Morgunblaðið - 24.08.2019, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.08.2019, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2019 Sævari Sigbjarnarsyni kynnt- ist ég tólf ára gamall þegar ég var sendur í sveit. Fyrsta daginn þurfti að reka fé úr túninu og kastaði strákurinn að sunnan steinvölu á eftir „helvítis rollun- um“. Sævar kenndi drengnum rólega að „rollur“ væru ekki til, aðeins kindur, ær, hrútar, lömb og sauðfé. Jafnframt væri ástæðulaust að grýta féð, þar sem það væri undirstaða bú- rekstrarins. Næstu fjögur sumur fór ég austur með glöðu geði. Þau hjónin, Ása Hafliðadóttir og Sævar, reyndust mér mjög vel í alla staði. Heyskapurinn var skemmtilegastur og mikið lagt upp úr vönduðum vinnubrögðum til að nýta vélakostinn sem best. Sérstaklega var gaman að kasta heyi úti á túni þegar hlöður höfðu verið fylltar. Sævar lagði áherslu á að ná sem bestum tökum á þeim verkfærum sem til staðar voru, hvort sem þau voru ný eða gömul. Hefur sá hugsanagangur nýst mér vel alla tíð síðan, hvort sem um er að ræða einföld eða flókin tæki. Sá sem kann á sín tól kemst oft lengra en sá sem eyðir tíma í að eltast við nýjasta nýtt. Sævar var mikill hugsjóna- maður og oft var gaman að hlusta á líflegar eldhúsumræður. Hann taldi að tilraunir ættu ávallt rétt á sér því þær gætu leitt til fram- fara. Tímarnir breytast og menn- irnir með er oft sagt, og var Sæv- ar maður síns tíma. Ég tel mig gæfumann að hafa fengið það veganesti sem boðið var upp á í Rauðholti og endurspeglast í af- komendum Sævars og Ásu. Olgeir Sigmarsson. Sævar Sigbjarnarson kvaddi þennan heim 10. ágúst. Hann bjó í Rauðholti í Hjaltastaðaþinghá, fæddist þar 1932, og var bóndi á þeim stað frá 1961 til 2002. Þá tók Sigbjörn Óli sonur hans við búinu og býr þar enn. Annar son- ur Sævars er Hafliði. Hann býr í Fossárdal, innst í Berufirði, vel giftir dugnaðarmenn. Önnur börn Sævars þekki ég ekki en veit um Líneik Önnu alþingis- mann á Fáskrúðsfirði, fyrir- myndarkonu. Sævar var yngstur átta systk- ina í Rauðholti, þeim segir frá í Rauðhyltingabók 2005 sem Sæv- ar ritstýrði. Þar er fjallað um ættmenn og búskap í Rauðholti frá 1889 fram á þennan dag, læsi- leg bók, fjölbreytt, fróðleg í lausu og bundnu máli. Sævar gaf út ljóðabók og fór með kvæðalög á efri árum. Sævar var fjölhæfur og vel metinn alls staðar. Hann tók mikinn þátt í félagsmálum, var lengi oddviti sveitar sinnar og um tíma formaður Búnaðar- sambands Austurlands. Ég kynntist Sævari er hann tók sæti í Sauðfjársjúkdóma- nefnd um 1985 og var ritari nefndarinnar allt til 1993 að nefndin var lögð niður. Sævar var traustur samverkamaður, til- lögugóður áhugamaður og fylginn sér og íðilskemmtinn. Baráttan gegn Karakúlpestun- um, sem fluttar voru til landsins 1933, var yfirstaðin. Það var þurramæði og votamæði, visna og garnaveiki. Fjárskiptum sem hófust þeirra vegna 1941 lauk 1965. Enn er glímt við garnaveiki í jórturdýrum. Hinum karakúl- sjúkdómunum hefur verið út- rýmt. Riðuveiki, sem innflutt var 1878, var nú farin að breiðast út um allt land, ekki síst um Austur- land. Gegn henni dugði ekkert nema fjárskipti. Þar var gott að hafa Sævar í fylkingarbrjósti. Á Borgarfirði eystra var öllu fé fargað 1986-87 og síðar á Hér- aðinu öllu milli Jökulsár á Brú til Reyðarfjarðar og Lagarfljóts 1986-1990. Sævar þekkti barátt- una, sem upprætt hafði riðuveiki í Fjárborg Reykjavík með fjár- skiptum, rækilegri sótthreinsun og fjárleysi á eftir í 2-3 ár. Sævar lagði til við Samband sveitarfé- laga á Austurlandi, og fylgdi því fast eftir að ráðist yrði í niður- skurð á heilum svæðum í anda vel heppnaðra aðgerða í Fjár- borg. Sævar átti mestan þátt í því að samstaða náðist. Fjár- skiptanefnd undir forustu Þor- steins á Jökulsá fylgdi málum eftir eftir með lagni og festu og Þórarinn Lárusson ráðunautur var hollráður stuðningsmaður. Í sauðfjársjúkdómanefnd sátu fulltrúar þingflokka úr öllum landshornum, skipaðir af alþingi en formaðurinn skipaður af ráð- herra. Þetta reyndist skynsam- leg ráðstöfun og kom í veg fyrir pólitískt skæklatog vegna þess að miklar byrðar voru lagðar á bændur, sveitarfélög og ríkis- sjóð. Skipt var um menn við stjórnarskipti. Nefndarmenn voru auk Sævars: Júlíus frá Norðurhjáleigu, Óskar Leví frá Ósum, Kristján frá Breiðalæk, Tryggvi á Laugabóli, Þórarinn í Laugardælum, Þórður á Hreða- vatni, dýralæknar Jón Guð- brandsson, Jón Pétursson og Brynjólfur Sandholt. Sævar átti samvinnu við flesta þessa menn um riðubaráttuna. Ég þakka Sævari drengileg og kappsfull störf, sem skiluðu ár- angri. Riðuveiki er að heita má úr sögunni, nokkur slæðingur finnst enn á Norðurlandi. Sigurður Sigurðarson dýralæknir. Sævar verður eftirminnilegur öllum sem honum kynntust. Hann hafði vasklega framgöngu, var rómsterkur og skýrmæltur, ágætur upplesari og tók sig vel út á sviði. Hann ólst upp yngstur í stórum systkinahópi á ættar- óðalinu Rauðholti og þar varð bú- skapur hans helsta ævistarf með glæsilegri eiginkonu sem hann missti langt fyrir aldur fram eftir að hafa komið upp myndarlegum hópi fimm afkomenda. Eina dótt- ur átti Sævar fyrir, en hún fórst af slysförum. Kynni okkar Sævars hófust á sjöunda áratug liðinnar aldar, tengd félagsmálum á vinstri væng stjórnmálanna og við bætt- ist frændsemi að langfeðgatali og sameiginlegur áhugi á náttúru og umhverfi Úthéraðs. Sævar leiddi framboð Þjóðvarnarflokksins í Norður-Múlasýslu á alþingis- kosningum 1956 og þaðan lá leið- in í Alþýðubandalagið þar sem hann gerðist ötull liðsmaður. Oddvitastarfi gegndi hann af mikilli alúð í heimasveitinni Hjaltastaðaþinghá og sinnti í víð- ara samhengi ýmsum félagsmál- um á Héraði þar sem hann átti sæti í stjórnum samtaka og menningarstofnana. Sævar var prýðilega ritfær, skrifaði greinar jafnt um heima- mál og alþjóðamál og átti þess ut- an létt með að yrkja. Stærsta framlag hans á ritvellinum var Rauðhyltingabók sem kom út ár- ið 2005. Þar fór hann með rit- stjórn og lagði til mikið efni ásamt með ættmennum sínum. Eftirminnileg er mér ferð með Sævari upp í Hraundal inn af Beinageitarfjalli síðsumars 2006 til að kanna þar byggðaleifar. Hann var þá enn frískur til gangs og í veðurblíðu gengum við fram á fornar rústir sem enn bíða þess að vera kannaðar til hlítar. Leið okkar lá skammt frá Stakahjalla þar sem hagyrðingurinn annál- aði, Einar Jónsson, forfaðir Rauðhyltinga, byggði upp á eldri rústum árið 1844. Sonur Einars á Hjalla og Ingibjargar frá Hrjót var Sigurður sem gerðist bóndi í Rauðholti 1889. Nú býr þar fjórði ættliðurinn Sigbjörn góðu búi líkt og bróðir hans Hafliði í Foss- árdal. Líffræðingurinn Líneik hefur lengi lagt gott til félags- mála, m.a. sem stjórnarformaður Náttúrustofu Austurlands, og nú sinnir hún landsmálum á Alþingi. Við Kristín kveðjum Sævar með hlýhug og virðingu. Hjörleifur Guttormsson. Góðvinur okkar hjóna er geng- inn á veg hins óræða. Hans er gott að minnast. Hann var far- sæll bóndi og félagslyndur mjög og sótti mannþing vel og vask- lega, orðhagur og rökviss hið bezta, ágætlega hagmæltur. Sævari bónda kynntist ég fyrst þegar þjóðvarnarmenn gengu til kosninga 1963 með Gils Guðmundsson í fararbroddi fremst til liðs við Alþýðubanda- lagið. Úr þeim ágæta hópi var Sævar til framboðs valinn í þriðja sætið hjá okkur á Austurlandi, sætið það þótti vel skipað og Sævar varð auðvitað hinn bezti liðsmaður. Það var sama hvar var að verki verið, alls staðar var að Sævari liðsauki mikill, hann var enginn hávaðamaður en fylginn sér, sómi sinnar sveitar. Þar átti einlæg vinstristefna atfylgi gott, náttúruvernd, ræktun og sagna- hefð áttu þar sinn eldheita bar- áttumann, Sævar prýðilega greindur og glöggskyggn bæði á menn og málefni. Það var und- urgott að eiga samfylgd hans alla tíð, þar sló heitt hjarta fyrir öll- um réttlætismálum; sanngirni og mannrækt áttu hann að. Ekki sízt var Sævar bóndi góður, unn- andi gróðurmoldarinnar og um leið sinnar fallegu sveitar og vildi veg landbúnaðarins sem mestan og beztan, þjóðarhag til heilla. Sævar var sannur í hverju sem var. En áfallalaust varð lífið hon- um ekki. Harmsefnið mesta var þegar hans afbragðseiginkona Ása var hrifin af heimi á bezta aldri. Slík sár gróa seint eða aldr- ei, en Sævar vann úr sínum mál- um sem allra bezt og sýndi þar einnig eins og alls staðar sína mætu mannkosti. Við hjón hittum Sævar nokkr- um sinnum á samkomum og þar var gott að hitta á hann, hressan og gamansaman, skemmtilegri maður var vandfundinn, þegar alvörumaðurinn brá á þann leik og hann lék þá við hvern sinn fingur, hlýr og hress í viðmóti og dansmaður var hann ágætur og naut þess að svífa um dansgólfið. Við hjón kveðjum góðan vin með miklu þakklæti fyrir kær kynni. Börnum hans og öðru hans hugumkæra fólki eru send- ar hlýjar samúðarkveðjur. Megi minning hans lifa með þeim mörgu sem áttu hann að. Helgi Seljan. Fallinn er frá vinur minn Sæv- ar Sigbjarnarson. Þegar ég var barn þekkti ég aðeins til Sævars sem föður in- dælla skólasystkina minna, eins af bændunum í Hjaltastaðaþing- hánni og oddvita hreppsins. Ekki hefði mig grunað þá að við ættum eftir að verða svo nánir vinir sem við urðum síðar á lífsleiðinni. Síð- ustu tvo áratugi hef ég aldrei kallað hann annað en „Sævar minn“. Við Sævar áttum sameiginleg áhugamál, tónlist og ljóðlist. Auk þess deildum við áhuga á varð- veislu gamals ritaðs máls. Hann naut þess að deila því með öðrum sem hreif hann hverju sinni. Sævar átti mikið efni í fórum sínum, greinar, ljóð og fleira, bæði eigin hugverk og annarra. Á efri árum fór hann markvisst í gegnum slíkt og fór með ýmislegt á héraðsskjalasafnið til varð- veislu. Hann sendi mér afrit af handskrifaðri grein sem faðir minn hafði skrifað á unglingsár- um og með fylgdu orðin: „Mér datt í hug að þú hefðir gaman af að eiga ljósrit af þessari skemmtilegu minningu pabba þíns.“ Svona var Sævar. Hann naut þess að gleðja aðra. Oft urðum við samferða á við- burði tengda áhugamálum okkar. Á heimleið spjölluðum við lítil- lega um upplifun kvöldsins, en áður en varði brast Sævar í söng og við sungum tvíraddað lang- leiðina heim. Ævinlega dönsuð- um við saman á þorrablótum. Ekki þurfti þó dansleik til þess að við tækjum danssveiflu. Við áttum það til að stíga dans – jafn- vel aðeins undir takti okkar eigin rauls, bæði á eldhúsgólfinu hans í Hléskógum og á herbergi hans á Hjúkrunarheimilinu Uppsölum, þar sem hann dvaldi um tíma. Þegar ég heimsótti Sævar spjölluðum við margt. Alltaf spurði hann frétta af mér og mín- um. Aldrei var hann þó hnýsinn, bara impraði aðeins á umræðu- efninu. Ég trúði honum oft fyrir einhverju sem bjátaði á. Þegar betur gekk og ég deildi því með honum varð léttir í svip hans og hann ljómaði eins og barn á jól- um, svo einlæg var hluttekningin. Hlýjunni í augum hans og inni- legum faðmlögum mun ég aldrei gleyma. Sofinn var þá fífill fagur í haga, mús undir mosa, már á báru; blæju yfir bæ búanda lúins dimmra drauma dró nótt úr sjó. (Jónas Hallgrímsson) Sævar minn raulaði þennan hluta úr ljóði Jónasar fyrir mig vorið 2017. Hann fjallaði um merkingu ljóðsins og mér fannst hann yfirfæra hugtakið „búandi lúinn“ á sig sjálfan eftir farsælt ævistarf. Ég hygg að hann hafi feginn tekið á móti sínum síðsta blundi. Þakka ég fyrir þennan blund þeim sem lífið gefur. Ár og daga, alla stund annast mig hann hefur. (Sævar Sigbjarnarson) Sævari mínum þakka ég dýr- mæta vináttu og góðvild og bið ástvinum hans Guðs blessunar. Sigríður Laufey Sigurjónsdóttir. Með fáeinum orðum vil ég minnast góðs félaga sem nú er brott kallaður, Sævars Sigur- bjarnarsonar frá Rauðholti. Við þann bæ var hann jafnan kennd- ur og því hélt hann sjálfur áfram eftir að áratuga búskap hans þar lauk. Sævar var félagsmálamaður að upplagi og var m.a. oddviti sinnar sveitar fyrr á árum. Hann skipaði sér snemma í sveit sjálf- stæðis- og friðarsinna og voru þau mál honum hugfólgin alla tíð. Hann var liðsmaður Þjóðvarnar- flokksins og starfaði síðan með Alþýðubandalaginu og loks okk- ur í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði allt frá stofnun og eins lengi og heilsan leyfði. Með hon- um sat ég fleiri fundi en ég fæ tölu á komið, stjórnmála- og framboðsfundi á Héraði, kjör- dæmisþing, fundi um landbúnað- ar- og byggðamál, náttúruvernd- armál eða málefni eldri borgara sem hann lagði að sjálfsögðu lið undir lokin. Sævar var rökfastur mála- fylgjumaður og gat talað af til- finningahita um þau mál sem hann brann fyrir. En ekki síður minnist ég hans fyrir gamansemi og bros sem jafnan var skammt undan. Hann var fróður vel og hafði einstaklega þægilega við- veru. Var einn þeirra sem alltaf er gaman að hitta og dvelja með, ekki síst ef næði gafst fyrir sögu- stund. Ég kveð minn félaga og vin með þakklæti fyrir allt það sem hann lagði af mörkum og gaf mér í okkar samskiptum. Aðstand- endum votta ég samúð mína og fjölskyldu minnar. Steingrímur J. Sigfússon. Þökkum samúð og hlýhug við andlát og jarðarför ÁRNA GUÐMUNDSSONAR frá Beigalda. Steinunn Þórdís Árnadóttir Alda Árnadóttir Sesselja Árnadóttir Eggert Aðalsteinn Antonsson Guðmundur Árnason Ragna Sverrisdóttir Lilja Árnadóttir Jón Bjarnason barnabörn og barnabarnabörn Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, MAGNÚSAR SIGFÚSSONAR, Kvíholti 10, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir fá þeir sem komu að hjúkrun hans og umönnun. Auðdís Karlsdóttir Sigfús Magnússon Halldóra Jóhannesdóttir Ísak Sigfússon Gígja Sigfúsdóttir Ásbjörn Jóel Sigfússon Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, THEODÓRA SMITH, Miðleiti 1, Reykjavík, lést miðvikudaginn 21. ágúst. Jarðarförin verður auglýst síðar. Óskar Smith Grímsson Þrúður Gunnlaugsdóttir María Pétursdóttir Anna G. Pétursdóttir Trausti Pétursson Dagmar Lúðvíksdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, JÓNA JÓHANNESDÓTTIR WEDHOLM, Tjarnarbóli 6, sem lést fimmtudaginn 15. ágúst, verður jarðsungin frá Seltjarnarneskirkju þriðjudaginn 27. ágúst klukkan 13. Regína Wedholm Gunnarsdóttir Bjarney Wedholm Gunnarsdóttir Helgi Björnsson og fjölskyldur Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur Eiðistorgi 15, Seltjarnarnesi lést á Droplaugarstöðum fimmtudaginn 22. ágúst. Útförin auglýst síðar. Kristján Ingvarsson Ólafur Kristjánsson Matthías Kristjánsson Þórunn Sigurðardóttir Ásdís Kristjánsdóttir Ragnar Arilius Sveinsson og barnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.