og góð heimild og vitnisburður um tímann sem var. Sævar var hagmæltur og ljóð- elskur og hann kenndi mér ófáar vísurnar. Það er fátt persónu- legra og skemmtilegra að þiggja í afmælisgjöf en góða vísu þar sem þiggjandanum er dillað og hann mærður að hætti forn- skálda. Í dag eru haldin námskeið í núvitund og reynt að fá okkur til að njóta augnabliksins og lifa ekki einungis í gegnum raftæki, skilji ég „konseptið“ rétt. Slíks þurfti Sævar ekki með, hann var alltaf á sínum stað og sinni stund, þótt hann gæti verið dálítið utan við sig eins og fleiri í fjölskyld- unni. Þá átti hann það til að vera fljótfær en það er líka hin hliðin á því að vera snarráður. Fljótræði Sævars er mér minnisstætt frá göngu á Hraun- dal. Sævar var með tvo til reiðar að smala Kirkjutungurnar sunn- an ár en ég uppi í Stangarárfjalli norðan ár. Ég var eitthvað að barma mér í talstöðinni sem Sævar skildi þannig að ég væri að biðja um hest. Sjálfsagt var sambandið slæmt, en í það minnsta datt honum þetta í hug þrátt fyrir að ég hefði aldrei fall- ist á að sitja á þessum grasmót- orum. Hann hélt sem sagt að ég hefði séð ljósið enda einlægur bjartsýnismaður trúandi á hið góða, jafnvel í tengdasyninum. Hann rauk því af sínum pósti og reið þvert yfir dalinn til að færa mér gæðinginn. En hann mætti bara sömu þvermóðskunni og fá- lætinu sem fyrr. Sneri því til baka með tvo til reiðar og hefur sjálfsagt hugsað sitt. Annars var Sævar fyrst í ess- inu sínu þegar hann var kominn á bak sínum viljugu og stórlyndu smalahestum; Neista, Geysi, Frosta og Funa. Það leiddi af sjálfu sér að Sæv- ar var vinstrisinnaður á skala pólitíkurinnar. Flestir sem eru með hjartað á réttum stað eru það a.m.k. hluta ævinnar. Magnús Björn Ásgrímsson. Afi minn var einstakur maður. Enginn er eins og afi og ég á eftir að sakna hans mikið. Mér finnst ég vera að fara á mis við mikla visku og verðmæta sýn á lífið núna þegar hann er farinn og ég vildi að ég hefði oftar tekið mér tíma til að ræða allt á milli himins og jarðar við hann. Það var alltaf jafn frábært, þegar ég virkilega gaf mér tíma og settist niður með afa í rólegheitunum, drakk kaffi og borðaði súkkulaðirúsínur, þá lærði ég alltaf eitthvað mikil- vægt. Það var gaman að ræða stjórn- mál við afa, trúmál, listir og menningu eða barnauppeldi, öllu þessu hafði hann velt fyrir sér og hafði hugmyndir og sýn sem gaman var að heyra. Hann var maður hugmynda og pælinga og átti til dæmis sína eigin trú. Hann var líka mikill hugsjóna- og félagsmálamaður, var lengi odd- viti og brann fyrir málefnum nærsamfélagsins jafnt og hann brann fyrir heimsmálunum þar sem hann var til dæmis virkur í félaginu Ísland-Palestína. Fyrstu minningarnar mínar um afa eru í Rauðholti, þar átti ég ömmu og afa í sveitinni eins og í bókum. Afi söng og fór með vís- ur, ég fékk að leggja mig með þeim ömmu eftir matinn og hann bar mig á bakinu í fjárhúsin. Svo lék ég merkilega manneskju á skrifstofunni hans afa, með staf- inn hans og stimpilinn. Seinna bjó ég hálfan vetur hjá afa á Eg- ilsstöðum, við fórum saman á þorrablót og dönsuðum, hann gaf mér fjallagrös með koníaki við magapínu og við spjölluðum í eld- húsinu. Hann bað mig um að laga tölvuna en ég gerði það vitlaust því svona hefðu Sindri og Bjart- mar ekki gert þetta. Stundum hefur verið sagt við mig, ef ég er fljótfær eða utan við mig, að nú sé ég alveg eins og afi minn. Það er alls ekki leiðum að líkjast og ég vona að ég geti verið sem oftast og sem mest eins og hann afi minn. Ég vil vera jafn mikil hugsjóna- og félagsmála- manneskja og hann. Ég vil vera jafn listrænt þenkjandi og menn- ingarlega sinnuð og hann, meta myndlist, lesa ljóð, setja saman vísur og skrifa góðan texta. Ég vil líka alltaf hafa jafn gaman að því að skemmta mér, dansa og syngja og afi. Vonandi. Elsku hjartans afi minn nú arkað hefur veginn sinn. Efst mér þakkir eru í huga, ekkert minna en vísa mun duga. Feta vil gjarnan í fótspor þín; fjörugt dansa og smakka vín, orðhög listum unna og ljóðum, einlægt fylgja hugsjónum góðum. Takk fyrir lögin og ljóðin, lagt var það allt í sjóðinn. Viskuna, gildin og viðhorfin þín, varðveiti alltaf og geri mín. Góða ferð, elsku afi, ég bið að heilsa ömmu. Þín Ásta Hlín. Okkur systkinin langaði að minnast elsku afa Sævars okkar, sem við kveðjum í dag með þakk- læti og söknuði. Það var einstak- lega gott að koma í afahús, hann tók alltaf svo vel á móti okkur og minningar um afa eru einstak- lega hlýjar og yndislegar. Þegar við hugsum til afa okkar Sævars koma fyrst upp í hugann allar þær stundir sem hann söng fyrir okkur ljóð og ruggaði sér með okkur í fanginu í Rauðholti, einnig stúss með hesta og kindur meðan hann bjó þar og reyndi að kenna okkur á sveitalífið. Einnig eru góðar minningar frá því hann dvaldi hjá okkur í Mosfellsbæn- um, þá spiluðum við mikið, sér- staklega kasínu eða tíu, og þá var oft mikið hlegið. Afi notaði sykurmola með kaffinu, þeir voru bara settir fram þegar hann var í heimsókn og þá fengum við oftast að „stel- ast“ í einn sykurmola þegar hann fékk sér kaffibolla. Matarboðin hjá tilraunakokknum honum afa voru líka skemmtileg eins og þegar við fengum lambalæri kryddað með bönunum. Eftirminnilegar eru þær stundir þegar maður skreið fram úr rúminu þegar afi var í heim- sókn, þá stóð hann iðulega inni í stofu að gera morgunleikfimi eft- ir rás 1, einnig átti hann það til að búa til sínar eigin æfingar sem við köllum afa Sævars-æfingar hérna á heimilinu. Oft tókum við fjölskyldan þátt í þessari morg- unleikfimi og hefur örugglega verið spaugilegt að fylgjast með okkur. Okkur finnst þetta ljóð sem þú samdir lýsa þínu lífsviðhorfi svo vel, þú kenndir okkur að njóta gleðistundanna í lífinu. Örfá orð ég ætla að segja við andann mikla og vængjabreiða. Kannski ætti ég að heyra í honum í síma? Ég veit að hann segir víst að einhvern tíma ég eigi að deyja. Jú, ég veit! En mig langar að hann viti að þangað til ætla ég endilega að lifa og kannski lifi ég lengur en það þó óljóst sé margt um stund og stað þá líklega verður bara að hafa það. Við þökkum þér fyrir allt og allt, minning þín lifir. Við vonum að þú sért nú komin til ömmu Ásu sem við fengum svo lítil tækifæri til að kynnast. Þín barnabörn, Elvar, Ása María og Hilmar. Nú er fóstri minn farinn. Síð- asti hlekkurinn minn aftur í tím- ann. Þó ég sé ánægð fyrir hans hönd að fá hvíldina, þá er ég ansi lítil í mér. Sævar bróðir pabba tók við mér í fjölskyldu sína þegar ung- lingurinn var að brenna út í námi á sínum tíma. Sævar og Ása skip- uðu stóran sess í lífi mínu frá þeim tíma. Þessi vetur sem ég átti með fjölskyldunni var ævin- týralegur. Þvílíkt fannfergi hafði sjaldan sést og ógnaði einnig fólki og fénaði. Í einni hríðinni bárust fréttir um að fjárhús á næsta bæ væru að gefa sig. Sæv- ar gekk um gólf viðþolslaus að geta ekki farið að hjálpa til. Það var hans leið, að vera til staðar að hjálpa. En það var líka gaman að upplifa vetrarlandið. 2-4 hæða há snjógöng og keyrt á harðfenni um lönd og strönd. Á kvöldin var skrabblað og spilað brids ef granna bar að garði. Sumarið sem fylgdi var ljúft. Pabba og Sævari samdi vel og héldu alltaf góðu sambandi. Að sjá þá saman í síðasta sinn er eitthvað sem seint gleymist. Pabbi orðinn langt genginn með sinn sjúkdóm en Sævar ógreind- ur enn. Báðir jafn hamingjusam- ir með að sjá hvor annan. Fæddir í torfbæ yst á Fljóts- dalshéraði með nasaþef af heims- styrjöldinni þar sem flug orrust- ur heyrðust í friðsælum móanum. Báðir lögðu þeir af stað útí heim síðar, en Sævar sneri aftur og tók við búi foreldra sinna þar sem hann síðan bjó lengst af. Það var honum erfitt að kveðja heima- hagana þó að ekki væri flutt langt. Þótt ég hafi aldrei verið heimilisföst í Hjaltastaðaþing- hánni hef ég lengst af átt hér heima, enda bæði föðurfólk mitt og móðurfólk héðan, og frá fæð- ingu eytt sumrum hér. Elsku Sævar, takk fyrir fóstr- ið, uppeldið, kærleikann, vin- skapinn og tiltrúna. Nú er skarð fyrir skildi. Margret Guttormsdóttir. Líklega bar fundum okkar Sævars fyrst saman í tengslum við veru mína á Skriðuklaustri að loknu búfræðikandídatsnámi á árunum 1963 til 1966. Þá gjarna í gegnum félagsskap minn við Pál heitinn, bróður Sævars, sem lengi var ráðunautur hjá Búnað- arsambandi Austurlands. Það er ekki fyrr en sumarið 1984, þegar ég sem tilraunastjóri á Skriðu- klaustri og fjölskylda mín flutt- um austur og starfið hófst, sem kunningsskapur og síðan vinátta okkar Sævars hófst fyrir alvöru. Má segja að upphafið að þessum samskiptum okkar hafi einnig sumpart orðið fyrir milligöngu Páls og áhuga hans á tilrauna- starfsemi, sem reyndar var okk- ur öllum sameiginlegur. Eins og víðar á úthéraði voru lagðar út einar þrjár tilraunir hjá Sævari í Rauðholti með kölkun og/eða loftun túna. Þar með hóf- ust samskipti okkar Sævars fyrir alvöru og þar með einnig kynni við fjölskyldu hans, einkum þó konu hans, Ásu Hafliðadóttur, sem var, auk mikillar gestrisni, flestum þeim kostum prýdd sem hægt var að hugsa sér. Þeim mun sárara var hve snemma hún lést eftir erfiða sjúkdómslegu. Sævar var bóndi af lífi og sál og stundaði búskapinn af miklum áhuga og nánast ástríðu, ásamt tilraunalegu ívafi. Áhugi hans á félagsstarfi af ýmsu tagi leiddi hann oft þar til forystu, bæði í fé- lagsmálum bænda í héraði og/eða á landsvísu, auk sveitar- stjórnarmála. Þá var Sævar ljóð- elskur og orti vísur og kvæði alla tíð, eins og ljóðabók eftir hann ber órækan vott um sem Félag austfirskra ljóðaunnenda gaf út árið 2013. Sævar var virkur í byggða- hreyfingunni Landsbyggðin lifi og í Framfarafélagi Fljótsdals- héraðs, þar sem leiðir okkar lágu einnig mjög saman um árabil. Veit ég fyrir víst að félagar í þessum áhugamannahópum sakna hans og þakka honum samstarfið. Með öll þessi og önnur áhuga- mál sem hann stundaði, auk bú- skaparins, þarf engum að koma á óvart þótt samhæfing hugsunar og verks ætti það til að fara ögn á mis öðru hvoru og voru afleiðing- arnar þá gjarnan kallaðar fljót- færni, gleymska eða viðutan- skapur. Að auki töldu margir að „prófessorseinkenni“ þessi væru að einhverju leyti ættgeng og eru sögur tengdar Páli bróður hans af þessum toga sem margir kann- ast við til marks um það. Óhætt er að segja að lífsvið- horf okkar Sævars og skoðanir því tengdar hafi oft farið saman. Í umræðu sem við áttum fyrir nokkrum árum um eignarhald á jörðum þótti mér skoðun Sævars athyglisverð, ekki síst sem eig- anda að bújörð. Eftir gaumgæfi- lega umhugsun var hann sem sagt kominn á þá skoðun að eng- inn nema ríkið, þjóðin, ætti að fá að eiga land. Í staðinn skyldi hverri landareign einungis fylgja nýtingarréttur og sú skylda að skila landinu a.m.k. jafngóðu að ábúð lokinni. Nú um stundir þeg- ar jarðir eru keyptar, gjarna í kippum, án nokkurra kvaða, nema helst að nógu hátt sé boðið, skynjar maður glöggt að málið stefnir í mikið óefni verði ekkert að gert og það sem fyrst. Við hjónin og fjölskyldan vott- um að lokum fjölskyldu Sævars og öðrum ástvinum einlæga sam- úð. Blessuð sé minning hans. Þórarinn Lárusson. Sævar Sigbjarnarson Sálm. 86.7 biblian.is Þegar ég er í nauðum staddur ákalla ég þig því að þú bænheyrir mig.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.