Morgunblaðið - 29.08.2019, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.08.2019, Blaðsíða 38
38 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2019 LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. s: 781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 fös: 12-16 HAUST 2019 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins, og þingmenn sem leggjast gegn því að Bretland gangi úr Evrópusambandinu án samnings 31. október hafa gagnrýnt harðlega beiðni Boris Johnsons forsætisráð- herra um að Bretadrottning sendi þingið heim nokkrum dögum eftir að það kemur saman eftir sumarhlé í næstu viku og þar til stefnuræða stjórnarinnar verður flutt á þinginu 14. október. Bercow og andstæðing- ar brexit án samnings sögðu að beiðni forsætisráðherrans væri brot á stjórnarskrá landsins og atlaga að þingræðinu þar sem markmið hans væri að koma í veg fyrir að þingið gæti samþykkt lög sem hindruðu út- göngu án samnings. Johnson og stuðningsmenn brexit án samnings í Íhaldsflokknum neituðu þessu og sögðu að þingið fengi nægan tíma til að ræða útgönguna. Samkvæmt gildandi lögum geng- ur Bretland úr ESB 31. október og Johnson hefur sagt að útgöngunni verði ekki frestað ef leiðtogar sam- bandsins hafna kröfu hans um breyt- ingar á brexitsamningi sem þingið hefur fellt þrisvar. Meirihluti neðri deildar þingsins hefur hins vegar verið andvígur útgöngu án samn- ings. Bretadrottning samþykkti beiðni forsætisráðherrans um að senda þingið heim ekki síðar en 12. september og það kæmi saman aftur 14. október, sautján dögum fyrir út- gönguna og þremur dögum fyrir fund Johnsons með leiðtogum Evr- ópusambandsins. Í samræmi við venju Venja er að breska þingið sé sent heim í skamman tíma, yfirleitt í apríl eða maí. Þingmenn halda þá sætum sínum og stjórnin situr áfram en engin umræða og engar atkvæða- greiðslur fara fram á þinginu. Þingið er þó ekki rofið eins og gert er þegar boðað er til kosninga. Þetta er yfirleitt gert einu sinni á ári en þingið hefur nú starfað í rúm tvö ár, lengur en nokkru sinni fyrr í nær 400 ár, án þess að hafa verið sent heim með þessum hætti, eða frá því að nýtt þing var sett eftir kosn- ingar í júní 2017. Þinginu hefur verið lokað í mislangan tíma, t.a.m. í fjóra vinnudaga árið 2016 og þrettán vinnudaga tveimur árum áður, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Johnson vill nú að þingið verði lokað í u.þ.b. 23 vinnudaga áður en Breta- drottning flytur stefnuræðu stjórnarinnar. Gert er ráð fyrir því að þingið komi saman eftir sumarhlé 3. sept- ember. Sú venja hefur komist á að hlé sé gert á störfum þingsins, án þess að senda það heim, þegar þrír helstu stjórnmálaflokkar Bretlands halda árlega landsfundi sína en búist var við að meirihluti þingsins myndi hafna því að hlé yrði gert á störfum þingsins vegna landsfundanna í ár. Þingmenn geta hins vegar ekki greitt atkvæði um beiðni um að þing- ið verði sent heim. Fyrsti landsfundurinn, fundur Frjálslyndra demókrata, hefst 14. september og þeim þriðja, fundi Íhaldsflokksins, lýkur 2. október, tólf dögum áður en þingið á að koma saman. Á síðasta ári lauk lands- fundahléinu 9. október, sex dögum eftir að síðasta fundinum lauk. Fréttaskýrandi BBC segir að for- dæmi séu fyrir því að þinginu sé lok- að áður en Bretadrottning flytur stefnuræðu stjórnarinnar og þess vegna hafi hún ekki getað hafnað beiðni forsætisráðherrans núna. Sögð atlaga að þingræðinu Beiðnin um að þingið verði sent heim er þó mjög umdeild vegna þess að andstæðingar brexit án samnings segja að markmiðið með henni sé að sniðganga vilja þingsins á mjög af- drifaríkum tíma. Rúmlega 70 þing- menn í neðri deildinni og aðalsmenn í lávarðadeildinni hafa óskað eftir því að dómstóll í Skotlandi úrskurði að það sé ólöglegt og brot á stjórnar- skránni að senda þingið heim til að knýja fram brexit án samnings. Dómstóllinn hefur ákveðið að taka málið fyrir 6. september en talið er að erfitt verði fyrir þá sem höfða málið að sanna að markmiðið með beiðni forsætisráðherrans sé að knýja brexit fram gegn vilja þings- ins. Boris Johnson neitaði því í gær að hann hefði þetta að markmiði og sagði að þingið fengi nægan tíma til að ræða málið. Forseti neðri deildarinnar sagði hins vegar að það væri algerlega augljóst að markmiðið með því að loka þinginu væri að hindra að það ræddi brexit og gegndi skyldum sín- um. Hann lýsti beiðni forsætisráð- herrans sem atlögu að þingræðinu og réttindum þingmanna sem kjör- inna fulltrúa þjóðarinnar. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verka- mannaflokksins, kvaðst hafa skrifað Bretadrottningu bréf til að biðja um fund með henni áður en hún tæki ákvörðun um beiðnina. Leiðtogar sex stjórnarandstöðuflokka höfðu lofað að beita sér fyrir lagabreyting- um til að koma í veg fyrir brexit án samnings og hugsanlegt er að þeir leggi fram vantrauststillögu gegn forsætisráðherranum. Formaður þingflokks Skoska þjóðarflokksins á breska þinginu sakaði Johnson um að hegða sér „eins og einræðisherra“. Jo Swinson, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, sagði beiðni forsætisráðherrans til marks um „hugleysi“. „Hann veit að þjóðin myndi ekki velja brexit án samnings og kjörnir fulltrúar henn- ar myndu ekki leyfa slíka útgöngu.“ Teflt á tvær hættur James Cleverly, formaður Íhalds- flokksins, varði beiðni Johnsons og sagði hana alvanalega þegar nýr for- sætisráðherra tæki við völdunum. Arlene Foster, leiðtogi DUP, flokks norðurírskra sambandssinna, fagn- aði beiðni Johnsons en sagði að flokkurinn myndi taka stuðning sinn við stjórn Íhaldsflokksins til endur- skoðunar. „Þá gefst tækifæri til að tryggja að stefna stjórnarinnar sam- ræmist forgangsmálum okkar.“ Fréttaskýrandi The Telegraph segir að andstæðingar brexit án samnings eigi á brattann að sækja í deilunni við Johnson eins og staðan sé núna en forsætisráðherrann hafi tekið mikla áhættu með beiðninni um að senda þingið heim. Hugsan- legt sé að hann nái markmiði sínu en beiðnin geti einnig komið honum í koll og þjappað andstæðingum hans saman. Þótt ákvörðunin um að senda löggjafarþingið heim stytti tímann sem þingmönnum gefist til að hindra brexit án samnings sé enn mögulegt að þeim takist það áður en þinginu er lokað. Sakaður um stjórnarskrárbrot  Johnson talinn hafa tekið mikla áhættu með því að biðja Bretadrottningu um að senda þingið heim til 14. október  Torveldar þingmönnum að hindra brexit án samnings en gæti komið Boris Johnson í koll AFP „Alvanalegt“ Boris Johnson forsætisráðherra segir að beiðnin um að loka þinginu samræmist venjum og neitar því að hún sé atlaga að þingræðinu. AFP „Hneyksli“ John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins, segir að beiðni Johnsons um að þingið verði sent heim sé „stjórnskipulegt hneyksli“. „Stjórnin mun falla“ » Dominic Grieve, þingmaður Íhaldsflokksins, sagði að beiðni Boris Johnsons um að þingið yrði sent heim gæti leitt til atkvæðagreiðslu um van- trauststillögu gegn forsætis- ráðherranum. » „Stjórnin mun falla,“ sagði Grieve sem hefur beitt sér fyrir nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Bretlands að ESB. » Stjórn Íhaldsflokksins er að- eins með eins sætis meirihluta í neðri deild þingsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.