Morgunblaðið - 29.08.2019, Síða 18

Morgunblaðið - 29.08.2019, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2019 VIÐTAL Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Sjö ára athafnakona í Kópavogi poppar, bakar muffins og ræktar blóm til þess að safna fyrir siglingu á skemmtiferðaskipi. ,,Ég veit ekki alveg hvernig mér datt þetta í hug en mig langar mikið til þess að fara í ferðalag á Disney- skemmtiferðaskipi. Ég er búin að safna 90.000 á einum mánuði en þarf að safna 200.000 til þess að komast á næsta ári,“ segir Friðrikka Eik Ragnars, sem byrjar í þriðja bekk í Kársnesskóla og verður átta ára í október. Friðrikka segir að foreldr- arnir Lísa Zachrison Valdimars- dóttir og Ragnar Friðrik Ragnars verði sjálf að safna fyrir sig. Friðrikka seldi muffins sem hún bakaði og skreytti alveg sjálf, djús og popp fyrir utan sundlaugina í Kópa- vogi og ætlar að selja sömu vörur aft- ur en nú á Rútstúni ef hún fær leyfi til þess. Friðrikka segir að fleiri komi þangað þegar gott er veður og hún geti selt meira þar en við sundlaug- ina. Með hjálp móður sinnar hefur Friðrikka ræktað blóm, m.a. friðar- liljur og sjómannatryggð, peninga- blóm, indjánafjöður og einhverja þykkblöðunga. Fólk sækir blómin ,,Ég set blómin í mold og svo vökva ég líka, það er mikil vinna. Ég veit ekki hvað oft ég vökva en mamma segir tvisvar í viku, hún lætur mig vita hvenær ég á að vökva. Svo kem- ur fólkið sem kaupir blómin og sækir þau til mín,“ segir Friðrikka sem ætlar að bæta við fjáröflunina með því að mála listaverk og selja. Þegar Friðrikka er spurð hvort hún viti hvað hægt sé að gera á skemmti- ferðaskipinu kemur hik á hana, en svarar svo að 10 veitingastaðir séu í skipinu, vatnsrennibraut og sund- laug og þar verði skemmtilegt að vera. ,,Friðrikka hefur alltaf verið mjög hugmyndarík og framkvæmdasöm. Ég er endalaust að laga til eftir hana,“ segir Lísa, móðir Friðrikku, og bætir við að stelpan sé úti um allt og vel virk í jákvæðum skilningi. Hún sé oft kölluð fiðrildið Friðrikka. „Eina stundina er að hún að mála á eldhúsborðinu, þá næstu að sulla með sápu og skyndilega er hún kom- in út í garð að smíða bát,“ segir Lísa sem segir dóttur sína listræna og hún reikni með að hún feti listabraut- ina í framtíðinni. Lísa hefur nú þegar keypt tvær myndir af dóttur sinni. Lísa segist ekki vita hvar Frið- rikka fékk hugmyndina að siglingu á skemmtiferðaskipi. Hún hafi fundið það út að þegar ferðast væri með skemmtiferðaskipum væri hægt að skoða margar borgir og það sé eitt af áhugamálum Friðrikku. Lísa hélt að Friðrikka myndi hætta við hugmyndina um siglinguna eftir nokkra daga en stúlkan sé ákveðin og viti hvað hún vilji. Frið- rikka á erfitt með að átta sig á því hvað 200.000 kr. séu miklir peningar. Foreldrar hennar settu því blað á ís- skápinn með tölum frá einum og upp í 200. Í hvert skipti sem 1.000 kr. safnast er krossað yfir eina tölu. Lísa segir þetta hjálpa Friðrikku að átta sig á því hvernig gangi að ná mark- miðinu um siglingu á skemmtiferða- skipi á næsta ári. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hugmyndarík Friðrikka Eik Ragnars, sjö ára úr Kópavogi, lætur drauminn rætast og selur m.a. blóm í fjáröflunar- skyni fyrir ferð með skemmtiferðaskipi á næsta ári. Hún ætlar að búa til listaverk og selja til að ná markmiðinu. Sjö ára athafnakona  Ákvað að safna sjálf fyrir ferð með skemmtiferðaskipi Dugleg Friðrikka Eik selur popp, djús og muffins við sundlaugina. m. Lítil og létt loftpressa. Kemur með fjórum stútum sem passa á dekk, bolta, vindsængur og fleira. REDLITHIUM-ION™ rafhlaða. Sveigjanlegt rafhlöðukerfi sem virkar með öllum Milwaukee® M12™ rafhlöðu Verð 16.900 kr. (án rafhlöðu) M12 Inflator Alvöru loftpressa fráMilwaukee vfs.is VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888 Hagnaður af rekstri Samherja á síðasta ári nam 8,7 milljörðum króna, borið saman við 9,8 milljarða árið 2017. Þetta kem- ur fram á vef Samherja. Rekstrartekjur Samherja á síð- asta ári voru 43,4 milljarðar króna, námu um 40 milljörðum árið áður. Fyrir afskriftir og fjármagnsliði var hagnaður Samherja 7,7 millj- arðar í fyrra, eða 18% af veltu. Hlutfallið var 17% árið 2017. Skuld- ir og eigið fé í árslok 2018 námu tæpum 90 milljörðum króna. Aðalfundur Samherja ákvað að 7,7% af hagnaði, eða 670 milljónir króna, yrðu greidd í arð til hluthafa fyrirtækisins. „Árið var að sumu leyti sérstakt fyrir okkur. Þetta er fyrsta heila árið sem Samherji gerir ekki út neinn bolfiskfrystitogara frá Ís- landi. Félagið hóf rekstur með ein- um frystitogara og þeir hafa í gegnum tíðina gegnt veigamiklu hlutverki í rekstri okkar þannig að þetta er mikil breyting á fyrir- tækinu,“ segir Þorsteinn Már Bald- vinsson forstjóri á vef Samherja. 8,7 milljarða hagn- aður hjá Samherja Þorsteinn Már Baldvinsson Heildarhagnaður Eikar fasteigna- félags á fyrstu sex mánuðum þessa árs nam nær 1,5 millj- örðum króna. Þetta kemur fram í árshluta- uppgjöri fyrir- tækisins fyrir ár- ið 2019. Rekstrarhagnaður fyrir mats- breytingu og afskriftir nam nær 2,7 milljörðum króna og jókst um 5,7% milli ára. Rekstrartekjur fyrri part ársins námu 4,2 milljörðum króna, en þar af voru leigutekjur um 3,6 millj- arðar króna. Eiginfjárhlutfall fyrirtækisins í árslok var 30,8%. Eik skilaði tals- verðum hagnaði Garðar Hannes Friðjónsson Fulltrúar Orkunnar okkar funduðu með Guðna Th. Jóhannessyni, for- seta Íslands, í gær um þriðja orku- pakkann. Á fundinum var forsetanum af- hent áskorun þar sem skorað er á hann að staðfesta ekki upptöku þriðja orkupakkans inn í EES- samninginn nema að sameiginlega EES-nefndin hafi veitt Íslandi und- anþágu frá innleiðingu, eða að þjóðin hafi í þjóðaratkvæðagreiðslu fallist á að undirgangast skuldbindingar orkupakkans. Forsetinn tók við bréfi samtak- anna með áskoruninni og umsögnum frá liðnu vori um málið ásamt ný- legri gögnum um málið. Um er að ræða skýrslu samtakanna um áhrif inngöngu Íslands í orkusamband ESB og minnisblöð Anars Þórs Jónssonar héraðsdómara og Tóm- asar Jónssonar hrl. Í bréfinu til forsetans eru helstu þættir málsins raktir í stuttu máli og minnt á hugsanlegar afleiðingar verði innleiðing orkupakkans sam- þykkt. Orkan okkar hafi ekki séð önnur úrræði í stöðunni en að skora á forseta Íslands að bíða með að staðfesta þriðja orkupakkann, segir í tilkynningu Orkunnar okkar. Skora á forseta að staðfesta ekki Áskorun Fulltrúar samtakanna Orkan okkar ásamt forseta Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.