Morgunblaðið - 29.08.2019, Side 30
30 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2019
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Gríðarleg þróun hefur orðið á und-
anförnum árum í svokallaðri dróna-
tækni. Flestir verða varir við þessi
fyrirbæri þar sem ljósmyndarar not-
ast við dróna við myndatöku úr lofti.
En tæknin er einnig nýtt með öðru
móti og lengst hefur þróun hennar
náð í hernaði. Þar er í síauknum
mæli notast við ómannaða dróna til
eftirlits en einnig árása á skotmörk.
En drónatæknin virðist eiga sér
framtíð á fleiri sviðum og flugvéla-
framleiðandinn Airbus hefur á síð-
ustu árum lagt gríðarlega fjármuni í
þróun dróna sem hugsaðir eru til
fólksflutninga. Er tæknin talin geta
nýst sérstaklega vel á þéttbyggðum
svæðum þar sem umferð er orðin
þung og mikil. Með drónatækninni
er talið mögulegt að koma fólki milli
staða í lofti og létta þar með á um-
ferð á jörðu niðri. Þjónusta af þessu
tagi er nú þegar fyrir hendi þar sem
notast er við þyrlur en ýmislegt
mælir með því að nýrra lausna sé
leitað enda mikill hávaði frá þyrlum
og þá eru minni líkur taldar á að
hægt verði að beita gervigreind við
stjórn slíkra farartækja, líkt og
reynst hefur vel í tilfelli dróna-
tækninnar.
Mæta vaxandi mannfjölda
Í lok maí stóð Airbus fyrir svoköll-
uðum þróunardögum þar sem fjöl-
miðlamönnum hvaðanæva úr heim-
inum var boðið til þátttöku. Þá tvo
daga sem ráðstefnan stóð kynnti
fyrirtækið helstu nýjungar frá þró-
unardeildum fyrirtækisins. Meðal
fyrirlesara var Eduardo Dominguez
Puerta sem veitir þróunarstarfi á
sviði drónatækni forystu hjá Airbus.
Í erindi hans var bent á að eftir
áratug muni um fimm milljarðar
manna búa í borgum. Sífellt fleiri
borgir verði risavaxnar. Þannig
megi gera ráð fyrir að íbúar Mexíkó-
borgar verði nærri 24 milljónir, í Saó
Paulo verði svipaður fjöldi, í Lagos í
Nígeríu muni búa um 24 milljónir
manna, 25 milljónir í Kaíró, 26 millj-
ónir í Delí á Indlandi, 37 milljónir
manna í Tókýó og 24 milljónir í
Shanghaí.
„Mannmergðin gerir alla fólks-
flutninga mjög snúna. Það tekur t.d.
tvo tíma að komast frá flugvellinum í
Sao Paulo inn í miðborgina, en það
tekur aðeins 10 mínútur með þyrlu.
Ef við fáum aðeins hluta þeirra far-
þega sem fara milli þessara staða til
þess að ferðast um loftið í stað þess
að taka lest eða bíl getum við létt
mjög á kerfinu,“ sagði Puerta í sam-
tali við blaðamenn að ráðstefnunni
lokinni.
Og þar vísaði hann með óbeinum
hætti til þeirrar staðreyndar að flug
með drónum verður á komandi árum
mjög dýr ferðakostur og því aðeins á
færi „betur borgandi“ ferðamanna
að nýta sér þá þjónustu. Hann full-
yrðir þó að þessi þjónusta sé handan
við hornið enda er Airbus, líkt og
nokkur önnur fyrirtæki, farið að
gera prófanir á fyrstu tækjunum
sem borið geta fjóra til sex farþega í
senn. Telur hann að tæknin geti ver-
ið komin í notkun upp úr 2030 en þó
líklega nær 2040.
„Tæknin er í grundvallaratriðum
fyrir hendi. Það er ekki flöskuháls-
inn sem slíkur. Vandinn er miklu
frekar sá að regluverk í kringum
þessa starfsemi fyrirfinnst ekki og
þá á eftir móta frá grunni hvernig
innviðir í tengslum við drónaflugið
verða byggðir upp. Það er ekki nóg
að hafa tæknina til að flytja fólk milli
staða með þessum hætti, það þarf að
vera hægt að lenda þessum tækjum
á réttum stöðum og einnig að
tryggja öryggi búnaðarins. Þar er-
um við komin furðu skammt á veg en
við höfum lagt mikla áherslu á það
hjá Airbus að fá stjórnvöld til liðs við
okkur í því skyni að tryggja þennan
ramma,“ sagði Puerto.
Óttast ekki samkeppnina
Á ráðstefnunni var bent á að önn-
ur fyrirtæki, m.a. frumkvöðlafyrir-
tækið sem kynnt hefur mannhelda
drónann Lilium til sögunnar, eru
komin nokkru lengra á veg en Air-
bus í þróunarstarfinu. Puerto sagði
það í sjálfu sér ekki áhyggjuefni í
huga Airbus. Vanda þyrfti til þess-
ara hluta og það væri ekki endilega
gefið að þeir sem fyrstir kæmu fram
með nýja tækni eða nýjar lausnir
yrðu þeir sem myndu vinna mark-
aðinn.
„Þar skiptir fjármögnunin einnig
máli. Þetta er gríðarlega dýr starf-
semi og ég er ekki viss um að fjár-
festar verði nægilega þolinmóðir til
þess að bakka þessi fyrirtæki upp til
lengdar. Airbus hefur hins vegar þá
burði og þess vegna hef ég fulla trú á
því að við verðum í fararbroddi á
þessu sviði.“
Þróa dróna til farþegaflutninga
Airbus vinnur að nýrri tegund dróna sem ætlað er að flytja allt að fjóra farþega milli staða
Fyrirtækið telur að tæknin verði komin í almenna notkun á fjórða áratug þessarar aldar
Þróun CityAirbus getur haldist á lofti í 15 mínútur og er búinn átta hreyflum og átta 100 kW rafmótorum. Rafhlaðan
er 110kWh. Hámarksflugtaksþyngd er 2,2 tonn, það getur tekið fjóra farþega og nær allt að 120 km hraða á klst.
Létt CityAirbus er ætlað að koma fólki milli staða í stórborgum á skömmum
tíma. Tækið getur einnig nýst á mjög fáförnum illaðgengilegum stöðum.
Þýski drónaframleiðandinn Lilium
GmbH hefur á síðustu árum unnið að
þróun mannhelds dróna sem ætlað er
að geta flutt allt að fimm farþega.
Nýjasta útfærsla tækisins getur flutt
tvo farþega en búnaðurinn er byggð-
ur á þeirri hugsjón að mannshöndin
komi hvergi nærri stjórnbúnaði tæk-
isins. Fyrirtækið stefnir að því að
koma búnaðinum í almenna fram-
leiðslu um miðjan næsta áratug og
stofna í kringum framleiðsluna
„leigubílaþjónustu“ í háloftunum.
Tæknilegar lausnir Lilium eru um
margt frábrugðnar þeim sem Airbus
hefur kynnt til sögunnar. Þannig er
Lilium Jet búin 36 rafmagnsmót-
orum. Hver og einn þeirra virkar
sem lítill hreyfill sem gefur tækinu
lyftikraft.
Tækið er byggt upp í kringum
fjóra vængi, tvo að framanverðu og
tvo að aftanverðu. Að framan eru
sex mótorar á hvorum væng en 12 á
hvorum aftari vængnum. Lilium er
einnig mun léttara tæki en City-
Airbus. Þannig er núverandi út-
færsla tækisins aðeins 440 kíló að
þyngd en getur vegið allt að 640 kíló
við flugtak.
Lilium Framleiðandinn stefnir á að hefja almenna framleiðslu 2024.
Fleiri fyrirtæki
stefna á sömu mið
Z-brautir &
gluggatjöld
Opið mán.-fös. 10-18 Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | S. 525 8200 | www.z.is |
Úrval - gæði - þjónusta
Nýjar vörur frá Cawö