Morgunblaðið - 29.08.2019, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2019
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a.
595 1000
Prag
Ein fegursta borg Evrópu!
26. september í 4 nætur
Verð frá kr.
69.995
Mannbjörg við Gíbraltarsund
Íslendingar komu karlmanni til bjargar suður af Spáni Var einn á floti í björgunarvesti á miðju hafi
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Þrír Íslendingar komu til bjargar
manni sem var einn á floti rúmar
fjórar sjómílur vestur af Tarifa sem
er syðsti oddi Spánar. Mennirnir
þrír, Valgarður Unnar Arnarson,
Markús Pétursson skipstjóri og
Þórður Axel Ragnarsson, ráku fyrst
augun í rekald sem að sögn Þórðar
leit út við fyrstu sýn eins og strand-
leikfang.
„Einni eða tveimur mínútum síðar
sjáum við á hitt borðið, appelsínugul-
an hlut. Þetta hefur verið í um þrjú
hundruð metra fjarlægð þannig að
við gátum skoðað þetta í kíki. Þetta
var ekki mjög greinilegt en Markúsi
fannst ástæða til þess að kíkja betur
á þetta. Það voru felld segl og sett í
gang vél og svo kom í ljós að þarna
var maður í björgunarvesti,“ segir
Þórður í samtali við Morgunblaðið.
Hann segir að um leið og þá bar að
hafi færst líf í manninn sem reyndi
að basla í áttina að bátnum.
Hlúðu að manninum í bátnum
Þeim tókst að koma manninum um
borð og segir Þórður að hann hafi
verið mjög þrekaður, aðframkominn
og skolfið gríðarlega.
„Við skárum svo af honum björg-
unarvestið og fórum með hann niður
í setustofu þar sem við hlúðum að
honum, færðum hann úr blautum
fötum og gáfum honum vatn og ein-
hverja næringu. Lögðum hann á
bekkinn í setustofunni og breiddum
yfir hann svefnpoka. Hann gat ekki
með neinu móti gert sig skiljanlegan
fyrir skjálfta,“ segir Þórður. Þeir
höfðu samband við Tarifa og til-
kynntu björgun mannsins. Í kjölfar-
ið sigldu þeir til móts við sjóbjörg-
unarbát sem tók við manninum.
„Hann var skelkaður og kaldur og
ekkert nema óvissa fram undan,“
segir Þórður.
„Þarna vorum við þrír karlar á
fyrsta farrými tilverunnar að njóta
ferðalagsins og láta draumana ræt-
ast, en hann á síðustu mínútum eða
klukkustundum tilveru sinnar. Hafði
lagt í nánast vonlaust ferðalag í von
um betra líf í heimi gríðarlegrar mis-
skiptingar. Hálfsúrrealískt að hafa
átt líf sitt undir því að einhverjir
draumóramenn sem voru að leika
sér ættu leið hjá þeim stað þar sem
hann var við það að láta lífið,“ segir
Þórður að lokum.
Ljósmynd/ Þórður Axel Ragnarsson
Mannbjörg Sjóbjörgunarbáturinn sem sótti manninn í bát Íslendinganna.
Ferðamenn streymdu enn um aust-
asta hluta Reynisfjöru í gær, á svæði
sem hefur undanfarið verið lokað af
vegna skriðuhættu. Vakin var at-
hygli á þessu í facebookhópnum
Bakland ferðaþjónustunnar, en sam-
kvæmt upplýsingum frá lögreglunni
á Suðurlandi er búið að girða hættu-
svæðið í fjörunni af á nýjan leik.
Austasti hluti fjörunnar hefur verið
lokaður síðan 20. ágúst, en þá féll
stór skriða úr Reynisfjalli.
Lögregla hefur þurft að setja upp
nýjan lokunarborða daglega, þar
sem sjórinn hrifsar borðann ítrekað
með sér. Sveinn Kristján Rúnarsson,
yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á
Suðurlandi, segir að reynt sé að
halda í horfinu eins og hægt er.
Hann segir einnig að unnið sé að því
að finna einhverja varanlegri lausn
til lokunar á fjörunni, sem dugi alla-
vega daginn.
Áætlað rúmmál skriðunnar sem
féll í Reynisfjöru er 25.000 rúmmetr-
ar, en skriðan er sú þriðja sem fellur
í fjöruna á 10 árum. Mælingar á vett-
vangi benda til þess að meginþorri
efnisins hafi komið úr móbergi í 60 til
100 metra hæð, en breidd skriðunn-
ar var um 100 metrar og hljóp hún 50
metra frá rótum fjallsins út í sjó.
Ekki er vitað hvað kom skriðunni
af stað en þekkt er að skriður falli úr
Reynisfjalli, sérstaklega í austur-
hluta fjallsins. Minna er um um-
merki um skriður og grjóthrun í suð-
urhlíð fjallsins við Reynisfjöru, en
þar er úthafsaldan mjög öflug og
hreinsar hratt ummerki um hrun.
Árið 2005 féll allstór skriða í
Reynisfjöru, vestan við þá sem féll
20. ágúst. Þá varð hrun úr þaki
Hálsanefshellis árið 2012. en engum
varð meint af. Einnig falla stakir
steinar, sem valdið geta slysum, úr
hlíðinni með reglulegu millibili.
Ferðamenn stöðugt í Reyn-
isfjöru þrátt fyrir hættuna
Sjórinn hrifsar til sín lokunarborða lögreglunnar
Morgunblaðið/Hallur Már
Reynisfjara Skriðan sem féll úr
Reynisfjalli er mjög stór sem sjá má.
Rekstrarhalli Landspítalans sam-
kvæmt hálfsársuppgjöri spítalans
nam 2,4 milljörðum króna og er
áætlað að hann verði 4,5 milljarðar
á árinu að óbreyttu. Þetta staðfesti
Ólafur Darri Andrason, fram-
kvæmdastjóri fjármálasviðs Land-
spítala, í samtali við mbl.is í gær-
kvöldi.
Áður greindi mbl.is frá því að
heimildir hermdu að halli spítalans
væri um fimm milljarðar á árinu að
óbreyttu eða sem nemur 7,8%. Páll
Matthíasson, forstjóri Landspítala,
var spurður í kvöldfréttum RÚV
15. ágúst hvort stefndi í fimm millj-
arða halla, en því neitaði forstjór-
inn.
Þá hefur forstjórinn sagt frá því
á vef spítalans að fjárhagsstaðan sé
alvarleg og þörf sé á að „þrengja
verulega að rekstrinum“ vegna
þessa. Ólafur Darri segir áætlun
spítalans upp á 4,5 milljarða króna
rekstrarhalla aðeins taka til
þekktra stærða og að ekki sé tekið
tillit til mögulegra fjárheimilda sem
eru enn til skoðunar. Þá er beðið
svars yfirvalda vegna ýmissa
fjármögnunarþátta.
Hallinn
verður 4,5
milljarðar
Þrengja þarf að
rekstri Landspítalans
Langdræg bandarísk sprengjuflugvél, af gerð-
inni Northrop B-2 Spirit, lenti á Keflavíkur-
flugvelli um klukkan 13 í gær. Var vélinni flogið
hingað til lands frá Bretlandi og millilenti hún í
Keflavík til að taka eldsneyti, en samkvæmt upp-
lýsingum frá Landhelgisgæslu Íslands var þotan
við æfingar á Norður-Atlantshafi. Sprengjuvélin
hélt af landi brott um klukkan 15. Ekki er vitað
til þess að flugvél af þessari gerð hafi sótt Ísland
heim áður. B-2 er ein fullkomnasta sprengjuvél
Bandaríkjamanna, torséð á ratsjám og fyrst
hönnuð til að bera kjarnavopn.
Bandarísk B-2 lenti á Keflavíkurflugvelli
Ljósmynd/Landhelgisgæsla Íslands
Sprengjuvélin var upphaflega hönnuð til að bera kjarnavopn