Morgunblaðið - 24.08.2019, Síða 47

Morgunblaðið - 24.08.2019, Síða 47
DÆGRADVÖL 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2019 Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ... að venja sig ekki á pirrandi ósiði. HANN HÉLT AÐ HANN VÆRI KLÓKUR … HANN HÉLT AÐ HANN GÆTI LEIKIÐ Á MIG EN ÉG SÁ VIÐ HONUM AFTUR Í SOKKA- SKÚFFUNA, FÉLAGI! „HÉR HVÍLIR JÓN ÁRDAL. HANN VAR GÁFAÐRI EN SOKKUR” SPEGILL, SPEGILL, HERM ÞÚ MÉR. HVAÐA KONA FEGURST ER? HVÍ ER BREITT FYRIR SPEGILINN? „ÉG HEFÐI VALIÐ INNANBÚÐARMANN. ÞAÐ VAR STJÓRNIN SEM HEIMTAÐI AÐ ÉG FYNDI EINHVERN UTANAÐKOMANDI.” „ÁTTU MEÐALSTÓRAN KÓLIBRÍFUGL?” Fjölskylda Eiginkona Helga er Ingibjörg Björnsdóttir Stephensen, f. 28. nóv- ember 1932, húsfreyja og fyrrver- andi læknaritari. Þau gengu í hjónaband 14. maí 1954. Foreldrar Ingibjargar voru hjónin Björn Ólafsson Stephensen járnsmiður, f. 25. ágúst 1898, d. 2. júní 1968, og Sigurborg Sigjónsdóttir Stephensen húsfreyja, f. 23. apríl 1893, d. 7. febrúar 1982. Börn Helga eru 1) Björn Helga- son, f 16. desember 1952, verkfræð- ingur, búsettur í Garðabæ; 2) Sig- ríður Helgadóttir, f. 4. apríl 1956, húsfreyja og deildarstjóri í Stokk- hólmi; 3) Helgi Steinar Helgason, f. 3. júní 1965, starfsmaður hjá áhaldahúsi Garðabæjar. Barnabörn Helga eru Camilla Björnsdóttir, f. 26. mars 1979, Snæfríður María Björnsdóttir, f. 29. október 1995, og Ingibjörg Andrésdóttir Thors, f. 5. apríl 1977. Barnabarnabörnin eru orðin þrjú. Bróðir Helga var Ingi Pétur Hjálmsson, f. 24. ágúst 1929, d. 2 október 2011, búfræðingur frá Hvanneyri 1950 og bjó lengst af í Mosfellssveit. Foreldrar Helga voru hjónin Hjálmur Konráðsson, f. 23. nóv- ember 1895, d. 17. desember 1933, framkvæmdastjóri í Vestmanna- eyjum, og Sigríður Helgadóttir, f. 8. mars 1902, d. 15. .apríl 1954, hús- freyja í Vestmannaeyjum og síðar kaupkona í Reykjavík. Úr frændgarði Helga K. Hjálmssonar Helgi Konráðs Hjálmsson Ingibjörg Valgerður Sigurðardóttir húsfreyja á Kálfatjörn Sr. Árni Þorsteinsson prestur á Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd Sesselja Árnadóttir húsfreyja í Reykjavík Sigríður Helgadóttir húsfreyja í Vestmannaeyjum og kaupkona í Reykjavík Helgi Eiríksson bakarameistari á Hverfi sgötu 98, Rvík Sigríður Pálsdóttir húsfreyja á Karlsskála Eiríkur Björnsson bóndi á Karlsskála við Reyðarfjörð Steinunn Helgadóttir húsfreyja í Reykjavík Sesselja Konráðs dóttir skóla stjóri í Stykkis hólmi Ingibjörg Margrét Jóns dóttir bóka- vörður í Rvík Jón Steinar Gunn- laugsson lög maður Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður og ritstjóri Morgunblaðsins Helgi Konráðsson prófastur á Sauðárkróki Eiríkur Helgason rafvirkjameistari í Stykkishólmi Ingibjörg Helgadóttir húsfreyja í Stykkishólmi Helga Árnadóttir húsfreyja í Norðtungu og á Hamri Hjálmur Pétursson alþingismaður og bóndi í Norðtungu og Hamri í Þverárhlíð, Borg. Ingibjörg Hjálmsdóttir húsfreyja á Syðra-Vatni Konráð Magnússon bóndi á Syðra-Vatni á Efribyggð, Skag. Rannveig Guðmundsdóttir húsfreyja í Kolgröf og Steiná Magnús Andrésson bóndi í Kolgröf á Efribyggð og á Steiná í Svartadal, A-Hún. Hjálmur Konráðsson framkvæmdastjóri í Vestmannaeyjum Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson: Nauðstöddum hún lífið lér. Líka nafn er svanni ber. Fyrir stungu fingur ver. Fæða góð er handa þér. Eysteinn Pétursson segist hafa þetta svona: Þegar bölið er stærst er björgin næst. Við Björg höfum rifist og aftur sæst. Með fingurbjörg ég forðast mein. Fæst hér ekki lífsbjörg nein? Guðrún Bjarnadóttir svarar: Lífsbjörgin í laumi veitt, lifnaði þar Björg allgreitt. Með fingurbjörg oft fjári sveitt færði björg í hús, dauðþreytt. Helgi Seljan á þessa lausn: Mannbjörg ætíð mætust er. Margar Bjargarnafni heita. Fingurbjörgin farsæld ber. Að fæðubjörg sér margir leita. Helgi R. Einarsson leysir gátuna þannig: Björgin mörgum bjarga má. Björg, sem nafn, má víða sjá. Fingurbjörg er fingri á. Fæði er björg, sem í má ná. Sjálfur skýrir Guðmundur gátuna þannig: Björg að sönnu líf oss lér. Látra-Björg er mörgum kunn. Fingurbjörgin hlífir hér. Hungur seður björg í munn. Síðan er ný gáta eftir Guðmund: Leitað hef ég orði að, uns mér tókst að finna það, síðan gátu samdi þá, sem í dag hér líta má: Hólkur sem á handlegg er. Hrútur stundum nafnið ber. Gúmmípoki gaurnum á. Gagnast oft í beitu má. Gunnar J. Straumland yrkir átthent: Skríður lágt um skýjanátt, skeytir fátt um tíðarsátt, vindur flátt mun væla hátt. Von er brátt á norðanátt. Hér segir Gunnar ástarsögu úr Grunnafirði: Undan sorta sólin braust, sálin fór að hlýna, þegar kollur kysstu á haust- kvöldi blika sína. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Einn dagur tekur annars björg í burt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.