Morgunblaðið - 29.08.2019, Page 40

Morgunblaðið - 29.08.2019, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Umferðin íhöfuð-borginni hefur þyngst ár frá ári og er svo komið að þegar hún er mest reyna þeir, sem hjá því komast, að vera helst ekki á ferðinni. Yfir sumartímann léttist reyndar umferðin verulega og helgast það einkum af sumar- fríum frá vinnu og skóla. Nú þegar skólar hafa verið settir blasir hins vegar við það sem koma skal í vetur og lofar ekki góðu. Ferðatími í borginni hefur á nokkrum árum lengst um hátt í 50%. Það þýðir að nú tekur hálftíma að fara vega- lengd, sem áður var farin á tuttugu mínútum. Lengi hefur verið vitað hvar verstu hnútana er að finna, en ekkert hefur verið gert í málinu. Þess í stað hef- ur verið veðjað á að setja meiri peninga í strætisvagna- kerfið og fólk verið hvatt til að hjóla. Þessar aðgerðir hafa engu skilað, en á meðan hefur ástandið í umferðinni versnað jafnt og þétt. Stofnæðir þola umferð upp að ákveðnu marki. Um leið og því er náð versnar ástandið mjög snarlega þótt ekki muni nema nokkrum ökutækjum. Ástandið má laga með ýmsum hætti og það getur kostað peninga. En ekki eru allar að- gerðir dýrar. Til dæmis væri hægt að samræma umferðarljós þannig að umferð gangi greiðlegar fyrir sig, en nú er. Það hefur meira að segja verið nefnt, en ekkert gerist. Tafirnar í umferðinni eru ekki léttvægar. Þær kosta beinlínis peninga. Er þá ekki aðeins horft til brennslu bíla í lausagangi á eldsneyti, heldur aukins kostnaðar fyrir fyrir- tæki og áhrifa á framleiðni. Tafirnar skerða einnig lífs- gæði fólks. Íbúar Reykjavík- ur nutu eitt sinn þeirra lífs- gæða umfram íbúa milljóna- borga að þurfa ekki að sitja fastir í bílum lon og don. Þeir, sem hrífast af stórborgum, gera það sjaldnast vegna um- ferðarhnútanna. Í mörgum þeirra er vand- inn ekki síst sá að kjarni þeirra var skipulagður löngu fyrir nútímasamgöngur og því hefur verið óhjákvæmi- legt að grípa til róttækra að- gerða til að draga úr umferð. Það á ekki við í Reykjavík, en þá tekur meirihlutinn í borginni í glórulausu stríði sínu við einkabílinn upp á því að búa til slíkt ástand, leggja áherslu á að gera illt verra og ýta undir teppurnar. Bíl- stjórar mega búa sig undir að sitja löngum stundum fastir í umferð í vetur. Það gæti verið ráð að birgja sig upp af hljóð- bókum. Það tekur æ lengri tíma að komast milli staða í höfuð- borginni og það Tími umferðarteppna Kínverskstjórnvöld tilkynntu á þriðju- daginn að þau hygðust halda heræfingar í ná- grenni Taívan í vikunni. Þetta mun vera í þriðja sinn á stuttum tíma sem blásið er til slíkra æfinga, en ákvörðun Kínverja kemur í kjölfar þess að Bandaríkin ákváðu að selja herflugvélar til stjórnvalda á eyjunni, sem Kínverjar segja að tilheyri yfirráðasvæði sínu. Heræfingunum er einkum ætlað að senda skilaboð til Tsai Ing-wen, forseta Taív- ans, en hún og flokkur hennar hafa neitað að fallast á þá hugmynd að eyjan tilheyri „sameinuðu Kína“. Þetta ásamt aukinni áherslu Xi Jinping, forseta Kína, á sam- einingu ríkjanna, hefur orðið til þess að samskiptin hafa versnað. Þá eru heræfingarnar að öllum líkindum einnig hugs- aðar sem viðvörun til Bandaríkja- stjórnar um að halda sig fjarri, ef það skyldi koma til átaka milli Kína og Taívans. Óvíst er þó hvaða áhrif slík skilaboð hafa, en bandarískt herskip sigldi einmitt fyrir helgi í gegnum Taívansund og var sú sigling túlkuð sem skilaboð um að Bandaríkin héldu enn verndarhendi yfir eyjunni. Ástandið við Taívansund er því að hluta til angi þeirrar al- mennu spennu sem ríkir nú í samskiptum Bandaríkjanna og Kína en endurspeglar ekki síður vaxandi vilja stjórn- valda í Peking til að auka áhrif sín og herða tökin inn- anlands og utan. Um það er eldfimt ástandið og átökin í Hong Kong annað dæmi. Því miður eru allar líkur á, með auknum vilja og getu stjórn- valda í Peking til að láta til sín taka, að ólga og árekstrar fari vaxandi. Tíðar heræfingar Pekingstjórnar í nágrenni við Taívan eru áhyggjuefni} Aukin spenna við Taívansund Á síðustu árum hefur reynst vand- kvæðum bundið að manna stöðu- gildi í tilteknum greinum heilbrigð- isþjónustunnar. Því er aðkallandi að finna leiðir til að fjölga starfsfólki í mörgum heilbrigðisstéttum, auka starfshlutfall og snúa við atgervisflótta. Ríkisstjórnin samþykkti í gær að setja á fót starfshópa þar sem heilbrigðis-, mennta- og menningarmálaráðuneytið og fjármálaráðu- neytið munu koma saman að því að finna lausnir á þessu mikilvæga verkefni. Fjallað verður um menntun hjúkrunarfræðinga og leiðir til að fjölga í hópi þeirra sem útskrifast ár hvert, á sama hátt verður fjallað um menntun sjúkraliða og einnig um möguleika á viðbótarmenntun þeirra á ákveðnum sviðum og enn fremur verður fjallað um sérfræðinám lækna og aðgerðir m.a. til að skoða viðurkenningu sérnáms hérlendis í öðrum löndum. Ríkisstjórnin ákvað einnig að skipa sérstakan starfshóp á vegum heilbrigðisráðuneytisins og fjármála- og efna- hagsráðuneytisins sem m.a. á að leggja mat á raunhæfar leiðir til að bæta mönnun hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstétta, m.a. á grundvelli niðurstöðu könnunar meðal heilbrigðisstofnana, niðurstöðu samanburðar við aðrar þjóðir og fleira sem hópurinn metur málefnalegt. Markmiðið er að koma fram með tillögur sem leitt geta til þess að heilbrigðisstarfsfólk haldist í starfi og að þeir sem farið hafa í önnur störf leiti til baka í heilbrigðisþjónust- una. Starfshópunum er gert að skila tillögum til ráðherra í desember á þessu ári. Í heilbrigðisstefnu til ársins 2030 sem sam- þykkt var á Alþingi í byrjun sumars eru sett fram sjö lykilatriði. Eitt þeirra ber titilinn „Fólkið í forgrunni“ og fjallar um mannauð og starfsumhverfi í heilbrigðisþjónustunni. Vel menntað heilbrigðisstarfsfólk og full- nægjandi mönnun er forsenda þess að hægt sé að veita þeim sem þurfa örugga og skil- virka heilbrigðisþjónustu. Starfsumhverfið skiptir miklu máli, því endurteknar kannanir á vinnustöðum sýna skýrt hvaða þættir eru mikilvægastir til að laða að starfsfólk og halda því. Stjórnun, vinnutími, aðbúnaður og laun vega þungt þótt fleiri þættir komi til og því þarf að gaumgæfa þessa þætti og vinna markvisst að úrbótum þar sem þess gerist þörf. Með þessari áherslu ríkisstjórnarinnar og með nýrri heilbrigðis- stefnu til ársins 2030 sýna stjórnvöld svo ekki verður um villst að litið er á mönnun og menntun í heilbrigðiskerfinu sem brýnt verkefni og forgangsmál. Um það og aðrar áskoranir í heilbrigðiskerfinu verður rætt á opnum fundi sem ber yfirskriftina Horft til framtíðar og haldinn verður í Veröld, húsi Vigdísar fimmtudaginn 5. september kl. 17- 19. Fundurinn er liður í því að kynna og hefja innleiðingu nýrrar heilbrigðisstefnu og verður sérstök áhersla lögð á hlut menntastofnana, aðkomu þeirra og ábyrgð, meðal annars þegar kemur að menntun heilbrigðisstétta og mönnun heilbrigðisþjónustunnar. Svandís Svavarsdóttir Pistill Mönnun heilbrigðisþjónustunnar Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Færeyingar ganga að kjör-borðinu næstkomandilaugardag, 31. ágúst, ogkjósa þar 33 þingmenn til að sitja á lögþingi sínu. Afstaðan til sambandsins við Dani hefur löngum verið í brennidepli í þingkosningum í Færeyjum, en hefur nú fallið í skugg- ann af öðrum málefnum. Núverandi landsstjórn Færeyja var mynduð af Javnaðarflokknum, Tjóðveldisflokknum og Framsókn eftir kosningar 2015. Formaður fyrst- nefnda flokksins, Aksel V. Johann- esen er lögmaður Færeyja og leiðir landsstjórnina. Flokkarnir hafa lýst sig reiðubúna til að halda samstarfinu áfram, en það gæti reynst örðugt þar sem samanlagt fylgi þeirra mælist nú 47% samkvæmt nýjustu skoðana- könnunum. Aðrir flokkar í framboði eru Fólkaflokkurinn sem mælist stærst- ur með um 24% fylgi, Sambands- flokkurinn, Sjálvstýri, Miðflokkurin, Framtakið og Føroyaflokkurin. Tveir þeir síðastnefndu bjóða nú fram í fyrsta sinn og helsta kosningamál Framtaksins er að neysla kannabis- efna verði lögleg Færeyjar hafa haft sjálfsstjórn frá árinu 1948, þegar heimastjórnar- lögin voru sett. Eyjarnar hafa verið eitt kjördæmi síðan 2008 og fram- bjóðendum er ekki raðað í sæti á framboðslistunum heldur velja kjós- endur flokk og þann frambjóðanda hans sem þeim hugnast. Túrisminn er stórt mál En hvað munu Færeyingar kjósa um, fyrst sambandið við Dani er ekki ofarlega á blaði? Sif Gunn- arsdóttir, skrifstofustjóri menningar- mála hjá Reykjavíkurborg og fyrr- verandi forstjóri Norræna hússins í Færeyjum, segir að stóru málin séu heilbrigðis- og menntamál, sam- göngumál og ferðaþjónustan. Þá séu húsnæðismál ofarlega á blaði. „Túr- isminn er ansi stórt mál. Færeying- um tókst vel að markaðssetja eyjarn- ar og fjöldi ferðamanna hefur margfaldast á skömmum tíma. Inn- viðirnir hafa ekki verið byggðir upp í samræmi við það og talsverð umræða hefur verið um gjaldtöku.“ Sif segir að efnahagsástand í Færeyjum sé mjög gott. Atvinnuleysi sé undir 2%, hagvöxtur mikill og þær þrjár atvinnugreinar, sem mest sé byggt á; laxeldi, ferðaþjónusta og fiskveiðar standi í blóma. „Þegar allt gengur vel, þá er þessi ásteytingar- steinn, sem er sambandið við Dani, minna áberandi. Þessu góða efna- hagsástandi hefur fylgt að það hefur verið sprengja í fjölda Færeyinga, sem hafa verið búsettir erlendis en vilja nú snúa heim. Þetta er oft vel menntað fólk og það vill störf við hæfi. Þetta hefur líka leitt til þess að húsnæði skortir. Allt þetta hefur áhrif á kosningabaráttuna,“ segir Sif. Hún segir að sum þeirra mála sem hafi verið mikið til umræðu í síð- ustu kosningum fyrir fjórum árum sé nú lítið rædd. „Til dæmis réttindi samkynhneigðra, en í síðustu ríkis- stjórn var staðfest sambúð þeirra lög- fest. Miðflokkurinn var á móti þessu, einnig aðilar innan Fólkaflokksins. Sumir þeirra eru núverandi þing- menn og segjast munu afnema þessi lög, komist þeir til valda eftir þessar kosningar.“ Deilt um fiskveiðilöggjöf Gísli Gíslason varaformaður fær- eysk-íslenska viðskiptaráðsins og hafnarstjóri Faxaflóahafna hefur fylgst með kosningabaráttunni í Fær- eyjum. Hann segir að mikið hafi verið rætt um atvinnumál, menningarmál, heilbrigðis- og húsnæðismál og fisk- veiðilöggjöfin, sem gerð var breyting á í tíð núverandi ríkisstjórnar, hafi verið ofarlega á baugi. „Mörgum þyk- ir að sú breyting hafi verið einhvers- konar málamiðlun sem fáir séu í raun- inni alls kostar sáttir við. Þetta á eflaust eftir að halda áfram að vera deilumál,“ segir Gísli. Hann tekur undir það með Sif að sambandið við Dani sé ekki meðal stóru málanna í kosningabaráttunni. „Um daginn var gerð skoðanakönnun um helstu álitamálin og sambands- málið var í 7. eða 8. sæti.“ Að sögn Gísla hafa samgöngumál verið áberandi í kosningabaráttunni. Framkvæmdir standi yfir við jarð- göng á milli Þórshafnar og Rúnavíkur sem er á Austurey og fleiri göng séu í bígerð. Hann segir að almenn sam- staða sé um gangagerðina en ekki sé einhugur um hvort innheimta eigi veggjöld. Gísli nefnir annað mál sem hefur verið til umræðu í kosningabaráttunni og snertir hagsmuni Íslands beint, en það er Hoyvíkursamningurinn sem er fríverslunar- og viðskiptasamningur Íslands og Færeyja. Færeyingar sögðu honum upp seint á síðasta ári vegna þess að hann samræmist ekki áðurnefndum fiskveiðilögum og hann mun, að öllu óbreyttu, falla úr gildi um áramótin. „Ég veit ekki til þess að nýr samningur hafi verið ræddur innan núverandi landstjórnar, það verður líklega ekki fyrr en eftir kosningarnar og nýs lögþings bíður þá ærið verk- efni,“ segir Gísli. Sambandið við Dani er ekki stóra málið Morgunblaðið/Sigurgeir S. Færeyjar Þar verður kosið á laugardaginn. Ýmis mál brenna á íbúum. Sif Gunnarsdóttir Gísli Gíslason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.