Morgunblaðið - 29.08.2019, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2019
Sögu Iðuferju, brúarinnar á Hvítá
hjá Iðu og Laugaráss í Biskups-
tungum eru gerð skil á söguskiltum
sem nú hafa verið sett upp við norð-
urenda brúarinnar. Skiltin voru af-
hjúpuð um síðustu helgi við athöfn
sem var fjölsótt.
Elínborg Sigurðardóttir á Iðu og
Páll M. Skúlason í Kvistholti í
Laugarási sögðu þarna frá tilurð
skiltanna, sem voru gerð í minningu
hjónanna Ingólfs Jóhannssonar og
Margrétar Guðmundsdóttur á Iðu
og Guðnýjar Pálsdóttur og Skúla
Magnússonar í Hveratúni í Laug-
arási. Afkomendur þeirra áttu
frumkvæði að þessari framkvæmd
og þeir styrktu hana með umtals-
verðu fjárframlagi. Það voru síðan
börn þeirra hjóna sem afhjúpuðu
skiltin.
Páll vinnur vef
Elínborg og Páll unnu á þau alla
texta og völdu myndir. Sveitarfélag-
ið Bláskógabyggð styrkti verkið
einnig, svo og Vegagerðin og fleiri.
Skiltin voru sett upp samhliða bæj-
arskilti fyrir Laugarás. Í lok athafn-
arinnar afhentu afkomendur
hjónanna Sveitarfélaginu Blá-
skógabyggð skiltin til umsjónar og
varðveislu og sveitarstjórinn, Ásta
Stefánsdóttir, veitti þeim viðtöku.
Saga beggja ferjanna, brúarinnar
og Laugaráss er samtvinnuð og
söguskiltin gera nokkra grein fyrir
henni. Páll Skúlason vinnur að vef
um Laugarás og nágrenni,
www.laugaras.is þar sem þessari
sögu eru og verða gerð ítarlegri
skil, bæði í texta og með myndefni
af ýmsu tagi.
Hróp af Auðsholtshamri
Fyrirsögnin á skiltunum Halló,
halló ferja vísar til minninga bræðr-
anna Einars og Jósefs Ólafssona, en
faðir þeirra, Ólafur Einarsson, var
héraðslæknir í Laugarási frá 1932-
1947. Þeir voru oft sendir á Skál-
holtshamar, sem er þar sem norður-
endi brúarinnar er nú, til að kalla á
ferjuna og flýta þannig fyrir föður
sínum, sem þurfti að fara í læknis-
vitjun austan ár. Þeir voru einnig
ósjaldan sendir á ferjuna með lyf
sem þurfti að koma yfir.
Sama má segja um hróp þeirra af
Auðsholtshamri, en þar var einnig
lögferja langt fram eftir síðustu öld.
Ferjan lagðist svo af þegar Iðubrú
var byggð og tekin í notkun árið
1957. Sú framkvæmd og samgöngu-
bót varð svo til þess að þéttbýli tók
að myndast í Laugarási, sem er
garðyrkjuþorp. Þá voru settar á fót
allmargar garðyrkjustöðvar á svæð-
inu, og þegar best lét voru íbúar í
byggðinni vel á annað hundrað. Í
dag eru þeir skv. tölum Hagstofu
um 120. sbs@mb.is
Ljósmynd/Aðsend
Skilti Afkomendur hjónanna á Iðu og í Hveratúni áttu frumkvæði að gerð skiltanna og sáu um afhjúpun þeirra.
Söguskilti
á ferjustað
Iða og Laugarás Læknisferðir og
lyf Brúarþorpið í Biskupstungum
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Tenging Iðubú sem tekin var í notkun árið 1957 er svipsterkt mannvirki, sem tengir Biskupstungur við Skeiðin.
Töfrar eldamennskunnar
byrja með Eirvík
Eldhúsið er ekki bara
herbergi, heldur upplifun
Við hjá Eirvík trúum því að eldhúsið sé hjarta heimilisins.
Innanhússarkítektar og sérfræðingar í heimilistækjum
keppast við að hanna hágæða eldhús sem standast
tímans tönn, með virkni, gæði og sveigjanleika að
leiðarljósi. Eldhúsið er fjárfesting til framtíðar
– tryggðu þér raunveruleg gæði á hagstæðu verði.
Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is.
Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15