Morgunblaðið - 29.08.2019, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 29.08.2019, Qupperneq 10
SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fékk í gær samþykkt í ríkisstjórn til að skipa starfshóp fulltrúa fjögurra ráðu- neyta og Stofnunar Árna Magn- ússonar í íslenskum fræðum sem leggja á línurnar í viðræðum Íslend- inga við Dani um að fá fleiri forn- íslensk handrit til varðveislu á Ís- landi. Enn er í Árnastofnun í Kaupamannahöfn fjöldi fornra rita sem skráð voru á Íslandi á miðöldum og koma úr safni Árna Magnússonar handritasafnara (1663-1730). Endurheimt er eðlileg Í krafti samninga milli ríkjanna kom fjöldi handrita á árunum 1971 til 1997, en nú þykir menntamála- ráðherra eðlilegt að endurheimta þau rit sem enn eru ytra. Fullgildar málefnalegar ástæður séu þar að baki. Ráðherra hefur unnið að fram- gangi þessa máls um nokkurt skeið og rætt það við ýmsa. Eftir samþykkt ríkisstjórnarinnar í gær kynnti ráðherrann sjónarmið Íslendinga fyrir Evu Egesborg Han- sen, sendiherra Dana á Íslandi. Undirtektir sendiherrans voru góð- ar og af hennar hálfu áhugi á sam- vinnu í málinu, að sögn Lilju Al- freðsdóttur, sem fundar um málið með Ane Halsboe-Jørgensen, menntamálaráðherra Danmerkur, þann 17. september næstkomandi. Nýlega var ákveðið í Kaup- mannahafnarháskóla að leggja stöðu lektors í handritafræðum við Árna- safn niður frá og með líðandi hausti. Er þetta gert í sparnaðarskyni, en komið hefur þó fram hjá stjórn- endum skólans að hýsa megi lekt- orinn greiði Íslendingar laun hans. Ekki hefur verið hljómgrunnur fyrir því hér heima. „Sá vandi sem upp er komin varð- andi lektorsstöðuna við Kaup- mannahafnarháskóla virðist mér tengjast því að metnaður og áhugi Dana á þessum menningararfi hafi minnkað. Mér þykir því eðlilegra að þau handrit sem eftir urðu í Dan- mörku komi aftur heim,“ segir Lilja Alfreðsdóttir í samtali við Morgun- blaðið eftir ríkisstjórnarfund í gær. „Við erum einnig betur í stakk búin til þess að hýsa þessi verk nú þegar hillir undir að Hús íslenskunnar verði reist hér í Reykjavík en þar verða meðal annars sérhönnuð rými fyrir varðveislu, rannsóknir og sýn- ingar á handritum.“ Heimskringla enn ytra Þegar Ísland varð fullvalda ríki frá Danmörku árið 1918 kom fram sú ósk að handritin fylgdu og yrði skilað til Íslands. Eftir lýðveldis- stofnunina 1944 varð þessi krafa þyngri og þar var tóninn sá að Ís- lendingar hefðu ekki með öllu end- urheimt sjálfstæði sitt fyrr en herra- þjóðin hefði skilað þeim ritum sem fjalla um líf og menningu á fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Dropinn hol- aði steininn og 1961 samþykkti danska þingið að afhenda handrit til Íslands og svo aftur 1965. Vegna málaferla dróst afhending til 1971, en síðasta vetrardag það ár var kom- ið til Íslands með Flateyjarbók og Konungsbók-Eddukvæða. Árið 1986 var gengið frá loka- samningum vegna málsins og síð- ustu handritin komu heim ellefu ár- um síðar. Í vörslu Árnastofnunar í Reykjavík eru nú alls 1.666 handrit og handritshlutar, um 7.360 fornbréf auk 141 handrits úr Konungs- bókhlöðu. Þau handrit sem hingað komu þurftu að vera skrifuð á Ís- landi og flest að fjalla um íslenskt efni. Í Kaupmannahöfn urðu eftir um 1.350 handrit, sem einkum fjalla um sögu Norðurlandanna og Evr- ópu. Má þar nefna Heimskringlu Snorra Sturlusonar. Fleiri handrit verði endurheimt  Menntamálaráðherra vill fleiri fornrit frá gömlu herraþjóðinni  Ríkisstjórnin samþykk og sjón- armiðin kynnt dönskum ráðamönnum  Norðurlandasagan í 1.350 handritum er enn í Árnastofnun Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Handrit Eftir ríkisstjórnarfund, þar sem Lilja Alfreðsdóttir fékk samþykki til að hefja viðræður við Dani um hand- ritamál, fór hún að skoða íslensk fornrit í Árnastofnun undir leiðsögn Guðrúnar Nordal forstöðumanns. 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2019 HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · BVA Egilsstöðum www.mitsubishi.is RÝMINGARSALA Við rýmum fyrir 2020 árgerðinni af Mitsubishi og bjóðum alla 2019 bílana okkar á einstöku verði. Kíktu í heimsókn. Outlander Invite+ Fullt verð 4.890.000 Rýmingarverð 4.590.000 L200 Club Cab Intense Fullt verð 5.290.000 Rýmingarverð 4.590.000 Eclipse Cross Instyle Fullt verð 5.490.000 Rýmingarverð 4.890.000 L200 Double Cab Instyle Fullt verð 6.690.000 Rýmingarverð 6.340.000 Skoðaðu úrvalið á: www.hekla.is/mitsubishisalur Dæmi um rýmingarverð Lilja Alfreðsdóttir segir hand- ritasamninga Íslendinga og Dana sem gerðir voru 1967 og 1986 bera svip málamiðlunar, samanber hve mörg rit eru enn í vörslu ytra. Hafa beri þar í huga að margir Danir hafi verið mjög viðkvæmir fyrir þessum málalyktum. Að afhenda Íslendingum handritin hafi ekki verið sjálfgefið. „Á þeim áratugum sem liðnir eru frá samningagerðinni hafa við- horfin breyst,“ segir mennta- málaráðherra. „Á síðustu árum hafa herraþjóðir nýlenduríkja víða í heiminum verið að skila þeim sín- um gömlu menningarverðmætum og við Íslendingar erum nákvæm- lega í þeim sporum. Ég er því bjartsýn á að við munum fá hand- ritin öll hingað heim á næstu ár- um. Þá eru framkvæmdir við Hús íslenskunnar í Vesturbæ Reykja- víkur að hefjast. Ef þangað má endurheimta þennan mikla menn- ingararf Íslendinga erum við í góð- um málum. Þjóðum sem þekkja sögu sína og hlúa að tungunni farnast jafnan betur en öðrum.“ Þjóðum sem þekkja sögu sína farnast jafnan betur en öðrum NÝLENDURNAR FÁ MENNINGARVERÐMÆTIN AFTUR Afhending Sjóliðar af varðskipinu Vædderen bera handritin á íslenska grund á síðasta degi vetrar, 22. apríl 1971. Í pökkunum voru Eddukvæði og Flateyjarbók. Fornrit Vær sá god, Flatöbogen sagði Helge Larsen menntamálaráðherra þegar hann afhenti Gylfa Þ. Gíslasyni íslenskum starfsbróður handritin. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.