Morgunblaðið - 24.08.2019, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 24.08.2019, Qupperneq 57
MENNING 57 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2019 Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Barna- og fjölskyldu- myndatökur Einstök minning Árni Blandon arnibl@gmail.com Það er athyglisvert að bera saman tvær síðustu uppfærslur á Lohen- grin í Bayreuth. Í minningunni er það hvíti liturinn sem var ríkjandi í uppfærslu Hans Neuenfels, litur eða litleysi sakleysis; um þá upp- færslu fjallaði ég á þessum vett- vangi fyrir fimm árum (12. ágúst). En í uppfærslunni í dag, sem Bandaríkjamaðurinn Yuval Sharon leikstýrir, er það blái liturinn sem einkennir sýninguna, tákn her- mennsku og karllægni. Andstæða þess litar er kvenlægur appels- ínugulur hetjulitur. Aðferð óperustjórans Katharinu Wagner við mannaráðningar í hin skapandi og mótandi störf við óperuuppfærslurnar í Festspiel- haus – óperuhús langafa hennar Richards Wagner – sést vel þegar um núverandi uppfærslu á Lohen- grin er að ræða. Sex árum áður en uppfærslan á Lohengrin átti sér stað í fyrra hafði Katharina sam- band við myndlistartvíeykið Neo Rauch & Rosa Loy. Aðrir mót- endur sýningarinnar komu svo miklu seinna að verkinu. Með því að leika hinn fræga forleik að Lohengrin á nánast hverjum degi í sex ár komust þau Neo og Rosa að þeirri niðurstöðu að litur forleiksins væri blár. Ekki hefðu þau nú þurft annað en að fletta upp í ritum heimspekingsins Friedrich Nietzsche, sem var fyrir löngu bú- inn að benda á þá „staðreynd“ að forleikurinn væri blár. Forleikurinn dekrar við eyrun Einn mesti, ef ekki mesti, núlif- andi sérfræðingur í tónlist Wag- ners er Christian Thielemann, en hann er aðalhljómsveitarstjórinn í Hátíðaleikhúsi Wagners í Bay- reuth. Það er kannski ekki síst til heiðurs honum sem leikstjóri Lohengrins leyfir Wagner og Thielemann að eiga forleikinn að Lohengrin óskaddaðan af mynd- rænu gumsi. Ef maður vill horfa á eitthvað meðan þessi frábæri for- leikur er leikinn núna í Bayreuth, og næstu þrjú síðsumrin væntan- lega, horfir maður bara á dökk- græna fortjaldið í Festspielhaus eða lygnir aftur augunum og lætur tónlistina dekra við eyrun á sér og heilann. Á sýningunni á Tannhäuser 13. ágúst í Bayreuth forfallaðist hljóm- sveitarstjórinn Valery Gergiev; áð- ur en sýningin hófst birtist kona nokkur á sviðinu og tilkynnti að Thielemann myndi stjórna hljóm- sveitinni þetta kvöldið. Áhorfendur brugðust við með svo feiknalegu lófaklappi að því ætlaði seint að linna. Sem sýnir vinsældirnar og virðinguna sem Thielemann nýtur í óperuheiminum. Að efast Fyrsti textinn í leikskránni að Lohengrin í ár er hið langa ljóð Bertolts Brecht um ágæti efans. Og það sem aðstandendur sýning- arinnar efast aðallega um er að Lo- hengrin sé hetjusaga karlmannsins, eða guðsins, Lohengrins, þrátt fyrir að hann bjargi lífi Elsu; miklu fremur sé aðalhetja verksins hin „vonda“ Ortrud sem í raun sé „góð“ byltingarhetja sem fái Elsu, sem giftist Lohengrin, til að efast um heilindi hans; Lohengrin sé í raun karlpungur, gott ef ekki sad- isti, sem fari illa með Elsu með því að leyna hana uppruna sínum. Bann hans við að Elsa spyrji hann um uppruna sinn og nafn sé sem sé kúgunartæki. Í grein fræði- hjónanna Bortnichak í leikskrá verksins er upplausn merkingar- hugtaksins í dag rakin til frönsku kumpánanna Derrida og Barthes. Verk þess síðarnefnda, Dauði höf- undarins, þýði að svokallaður „höf- undur“ skapandi verka búi ekki yfir neinum endanlegum útskýringum á merkingum verka sinna, mismun- andi merkingar liggi hjá njótend- unum verkanna. Það er reyndar ekki rétt hjá hjónum þessum að Derrida hafi leyst upp merkingar- hugtakið; það sem Derrida gerði með leysirýni sinni (deconstruction) var að benda á veikleika og jafnvel mótsagnir í rökfestu skapandi verka, ekki síst innan heimspek- innar, sem aðrir höfðu ekki komið auga á. Þarna hefðu hjónin mátt fara að ráðum Brechts og efast um eigin túlkanir. Hvenær kemur næsti svanur? Spurningin um næsta svan er brandari sem Wagneristar hafa gaman af að spyrja. Í hinu goð- sögulega ævintýri um Lohengrin birtist hann í mannheimum á báti sem er dreginn af svani. En enginn svanur er sýnilegur í uppfærslu Yuvals Sharon. Nú spyr fólk sig því þessarar spurningar ekki lengur í gamni heldur bíður í ofvæni eftir næstu uppfærslu á Lohengrin, þar sem svanurinn fær vonandi að koma fram. Að vísu hafði Wagner það þannig í þessari frægustu út- gáfu af sögunni um Lohengrin að litli bróðir Elsu, sem hún er ásökuð um að hafa fyrirfarið, birtist í lokin sem svanurinn, umbreyttur í bróð- ur Elsu. Í útfærslu Yuvals Sharon er Gottfried bróðir Elsu dökk- grænn frá toppi til táar, sem er væntanlega tilvísun í gróður- verndarstefnu. Ekki fær Yuval sig til að láta Elsu deyja í lokin af sam- viskubiti, eins og Wagner vildi láta gerast, heldur sprangar Elsa um sprelllifandi með bróður sínum um sviðið og yfirgefur hið rafmengaða Brabant. Hvað hefði Lúðvík II Bæjara- kóngur sagt við þessu svanleysi? Hann var svo hrifinn af Lohengrin Wagners að hann lét peninga streyma til Wagners í stríðum straumi og skýrði síðan sína frægu ævintýrahöll NeuSwan-stein. Og Disney var svo hrifinn af höll Lúð- víks að hann notaði hana sem fyrir- mynd að logói kvikmyndanna frá Disney-kvikmyndaverinu. Og hvað segja áhorfendur? Þeir segja nú bara allt gott, eru ánægðir með að það sé endalaust hægt að finna nýj- ar hliðar á hinum efnismiklu verk- um Wagners. Enn eitt leynda meistara- atriðið í Meistarasöngvurunum Ég fjallaði um þessa ágætu sýn- ingu hér í Morgunblaðinu fyrir tveimur árum (11. ágúst) svo ég læt hér nægja að birta nýja mynd af einhverjum allra skemmtilegasta leikara óperusögunnar, Johannes Martin Kränzle, sem syngur og leikur fyrir Beckmesser í þessari uppfærslu Barries Kosky. Vert er þó að benda á nokkuð sem ég hafði ekki gert mér grein fyrir, fyrr en ég sá sýninguna aftur fyrir nokkr- um vikum: falska spilið og falski söngurinn og vondi textinn sem Beckmesser syngur þegar hann er að reyna að vinna ástir Evu, er flókið meistarastykki hjá Wagner, sem mjög fáir túlkendur ná fullum tökum á. Sem sé: enn eitt leynda meistara-atriðið hjá Wagner. Lohengrin sem andhetja Blái liturinn einkennir uppfærslu Yuvals Sharon á Lohengrin á Wagner-hátíðinni í Bayreuth þetta sum- arið. Í seinni umfjöllun sinni beinir greinarhöf- undur sjónum að Lohengrin og Meist- arasöngvurunum. Ljósmyndir/Bayreuther Festspiele, Enrico Nawrath Elsa frá Brabant Næstum brennd á báli vegna falsaðra ákæra. Í uppfærslu sumarsins er Lohengrin ekki hetja verksins. Ortrud Breiðir úr sér í pólitísku kvenfrelsi. Fangi Hin finnska Camilla Nylund bundin við raf- magnsstaur á brúðkaupsnótt og leynd upprunanum. Beckmesser Krambúleraður stelur hann vinningslagi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.