Morgunblaðið - 24.08.2019, Page 56
56 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2019
karakter_smaralind
verslunin.karakter
LAUGAVEGI 26
NÝJAR HAUSTVÖRUR FRÁ
...Stemning á Menningarnótt
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Þær Sólveig Kristjánsdóttir (Kælan
mikla og sóló) og Kinnat Sóley
(grafískur hönnuður) stofnsettu
Myrkfælni árið 2017. Tilgangurinn
með framtakinu var að kynna ís-
lenska neðanjarðartónlist, heima
og ekki síst erlendis, með útgáfu á
tímariti, tónlist og fleiru. Í raun að
koma á nokkurs
konar tengingu á
milli íslensku neð-
anjarðarsenunnar
og þeirra sem í
gangi eru í öðrum
löndum. Þær stöll-
ur hafa staðið við
þær yfirlýsingar með sóma og nú
um helgina léku fimm íslenskir tón-
listarmenn á sænsku hátíðinni Ka-
labalik På Tyrolen í Alvesta. Á
Myrkfælni-kynningarkvöldinu
(„showcase“) komu fram þau Coun-
tess Malaise, Sólveig Matthildur,
Dulvitund, madonna + child og Dis-
cipline; allt virkir aðilar í íslensku
neðanjarðarsenunni. Flest tengjast
fagurfræðilega inn í þessa síðgota-
og kuldabylgju sem Kælan mikla
tilheyrir, þó að allir séu að sjálf-
sögðu með sín tilbrigði við það. Á
kynningarkvöldinu (sem bar hið
fróma nafn „Djävla showcase“)
kom þriðja útgáfa MYRKFÆLNI,
MYRKFÆLNI #3, út í formi veg-
legrar safnkassettu með íslenskum
Skuggabaldrar skunda hjá
jaðartónlistarmönnum. Með kass-
ettunni fylgir einnig smátímarit,
límmiðar og veggspjald (einnig er
hægt að nálgast tónlistina á
myrkfaelni.bandcamp.com.).
Það sem áður hefur verið gert
er útgáfa tímarita en tvö tölublöð
MYRKFÆLNI tímaritsins hafa
komið út áður og með seinna tölu-
blaðinu fylgdi safnkassetta. Tónlist
fylgdi báðum ritum og má nálgast
hana á Bandcamp. MYRKFÆLNI
hefur unnið með hátíðinni Kalaba-
lik På Tyrolen síðan árið 2017 að
ýmsum viðburðum en árið 2018
hélt MYRKFÆLNI utan um smá-
tímarit sem var skrifað, framleitt
og dreift daglega á meðan á hátíð-
inni stóð. Hátíðin einblínir á síð-
pönk, gotatónlist og slíkt og Myrk-
fælni því á algerum heimavelli.
Margir listamenn sem spilað hafa á
hátíðinni hafa orðið þekktir innan
þessarar tilteknu senu og sem
dæmi spilaði Hatari sína fyrstu tón-
leika utan Íslands á hátíðinni í
fyrra. Pistilritari vonar eðlilega að
þessum skuggalegu fulltrúum
Fróns vegni vel en hátíðin er u.þ.b.
hálfnuð er þú, lesandi góður, lest
þetta yfir kolsvörtum kaffiboll-
anum. Ég get hins vegar rýnt að-
eins í tónlistina sem fyllir MYRK-
FÆLNI #3 og kennir þar ýmissa
grasa. Discipline, sem hefur verið
að hasla sér völl nú að undanförnu
opnar safnið með drungalegu
tölvupoppi sem hefði sómt sér vel á
Mute-merkinu c.a. 1984. Skaði og
Holdgervlar sigla um svipuð mið,
svona „týndur á göngum geð-
veikrahælis um miðnætti“ stemn-
ing. Countess Malaise er með mjög
flott gotarapp, Sólveig Matthildur
leggur til titillag hinnar frábæru
sólóplötu sinnar Constantly in Love
og Dulvitund hrærir í Vangelis-
lega hljóðmottu. Une Misere og
Great Grief sjá um rokkið og hin
dásamlega, kornunga Spaðabani
leggur til tónleikaútgáfu af laginu
„Jarðarberjaskyr“. Stórkostlegt
lag! Hið dularfulla madonna + child
snarar upp kunnuglegum Resi-
dents innblásnum hljóðheimi (elska
þetta dæmi) og svo kemur óvænt
útspil í endann. Lucy in Blue, sem
er undir ríkum áhrifum frá hippa-
og progrokki áttunda áratugarins
leikur lagið „Respire“. Lagið er
hins vegar með þeim hætti að það
passar fullkomlega við restina.
Melankólískt og drungalegt og
slaufar þessu fína safni með glans.
Hlutur þeirra hér er kannski til
marks um smæðina hér á landi, það
væri aldrei hægt að fylla svona
„spólu“ af íslenskri síðgotatónlist
eingöngu, staðreynd sem opnar
hins vegar á nauðsyn þess að vera
opin fyrir alls konar. Til að neð-
anjarðarsenur geti þrifist verða
þær að vera sýnilegar að einhverju
leyti og Myrkfælni hefur sannað sig
sem öflugan vita að því leytinu til.
» Tilgangurinn meðframtakinu var að
kynna íslenska neð-
anjarðartónlist, heima
og ekki síst erlendis,
með útgáfu á tímariti,
tónlist og fleiru.
Dreifingarfyrirtækið
Myrkfælni hefur stutt
veglega við íslenska
jaðartónlist síðan 2017.
Þriðja tónlistarsafn
þess er nú komið út
auk þess sem fimm ís-
lenskir listamenn léku
á þess vegum í Svíþjóð
nú um helgina.
Tvíeyki Sólveig
Kristjánsdóttir
og Kinnat Sóley
standa að Myrkfælni.
Óperan The Ra-
ven’s Kiss, eftir
Evan Fein og
Þorvald Davíð
Kristjánsson, var
frumflutt í
Herðubreið á
Seyðisfirði í gær
og verður önnur
sýning á henni í
dag. Hópurinn
sem stendur að
henni hefur dvalið í tvær vikur á
Seyðisfirði við æfingar undir stjórn
Fein en hugmyndina að óperunni
áttu söngkonan Berta Dröfn Óm-
arsdóttir söngkona og Þorvaldur
Davíð leikari. Fimm einsöngvarar
og lítil hljómsveit flytja óperuna
sem á sér stað í litlu sjávarþorpi og
segir af framandi og fagurri konu
sem kemur í þorpið og breytist við
það líf, hegðun og hugsun heima-
manna. Óperan er í tveimur hlutum
og samdi Fein tónlistina en Þor-
valdur skrifaði sögu og texta. Þeir
kynntust í námi við listaskólann Ju-
illiard í New York þar sem Fein
gegnir stöðu prófessors. Söngvarar
í óperunni eru Bergþór Pálsson,
Berta Dröfn Ómarsdóttir, Egill
Árni Pálsson, Hildur Evlalía Unn-
arsdóttir og Ólafur Freyr Birki-
sson.
Berta Dröfn
Ómarsdóttir
Ópera frumflutt
á Seyðisfirði
Jóel Pálsson saxófónleikari og Dav-
íð Þór Jónsson píanóleikari leika á
síðustu stofutónleikum sumarsins á
Gljúfrasteini á morgun kl. 16. Á
efnisskránni verða frumsamin verk
eftir þá félaga og verður eitt þeirra
frumflutt, verk eftir Davíð sem
hann samdi sérstaklega út frá verk-
um Laxness fyrir þetta tilefni.
Aðgöngumiðar eru seldir í safn-
búð Gljúfrasteins á tónleikadegi og
kosta kr. 2.500 en frítt er inn fyrir
börn á leikskólaaldri.
Frumflytja verk
tengt Laxness
Samstarfsmenn Davíð Þór og Jóel.
Danski kammerkórinn Det Unge
Vokal Ensemble er á ferðalagi um
Ísland og Grænland og heldur tón-
leika í Háteigskirkju á morgun, 25.
ágúst, kl. 19.30. Kórfélagar eru á
aldrinum 19-32 ára og eru flestir í
söng- eða hljóðfæranámi. Á efnis-
skrá tónleikanna verða flutt nor-
ræn verk og þá m.a. eftir Vagn
Holmboe og Edvard Grieg. Einnig
verða flutt verk eftir íslensk, sænsk
og grænlensk tónskáld. Hluti efnis-
skrárinnar er dönsk þjóðlög í ný-
stárlegum útsetningum, að því er
fram kemur í tilkynningu.
Aðgangur að tónleikunum er
ókeypis.
Danskur kór í
Háteigskirkju
Suðurafríska hipphopptvíeykið Die
Antwoord, skipað Ninju og Yoland
Visswe, hefur verið afbókað á tvær
stórar tónlistarhátíðir í Kentucky
og Las Vegas í Bandaríkjunum eft-
ir að á netinu var birt myndband af
Ninju og Yoland þar sem þau veit-
ast að plötusnúðnum Andy Butler
úr Hercules & Love affair af því að
hann er samkynhneigður. Atvikið
sem um ræðir átti sér stað á tónlist-
arhátið í Ástralíu árið 2012.
Ninja hefur haldið fram sakleysi
Die Antwoord og sagt að ástæða
slagsmálanna hafi verið að Butler
„abbaðist upp á þau“ en hafi ekkert
haft með kynhneigð hans að gera.
Afbókuð vegna hatursárásar
Morgunblaðið/Eggert
Á Íslandi Die Antwoord kom fram á Secret
Solstice 2016 með skrautlegum dansara.
Síðustu tónleikarn-
ir í tónleikaröð til
styrktar Hall-
grímskirkju í
Saurbæ í Hvalfirði
fara fram á morg-
un kl. 16. Á þeim
koma fram
Halldóra Eyjólfs-
dóttir mezzósópr-
an, Ragnhildur Dóra Þórhallsdóttir
sópran, Sigþrúður Erla Arnardóttir
alt, Júlíana Rún Indriðadóttir pí-
anóleikari og Sigrún Mary Mcor-
mick víóluleikari. Á efnisskránni
verða verk eftir Johannes Brahms,
Richard Wagner og Edvard Grieg.
Lokatónleikar
haldnir í Saurbæ
Edvard Grieg