Morgunblaðið - 29.08.2019, Side 6

Morgunblaðið - 29.08.2019, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2019 Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 119.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! sp ör eh f. Aðventan er tími ljóss og friðar. Ilmurinn af jólaglöggi og brenndum möndlum liggur í loftinu.Við höldum til Wiesbaden, þar sem upplýstar stjörnur svífa yfir litríkum jólahúsum á jólamarkaðnum.Við förum í dagsferð til Rüdesheim þar sem hinn skemmtilegi jólamarkaður þjóðanna er og getum fylgst með hvernig handverk frá hinum ýmsu þjóðum er unnið. Jólaferð tilWiesbaden 5. - 8. desember Fararstjóri: Íris Sveinsdóttir AUKA BROTTFÖR Umræða um innleiðingu þriðja orku- pakkans hófst á Alþingi klukkan 10:30 í gærmorgun og stóð yfir í rúma níu klukkutíma. Fyrir daginn í gær var umræðan um orkupakkann sú lengsta í sögu Alþingis en málið hefur nú verið rætt í yfir 150 klukku- stundir. Þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins hafa farið mikinn í gagnrýni sinni á þriðja orkupakkan- um og var gærdagurinn engin und- antekning. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra sagði ekkert nýtt hafa komið fram í máli andstæðinga innleiðingar þriðja orkupakkans á Alþingi í gær. Hún sagðist hafa orðið undrandi þegar hún heyrði Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokks- ins, spyrja utanríkisráðherra um morguninn hvernig stæði á því að hann væri ekki kominn með ný gögn og nýjar upplýsingar „Ég taldi alveg fullljóst að það hefði legið fyrir hér frá upphafi að við teldum málið fullrætt og fullreif- að en hins vegar vildum við gefa and- stæðingum málsins færi á að koma fram með ný gögn,“ sagði Katrín á Alþingi. Hún nefndi að hvorki í með- förum utanríkismálanefndar né í umræðunni á Alþingi í gær hefði ver- ið sýnt fram á nein ný gögn eða nýjar upplýsingar komið fram. Bætti hún við að fræðimenn hefðu verið sam- mála sjálfum sér frá því í vor. Sagði þingmenn Miðflokksins snúa út úr orðum fræðimanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Al- þingis, sagði þingmenn Miðflokksins hafa snúið út úr niðurstöðu fræði- manna um þriðja orkupakkann. „Að leggja þessum fræðimönnum það í munn að þeir telji þetta hafa ekkert gildi og ekkert vægi er al- gjörlega fáránlegt,“ sagði Áslaug Arna í andsvari sínu við ræðu Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Miðflokks- ins, um þriðja orkupakkann á Al- þingi. Þar sagði hann að ef ekki væri vilji fyrir því að fella málið á Alþingi ætti að fresta því eða skoða það nán- ar og hlusta á rödd þjóðarinnar. Áslaug Arna sagðist velta fyrir sér hvernig það væri að velja ákveðnar setningar úr áliti þeirra Stefáns Más Stefánssonar og Friðriks Árna Frið- rikssonar Hirst um orkupakkann og komast að annarri niðurstöðu en er að finna í álitinu. „Það þarf ekki ann- að en að lesa niðurstöður álitsins til að sjá að farið var eftir áliti Stefáns Más og Friðriks Árna Hirst,“ sagði Áslaug og nefndi einnig að snúið hefði verið út úr orðum Davíðs Þórs Björgvinssonar, prófessors í lög- fræði. Ólafur svaraði henni þannig að hún hefði ekki nefnt eitt dæmi um að hann hefði snúið út úr eða lagt mönn- um orð í munn. Sagðist hann hafa vakið athygli á því sem fræðimenn- irnir sögðu ekki í bréfi sínu til utan- ríkismálanefndar. Áslaug Arna sagðist hafa tekið tvö dæmi um útúrsnúning í ræðu sinni og sagði það vera ákveðinn útúr- snúning að vísa í álitsgerð sérfræð- inga en vera ósammála niðurstöðu þeirra. Þráhyggja fyrir Sigmundi Guðlaugur Þór Þórðarson utan- ríkisráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokks- ins, tókust á um meinta þráhyggju þess fyrrnefnda gagnvart Sigmundi Davíð í tengslum við umræðuna um þriðja orkupakkann. Guðlaugur Þór vitnaði í ræðu sinni á Alþingi í þingsályktunartillögu um málið sem var lögð fram fyrir fimm mánuðum og sagði í framhaldinu að samþykkt málsins væri í fullu sam- ræmi við stjórnarskrána. Sigmundur Davíð sagði Guðlaug Þór hafa hraðlesið gamlan embættis- mannatexta og hefði ekkert nýtt haft fram að færa. Spurði hann Guðlaug hvaða kosti hann sæi við það að inn- leiða þriðja orkupakkann. Guðlaugur Þór steig í framhaldinu í pontu og sagðist vona að Sigmund- ur Davíð væri maður að meiri og gengist við því að hann hefði á sínum tíma lýst yfir áhuga á að leggja sæ- streng á milli Íslands og Bretlands. Það hefði hann gert á fundi sínum með David Cameron, þáverandi for- sætsráðherra Bretlands, hér á landi. Sigmundur Davíð veitti aftur and- svar og talaði um þráhyggju utanrík- isráðherra í sinn garð og krafðist aft- ur svara frá honum um hvers vegna hann vildi innleiða orkupakkann. „Þar kom að því. Ég er kominn í hóp meirihluta þjóðarinnar sem er með þráhyggju fyrir Sigmundi Dav- íð Gunnlaugssyni, að hans mati,“ svaraði Guðlaugur Þór. „Að sjálf- sögðu,“ hrópaði Sigmundur þá úr salnum. Guðlaugur Þór hélt áfram og sagði allt ganga út á Sigmund Davíð. „Við getum ekki hugsað um annað en þig!“ Enn tekist á um orkupakkann  Umræða um þriðja orkupakkann á Alþingi hefur nú staðið yfir í meira en 150 klukkustundir  „Ekkert nýtt“ í máli andstæðinga, segir forsætisráðherra Morgunblaðið/Eggert Þriðji orkupakkinn Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, í pontu Alþingis í gær. ’ Mig langar að spyrja að því hvort geti verið að hálfsannleikur felist m.a. í því að velja sér álitsgjafa til að vitna í. Þorsteinn Sæmundsson ’ Ekki koma með enn eitt bullið hingað upp í ræðustól. Þetta er ekkert annað en bull sem er sett fram til þess að reyna að draga úr því hvað staðreyndirnar einfaldlega bera með sér. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ’ Það er fordæmalaust að sjá heilan þingflokk halda úti jafn öfgafullri, vitlausri og rangri umræðu sem er bein- línis ætlað að blekkja þjóðina í þessu máli. Þorsteinn Víglundsson ’ Þessi málflutningur [Þorsteins] er ofsafenginn og öfgakenndur. Það er varla að það taki því að eyða tíma Al- þingis í slíkt. Ólafur Ísleifsson ’ Ekkert nýtt hefur komið fram í málinu í sumar. Sigurður Ingi Jóhannsson ’ Utanríkisráðherra hefur hraðlesið gamlan embættis- mannatexta og hefur ekkert nýtt fram að færa Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ’ Þar kom að því. Ég er kominn í hóp meirihluta þjóðarinnar sem er með þráhyggju fyrir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, að hans mati. Guðlaugur Þór Þórðarson ’ Ef ég hefði nú tekið veðmáli um pulsu og kók hvernig ræða utanrík- isráðherra yrði þá hefði ég örugglega unnið, að minnsta kosti einn ef ekki tvo skammta. Gunnar Bragi Sveinsson ’ Hér voru fullyrðingar eins og blekk- ingar, umdeilanlegt, popúlistar. Átti hann þar væntanlega við þingmenn Miðflokksins. Birgir Þórarinsson Orðrétt um orkupakkann Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Útgerðarfyrirtækið Samherji vinnur nú að þróun á skipi til að veiða botn- fisk með nýrri aðferð og tækni. Þor- steinn Már Baldvinsson forstjóri staðfesti þetta í samtali við Morgun- blaðið. Aðferðin gengur út á að geta flutt fiskinn lifandi, eða blóðgaðan, í land í tönkum og dælt honum síðan beint inn í fiskvinnsluhús til frekari vinnslu, eða þá geymdur lifandi í kvíum þar til vinnslan yrði tilbúin að taka við hon- um. Að auki yrði skipið útbúið til að vinna fiskinn með hefðbundnum hætti, þ.e. slægður og ísaður í kældri lest. Að sögn Þorsteins Más hefur skip í þetta verkefni þegar verið keypt, af írskri útgerð, og fengið nafnið Odd- eyrin. Er skipið sem stendur í Dan- mörku en gera þarf töluverðar breyt- ingar á því vegna þessa. Skipið er byggt árið 2006 og var áður á upp- sjávarveiðum fyrir írsku útgerðina. Tæknideild Samherja vinnur að þróun á veiðiaðferðinni en til þess að þetta sé gerlegt hér á landi þarf að gera breytingar á reglugerðum en samkvæmt þeim má t.d. ekki koma með lifandi fisk að landi. „Við höfum trú á því að þetta sé hægt en öll meðferð á fisknum þarf að vera samkvæmt settum reglum um vigtun og aðra þætti. Við munum kynna þetta og vinna með stjórnvöld- um,“ segir Þorsteinn Már en fyrir- myndina sækir Samherji til Noregs. Þar eru tilraunir skammt á veg komnar með þessa veiðiaðferð en hafa gefist vel. Er markmiðið með þessu einkum það að framleiða fersk- ari fisk og bæta meðferð á hráefninu. Þorsteinn Már segir verkefni á borð við þetta mjög kostnaðarsamt en gefur ekki neinar tölur upp á þessu stigi. „Við höfum lengi verið með þetta á hugmyndastigi en nú er kominn tími til að láta þetta verða að veruleika,“ segir Þorsteinn Már að endingu. Til skoðunar að flytja fiskinn lifandi í land  Samherji keypti skip frá Írlandi með nýja veiðiaðferð í huga Ljósmynd/Samherji Oddeyrin Skipið sem Samherji keypti frá Írlandi og hyggst breyta.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.