Morgunblaðið - 29.08.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.08.2019, Blaðsíða 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2019 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég er mjög stolt af þess-um þátttakendum semsýndu mikið hugrekkimeð því að koma fram á þennan hátt, þar sem þau eru ber- skjölduð og sýna mjög persónu- legan hluta af sjálfum sér. Félagsmenn okkar eru alveg ótrúlegar mann- eskjur, alltaf til- búnar að stíga fram og brjóta niður staðal- myndir. Þetta eru mjög fallegar og töff tískuljósmyndir þar sem ör þess- ara einstaklinga eru partur af heild- arútlitinu, það er ekki verið að fela örin með fötum eða fylgihlutum, heldur eru þau sýnd sem partur af því hver þessi ákveðna manneskja er,“ segir Hulda Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri hjá Krafti, félagi ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandenda, en síð- ast liðinn laugardag opnaði Kraftur ljósmyndasýninguna Skapa fötin manninn? þar sem allar fyrirsæt- urnar á myndunum hafa greinst með krabbamein og bera þess merki. Ljósmyndasýningin er sam- starfsverkefni Krafts og ljósmynd- arans Kára Sverrissonar, en þau ákváðu að stilla saman strengi sína í tilefni af 20 ára afmælis Krafts. „Þegar Kári fór að segja mér frá hugmynd sinni um að taka tísku- ljósmyndir þar sem unnið væri með tískufatnað og ör á fólki, sem margir líta á sem lýti, þá fannst mér það al- veg í anda þess sem félagið hefur verið að gera, því við hjá Krafti höf- um vakið máls á því hjá okkar félags- mönnum að fólk komi til dyranna eins og það er klætt. Að það þurfi ekki að fela örin sín sem það ber eftir veikindi, heldur séu örin eitthvað sem við eigum að bera með stolti, enda eru þau vitnisburður um að við séum á lífi, að við höfum sigrað,“ seg- ir Hulda og bætir við að ákveðið hafi verið að hafa ljósmyndasýninguna sem einn af afmælisviðburðum fé- lagsins. „Við vorum í samstarfi við Reykjavíkurborg og okkur finnst mikill heiður að hafa fengið að opna sýninguna á sjálfa Men ningarnótt utan við Hörpu tónlistarhús, en þetta er útisýning sem kemur til með að standa þar fram yfir miðjan sept- ember.“ Fór aldrei út án hárkollu Þegar Hulda er spurð að því hvernig hafi gengið að fá fólk til að taka þátt í verkefninu, að sitja fyrir og opinbera örin, segir hún að flestir sem þau höfðu samband við hafi ver- ið ótrúlega tilbúnir til að stíga fram og leggja málstaðnum lið á þennan hátt. „Þetta er vissulega vandmeð- farið, því fólk er að opna sig rosalega mikið með því að sýna þennan hluta af sjálfum sér. Til dæmis hafði hún Sara Snorradóttir, ein þeirra sem tóku þátt í sýningunni, aldrei farið út úr húsi án þess að vera með hárkollu. Hún hafði alltaf verið með mikið sítt hár og það var stór hluti af hennar sjálfsmynd. Þegar hún missti hárið eftir meðferð þá voru margir sem vissu ekki að hún væri sköllótt. Hún leit á myndatökuna sem tækifæri til að sýna sig eins og hún er og ákvað að láta mynda sig án hárkollu. Hún tók þetta alla leið og var meira að segja ber að ofan í þessari mynda- töku. Annað dæmi er hann Bubbi, Guðbjörn Jóhann Kjartansson, sem þakkaði okkur fyrir að hafa boðið sér að taka þátt, því hann sagði að þetta hefði verið ákveðið „egóbúst“ fyrir sig. Hann er með stórt ör á bring- unni og í myndatökunni var skapað ákveðið sjóræningjaútlit á honum. Hann sá sig þarna í nýju ljósi,“ segir Hulda og bætir við að hún viti ekki til þess að nokkru sinni áður hafi verið haldin ljósmyndasýning hér á landi þar sem krabbameinsgreindir beri örin sín í bland við tískufatnað. Margskonar ör Hafdís Priscilla Magnúsdóttir greindist 35 ára með brjóstakrabbamein. Andri Þór Ingvarsson greindist 20 ára með eistnakrabbamein og 25 ára með krabbamein í tannrótinni. Díana Sif Greindist 13 ára með krabbamein í taugaendum. Linda Sæberg Hún greindist 36 ára með brjóstakrabbamein. Þau bera örin sín með stolti Á ljósmyndasýningunni Skapa fötin manninn? eru ör krabbameins- greindra einstaklinga sýnd sem partur af því hverjar þessar ákveðnu manneskjur eru. Ljósmynd/Kári Sverrisson Sjóræningjastíll Guðbjörn greindist 23 ára með illkynja kímfrumuæxli. Hulda Hjálmarsdóttir Það sem þjálfunin færir: • Aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd og trú á eigin getu • Hugrekki til að spyrja spurninga og taka þátt í umræðum • Koma hugmyndum sínum betur á framfæri og auka áhrif sín • Kynnast nýjum krökkum, bæta samskipti og styrkja sambönd • Betra skipulag og skýrari markmið • Jákvæðara viðhorf og minni kvíði Erbarniðþitt klárt fyrir skólann? Skráning er hafin á haustnámskeiðin Copyright©2019DaleCarnegie &Associates, Inc. All rights reserved. Gennext_081319_iceland Námskeið hefjast: 10 til 12 ára 23. sept. 17.00 til 20.00 8 skipti með viku millibili 13 til 15 ára 19. sept. 17.00 til 20.30 8 skipti með viku millibili 6 til 19 ára 18. sept. 18.00 til 22.00 8 skipti með viku millibili 20 til 25 ára 17. sept. 18.00 til 22.00 8 skipti með viku millibili Skráning í kynningartíma fyrir börnog foreldra á dale.is/ungtfolk eða í síma5557080
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.