Morgunblaðið - 29.08.2019, Síða 16
16 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2019
Er lúsin velkomin á þínu heimili?
Nei, hélt ekki og hún er heldur ekki
velkomin í skólann. En hún er klók
og getur gert sig heimakomna í
hvaða kolli sem er svo það er gott að
vera á varðbergi. Á www.heilsuvera-
.is eru góðar leið-
beiningar fyrir þá
sem vilja vera
lausir við lúsina.
Eitthvað á
þessa leið hljómar
dreifipóstur sem
foreldrar grunn-
skólabarna fá frá
heilsuvernd
skólabarna á
haustinn. Höf-
uðlús er lítið skor-
dýr sem lifir sníkjulífi í hárinu á höfð-
inu. Hún er skaðlaus manninum, en
flestir eru þó sammála um að lúsin sé
óvelkomin í hárið.
Hvað er til ráða?
Höfuðlúsin veldur litlum einkenn-
um en getur, ásamt eggjum sínum
(nitum), sést í hári. Aðeins einn af
hverjum þremur fær kláða. Lúsin
smitast með því að skríða frá hári til
hárs. Hún getur hvorki stokkið, flog-
ið né synt. Höfuðlús sem dettur úr
hári verður veikburða og getur ekki
af sjálfsdáðum skriðið á annað höfuð
og sest þar að. Smit með fatnaði og
innanstokksmunum er talið mjög
ólíklegt en þó er ekki hægt að útiloka
að greiður, burstar, húfur og þess
háttar, sem notað er af fleiri en ein-
um á stuttum tíma, geti borið lúsa-
smit á milli. En lúsin elskar knús og
hópsjálfur. Þá skapast oft tækifæri
til búferlaflutninga. Allir geta smit-
ast, óháð aldri, stétt og stöðu.Fylgist
vel með hárinu. Nauðsynlegt er að
kemba til að greina lúsasmit. Ráð-
lagt er að kemba börnum á aldrinum
3-13 ára vikulega til að koma í veg
fyrir að lúsin nái fótfestu. Finnist lús
við kembingu þarf að meðhöndla
smitið.
Góður lúsakambur er nauðsyn.
Bilið á milli teinanna má ekki vera
meira en 0,2 millimetrar og teinarnir
þurfa að vera stífir. Ýmsar gerðir af
lúsakömbum má finna t.d. í lyfja-
verslunum. Hárgreiða, þó fínleg sé,
gerir ekkert gagn í lúsakembingu.
Lýs í þurru hári eru fráar á fæti
og eiga auðvelt með að komast und-
an kambinum. Kembið því hárið
blautt, baðað í hárnæringu. Á
www.heilsuvera.is má finna leiðbein-
ingar um kembingu.
Nota má kembingu sem meðferð
við lús. Ef kembt er daglega í 14
daga hverfur lúsin úr hárinu. Efni til
að drepa höfuðlús fást í lyfjaversl-
unum. Farið eftir leiðbeiningum
framleiðanda. Notið lúsadrepandi
efni aðeins ef lús hefur fundist í
hárinu.
Lúsin sé ekki leyndarmál
Eina forvörnin sem sannanlega
virkar er regluleg kembing. Ágætt er
að hafa sítt hár bundið og sumir hafa
brugðið á það ráð að nota buff sem
gerir lúsinni erfiðara fyrir að komast
frá einum kolli yfir á annan. En hvor-
ugt kemur í stað þess að fylgjast vel
með hári barnsins og kemba. Finnist
lús í höfði barns er rétt að láta vita í
skóla eða leikskóla barnsins svo
hægt sé að tilkynna foreldrum ann-
arra barna um lúsina og hefta út-
breiðslu. Einnig er gott að láta nána
ættingja eins og ömmu og afa vita,
því lúsin elskar ömmu- og afaknús
því hún finnur gjarnan ný heimkynni
við slíkar aðstæður. Látum lúsina
ekki vera best geymda leyndarmálið,
þannig nær hún fótfestu. Með sam-
takamætti kembandi foreldra höld-
um við lúsinni í skefjum.
Gæludýrið sem enginn vill
Heilsuráð
Ása Sjöfn Lórensdóttir, hjúkrunarfr. og
fagstjóri heilsuverndar skólabarna,
Þróunarmiðstöð ísl. heilsugæslu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Flóki Góður kambur er nauðsyn því forvörnin sem sannanlega virkar gegn lús í hári er regluleg kembing á hverju einasta hári.
Unnið í samstarfi við Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðsins.
Ása Sjöfn
Lórensdóttir
Guðlaugur Arason, rithöfundur og
myndlistarmaður, er þessa dagana
með sýningu á Café Mílanó við Faxa-
fen í Reykjavík. Einstakur list-
viðburður segir í kynningu staðarins,
sem til sanns vegar má færa því lista-
verk eins og þarna eru eiga sér tæpast
hliðstæður. Álfabækur kallar Guð-
laugur verk sín sem eru smækkaðar
myndir af bókum úr hans eigin safni
sem síðan er raðað í haganlegar hillur.
Á síðasta ári sýndi Guðlaugur í
Amtsbókasafninu á Akureyri listaverk-
ið 2,34; hornsúlu eða skáp með eft-
irlíkingum eða smækkaðri mynd af
bókum. Alls eru bækurnar í því nokkuð
á þriðja þúsund, útsíður þeirra eru í
upprunalegu útliti en þær svo smækk-
aðar niður í hlutfallið 1:12 og kápan
límd á spýtukubb. Titill verksins vísar
til Svarfdælingsins Jóhanns Kristins
Péturssonar (1913-1984), sem er
stærsti Íslendingur sem sögur fara af,
var 2,34 metrar á hæð.
Verndarálfur fylgir
Þótt verkin á Café Mílanó séu ólík
eiga þau öll sameiginleg þrjú atriði; lít-
inn verndarálf, sem stundum getur
verið erfitt að koma auga á, eina bók
eftir listamanninn sjálfan og áritaðan
bókarkjöl. – Sýningin í kaffihúsinu í er
opin á virkum dögum frá kl. 9-18.
Café Mílanó
Álfabækur á
listasýningu á
Mílanó Guðlaugur Arason við eitt
verka sinna á kaffihúsinu í Faxafeni.
Er stærsti
framleiðandi
sportveiðarfæra
til lax- silungs-
og sjóveiða.
Flugustangir og
fluguhjól í úrvali.
Gott úrval af
fylgihlutum til
veiða stólar, töskur,
pilkar til sjóveiða,
spúnabox margar
stærðir, veiðihnífar
og flattningshnífar.
Abulon nylon
línur.
Gott úrval af kaststanga-
settum, fyrir veiðimenn
á öllum aldri, og úrval af
„Combo“ stöng og hjól til
silungsveiða, lax veiða og
strandveiða. Flugustanga sett
stöng hjól og lína uppsett.
Kaststangir,
flugustangir, kast-
hjól, fluguhjól, gott
úrval á slóðum til
sjóveiða. Lokuð
kasthjól.
Úrval af
flugustöngum,
tvíhendur og hjól.
Balance Lippa, mjög
góður til silungsveiða
„Original“
Fireline ofurlína, gerfi-
maðkur sem hefur reynst
sérstaklega vel,
fjölbreitt gerfibeita
fyrir sjóveiði og
vatnaveiða,
Berkley flattnings-
hnífar í úrvali og
úrval fylgihluta fyrir
veiðimenn.
Flugnanet, regnslár,
tjaldhælar, og úrval af
ferðavörum
Helstu Útsölustaðir eru:
Veiðivon Mörkinni
Vesturröst Laugavegi
Veiðiportið Granda
Veiðiflugur Langholtsvegi
Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi
Kassinn Ólafsvík
Söluskáli ÓK Ólafsvík
Skipavík Stykkishólmi
Smáalind Patreksfirði
Vélvikinn Bolungarvík
Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hólmavík
Kaupfélagi V-Húnvetninga Hvammstanga
Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki
SR-Bygginavöruverslun Siglufirði
Útivist og Veiði Hornið Akureyri
Veiðiríkið Akureyri
Hlað Húsavík
Ollasjoppa Vopnafirði
Veiðiflugan Reyðarfirði
Krían Eskifirði
Þjónustustöðvar N1 um allt land.
Axelsbúð Akranesi
Dreifing: I. Guðmundsson ehf.
Nethyl 1, 110 Reykjavík.
Nánari upplýsingar um þessar vörur má fá á eftirfarandi vefsíðum: www.purefishing.com - www.abugarcia.se - www.kuusamonuistin.fl - www.coghlans.com.
Þekktustu veiðivörumerkin eru seld í öllum
„Betri sportvöruverslunum landsins“